Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR10. JANÚAR1986 „Erfingjar Hitlers“ sljórna Suður—Afríku — segir Oliver Tambo, forseti ANC Jóhannesarborgf, 9. janúar. AP. ÞINGNEFND frá Bandaríkjunum hitti í dag að máli hinn hógværa leiðtoga Zulu-ættbálksins, Gatsha Buthelezi, en hélt síðan i skoðunar- ferð um fátækrahverfin í Höfðaborg í fylgd með harðsnúnum and- stæðingi kynþáttstefnunnar, prestinum Alan Boesak. Aframhaldandi óeirðir voru i landinu i dag og nefnir lögreglan tíu slík tilvik. Einn maður lét lífið í óeirðunum. Buthelezi er leiðtogi sex milljóna Zulu-manna, en þeir eru íjölmenn- astir blakkra manna í landinu, sem samtals eru 24 milljónir. Hann er andvígur vopnuðum átökum við hvíta minnihlutann, sem öllu ræður í landinu og segir að það myndi leiða af sér dauða svartra manna í þús- unda tali. Hann er einnig andvígur efnahagsþvingunum gegn Suður- Afríku og er mikið gagnrýndur fyrir það, sem og afstöðu sína til ofbeldis, af róttækara hugpandi fólki. Buthelezi sagði amerísku þing- mönnunum að styðja ekki þær að- gerðir í Suður-Afríku, sem þeir myndu ekki styðja í sínu eigin landi og vísaði þar til þess að veröldin Metsala hjá Harrods Lundúnum, 9. janúar. AP. METINNKOMA varð hjá verslun- inni Harrods í gær á fyrsta degi vetrarútsölu verslunarinnar. Fólk alls staðar að úr heiminum þyrpt- ist til að versla og mikill handa- gangur var í öskjunum. Salan nam samtals 6 milljónum punda og hefur aldrei áður verið jafn mikil á einum degi. Til samanburðar var salan fyrstu tvo daga vetrarútsölunnar í fyrra samtals 8,7 milljónir punda, enda auglýsti Harrods viðburðinn mikið, meðal annars í Ameríku, svo hann færi ekki framhjá neinum sem gæti hugsað sér að fá góða hluti ódýrt. „Ég held án alls efa að Harrods sé besta verslun í heimi," sagði Leon Fem frá Philadelphia, sem gerði sér sérstaka ferð til Lundúna til þess að versla í Harrods. Sagði hann ennfremur að það hefði engin áhrif á hann að 20% minna er hægt að fá fyrir bandaríska dalinn enn í fyrra vegna lækkunar dalsins gagnvart breska pundinu. hefur tilhneigingu til þess að líta á vopnaða baráttu Afríska þjóðarráðs- ins (ANC) sem táknræna fyrir bar- áttuna gegn hvíta minnihlutanum. „Það hefur ekkki fengið næga viður- kenningu erlendis að ástandið í Suður-Afríku er að breytast og við erum fullfærir um að þrýsta á um frekari breytingar," sagði Buthelezi. Buthelezi er eindregið á móti kynþáttaaðskilnaðarstefnunni og hefur ekki viljað ganga til samninga við hvíta menn fyrr en ljóst sé hvað þeir ætlist fyrir með slíkum samn- ingum. Amerísku þingmennimir hafa látið í ljósi þá skoðun sína að Botha, forsætisráðherra sé þröng- sýnn hvað breytingar á kynþátta- stefnunni varðar og sagst vera vondaufir um að hann sé tilbúinn að slaka á svo nokkm nemi. Oliver Tambo, forseti Afríska þjóðarráðsins, kallaði ríkisstjóm Suður-Afríku „erfingja Hitlers" og hét því að standa yfír höfuðsvörðum hennar, hversu mörg mannslíf sem það myndi kosta. „Jafr.vel þijóskasti kynþáttahatari hlýtur að sjá að við emm ekki lengur tilbúnir til þess að lifa sem þrælar og emm staðráðn- ir í því að beijast fyrir frelsinu, hversu mörg mannslíf sem það