Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR10. JANÚAR1986 Heilbrigðisyf- irvöld stöðva sölu á Samúel — vegna umfjöllunar um sígarettur REIKNAÐ er með að heilbrigðisráðuneytið og heilbrigðisráð Reykja- víkurborgar kæri tímaritið Samúel til ríkissaksóknara siðar i dag fyrir brot á lögum um tóbaksvarnir. Hollustuvernd ríkisins hefur fyrirskipað stöðvun á sölu tímaritsins um allt land. Olafur Hauksson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Samúels, hefur óskað eftir því við ríkis- saksóknara að látin verði fara fram opinber rannsókn „á þeirri löglausu aðgerð starfsmanna heilbrigðiseftirlits" að stöðva sölu blaðsins. Desemberheftið kom út í bytjun síðasta mánaðar og er í því einnar og hálfrar síðu grein um „þýskar gæðasígarettur“ á markaði hér- lendis með stórum litmyndum af ódýrum sígarettutegundum. Á sömu opnu í blaðinu er gerður verðsamanburður á sígarettuteg- undum á markaði hér. I framhaldi af ábendingu frá forstöðumanni Hollustuvemdar ríkisins var út- gefandi blaðsins beðinn að innkalla það en. þegar hann neitaði var ákveðið að grípa til þess að stöðva sölu á blaðinu, að sögn Odds R. Hjartarsonar, framkvæmdastjóra eftirlitisins. „Okkur sýnist þetta vera skýlaust brot á 7. grein tóbaks- vamalaganna frá 1. janúar í fyrra,“ sagði hann. „Eftir að ábyrgðarmað- ur blaðsins neitaði að verða við til- mælum okkar um að innkalla blaðið var lögfræðingum borgarinnar falið að kanna málið og það verður síðan rætt á fundi heilbrigðisráðs Reykja- víkur á morgun (föstudag). Eg sé ekki annað en að ráðið muni kæra ábyrgðarmanninn fyrir brot á tób- aksvamalögunum, því samkvæmt 17. grein laganna er eftirlit með auglýsingabanni í höndum heil- brigðisnefnda." Ingimar Sigurðsson, deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, sagðist sömuleiðis telja að samkvæmt fyrr- greindum lögum væri hér um að ræða tóbaksauglýsingu. „Eg tel að okkur sé ekki stætt á öðru en að kæra blaðið,“ sagði hann. Ólafur Hauksson ritstjóri og ábyrgðarmaður Samúels segir það rangt, að umrædd frásögn af sígar- ettutegundum sé auglýsing, hún sé ritstjómarefni en ekki auglýsing, eins og auglýsingar em skilgreindar af Sambandi íslenskra auglýsinga- stofa. „Hér er um fréttafrásögn að ræða,“ sagði Ólafur í bréfi til heil- brigðiseftirlits Reykjavíkursvæðis- ins. Þar vísar hann m.a. til 72. greinar stjómarskrárinnar um prentfrelsi og segir að eftirlitið hafí „ekkert vald til að meta hvort tiltek- ið ritstjómarlegt efni stríði gegn lögum eða ekki“. Full samstaða í sljórn Stúdentaráðs — segir í yfirlýsingu stjórnarinnar FORMAÐUR Stúdentaráðs Há- skóla íslands, Guðmundur Jó- hannsson, segir að full samstaða sé innau stjómar ráðsins um afstöðu þess tiMánamála. I gær sendi stjóm SHÍ frá sér yfirlýs- ingu þar sem þetta er ítrekað. Guðmundur Jóhannsson, sem jafnframt formannsembættinu er fulltrúi Vöku í Stúdentaráði, sagði að það væri hins vegar ljóst að nokkrir aðilar innan Félags umbóta- sinnaðra stúdenta legðu allt kapp á að kljúfa meirihluta þessara tveggja félaga. Ari Edwald, vara- formaður ráðsins, situr í Stúdenta- ráði fyrir hönd umbótasinna og vildi hann ekkert um málið segja annað en það að stjómin stæði sameinuð. Guðmundur Jóhannsson sagði að stjóm Stúdentaráðs hefði mótmælt ákvörðun Sverris Hermannssonar um „skerðingu námslána og komið á framfæri sjónarmiðum náms- manna í fjölmiðlum". I samþykkt SHÍ um lánamál og birt er á bls. 37 segir að menntasmálaráðherra hafí gerst „brigðamaður við þús- undir námsmanna". Yfírlýsing stjómar Stúdentaráðs var samþykkt í gær vegna ummæla formanns umbótasinna, Hrólfs Öl- vissonar, í flölmiðlum um aðgerðar- leysi Stúdentaráðs í lánamálum og að forsendur fyrir samstarfí félag- anna tveggja séu brostnar. Yfírlýs- ingin hljóðar svo: „Að gefnu tilefni vill stjóm Stúdentaráðs Háskóla