Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR1986 17 Samræma aðgerðir sínar gegn hryðju- verkamönnum ítalir og Austurríkismenn auka viðbúnað sinn Vínarborg, 9. janúar. AP. AUSTURRÍKI og Ítalía hafa gert með sér samkomulag um ráðstaf- anir gegn hryðjuverkamönnum. Skýrðu innanríkisráðherrar beggja landanna frá þessu í dag. Skammt er síðan hryðjuverka- menn létu til sín taka í þessum löndum með þeim afleiðingum, að 19 manns biðu bana. A fundi með fréttamönnum í dag skýrði Oscar Luigi Scalfaro, innan- ríkisráðherra Ítalíu, frá því, að hann hygðist á næstunni eiga viðræður við stjómvöld í flestum löndum Evrópu. „Við viljum kanna öryggis- viðbúnað í sem flestum löndum svo að unnt verði að auka og tryggja öryggi fólks með samræmdum að- gerðum," sagði Scalfaro. Hvorki Ítalía né Austurríki hafa þó farið að fordæmi Bandaríkjanna og gripið til efnahagslegra refsiað- Geimskoti enn frestað KanaveralhBfða, 9. jan. AP. ENN VAR því frestað í dag og nú í sjötta sinn að skjóta á loft geimfeij- unni Kolumbíu. Ástæðan að þessu sinni var sú, að tæknigalli fannst í aðalvél geimfeijunnar. Hefur nú verið ákveðið að skjóta geimfeijunni á loft kl. 6.55 árdegis á morgun, föstudag. (kl. 11.55 að Isl. tíma), nema eitthvað óvæntgerist. gerða gegn Líbýumönnum. Sagði Leopold Gratz, utanríkisráðherra Austurríkis, að ýmislegt benti til þess, að LíBýa hefði átt aðild að hryðjuverkum, þar á meðal þeim, sem áttu sér stað í Róm og Vínar- borg, en engar sannanir lægju þó fyrir um það. GENGI GJALDMIÐLA London, 9. ianúar. AP. BANDARIKJADOLLAR snarféll í dag vegna orðróms um, að Arabaþjóðirnar væru teknar að selja dollaraforða sinn og væru að flytja fé það, sem þær hefðu átt í Bandaríkjunum, burt þaðan. Áður en þetta gerðist, hafði doll- arinn verið að hækka gagnvart öllum helztu gjaldmiðlum heims nema sterlingspundinu. Dollarinn féll gagnvart pundinu vegna vaxtahækkunar á grunnvöxt- um í Bretlandi um 1%, þannig að þeir verða nú 12,5%. í London kost- aði pundið 1,4490 dollara (1,4450), en að öðru leyti var gengi dollarans þannig, að fyrir hann fengust: 2,4460 vestur-þýzk mörk (2,4480), 2,0785 svissneskir frankar (2,0738), 7,5150 franskir frankar (7,5100), 2,7560 hollenzk gyllini (2,7590), 1.667,00 ítalskar lírur (1.667,50), 1,39755 kanadískir dollarar (1,40055), 202,40 jen (201,65). Alvopnaðir lögreglumenn í f lugstöðinni á Heathro w. Heathrow—flugvöllur: AP/Símamynd Með alvæpni við eftirlitið London, 9. janúar. AP. LÖGREGLUMENN, vopnaðir hríðskotabyssum, voru í dag við eftirlit á Heathrow-flugvelli í London. Hraus mörgum mannin- um hugur við þeirri sýn enda óvanalegt, að breskir lögreglu- menn beri byssur, hvað þá sjálf- virk vopn. Talið er, að þetta sé í fyrsta sinn sem breskir lögreglumenn eru við Le Pen vann skoðun- um sínum fylgi í Sviss ZUrich, 9. janúar. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttarítara Mbl. LEIÐTOGI franska þjóðernis- flokksins, Jean-Marie Le Pen vann umdeildum hægrisinnuðum skoðunum sínum fylgi í tveggja tíma sjónvarpsþætti í frönsku- mælandi sjónvarpsstöðinni í Sviss á miðvikudagskvöld. 