Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1986 39 United vill kaupa Terry Gibson Frá Bob Hennessy, fróttamanni Morgunblaðsins Englandi. MANCHESTER UNITED hefur nú mikinn áhuga á að fá hinn lág- vaxna framherja Terry Gibson frá Coventry til MSs viS sig. Fram- kvæmdastjóri United, Ron Atkin- son, bauS í gær Coventry aS greiSa fyrir hann 500.000 pund en hann hafSi áSur boSiS lægri upphæS í piltinn en Coventry neitaS aS ræSa hana. Terry Gibson er 23 ára og mjög lunkinn við að skora mörk. Það eru þrjú ár síðan hann var keyptur til Coventry fyrir aðeins 70.000 pund. Gibson skoraði 20 mörk í deildinni í fyrra og einnig árið þar á undan en í ár hefur hann gert 14 mörk sem er alls ekki svo lítið þegar haft er í huga hvar í deildinni liðið er. Sem fyrr segir hefur Atkinson boðið hálfa milljón punda í Gibson og forráðamenn Coventry eru nú að hugsa málið. Blöð hér í Englandi veltu því fyrir sér í gær hvers vegna Atkinson vildi kaupa Gibson og komust að þeirri niðurstöðu að Mark Hughes væri á förum frá félaginu. Vitað er að Barcelona á Spáni hefur áhuga á að kaupa hann og líklegt er talið að af þeim kaupum verði. Hughes á þá að fylla skarð Steve Arcibald en félag- ið hefur ekki áhuga á að framlengja samning hans. Þess má geta hér í lokin að Terry Gibson er minnsti framlínu- maðurlnn í fyrstu deildinni ensku. Hann mun ekki leika tvo næstu leiki með Coventry þar sem hann var á dögunum dæmdur í bann - hefur fengið sex gul spjöld á þessu keppnistímabili. Á undanförnum árum hefur verið leikið í Englandi í svokallaðri fjögurra liða keppni. í ár eiga Manchester City og Chelsea að leika til úrslita í þessari keppni og var á dögunum ákveðið að leikur- inn skyldi leikinn á Wembley laug- ardaginn 1. mars. Þetta var ákveð- ið til þess að reyna að lyfta þessari keppni aðeins upp en nú kom babb í bátinn því City getur ekki leikið þennan dag. Laugardaginn 1. mars eiga Oxford og City að leika í 1. deildinni samkvæmt mótaskrá og forráða- menn Oxford tóku ekki í mál að leikurinn í þessari keppni yrði lát- inn sitja fyrir leik í deildinni þannig að leikur City og Chelsea verður væntanlega leikinn miðvikudaginn 19. mars. Forráöamenn City og Chelsea eru æfareiðir yfir þessu því þeir voru byrjaði að selja miða og áttu von á um 60.000 áhorfendum en telja að sú taia muni lækka um 20.000 ef leikið verður í miðri viku. Dire Straits hjálpa Swansea Frá Bob Honnessy, fróttamanni Morgunblaösins Englandi. ÞAÐ ERU greinilega margir sem vilja reyna að bjarga knattspyrnu- liðinu Swansea frá því að vera dæmt gjaldþrota og vera gert upp. í gær tilkynntu meðlimir stórhljómsveitarinnar Dire Straits aö þeir ætluðu að leggja sitt af mörkum til að hið forn- fræga félag yrði ekki lagt niður. Einn meðlima hljómsveitarinn- ar, trommuleikarinn Terry Will- iams, er frá Swansea í Englandi og hann er mikill knattspyrnu- áhugamaður og vart þarf að taka það fram aö hans uppáhalds lið er auðvitað Swansea. Hann og félagar hans í hljómsveitinni hafa nú ákveðið að láta bræða heljar- mikinn silfurskjöld sem þeir fengu er plata þeirra, Brothers in Arms, hafði verið seld í milljón eintökum. Síðan ætla þeir að selja silfrið sem skjöldurinn er gerður úr og fyrir það reikna þeir með að fá tals- verða peningaupphæð og hún á að renna til félagisns. Samkvæmt blaðafréttum í dag ætti sú upphæö sem fyrir skjöldinn góða fæst aö duga langt með að koma Swansea yfir erfiðasta hjall- ann en það er á mánudaginn sem forráðamenn félagsins verða að • Magnús Oddsson formaður ÍA afhendir Ragnheiði Runólfsdóttur bikarinn. gera skil á skuldum sínum ef ekki á illa að fara. Terry Wiliams vildi ekki mikið tjá sig um málið í gær en sagði aðeins: „Swansea er mitt lið og ég vil gera allt sem ég get til að fá að sjá þá leika aftur." •Alfreð Gfslason lék vel með liði sinu á miðvikudaginn og skoraði sjö mörk. Hér er hann f landsleik gegn Vestur-Þjóðverjum. Stórleikur Alfreðs dugði til jafnteflis Atli gerði sex mörk gegn Hofweier Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, fróttamanni Morgunblaðsins Vestur-Þýskalandi. LEIK efstu liðanna í handknattleik hér í Þýskalandi, Essen og Gross- waldstadt á miðvikudagskvöidið lauk með jafntefli, 16:16, eftir að Alfreð Gfslason og