kann að kosta," sagði hann á frétta- mannafundi í Zambíu. Ai'/Mmamynd Dýrgripur endurheimtur Harry Sakin, leynilögreglumaður I New York, sést hér halda á gullskál að verðmæti um 3,5 millj. dollara (yfir 140 miilj. ísl. kr.), sem náðist aftur, eftir að henni hafði verið stoUð. List- munasali í Manhattan og tveir menn aðrir, sem allir eru taldir vera meðUmir í alþjóðlegum hring Ustmunaþjófa, voru hand- teknir á sunnudaginn var, er þeir gerðu tilraun til þess að stela Ustaverkum og listmunum að verðmæti um 18,5 miUj. dollara. Var gulIskáUn hér að ofan þar á meðal. Bók um stórnjósnarann „Farewell“ í Moskvu: Frakkar fengn leyniskjöl beint úr aðalstöðvum KGB EINN fagran vordag ánð 1981 kemur maður nokkur með tvö bréf til höfuðstöðva frönsku leyniþjónustunnar í Rue des Saussai- es nr. II í París, eitt frá sjálfum sér og annað, sem „sovéskur vinur“ hans hafði látið hann fá tveimur mánuðum fyrr .. . Þannig hefst æsispennandi njósnasaga, sagan um KGB-foringjann, sem í hálft annað ár lét frönsku leyniþjónustuna fá þúsundir leynilegra skjala og upplýsingar um iðnaðarnjósnir Sovétmanna á Vesturl- öndum og um þann gífurlega hagnað, sem þeir telja sig hafa af þeim, upplýsingar um KGB-foringja um allan heim og mikilvæg- ustu njósnarana í tíu vestrænum löndum. Sagan um þennan sovéska stórnjósnara, sem hafði dulnefnið „Farewell", er að koma út í París þessa dagana en hingað til hefur ekkert lekið út um hana opin- berlega. Sagt er, að KGB virðist aldrei hafa grunað neitt þann tíma, sem „Farewell" vann fyrir frönsku leyniþjónustuna, en hins vegar hætti að heyrast frá honum eftir lát Leonids Brezhnevs, þegar Yuri Andropov hafði tekið við. 47 Sovétmenn reknir frá París Höfundur bókarinnar, blaða- maðurinn Thierry Wolton, segir, að það hafí verið vegna upplýs- inga frá „Farewell", að 47 Sovét- mönnum, sendimönnum, verslun- arfulltrúum og blaðamönnum, var vísað frá París í apríl 1983. Sovét- menn svöruðu þessum brottvísun- um ekki í sömu mynt eins og þeir eru þó vanir og er það ágæt vísbending um hve góðar sannanir Frakkar höfðu frá „Farewell". Mitterrand, Frakklandsforseti, tók mjög nærri sér þegar hann fékk að vita um það mikla tjón, sem sovésku njósnimar höfðu unnið Frökkum. M.a. kom það fram, að Sovétmenn höfðu hlerað skeyta- og telex-sendingar milli Parísar og sendiráðsins í Moskvu og lesið jafnóðum allt, sem þar fór á milli. Bróðurlega skipt með Bandaríkjamönnum Á leiðtogafundinum í Ottawa árið 1981 var það „Farewell"- málið, sem braut ísinn milli þeirra Mitterrands og Reagans, Banda- ríkjaforseta. Mitterrand hafði aðeins verið tvo mánuði í embætti og til hans var litið með nokkurri tortryggni vegna þess, að í stjóm hans sátu fjórir kommúnistar. Þessar efasemdir hurfu þó eins og dögg fyrir sólu þegar Mitter- rand skýrði Reagan frá „Farewell“-málinu og því, að Frakkar vildu láta Bandaríkja- mönnum í té allar upplýsingar um það. Nokkru síðar fór Marcel Chalet, yfírmaður frönsku leyni- þjónustunnar, til Washington og skoðaði þar skjölin um „Farewell" ásamt George Bush, varaforseta og fyrrum yfirmanni CIA. Messerschmitt-málið í október sl. var Manfred Rotsch, sextugur