94% þátttakenda í skoðanakönnun sem var gerð fyrir þáttinn, töldu Le Pen vera öfgasinna, 79% töldu hann hættulegan og 82% sögðu hann vera kynþáttahatara. Að- eins 14% sögðust myndu greiða svissneskum Le Pen atkvæði í kosningum. Eftir sjónvarpsþátt- inn vörðu hins vegar 29,7% að- spurðra skoðanir Le Pens. Þátttaka Le Pens í sjónvarps- þættinum „Le Defi“ eða „áskorun- in“ vakti mikla athygli. Yfírmaður dómsmála í Genfarkantónu ákvað á mánudag að banna honum að tala opinberlega í Genf, en þáttur- inn var sendur þaðan í beinni út- sendingu, og studdist við lagabók- staf frá 1948 sem kveður á um að útlendingar verði að fá sérstakt Jean-Marie Le Pen leyfí til að flytja pólitískar ræður í Sviss. Le Pen hafði ekki sótt um slíkt leyfí og stjómandi þáttarins leysti vandann með því að láta Le Pen sitja í upptökusal í París í Frakklandi á miðvikudagskvöld en aðra þátttakendur í upptökusal í Genf. Þátturinn er settur á svið sem dómsyfirheyrsla. Le Pen var hinn „ákærði" að þessu sinni og ýmis vitni voru leidd fram til að tala máli hans eða gegn honum. Reynt var að sýna fram á að hatursfullar yfírlýsingar hans í garð útlendinga eiga ekki við rök að styðjast og lítið var gert úr niðurstöðu hans um að það þurfí að reka tvær milljónir útlendinga frá Frakklandi af því að þar eru tvær milljónir atvinnu- lausra. En Le Pen varðist fjálglega og fékk þingmann öfgahægri- flokksins í Genf til liðs við sig. Þjóðernisflokkur Le Pens var stofnaður 1972. Hann fékk tæp 11% atkvæða í kosningum til Evr- ópuþingsins í fyrra og vonast eftir miklu fylgi í frönsku þingkosning- unum um miðjan mars nk. Svipaðir hægriflokkar sem em aðallega á móti útlendingum, hafa aukið fylgi sitt í kosningum í Sviss að undanfömu. Ýmsir hópar börð- ust gegn því að Le Pen fengi að koma fram í svissneska sjónvarpinu og um hundrað manns fóm í mót- mælagöngu kvöldið sem hann kom fram. Yfírmaður dóms- og hermála í Basel ákvað á miðvikudag að neita Le Pen um leyfi til að halda ræðu í Basel 3. maí nk. eins og til stóð af öryggisástæðum. eftirlitsstörf vopnaðir sjálfvirkurr vopnum ef undan eru skildir lög- reglumenn á Norður-írlandi. Gripið hefur verið til þessar ráðstafana vegna hryðjuverkanna í Róm og Vín og er eftirlitið í höndum DII- deildarinnar, úrvalssveitar innan Scotland Yard. Yfírvöldin segjast harma, að nauðsynlegt hafí veirð að grípa til þessara aðgerða en ýmsir hafa orðið til að gagnrýna þær, t.d. stjómar- andstaðan og samtök lögreglu- manna. Talsmaður samtakanna sagði, að útlendingar trúðu þvi, að í Bretlandi væm allir lögreglumenn óvopnaðir, en þegar þeir kæmu til landsins, kæmust þeir að raun um annað. Þar tækju nú á móti þeim lögreglumenn með alvæpni. Abbas boðar baráttu gegn „hryðjuverkum Bandaríkjanna“ Dyflinni, 9. janúar. AP. MOHAMMED Abbas, sem sagður er hafa verið fyrir