Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR10. JANÚAR1986 Dregið í Evrópukeppninni — Barcelona og Juventus mætast í GÆR var dregið í Evrópukeppn- inni í knattspyrnu, átta iiða úrslit- um. Stórleikurinn í keppni meist- araliða verður viðureign Barcel- ona og Juventus. Rapid Vin, sem lék við Fram í keppni bikarhafa, mœtir Dynamo Kiev frá Sovétríkj- unum. Nantes, sem lék við Val í keppni félagsliða, mætir Inter Milan. Dregið var í aðalstöðvum Al- þjóða Knattspyrnusambandsins í Zurich í Sviss í gær. Fyrri leikirnir eiga að fara fram 5. mars og seinni 19. mars. Juventus eru núverandi Evrópumeistarar meistaraliða, er þeir unnu Liverpool í sögufrægum leik í Brussel í fyrra, þar sem þrjá- tíu og níu manns lótu lífið. Everton er núverandi bikarmeistari, en enskum liðum var meinuð þátttaka í Evrópukeppninni vegna ólátanna í Brussel. Real madrid er núverandi Evrópumeistari félagsliða. Lítum þá á dráttinn í hverri keppnifyrirsig: UEFA-keppnin: Köln - Sporting Lissabon Real Madrid - Xamax Hajduk Spllt - Waregem Inter Milan - Nantes Bikarkeppnin: Rapid Vin - Dynamo Kiev Dukla Prag • Benfica Dynamo Dresden - Bayer Uerdingen Rauöa Stjarnan - Atletico Madrid Meistarakeppnin: Bayern MUnchen - Anderiecht Steaua Bukareat - Kuusyai Lahti Aberdeen - IFK Gautaborg Barcelona - Juventus •• ' Ljósm. Ingimundur. • Frá afhendingu viöurkenninga í tilefni kjörs íþróttamanns BorgarfjarÖar 1985. Frá vinstri: Erla Grönfelt sem tók vió verólaunum dóttur sinnar, írisar, sem útnefnd var fþróttamaóur Borgarfjarðar 1985, Hafsteinn Þórisson, Sigrún Bjarnadóttir, Jón Valur Jónsson og Anna Bjðrk Bjarnadóttir. - Spurs áfram íris Grönfeldt íþróttamaður UMFB Frá Bob Hennessy fróttamanni Morgunblaösins á Englandi. TOTTENHAM Hotspur tryggði sér rétt til að leika í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar, er þeir sigruðu Oxford United, 2-1, á heimavelli sínum eftir framlengd- an ieik á miðvikudagskvöld. Þetta var eini leikurinn sem fram iflfc fór í ensku bikarkeppninni á mið- vikudagskvöldið, hinum var öllum frestað vegna iélegra vallarskil- yrða. 19.000 áhorfendur sáu John Aldridge ná forystunni fyrir Oxford á 32. mínútu. Chris Waddle jafnaði fyrir heimamenn um miðjan seinni hálfleik og þannig var staðan eftir venjulegan leiktíma. Clive Allen, sem komið hafði inná sem varamaður fyrir Argent- ínumanninn Oswaldo Ardiles, skoraði sigurmarkið á 113. mínútu. Tottenham mætir Notts County eða Stoke í 4. umferð á útivelli. ÍSLANDSMETHAFINN í spjót- kasti kvenna, íris Grönfeldt úr Borgarnesi, var fyrir skömmu út- nefnd íþróttamaður Borgarfjarð- ar 1985. Hafsteinn Þórisson há- stökkvari í Borgarnesi varð í 2. sæti og Sigrún Bjarnadóttir á Laugalandi, landsliðskona í borð- tennis, varð í 3. sæti. Niðurstaða í kjöri íþróttamanns Borgarfjarðar var hápunktur Upp- skeruhátíðar Ungmennasam- Trimmnefnd ÍSÍ: Námskeið fyrir trimmara KENT Finanger prófessor í lík- amsfræðum við Luther College, Debcorath, lowa í Bandaríkjunum er staddur hér á landi ásamt konu sinni Lusy. Þau hjón eru íslend- ingum að góðu kunn frá fyrri heimsóknum sínum hingað og A einnig hafa margir íþróttakennar- ar sótt námskeið í því sem pró- fessorinn nefnir íþróttir fyrir alla (Sport for all). Trimmnefnd ÍSÍ efnir til stutts námskeiðs fyrir almenning meðan á dvöl þeirra hjóna stendur. Þar mun prófessorinn kynna og kenna hluta af lengra námskeiði í því sem flokkast undir íþróttir fyrir alla. Námskeiðið verður nk. laugardag 11. janúar í hinum nýju húsakynn- um ÍSÍ Laugardal Reykjavík kl. 13.15-18.00. -Námsefnið er bæði fræðilegir fyrirlestrar og verklegt inni og úti, eftir veðri þennan dag. Væntanlegir þátttakendur hafi með sér íþróttaföt fyrir inni og úti- íþróttir (létt hlífðarföt) og góða skó til göngu og skokks. Þátttöku- gjald er kr. 200. Innritun er á skrifstofu ÍSÍ kl. 9.00—17.00 daglega í síma 83377. Leiðbeinenda- námskeið Dagana 17.