Morgunblaðið - 15.12.1985, Side 67

Morgunblaðið - 15.12.1985, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. DESEMBER1985 67 Efniviður í andófsmenn Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson REGNBOGINN: ANOTHER CO UNTRY - ANNAÐ LAND ★★ Leikstjóri Marek Kanievska. Hand rit Mitchell, byggt á samnefndu leik- riti hans. Klipping Gerry Hambling. Kvikmyndataka Peter Biziou, B.S.C. Framleiðandi Alan Marshall. Aðal- hlutverk Rupert Everett, (k)lin Firth, Robert Addie, Michael Jenn, Rupert Wainright, Tristan Oliver, Frederick Alexandcr. Bresk, frá Goldcrest/ Virgin 1984.90 mín. Föðurlandssvik enskra mennta- manna af hástéttum hafa í marg- gang komið Breska Ijóninu til að kyngja óþægilegum munnbitum; Blunt, Philby, Burgess og McLean, svo nokkrir séu nefndir. Allir stór- ættaðir gáfumenn, vel menntaðir úr hinum nafntoguðu, bresku einkaskólum. Þessi hneisa hefur að sjálfsögðu ollið Bretum miklum álitshnekkjum, enda hafa þeir oft og víða leitað ástæðnanna fyrir tilurð þessara háþróuðu sýkla sem búið hafa um sig allt inní innstu viðjum stjórnkerfisins. Meðal þeirra sem tilraun hafa gert að brjóta til mergjar rússa- daður og óheilindi þessara kump- ána í garð fósturmoldarinnar, er Julian Mitchell. Er myndin byggð á samnefndu leikriti hans sem flutt var fyrir skömmu við tals- verðar vinsældir í London. Ekki þarf stórbrotið hugmynda- flug til að álykta að aðalsöguhetj- an, Guy Benneit, sé sóttur að ein- hverju leyti til njósnarans Guy Burgess, svo margt er líkt með þeim. Orðheppinn, skarpgáfaður, kominn frá sterkefnuðu heimili en með hálf-mislukkað uppeldi að baki — minningarnar um föður hans fremur óyndislegar en ástin því meiri á móðurinni. í hinu hrokafulla og ómannúðlega skóla- kerfi kemst hann um síðir uppá kant við vaidaklíkurnar, þar sem hann þó virðist borinn til forystu. Bæði lendir hann á skjön í valda- taflinu en einkum er það kynvillan sem dæmir hann í útlegð frá æðstu metorðum — og draumum um sendiherrastöður í stórborgum. En þó ekki fyrr en hann verður ást- fanginn af öðrum pilti og hættir að blekkja sjálfan sig og aðra. Á meðan Guy fór dult, (þrátt fyrir að hann lægi flesta skólabræður sína, að manni skilst), með hvatir sínar og allir gátu látið sem þær væru ekki til, lék flest í lyndi. Þessi hræsni og tvískinnungur er uppistaða myndarinnar og rök höfundar fyrri andúð þessara efni- legu ungmenna á eigin réttarfari og stjórnkerfi og hugarfarsbreyt- inga til vinstri. Og flestir hölluðust þeir að sama kyni. Það fer sjálfsagt best á því að hver og einn velti vöngum uppá eigið sjálfdæmi yfir þessu há- breska efni en það er sett bærilega uppá á tjaldinu. En myndin er byggð á leikriti þar sem látið er móðan mása og því nokkur skuggi af fjölunum, mikið uppstillt samtöl og fjöldasenur. En orðheppni text- ans og þróttmikill leikur í lang- flestum hlutverkum, samfara frá- bærri myndatöku og lýsingu í forneskjulegu umhverfi heima- vistarskólans, halda athygli áhorf- andans oftast vakandi. Rupett Everett og Colin Firth, tveir úr vel samstilltum leikhóp í Öðru landi. Grafík gefur út nýja plötu ÚT ER komin platan, „Stansað, dansað og öskrað“, með hljóm- sveitinni Grafík. Platan inniheld- ur átta lög eftir meðlimi hljóm- sveitarinnar, en þeir eru Rúnar Þórisson, sem leikur á gítar og gítarsynthesiser, Rafn Jónsson, sem leikur á trommur og Helgi Björnsson, sem sér um sönginn. Þetta er fjórða plata hljómsveitar- innar. Kunnir tónlistarmenn aðstoð- uðu við upptöku hljómplötunnar. Þeir eru Hjörtur Howser og Styrmir Sigurðsson, sem leika á synthesiser, Jakob Magnússon og Haraldur Þorsteinsson leika á bassa, Einar Bragi leikur á alt saxófón og Ásgeir H. Steingríms- son á trompet. Upptökur áttu sér stað í stúdíói Mjöt og Hljóðrita í vor og I haust. Um hljóðritun sáu Sigurður Bjóla og Tryggvi Herbertsson. Hljóð- blöndun sá Sigurður Bjóla um ásamt Grafík. Studio Mjöt gefur plötuna út. C terkur og k/ hagkvæmur auglýsingamiðill! Áttu í vandræðum með að fínnavandaða gjöf? Ef svo er, ættir þú að líta inn hjá okkur. Þú getur valið úr vönduðum gjafavörum og búsáhöldum frá WMF í V-Þýskalandi - sannkölluðum gæðavörum sem standast ströngustu kröfur þínar um endingu og fallegt útlit. Monique glerskál fyrir ávexti, grænmeti o.fl. Falleg og vönduö skál á ótrúlegu veröi: Aðeins kr. 1.295,- Hringahaldari úr kristal. Falleg og skemmtileg nýjung sem gerir svo sannarlega sitt gagn - loksins eai hringamir á vísum stað! Verð kr. 595,- Kaffimæliskeið úr gæðastáli - ein- föld, formfögur og sérlega ódýr. Verð aðeins kr. 295,- Kristalskaröflur - sérlega hreinar og mjúkar línur, falieg hönnun. Til í ýmsum stærðum og gerðum, allar úr sléttum kristal. Verð frá kr. 1.500,- Mozart kristalskál falleg og stíl - hrein skál á stofuborðið. Ekta kristail - og verðið aðeins kr. 1.140,- Glerskál á fæti. Tilvalin undir salat, ávexti o.þ.h. Stór og rúmgóð skál með fallegu lagi. Verð kr. 1.856,- Glerkertastjakar 2 stykki. Setja svip á veisluborðið. Víður glerkraginn kemur í veg fyrir að vax renni niður á dúkinn. Verð kr. 595,- - Næg bílastæði - Mikið gjafaúrval - Þægilegra getur það varla verið! Glæsilegar W. Borðbúnaður gjafavörur fwff og búsahöld studiohúsiö AUSTURVERI • SÍMI 31555

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.