verkfræðingur, handtekinn fyrir njósnir en hann var yfírmaður áætlanadeildar Messerschmitt-Bölkow-Bloehm, stærsta vopnaframleiðanda í Vestur-Þýskalandi. Er fullyrt, að það hafi verið vegna upplýsinga frá „Farewell" en um vorið 1983 vömðu franskir leyniþjónustu- menn kollega sína í Vestur-Þýska- landi við og skýrðu frá því, að hættulegur njósnari væri að verki hjá Messerschmitt. Treholt Ekki er vitað hvort „Farewell" hefur gefíð upplýsingar um Arne Treholt, norska njósnarann, en í bókinni er hins vegar minnst á Oleg Gordievsky, KGB-manninn, Fjörtíu og sjö Sovétmönnum var vísað burt úr Frakklandi árið 1983. Hér eru þeir að fara frá París. sem var um tíma í Kaupmanna- höfn og hafði þá með Treholt að gera. Gordievsky flúði í London haustið 1984 og hefur það komið fram annars staðar, að hann gaf mikilvægar upplýsingar um Tre- holt. Eftir að franska leyniþjónustan hafði fengið fyrsta bréfíð frá „sovéska vininum" í Moskvu, var maðurinn, sem kom með það, beðinn um að fara aftur til Moskvu þótt augljóst væri, að það gæti verið hin mesta hættuför. Nokkrum vikum síðar kom hann aftur til Parísar og með svo mikið af leynilegum skjölum, að frönsku leyniþjónustumennimir féllu í stafí af undrun. Eftir það var þeirra eigin maður í Moskvu látinn taka við en upprunalegi bréfber- inn var sæmdur æðstu orðu Heið- ursfylkingarinnar. Var hlýtt til Frakka Hvers vegna ákvað „Farewell" að gerast stómjósnari fyrir vest- rænt ríki? I fyrsta bréfínu segir hann, að hann hafí áður starfað í sovéska sendiráðinu í París og að hann vilji gjama gera frönsku þjóðinni greiða. í frönskum Ieyni- þjónustuskjölum segir, að hann hafí verið í París á sjöunda ára- tugnum og að það hafí komið fram þá, að honum þótti vænt um Frakka og það, sem franskt var. Hann var hins vegar kallaður til Moskvu áður en franska gagn- njósnaþjónustan gat haft sam- band við hann. Eftir það starfaði „FareweH" aldrei erlendis en reis til æ meiri metorða innan KGB. Þegar „Farewell" byrjaði að vinna fyrir frönsku leyniþjón- ustuna starfaði hann í aðalstöðv- um KGB í Ljubjanka og hafði aðgang að öllum skjölum í svokall- aðri T-deild, sem hefur með að gera iðnaðar- og tækninjósnir. „Farewell" bað frönsku leyni- þjónustuna aldrei um neitt annað en það, að honum yrði séð fyrir sæmilegum lífeyri ef honum tæk- ist einhvem tíma að komast frá Sovétríkjunum. Hvaö varð um „Farewell?“ Á Vesturlöndum veit enginn hvað varð um „Farewell" og hvers vegna hann hætti allt í einu að láta heyra frá sér. Eitthvað varð honum að falli og þeir eru til, sem halda því fram, að það hafí ekki verið njósnimar, heldur annað mál, sem altalað var í Moskvu síðla árs 1982. Gekk sú saga í borginni, að KGB-foringi hefði verið dæmdur fyrir manndráp. Átti hann að hafa valdið einhveiju hneyksli, sem lögreglan komst í, og þegar verið var að yfirheyra hann nokkrum dögum síðar varð hann einum lögreglumanninum að bana. í þessu sambandi hefur aldrei neitt nafn verið nefnt, en af einhveijum ástæðum þykjast frönsku leyniþjónustumennimir vissir um, að þama hafí verið um að ræða stómjósnarann „Fare- well“. (Þýtt og stytt úr Aftenposten)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.