—19. janúar munu svo verða námskeið í örvunarleik- fimi fyrir vinnustaði á vegum Trimmnefndarinnar. Það fer fram í Gistihúsinu við Bláa lónið, v/Svartsengi og er það 5. í röðinni sinnar tegundar sem nefndin held- ur. Dagskrá er fjölbreytt allan tím- ann, bókleg og verkleg fræðsla skiptist á, og dvelja þátttakendur í Gistihúsinu 2 sólarhringa. Nánari upplýsingar gefnar á skrifstofu ÍSÍ í síma 83377 á skrifstofutíma. bands Borgarfjarðar sem haldin var á dögunum. íris fær glæsilegan bikar til varðveislu í eitt ár og annan eignarbikar ásamt þeim sem urðu í 2.-5. sæti í kjörinu. íris er við nám og æfingar í Bandaríkj- unum og tók móðir hennar, Erla Grönfeldt, við verðlaunum hennar. Þetta er í sjötta skipti sem íþróttamaður Borgarfjarðar er kosinn og hefur fris einu sinni áður hlotið sæmdarheitið, árið 1982. Jón Diðriksson hlaupari frá Helga- vatni hlaut útnefninguna árið 1980, fyrsta árið sem kjörið fór fram, en Einar Vilhjálmsson, hinn kunni spjótkastari frá Reykholti, hefur oftast hlotið sæmdarheitið, en það var árin 1981, 1983 og 1984. Að sögn forráðamanna UMSB var Einar ekki hlutgengur að þessu sinni, samkvæmt reglu- gerð um kjörið. Að þessu sinni hlutu 22 íþrótta- menn stig í kjöri íþróttamanns Borgarfjarðar og fengu 10 fyrstu viðurkenningar. íris, Hafsteinn og Sigrún voru í þremur efstu sætun- um, eins og áður segir, síðan komu Jón Valur Jónsson sundmaður í 4. sæti og Anna Björk Bjarnadóttir frjálsíþróttakona í 5. sæti. Uppskeruhátíö UMSB var end- urvakin nú um áramótin og voru þar afhent öll sérverðlaun frá mót- um ársins, auk þess sem ýmislegt var gert til skemmtunar. Hátíðin var fjölmenn og vel heppnuð að sögn þeirra sem fyrir henni stóðu. Badminton: Wang Junjie og Þórdís sigruðu SUNNUDAGINN 5. janúar sl. fór fram í TBR-húsinu við Gnoðarvog opið meistaramót f einliðaleik. Var keppt í A-, B- og meistara- flokki karla og A- og meistara- flokki kvenna og einnig í viðauka- flokkum þeirra (nema A-flokki kvenna), hverjum menn kepptu i eftir að hafa tapað f aðalflokkn- um. Var flest okkar besta bad- mintonfólk á meðal keppenda, þó ekki Kristín Magnúsdóttir né Broddi Kristjánsson, sem enn er fjarri góðu gamni vegna meiðsla er hann hlaut sl. sumar. Annars voru úrslit sem hér segir: Meistaraflokkur karla, aðalflokk- ur: Wang Junjie TBR sigraði Guömund AdolfssonTBR 14:18,15:5,15:8. Meistaraflokkur karla, viðauka- flokkur: Árni Þór Hallgrímsson TBR sigraði Sigfús Ægi Árnason TBR 15:3, 15:3. Meistaraflokkur kvenna, aðal- flokkur: Þórdís Edwald TBR sigraði Elísa- betu Þórðardóttur TBR 11:0, 11:9. Meistaraflokkur kvenna, viðauka- ffokkur: Inga Kjartansdóttir TBR sigraði Kristínu B. Kristjánsd. TBR 8:11, 11:9, 11:9. A-flokkur karla aðalflokkur: Njáll Eysteinsson TBR sigraði Sig- urð Harðarson ÍA 15:5,15:2. A-flokkur karla viðaukaflokkur: Ármann Þorvaldsson TBR sigraði Gunnar Björgvinsson TBR 15:12, 15; 10. A-flokkur kvenna aðalflokkur: Helga Þórisdóttir- TBR sigraði Birnu Petersen TBR 11:4,11:2. B-flokkur karla aðalflokkur: Hörður Benediktsson Val sigraði Örn Grundfjörð TBR 15:5, 10:15, 15:13. B-flokkur karla viðaukaflokkur: Jón Pétur Zimsen TBR sigraði Óla Björn Zimsen TBR 15:4,15:11. Bikarmót FSI BIKARMÓT Fimleikasambands íslands verður fyrsta mót þessa vetrar hjá sambandinu. Mótið fer fram 25.-26. janúar. Þátttökutilkynningar þurfa að berast í síðasta lagi 18. janúar ásamt mótsgjaldi. Urslit í A-riðli verða tekin til viðmiðunar við val á keppendum i landskeppni við Skota, sem fram fer hér á landi í febrúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.