Islands taka fram að full samstaða er á milli fulltrúa Vöku og umbóta- sinna um þær aðgerðir sem fram- undan em í lánamálum. Engar hugmyndir hafa komið upp innan stjómarinnar að slíta samstarfí fylkinganna enda rík ástæða til að stúdentar standi allir saman að hagsmunabaráttu sinni." Umbótasinnar hafa ákveðið að halda almennan félagsfund næst- komandi mánudag um samstarfið við Vöku, en áður hittast stúdenta- ráðsliðar félaganna. Daginn eftir verður haldinn fundur í Stúdenta- ráði og er búist við að þar verði lögð fram vantrauststillaga á Ólaf Amarson, fulltrúa ráðsins í stjóm Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Þá fer það eftir niðurstöðu fundar umbótasinna hvort Iögð verður fram vantrauststillaga á stjóm ráðsins og hún samþykkt. Morgunblaðið/Bjami Anders Huldén sendiherra Finnlands á Islandi afhendir Jóni Helgasyni landbúnaðarraáðherra finnsk lerkifræ. Á milli þeirra stendur Anna Schauman sendiráðsritari við finnska sendiráðið. Finnar gefa Islend- ingum lerkifræ ANDERS Huldén sendiherra Finnlands hér á landi afhenti Jóni Helgasyni Iandbúnaðarráðherra fyrir hönd YlöjÁrvi landbúnaðar- ráðherra Finnlands, 2 kg af Raviola-lerkifræi, sem hefur reynst einna best hér á landi. Anders Huldén sagði að rekja mætti gjöfína til opinberrar heim- sóknar Vigdísar Finnbogadóttur forseta Islands til Finnlands. Þá hafí Kóvistó forseti Finnlands spurt Vigdísi hvers hún óskaði sér helst og svarið var „Gefíð mér finnskan skóg“. Síðastliðið sumar fengu íslendigar að gjöf 100 bjarkir frá Finnum, sem voru gróðursettar við Fossá í Hvalfírði og nú gefa þeir 2 kg af lerkifræi, sem eiga, ef vel tekst til, að verða að 1.000 lerkitrjám í framtíðinni. Jón Helgason þakkaði fyrir gjöfína og kvaðst vonast eftir áframhaldandi samstarfí við Finna á sviði skógræktar. Til- raunastöð Skógræktar ríkisins að Mógilsá á Kjalamesi mun sjá um að sá fræjunum og koma plöntun- um til. Fimmtán ára gamall teígur af Raivola-lerki á Hallormsstað. Raivola-lerki í rannsóknastöð- inni í Punkaharju í Finnlandi. Bræla hamlar loðnuveiðum BRÆLA var á loðnuveiðunum í fyrrinótt og veiði mjög lítil. Is- lenzku skipin tilkynntu um 1.950 lesta afla og norsku skipin voru með 700 lestir. Mörg skipanna lágu í vari upp undir landi í gær. Eftirtalin skip tilkynntu um afla á fímmtudag: Hrafn GK, 600, Gísli Ámi RE, 350, Fífíll GK, 450 og Skarðsvík SH, 550 lestir. Auk þeirra skipa, sem áður er getið í Morgunblaðinu, tilkynntu eftirtalin skip um afla: Helga II RE, 250, Jöfur KE, 200, Guðmundur RE, 700 ogErlingKE 250. Tæknileg vandamál tefja hraðbankann STEFNT er að því, að svokallað- ur hraðbanki nokkurra banka- stofnana og sparisjóða hefji starfsemi upp úr miðjum febrú- ar. „Uppsetning tækja og þróun hugbúnaðar hefur tekið lengri tíma en áætlað var í fyrstu. En á næstunni er ráðgert að hefja starfsemi til reynslu af starfs- fólki bankanna og að hraðbank- inn verði tekinn í notkun fyrir almenning eftir miðjan febrúar," sagði Helgi H. Steingrímsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Landsbankans í samtali við Morgunblaðið. Þá kom fram hjá Helga, að bankakort sem gerð voru erlendis vegna hraðbankans stóðust ekki gæðakröfur. „Við fengum send sýn- ishom hingað til lands, en þau stóð- ust ekki þær kröfur, sem gerðar höfðu verið og því seinkar fram- leiðslu kortanna eitthvað en reiknað er með að þau komi upp úr miðjum febrúar og þessi seinkun hefur ekki tafíð framgang málsins," sagði Helgi Steingrímsson. Þeir aðilar, sem hafa samvinnu um hraðbankann eru Landsbank- inn, Búnaðarbankinn, Útvegsbank- inn, Samvinnubankinn, Verslunar- bankinn, Alþýðubankinn og spari- sjóðimir. Iðnaðarbankinn hefur um nokkurt skeið haft eigin tölvu og er ekki aðili að samstarfínu. Hátt í þúsund manns sagt upp störfum síðustu vikur Óvenju mikið atvinnuleysi á