Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR1986 23 ' Minning: SigurðurM. Sveins- son eftirlitsmaður Fæddur 23. febrúar 1905 Dáinn 26. desember 1985 Einkennileg eru örlögin og löng- um hverfult lífsins tafl. Þeir eru ekki margir mánuðirnir frá því ég skrifaði afmæliskveðju til Sigurðar vinar míns áttræðs, þar sem ég lagði eðlilega áherzlu á góða heilsu hans og um leið, hversu Elli kerl- ingu hefði lítt miðað við að setja á hann mark sitt. Og nú svo skjótt og skyndilega hefur þessi öðlingur kvatt okkur eftir mikla og hættu- lega aðgerð, sem að vísu tókst vel, en í kjölfarið fylgdi áfallið mikla, meðvitundarleysi þriggja vikna og svo að lokum hinzta hvíldin. Svo undrastutt er liðið frá því við skipt- umst á gamanyrðum heima hjá dóttur minni, þar sem hann var veitandi eins og fyrri daginn með sinni óvenjulegu orðheppni og grómlausu glettni. Þessum hug- prúða vini mínum voru kvartanir hvergi að skapi, og því var flestum dulið, að heilsan var verulega tekin að gefa sig og þjáningin hafði náð og var sífellt að ná óvægnari tökum á honum. Rétt fyrir uppskurðinn, þar sem teflt var í æma tvísýnu, glettist hraustmennið, þá kominn í hjólastól, við tengdason minn á hátt sem honum einum var lagið. Sigurður lifði alla tíð lífinu lifandi eins og sagt er, ungur í anda og óbugaður af öllum ellimörkum. Hann átti að baki farsælan ævidag, gat horft til baka sáttur og ánægður yfir vel unnu dagsverki. I aðalstarfi sínu lengst af sem bifreiðaeftirlits- maður og prófdómari í ökuhæfni ávann hann sé óvenjulegt traust og um leið mikla velvild og vináttu fjölmargra vítt um Austurland. I slíku starfi er þó ekki heiglum hent að halda svo á málum að allir geti vel við unað að lokum. En slíkur mannkostamaður var Sigurður, að við starfslok gat hann með sanni unað glaður góðu hlutskipti þess, sem í hvívetna hefur famast farsæl- lega. Sigurður var sá hugþekki þegn, sem var trúr í hveiju því, er hann tók sér fyrir hendur, sem samferða- fólkið minnist af mikilli hlýju og verðugum vinarhug. Góð vom kynni mín af Sigurði alla tíð, en bezt og nánast kynntist ég hjartahlýju hans og góðgimi hin síðustu ár, enda hefur dóttir mín og fjölskylda hennar leigt hjá þeim hjónum og notið einstakrar velvild- ar þeirra og með þeim öllum tekizt einlæg vinátta og sönn. Ekki sízt hafa dóttursynir mínir notið þessa sambýlis og sannarlega sakna þeir nú vinar í stað, vinar, sem varð þeim svo undra kær og gaf þeim svo mikið af sjálfum sér þessi ár. Þar hefur eftirlifandi eiginkona Sigurðar, sú öndvegiskona, Björg BHMR telur brott- vikningu Sigur- jóns vera ólögmæta A FUNDI BHMR, Launamála- ráðs ríkisstarfsmanna í BHM, á miðvikudag var samþykkt að mótmæla harðlega brottvikningu fyrrverandi framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenzkra námsmanna. BHMR telur að um ólögmæta brottvikningu sé að ræða og mótmælir valdníðslu mennta- málaráðherra í þessu máli. í ályktuninni segir: „BHMR telur að hér sé um ólög- mæta brottvikningu að ræða vegna þess að ekki var staðið að henni samkvæmt lögum nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna rík- isins. Auk þess telur BHMR að efnisleg skilyrði til brottvikningar séu ekki til staðar. Þær ástæður, sem menntamálaráðherra tilgreinir í uppsagnarbréfi dagsettu 3.1. 1986, þ.e. að veita upplýsingar um fjárhagsstöðu og fjárþörf sjóðsins, eru samkvæmt lögum um námslán og námsstyrki nr. 72/1982 hlutverk Tónleikar í Áskirkju NÆSTKOMANDI laugardag kl. 17 munu bandarísku tónlistar- menuimir James Keller blokk- flautuleikari og Gharles Brown organisti halda tónleika i As- kirkju í Reykjavík. Munu þeir flytja verk frá barokktímanum og Keller leika á ýmis gömul tré- biásturshljóðfæri við orgelundir- leik Charles Brown, m.a. verk eftir Handel og Bach. Báðir hafa listamennimir stund- að framhaldsnám í tónlist við Yale- háskólann í Bandaríkjunum og kenndu báðir við sama skóla. Char- les Brown bjó hér á landi í tvö ár fyrir allmörgum árum og kenndi við tónlistarskóla í Olafsvík og á Kirkjubæjarklaustri. Tónleikamir í Askirkju eru þeir síðustu sem þeir félagar halda á Islandi að þessu sinni en undan- famar vikur hafa þeir haldið tón- leika á nokkmm stöðum sunnan- landsogvestan. og á ábyrgð sjóðsstjómar. Það að gera eigi ítarlega úttekt á fjár- hagsstöðu og starfsemi sjóðsins eru ekki lögmætar ástæður til uppsagn- ar. BHMR mótmælir valdníðslu menntamálaráðherra í þessu máli og