félagar hans í Essen höfðu haft tvö mörk, 16:14, yfir er skammt var til leiks- loka. Alfreð átti enn einn stórleik- inn með liði sfnu og skoraði hann alls sjö mörk, en það dugði ekki til sigurs gegn Grosswaldstadt. Staðan í leikhléi í leik þessum var 6:8 fyrir Grosswaldstadt en leikurinn var allan tímann mjög jafn. Varnir beggja liða voru sterk- Gústaf með KS GÚSTAF Björnsson hefur verið ráðinn þjálfari knattspyrnuliðs KS á Siglufirði fyrir næsta sumar. Hann mun þjálfa meistaraflokk fétagsins og líklega leika með liðinu. Gústaf þjálfaði lið ÍR síðastliðin tvö ár og undir hans stjórn komst liðiö upp í 3. deild í haust. Einnig hefur hann þjálfað Tindastól á Sauðárkróki og þá var hann einn aðalmarkaskorari liðsins. Ragnheiður Runólfsdóttir íþróttamaður Akraness Akranesl, 9. janúar. RAGNHEIÐUR Runólfsdóttir sundkona á Akranesi hefur verið valin fþróttamaður Akraness 1985. Ragnheiður sem er f fremstu röð sundfólks hér á landi náði mjög góðum árangri á árinu 1985 og setti m.a. 15 íslandsmet. Alls hefur hún sett 50 íslandsmet á sínum ferli auk fjölmargra annarra glæsilegra afreka. Það er stjórn íþróttabandalags Akraness sem velur íþróttamann Akraness ár hvert og var valið kunngert á fundi stjórnarinnar 30. desember sl. Að öllu jöfnu er valið tilkynnt á ársþingi ÍA en þar sem sýnt þótti að Ragnhelður yrði er- lendis við keppni og æfingar á þeim tíma var afhendingunni flýtt. Á sl. ári var Bjarni Sigurðsson knattspyrnumaður valinn íþrótta- maður Ákraness. Ragnheiður mun nú næstu daga fara til Frakklands og taka þar þátt í Golden Cup en á því móti í fyrra stóð hún sig frábærlega vel. Síðan mun hún halda til Kanada og stunda þar æfingar og keppni. JG ar og markvarslan góð eins og sést reyndar á markatölunni. Fljótlega í síðari hálfleik náðu heimamenn, Essen, forystu í leiknum og þegar rétt rúmar tvær mínútur voru til leiksloka höfðu þeir tveggja marka forystu, 16:14, og fengu dæmt vítakast. Hinn bráðskemmtilegi hornamaður Fraatz tók kastið en honum tókst ekki að skora og á þeim tíma sem eftir var tókst leik- mönnum Grosswaldstadt að jafna metin. Það voru fleiri íslendingar í sviðsljosinu hér í handknattleikn- um á miðvikudaginn. Atli Hilmars- son og félagar hans hjá Gunsburg léku við Hofweier á heimavelli þeirra síðarnefndu og var það vægast sagt nokkuð furðulegur leikur. Heimamenn komust í 4:0 og síðan í 10:3 en staðan í leikhléi var 10:4. Ekki efnilegt það. Atli átti síðan mjög góðan leik í síðari hálfleik og átti ekki minnst- an þátt í því að Ghsburg tókst að minnka muninn í 14:13. Þeir höfðu England: United áfram í bikarnum MANCHESTER United vann í gær Rochdale i 2. umferð bikarkeppn- innar ensku. Leikmönnum United tókst að skora eitt mark f hvorum hálfleik og unnu því með tveimur mörkum gegn engu. Frank Stapleton skoraði fyrra mark leiksins snemma í fyrri hálf- leik en í þeim síðari skoraði Mark Hughes og var síðan bókaður skömmu síðar. Þess má geta að þetta var 100. bikarsigur United frá því um stríð. United leikur við Sunderland í þriðju umferð bikarsins. boltann en misstu hann og í stað þess að jafna metin skoruðu heimamenn og eftir það var sigur þeirra aldrei í hættu. Lokatölur urðu 19:17 og Atli skoraði sex af mörkum Gunsburg. í keppninni um þriöja sætið I deildinni léku Kiel og Schwabing. Schwabing, sem lék á heimavelli, sigraði eftir æsispennandi viður- eign með 25 mörkum ^egn 23. Páll Ólafsson og félagar hans í Dankersen töpuðu naumlega á heimavelli gegn Gummersbach 22:23 í skemmtilegum leik. önnur úrslit urðu: Berlin-Lemgo 19:17 Dússeldorf - Göppingen 30:23 Handewitt - Dortmund 11:16 UMFN og ÍBK f kvöld EINN leikur verður f úrvalsdeild- inni f körfuknattleiknum f kvöld. Njarðvíkingar fá nágranna sína úr Keflavík f heimsókn og hefst leik- ur þeirra klukkan 20. Blaklið Þróttar mun fara norður til Akureyrar og leika þar við KA. Leikur þeirra hefst klukkan 21 í kvöld. Stjörnu- hlaup FH STJÖRNUHLAUP FH verður hald- ið laugardaginn 11. janúar og hefst við Lækjarskóla f Hafnar- firði kl. 14.00. Keppt verður í karla- og kvenna- flokki, drengja, pilta og telpna- flokki. Karlarnir hlaupa 10 km og konurnar 3 km. Allir fá viðurkenn- ingu að loknu hlaupi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.