Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1986 37-** m \ \ | \ íi \ s "H WJI ~ AI VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11.30 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS unw -i) If Ályktun frá stjórn Stúdentaráðs um LIN Arabar ættu að fliúera sér Kæri Velvakandi. v V—f Það er óhugnanleg staðreynd að fólk er orðið hrætt við að fljúga vegna tíðra flugrána glæpalýðs frá arabalöndum, sem kennir sig við Frelsissveitir PLO eða önnur álíka glæpasamtök, hvort sem þau eru upprunnin í Lýbíu eða Sýrlandi. Það skiptir ekki öllu. Rætur glæpa- Hversvegna eru vangoldin barnameðlög vaxtalaus? Til Velvakanda. Eg varð undrandi og hneyskluð þegar ég las frétt í Morgunblaðinu á dögunum sem bar fyrirsögnina „TR greiðir 140 milljónir fyrir vangoldin meðlög". Ekki kemur fram í fréttinni hversu mikill fjöldi þeirra feðra er sem svíkjast um að greiða með bömum sínum, en þar sem Tryggingastofnun ríkisins þarf að greiða 140 milljónir fyrir þessa vesalings menn hljóta þeir að vera margir. í lok fréttarinnar kemur fram að hvorki vextir né verðbætur leggj- ast á vangoldin bamameðlög. Sem sé, það borgar sig að skulda þau sem lengst. Ég spyr: Hvers vegna í ósköpunum þarf ekki að greiða vexti af þessum skuldum eins og öðmm? Stendur það ekki þessum TR greiðir 140 milljénir Ifyrirvan- jgoldin meðlög Tryggingarstofnun rflds- I ins lagði 6t á siðasta ári um 140 mllliónir króna vegnal skuldakóngum næst að greiða með bömum sínum — þarf ríkissjóður að hlaupa þar undir bagga og greiða fyrir þá af almannafé? Svo er verið að tala um spamað og aðhald í ríkis- fjármálum. Guðný verkanna em í arabalöndum, án þess að mér detti í hug að allir arabar séu glæpalýður, síður en svo. En meðan stjómir arabalanda gera ekkert í því að stöðva þessa hræðilegu glæpastarfsemi sem flugrán em, eða villimannlegar árásir á saklausa flugfarþega í Róm og Vín, þá dettur mér í hug að réttast væri að aðrar þjóðir, til dæmis Bandaríkjamenn og Evr- ópumenn, neituðu að fljúga með sömu flugvélum og fólk frá araba- löndum. Þar með yrðu arabar að fljúga með sérflugvélum, hvort sem þeim líkaði það vel eða ekki. Einnig ætti að vera sérinngangur fyrir þá í flughöfnum. Þetta væri það gjald sem arabar greiddu fyrir framin illvirki og hatur í garð Vesturlanda- manna. Ég skora á rétta aðila að koma þessu á framfæri við stjóm- endur flugmála á Vesturlöndum. Einnig skora ég á samgöngumála- ráðherra að hann sjái til þess að nýja flugstöðin á Keflavíkurflug- velli verði búin ein fullkomnu ör- yggiskerfi og hægt er og ávallt verði leitað vel á farþegum og í farangri. Sá sem er saklaus þarf ekki að óttast neitt. Kristinn Sigurðsson Þessir hringdu .. , Kjararann- sóknanefnd kanni framleiðni fleiri stétta Starfsmaður í frystihúsi hringdi og sagði það undarlegt uppátæki hjá Kjararannsókna- nefnd að rannsaka framleiðni hjá fiskverkunarfólki sérstaklega án þess að sambærileg rannsókn færi fram hjá öðmm stéttum. „Mig langar til að koma þeirri spumingu á framfæri hvort Kjararannsóknanefnd ætli ekki að kanna framleiðni fleiri stétta. Hvað um forréttindahópana sem maka krókinn og g eta látið eftir sér alls kyns lúxus, hver er fram- leiðni þeirra? Ég er ekkert hrædd- ur við samanburðinn fyrir hönd fiskverkunarfólks því það fram- leiðir ásamt sjómönnum miklu meira en nokkur önnur stétt í þessu landi.