varar stjómvöld við því fordæmi sem þessi gemingur getur haft. BHMR áskilur sér allan rétt til aðgerða í þessu máli." Bóasdóttir, eða Begga eins og við vinir hennar köllum hana, ekki látið sitt eftir liggja í umhyggju og alúð allri. Samhent hafa þau hjón starfað alla tíð, komið upp stórum og efni- legum bamahópi, en oft mun þar ekki hafa verið auður í garði á ámm fyrr, en allt blessaðist það og ærin hefur lífsgæfa þeirra verið allt til þessa. Ég endurtek ekki æviatriði Sig- urðar vinar míns, sem ég gerði skil á liðnu ári, en hann var sunnlenzkr- ar ættar, þó Austurland yrði starfs- vettvangur hans, hvort sem ekið var bifreið, gert við vélar og tæki eða embættisstörfum sinnt við eftir- lit og bifreiðaskoðun. Hvarvetna var að verki staðið af trúnaði þess, sem hvers vanda vildi leysa, sem skilaði ævinlega hverju starfi svo vel sem kostur var. En minnisstæðastur mun þó Sigurður okkur samferðafólkinu fyrir glaðværð sína og góða lund, fyrir lipurð sína, ljúfmennsku og lagni, fyrir hjartalagið hlýja fyrst og síðast. Um það geyma þeir dótt- ursynir mínir merlandi fagra mynd. Kærri vinkonu okkar, Beggu, bömum þeirra hjóna og ástvinum öðmm sendum við innilegar samúð- arkveðjur. Við eyrum mér ómar glaðvær hlátur og glettið tilsvar, um leið og ég finn handtakið hlýja og áfram mun ylja mér einlægnin tær og alúðin sönn, sem ég á um svo marga mæta minning, þegar góður vinur er genginn og kvaddur klökkum hug. Björt er minning Sigurðar og blessuð sé hún. Helgi Seljan t Eiginmaður minn og faöir okkar, BJARNI KR. ÓLAFSSON, rafvirki, Tómasarhaga 19, lést í Borgarspitalanum að kvöldi þriöjudagsins 7. janúar. Hólmfríöur Pólmadóttir og börn. t Bróöir minn, SVERRIR EINARSSON, lést aö dvalarheimilinu Ás, Hveragerði 9. janúar. Fyrir hönd aöstandenda, Ragnheióur Einarsdóttir. t SOFFÍA HELGADÓTTIR, Dvalarheimilinu Hlíf, isafiröi, sem lést í Sjúkrahúsi Isafjaröar þann 2. janúar, veröur jarösungin frá Isafjarðarkirkju laugardaginn 11. janúar kl. 14.00 síödegls. börn, tengdabörn, barnabörn og systkini hinnar lótnu. t Dóttir mín og systir okkar, ANNA B. HAFÞÓRSDÓTTIR, veröur jarösungin föstudaginn 10. janúar kl. 10.30 frá Hallgríms- klrkju. Hafþór Guömundsson, Kristín Hafþórsdóttir, Sigurður Hafþórsson. t Móðir okkar, tengdamóöir og amma, GUÐFINNA EINARSDÓTTIR, fró Bóndhól, veröur jarðsungin frá Borgarkirkju á Mýrum laugardaginn 11. janúar kl. 14.00. Kristín Guömundsdóttir, Sigurþór Halldórsson, Jón Guömundsson, Svava Finnsdóttir, Þorvaldur Guömundsson, Halla Ágústsdóttir, Hulda Guönadóttir, Pálmi Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóður og ömmu, HALLDÓRU SVEINSDÓTTUR hjúkrunarfræöings, Hófgeröi 22, Kópavogi. Guömundur Sigurjónsson, Höröur Guömundsson, Jónína Guðmundsdóttir, Sveinn Pálmi Guömundsson, Hulda Valdimarsdóttir, Guömundur Geir Ludwigsson og barnabörn. t Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, ÓLÖF JÓNSDÓTTIR frá Kirkjubæ, veröur jarösungin frá isafjarðarkirkju í dag, föstudaginn 10. janúar, kl. 14.00. Charles Bjarnason, . Geirþrúöur Charlesdóttir, Jón B. Guöjónsson, Guðbjörn Charlesson, Sigrún Jóhannsdóttir og barnabörn. t Útför SIGURBJARGAR SIGURDARDÓTTUR frá Steintúni, Bakkafiröi, fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 13. janúar kl. 13.30. Dætur hinnar látnu. t Þökkum innilega auösýndan hlýhug og vinsemd viö andlát bróöur okkar og mágs, FRIÐRIKS HJARTARSONAR, Kaplaskjólsvegi 55. Jón Hjartarson, Jóhanna Hjartardóttir, Margrót Hjartardóttir, Benedikt Hjartarson, Kristján Bjarnason, Ingibjörg Daöadóttir, Ingólfur Guöjónsson, SoffíaLárusdóttir, Ámý Árnadóttir. t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, HARALDAR KR. MAGNÚSSONAR, Ásabraut 7, Keflavík. Sigrún Ingólfsdóttir, Magnús Haraldsson, Sigurbjörg Halldórsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Hinrik Sigurösson, María Haraldsdóttir, Sigmundur Ó. Steinarsson og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, LILJU LÁRUSDÓTTUR, Gnoöarvogi 62. Pótur Guöjónsson, Sólrún Pétursdóttir, Lárus Arnar Pótursson, Svanhildur Thorstensen og barnabörn. t Alúöar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför föðursystur okkar, MATTHILDAR JÓNSDÓTTUR, Tómasarhaga 24. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna. Ragnheiöur Guöbrandsdóttir, Jón Guöbrandsson, Bjarni Guöbrandsson, Logi Guöbrandsson, Ingi Guöbrandsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.