Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR10. JANÚAR1986 Verður Kolbeinseyin seld N orður-Þing’eyingnm? Tilboð Norður-Þingeyinga um 20 milljónum hærra en Húsvíkinga FLEST BENDIR nú til þess, að Fiskveiðasjóður selji togarann Kol- beinsey ÞH, sem áður var í eigu Húsvíkinga, til Útgerðarfélags Norður-Þingeyinga. A fundi stjórnar Fiskveiðasjóðs í gaer var af- greiðslu málsins frestað og verður næsti fundur á þriðjudag. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins mun liggja fyrir uppkast að sölu- samningi á skipinu til Útgerðarfélags Norður-Þingeyinga. Steingrím- ur Hermannsson, forsætisráðherra, segir það sína skoðun, að Húsvík- ingar eigi að halda skipinu. Tilboð Utgerðarfélags Norður- Þingeyinga í skipið var hæst þeirra sem Fiskveiðasjóði bárust, tæpar 180 milljónir króna og telja flestir það standast, enda hefur félagið sýnt fram á veð fyrir upphæðinni og gert grein fyrir því, hvemig skipið verði greitt. Tilboð Húsvíkinga er um 160 milljónir króna, 20 milljónum lægra en hitt og telja flestir stjómarmanna Fiskveiðasjóðs, að sjóðnum sé ekki stætt á því að taka ekki hærra til- boðinu. Skiptar skoðanir eru hins vegar um málið hjá stjómmálamönn- um. Útgerðarfélag Norður-Þingey- inga er að mestu í eigu Þórshafnar- búa og fyrirtækja þar, en aðilar á Raufarhöfn eiga 20% í félaginu. UNÞ gerir nú út togarann Stak- fell, sem mikill styrr stóð um, er hann var keyptur. Reksturinn hefur hins vegar gengið mjög vel. Fái UNÞ Kolbeinsey er fyrirhugað að Stak- fellið frysti afla sinn um borð, en skipið er nú að mestu leyti útbúið sem frystiskip. Nauðsynlegar breyt- ingar á því eru taldar kosta um 5 milljónir króna. Kolbeinseyin myndi þá notuð til hráefnisöflunar fyrir vinnslu í landi. Missi Húsvíkingar af skipinu, er fyrirsjáanlegt að þeir munu ekki geta fengið annað sambærilegt í staðinn, nema annan af togurunum Sigurfara og Sölva Bjamasyni, sem Fiskveiðasjóður mun bjóða til sölu innan skamms. Þeim verður ekki leyfilegt að kaupa skip að utan og raðsmíðaskipin frá Akureyri munu aðeins fá leyfi til veiða á vannýttum fiskitegundum. Forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, sagði í samtali við Morgunblaðið, að ríkisstjómin blandaði sér ekki beint í sölu þessara skipa nema með útvegun íáns til handa þeim byggðarlögum, sem væm að missa skipin, til að auðvelda þeim að halda þeim. Annars skapað- ist þar strax vandamál í staðinn. Ríkisstjómin teldi þó stefna í óefni ef viðkomandi byggðarlög yrðu skip- laus. Sér þætti það heldur undarlegt eftir það hvað menn hefðu lagt á sig til að útvega Þórshafnarbúum togara, ef þeir ætluðu að fara að taka togara frá Húsvíkingum. Svo væri það nú skrýtið, þegar allt væri á hausnum á Raufarhöfn, hvemig þeir gætu keypt nýjan togara. Hann skildi það ekki. Það virtist á þessu ekki ganga illa í sjávarútveginum fyrst þeir gætu svona hluti. „Ég er tvímælalaust fylgjandi þvi að Kol- beinsey verði áfram á Húsavík," sagði forsætisráðherra. Reynsla borgarfull- trúa að engu metin Morgunblaðið/Skapti Kolbeinseyin bíður nýs nafns og nýrra eigenda við bryggjukant Slippstöðvarinnar á Akureyri. — segir Guðrún Ágústsdóttir Abl. „ÞAÐ ER umhugsunarefni að varaformaður flokksins gefi í skyn að þörf sé á nýjum borgarfulltrúum í stað þeirra sem nú sitja,“ sagði Guðrún Agústsdóttir borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins um framboð Kristínar A. Olafsdóttur varaformans Alþýðubandalagsins í forvali flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. „Eg