“ Ondvegissúlur — skemmtileg nýbreytni Kjalnesingur sem á oft leið til Reykjavíkur hringdi og vildi lýsa ánægju sinni með raflýstu önd- vegissúlumar við Vesturlandsveg. Sagði hann þetta skemmtilega nýbreytni og súlumar lífguðu ótrúlega mikið uppá þessa fjöl- fömu hraðbraut, ekki síst nú í skammdeginu. Skorar hann á borgaryfírvöld að láta mannvirki þetta standa áfram eftir að af- mælisár Reykjavíkur er liðið og hafa kveikt á öndvegissúlunum að minnsta kosti að vetrarlagi. Er hitaveitu- vatnið eitrað — eða hollt? 5519—4750 hringdi: „Mig langar til að koma þeirri fyrirspum á framfæri hvort það sé hollt og gott að nota hitaveitu- vatn í kaffí og te. Þetta er gert á mínum vinnustað og hefur nú komið upp hörð deila um hollustu hitaveituvatnsins. Skiptast menn í tvo hópa: Sumir segja að það sé hollt vegna steinefnanna en sumir að það sé eitrað, en að vísu seindrepandi. Nú bráðvantar okkur að fá úr þessu skorið — einhver sérfræðingur annað hvort hjá Hitaveitunni eða hjá heilbrigð- isyfirvöldum hlýtur að geta upp- lýst þetta.“ Drögnm úr hraðanum — fækkum slysum Ökuþór hringdi: „Ég vil taka undir orð öku- manns sem skrifaði í Velvakanda á dögunum um að það væri of mikill ökuhraði sem umferðarslys- um veldur í flestum tilfellum. Fækka mætti slysum verulega ef ökumenn fengjust til að aka á löglegum hraða og leggja niður óðagotið. Ég ætla hins vegar ekki að bera í bætiflákann fyrir sauðs- hátt sem maður verður svo oft var við í umferðinni — sumir ökumenn eru óratíma t.d. að taka af stað á ljósum og tefja um- ferðina þannig mjög mikið. Hvemig væri að sekta menn fyrir að valda töfum í umferðinni að ástæðulausu?" STJÓRN Stúdentaráðs Háskóla íslands vill koma eftirfarandi á framfæri af gefnu tilefni: 1. Þegar talað er um að námsmenn fái ákveðna upphæð frá LÍN er um að ræða lán sem eru verð- tryggð eins og flestöll lán nú á dögum. Námsmenn hafa stutt það að námslán verði greidd að fullu til baka. 2. Markmið þessara lána er að tryggja að allir námsmenn geti stundað nám óháð efnahag með því að flytja hluta framtíðar- tekna sinna til neyzlu á meðan á námi stendur. 3. Námsmenn hafa í langflestunm tilvikum lítil tök á að afla sér aukatekna yfír vetrartímann vegna þeirra krafna sem gerðar eru um framvindunáms. Saman- burður námslána við kauptaxta er oft mjög villandi þar sem þá eru ekki tekin inn í dæmið yfir- vinna, bónusgreiðslur, félags- málapakkar eða fríðindi en þess- ir þættir eru yfirleitt stór hluti tekna launafólks. Auk þess eru úthlutunarreglur LJN þannig nú, að lán námsmanna verða minni séu þeir duglegir að afla sér sumartekna. Þessu vill stjóm SHI breyta og telur að náms- lánakerfið eigi að hvetja en ekki letja menn til að vinna fyrir sér. 4. Stór hluti þeirra, sem stunda nám við Háskólann og taka námslán, eru stúdentar utan af landi. Ljóst er að kostnaður þeirra meðan á námi stendur hlýtur að vera umtalsverður m.a. vegna húsaleigu, sem er oft á bilinu 15—20 þús. kr. 5. Að frumkvæði stjómar Stúd- entaráðs skipaði menntamála- ráðuneytið nefnd til að ræða hugsanlegar breytingar á starf- semi LÍN og bætta þjónustu hans við námsmenn. Vegna þess að nefnd sú er enn að störfum hlýtur skerðing ráðherra á námslánum að koma mjög á óvart, einkum þar sem hann hafði lýst því yfir að engar skerðingar ættu að eiga sér stað á þessu námsári. Ráðherra hefur því gerst brigðamaður við þús- undir námsmanna. ORN ARASON LEIKUR KLASSÍSKAN GÍT- ARLEIK FYRIR MAT- ARGESTI BORÐAPANTANASÍMI HELGARINNAR 30400 HcJMrgardurinn ^HÚSI VERSLUNARINNAR _ BIG FOOT er mættur Thomas Staudt Þýskalandsmeistari í diskódansi 84 og 85. MÐUi Komið og sjáið frábæra dansara. Mætið tímanlega. Opið til kl. 3.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.