Suðurnesj- um, Húsavík og Ólafsfirði um áramót UNDANFARNAR vikur og mánuði hafa á milli 900 og 1000 manns í hinum ýmsu starfsstéttum, einkum á höfuðborgarsvæðinu, verið sagt upp störfum vegna þess að fyrirtæki hafa hætt, dregið saman seglin eða verið endurskipulögð. Ekki þurfa allir þessir þó að kvíða atvinnuleysi því margir hafa verið endurráðnir eða verða endurráðn- ir á næstunni. Þegar á heildina er litið var atvinnuástand á landinu gott á nýliðnu ári og mun betra en árið áður, að sögn Óskars Hall- grímssonar, deildarstjóra í atvinnumáladeild félagsmálaráðuneytis- ins. í samtali við blm. Morgunblaðsins. „Það er nú einu sinni þannig í þessu landi, að ef fískvinnslan er ekki í gangi er fólk atvinnulaust, nema helst á höfuðborgarsvæðinu, þar sem fískvinnslan er hlutfallslega miklu minni þáttur í atvinnulífínu." Óskar sagði að atvinnuleysi á síðasta ári væri snöggtum minna en það var til dæmis á árinu 1984. „Þá voru um 2.000 manns atvinnu- Iausir að meðaltali hvem dag ársins, eða 1,6% vinnufærra manna í landinu. Það var það mesta síðan farið var að skrá atvinnuleysisdaga árið 1975. Til samanburðar sýnist mér á bráðabirgðatölum að atvinnu- leysi 1985 hafí verið um 1%, Sem svarar til þess að um 1.200 manns hafí verið atvinnulausir hvem dag. í dögum talið ar útlit fyrir að at- vinnuleysisdagar 1985 hafi verið 90—100.000 færri en árið áður,“ sagði hann. Af þeim hundmðum, sem nýlega hefur verið cagt upp, vom flestir starfsmenn Hafskips hf., en þar fengu milli 240 og 250 manns uppsagnarbréf þegar fyrirtækið varð gjaldþrota. Hjá Granda hf. var um 180 manns sagt upp vegna endurskipulagningar, Trésmiðjan Víðir hefíir sagt upp um 50 starfs- mönnum vegna rekstrarörðugleika og Kaupfélag Svalbarðseyrar 70—80 manns af sömu ástæðu. Hjá Blikksmiðjunni Vogi, Agli Vil- hjálmssyni hf., Einingarhúsum, Húsasmiðjunni, Hagvirki ogýmsum verktakafyrirtækjum, auk blaðsins NT, hefur samtals verið sagt upp 350—400 manns vegna rekstra- rörðugleika eða endurskipulagning- ar. Atvinnuleysi á landinu er nú heldur meira en venjulega hefur verið á þessum árstíma, einkum á Suðumesjum, Húsavík og Ólafs- firðij að sögn Óskars Hallgrímsson- ar. Á Suðumesjum var atvinnuleysi um áramótin um þriðjungi meira en verið hefur á þessum árstíma sl. tvö ár. Síðustu viku ársins 1985 voru 510 manns atvinnulausir á Suðumesjum en að meðaltali voru 330 manns atvinnulausir þar í desember sl. Síðasta virka dag árs- ins vora um 250 manns atvinnu- lausir á Húsavík og 190 á Ólafs- firði. Það er álíka mikið atvinnuleysi og þar hefur gjaman verið 5 des- ember og janúar en vegna togara- missis Húsvíkinga var atvinnuleysi þar einnig mikið í nóvember. „Þetta árstíðabundna atvinnu- leysi er engin ný bóla og lagast væntanlega þegar vetrarvertíðin byrjar," sagði Oskar Hallgrímsson Deila BSRB og ríkisins til ríkissáttasemjara SAMKOMULAG hefur tekist milli Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og ríkisvaldsins um að visa kjaradeilu aðilanna til rikissáttasemj- ara án þess að reyna fyrst samningaviðræður án milligöngu. Gert er ráð fyrir að fyrsti samningafundurinn verði í byijun næstu viku. Höfuðkrafa BSRB í væntanleg- um viðræðum er aukning kaup- máttar og full trygging hans á samningstímanum, sem BSRB vill að verði til áramóta. Sú trygging verði fengin með svokölluðum „rauðum strikum" fjóram sinnum á samningstímabilinu, hinu fyrsta 1. mars næstkomandi en síðan á þriggja mánaða fresti. Þá er og gerð krafa um samræmingu launa ríkisstarfsmanna við laun í landinu almennt og að laun hækki ú'óram sinnum á árinu. Þessar era nánast samhljóða þeim kröfum, sem Alþýðusamband Islands hefur sett fram fyrir vænt- anlegar viðræður við atvinnurek- endur. Þær viðræður ættu einnig að geta hafist í öndverðri næstu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.