á erfitt með að sætta mig við að aðalatriðið virðist vera að fá inn nýtt fólk og að reynsla núver- andi borgarfulltrúa sé að engu metin," sagði Guðrún. „Eg hef lagt mig fram sem borgarfulltrúi og öðlast þar reynslu og þekkingu sem mér finnst rétt að nýtist áfram en aðrir verða að dæma um það. Það hvarflar ekki annað að mér en að beijast fyrir áframhaldandi setu í borgarstjóm. Hvort að framboð tveggja kvenna geti leitt til þess að þær dragi hvora aðra niður eins og talað er um að framboð tveggja verka- lýðsleiðtoga geti gert, er ekki gott að segja til um. Hins vegar vil ég minna á að í sex efstu sætum á framboðlista Alþýðubandalagsins við síðustu borgarstjómarkosningar voru úórar konur. Að þessu sinni hefur kvennafylking Alþýðubanda- lagsins ekki rætt framboðsmálin og kemur sennilega ekki til með að gera það. Það er því engin samstaða um neina konu eins og áður og baráttan því háð án þess að konur séu samtaka um að tiyggja allavega einni konu öruggt sæti.“ Urslit úr forvalinu em ekki bind- andi en fram til þessa hefur kjör- nefnd ekki breytt niðurstöðum for- vals í efstu sætunum. Námskeið fyrir stjórn- armenn í hlutafélögum IÐNLANASJÓÐUR og Vinnuveitendasamband íslands gangast fyrir námskeiði fyrir stjórnendur hlutafélaga á Hótel Loftleiðum mánu- daginn 13. janúar kl. 09:00—18: Morgunblaðinu hefur borist: Leiðbeinendur á námskeiðinu em danskir, allir með mikla reynslu á þessu sviði. Kjeld Bundgaard, for- stjóri Flexplan-Gmppen, Preben Juul Kjær, löggiltur endurskoðandi, Laue Traberg Smith, forstjóri Haandværksraadet í Danmörku og Henrik Möller, markaðsráðgjafí. Einnig mun verða flutt erindi um lagalega ábyrgð stjómarmanna skv. íslenskum lögum. Þetta námskeið gefur stjómar- mönnum fyrirtækja tækifæri til að fá nýjar og ferskar hugmyndir frá I segir í fréttatilkynningu, sem Norðurlöndunum um það hvemig stjómarmenn geta sinnt því hlut- verki að stjóma fyrirtækjum sínum af meiri fagmennsku. Miklar sviptingar em í umhverfi flestra fyrirtækja nú á tímum, er gera miklar kröfur til æðstu stjóm- enda þeirra og stjóma. Þrátt fyrir takmarkaðan þátt- tökufjölda er enn möguleiki að sitja ráðstefnuna og em þeir er hafa áhuga beðnir að hafa samband við Vinnuveitendasamband íslands eða Iðnlánasjóð í dag, föstudag. Margeir nú vinningi frá stórmeist- aratitli MARGEIR Pétursson stefnir ótrauður að stórmeistaratitli í skák. í gærkvöldi gerði hann jafntefli við Englendinginn Con- quest í 11. umferð á alþjóðlega skákmótinu í Hastings á Eng- landi og hefur 8 ’/2 vinning; heilum vinning meir en næsti maður sem er sovéski stórmeist- arinn Mikhailschisin. Jóhann Hjartarson sigraði Braga frá Argentinu og hefur 6 vinninga. Margeir þarf einn vinning til að ná stórmeistaratitlinum þegar tvær umferðir eru eftir. I dag teflir hann við Jóhann og um helgina við Watson frá Englandi. „Margeir hefur teflt hvasst hér í Hastings og hlutimir gengið upp hjá honum,“ sagði Jóhann í samtali við Morgunblaðið í gær. „Hvað sjálfan mig varðar, þá hef ég verið ófarsæll. Tapað tveimur skákum heldur klaufalega, fyrir Greenfeld og Rukavina, en sigraði Braga í 11. umferð. Ingvar Ásmundsson sagði einhveiju sinni, að ég tefldi ekkert betur þó ég hugsaði og ég tók heilræði hans og var afslappað- ur í skákinni við Braga,“ sagði Jó- hann ennfremur. Önnur úrslit í 11. umferð urðu, að Mikhailschisin vann Greenfeld, Balasjov vann Piu Cramling og Rukavina vann Watson. Skák Fed- erovicz og Plaskett var frestað vegna veikinda hins síðamefnda og skák Formaneks og Bellons fór í bið og stendur Formanek til vinn- ings. Vissi ekki að verkið hef ði verið lagt fram — segir Haf liði Hallgrímsson tónskáld sem hlaut tónlistarverð- laun Norðurlandaráðs NORRÆNA dómnefndin til úthlutunar Tónhstarverðlaunum Norðurlandaráðs ákvað á fundi sínum í Stokkhólmi 9. janúar að veita Hafliða Hallgrímssyni tónskáldi Tónskáldaverðlaun Norður- landaráðs árið 1986 fyrir verkið Poemi, sem hann samdi árið 1984. Verðlaunin, sem eru dkr. eru veitt annað hvert ár. „Þetta kom mér algerlega á óvart, ég hef aldrei leitt hugann að svona hlutum og vissi reyndar ekki að þetta verk hefði verið lagt fram og ég lít fyrst og fremst á verðlaunin sem hvatningu til að halda áfram á sömu braut,“ sagði Hafliði, sem hefur verið búsettur í Edinborg í Skotlandi frá árinu 1977. „Eg kom upphaflega til Edinborgar sem fyrsti sellóleikari hjá skosku kammerssveitinnni og var í því starfi í rúm fimm ár. Hætti þá og reyndi enn einu sinni að glíma við að semja músík sem 75.000,- eða um ísl.kr. 352.500,-, alltaf hefur verið takmarkið. Poemi var samið fyrir banda- rískan fiðluleikara, sem' býr í New York og ég þekki lítillega. Annars er ég að vinna jöfnum höndum við að spila í Skotlandi og Englandi og víðar. Þess á milli sem ég þegar tími gefst til því ég er alltaf með hugann við að semja." í dómnefndaráliti segir að Hafliði Hallgrímsson hafi með tónsmíð sinni, Poemi, fyrir fiðlu og strengjasveit, flutt konsert- formið á fagran og hugmyndarík- Hafiiði Hallgrímsson an hátt inn í hljóm- og formheim vorra daga. Á litríkan hátt, sem er einkennandi fyrir tónskáldið, hefur hann dregið upp þijár myndir úr biblíunni. Akaflega lif- andi og hljómfögur tónlist með glæsilegri og hlýrri einleiksrödd. Auk tónverksins Poemi voru lögð fram tónverk eftir Karl Aage Rasmussen, Svend Nielsen, Erik Bergman, Paavo Heininen, Jón Nordal, Lasse Thorsen, Áse Hedström, Yngvar Lindholm og Sigfrid Nauman. í dómnefndinni fyrir hönd Islands sitja Ámi Kristjánsson píanóleikari og Ragnar Bjömsson organleikari. Innlán jukust töluvert umfram verðbólgu HEILDARINNLÁN viðskipta- bankanna jukust um 48,6% á síð- asta ári, eða tölvert umfram verðbólgu, en lánskjaravísitala hækkaði um 35,59% á árinu. í krónum talið voru heildarinnlán viðskiptabankanna 31.608 millj- ónir á síðasta ári, en í árslok 1984 21.274 milljónir. Innlánsaukningin milli áranna nemur því 10.335 milljónum króna. Heildarútlán jukust hins vegar aðeins um 28,2%, vom 33.745 millj- ónir króna árið 1985 á móti 26.324 milljónum 1984, samkvæmt bráða- birgðaútreikningum Seðlabankans. Innlán umfram verðlagshækkan- ir jukust um 2.550 milljónir króna á síðasta ári, sem svarar til um 10.700 króna spamaði á hvem landsmann. Bókaforlagið Svart á hvítu: Hátt á þriðja þúsund bindi Islendingasagna hafa selst „SALAN gekk framar öllum vonum á íslendingasögunum,“ sagði Björn Jónasson, einn af forráðamönnum bókaforlagsins Svart á hvítu, í samtali við Morg- unblaðið um söluna á fyrra bindi íslendingasagna með nútíma- stafsetningu, sem Svart á hvítu gaf út í byijun desember sl. Bjöm sagði að hátt á þriðja þús- und bindi hefðu selst af 5.000, sem prentuð vom. „Bækumar eru dýrar í fram- leiðslu, en við reyndum að hafa þær tiltölulega ódýrar út úr búð til að gefa sem flestum tækifæri á að eignast þetta safn. Fyrra bindið kostar 2.480 krónur og geri ég ráð fyrir að hið síðara verði á sama verði fyrst í stað. Þó er fyrirhugað að hækka verð þeirra seinna," sagði Björn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.