hryðjuverka- mönnunum sem rændu italska skemmtiferðaskipinu Achille Lauro, hefur boðið öllum “al- þjóðlegum byltingarflokkum“ til leynilegrar ráðstefnu, þar sem ræddar verða leiðir til þess að berjast gegn „hryðjuverkum Bandaríkjanna", að því er fram kemur í viðtali við hann i írska dagblaðinu The Irish Times. Bandaríkjamenn hafa sett fé til höfuðs Abbasar og ítalir hafa gefíð úthandtökuskipun á hendur honum vegna ránsins á skemmtiferðaskip- inu. Blaðið segir ekki hvenær við- talið fór fram, né hvar. Það segir að þetta sé fyrsta viðtalið við Abbas sem kemur fyrir augu manna ( ensku dagblaði. I viðtalinu segir Abbas að Bandaríkjamenn fari með stríði á hendur skæruiiðahreyfíngu Palestínuaraba og við því sé aðeins eitt svar, stríðsyfírlýsing. Abbas neitar því í viðtalinu að hans menn beri ábyrgð á dauða bandaríska gyðingsins, Leons Klinghoffers, sem lést um borð í skemmtiferðaskipinu. Hann segir að ætlunin með ráninu hafí verið að ráðast á hemaðarmannvirki í ísrael, en skipið var á leið þangað þegar vopn þeirra fundust fyrir til- viljun. Áttu þeir ekki annars kost en að taka skipið, svo þeir yrðu ekki framseldir Israelsmönnum. * Oeirðasamt í Punjab Þúsundir hermanna kallaðir út Amritsar, 9. janúar. AP. YFIRVÖLD í Punjab-ríki á Ind- landi kölluðu í dag út þúsundir hermanna til þess að koma í veg fyrir yfirvofandi fjöldaóeirðir öfgasinnaðra síka. Var óttast, að mikill fjöldi ungmenna tæki þátt í þessum óeirðum, sem áttu að fara fram í mótmælaskyni við friðarsáttmála þann, sem gerður var af Rajiv Gandhi foirsætisráð- herra og forystumönnum hóf- samra síka í fyrra og varð til þess að dró að verulegu leyti úr óeirðum í ríkinu. Talið var í dag, að dregið gæti til mikilla óeirða og að þá væri úti um innanríkisfrið í Punjab. Af þess- um sökum tilkynntu stjómvöld þar í dag, að ferðir almenningsvagna yrðu felldar niður á morgun, föstu- dag, á mörgum stöðum. Bandalag námsmanna úr hópi síka um allt Indland hélt því fram í dag, að 6.000 meðlimir þess hefðu byijað leynistarfsemi og myndað 300 „víkingasveitir“ til þess að lama allt athafnalíf og samgöngur í Puniab. Veður víða um heim Akureyri Lægst Hæst 1 skýjað Amsterdam +8 0 skýjað Aþena 9 14 skýjað Barcelona 13 heiðskírt Berlín +10 +6 heiðskfrt Brussel +5 5 skýjað Chicago +22 +9 heiðskirt Dublín S 9 rigning Feneyjar 5 rigning Frankfurt +2 0 snjókoma Genf +6 1 skýjað Helsinkl +11 +10 skýjað Hong Kong 12 17 heiðskírt Jerúsalem 8 14 heiðskírt Kaupmannah. +12 +5 heiðskírt Las Palmas 20 skýjað Lissabon 10 16 skýjað London 2 S skýjað Los Angeles 11 25 heiðskirt Lúxemborg +2 snjók. Malaga 17 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Miami 20 23 skýjað Montreal +23 +16 skýjað Moskva +5 +4 skýjað NewYork +8 +1 heiðskirt Osló +18 +10 heiðskírt París +2 8 skýjað Peking +8 2 heiðskirt Reykjavik 0 skýjað Rióde Janeiro 19 29 skýjað Rómaborg 0 12 skýjað Stokkhólmur +12 +9 skýjað Sydney 18 27 heiðskírt Tókýó 1 9 heiðskirt Vinarborg +2 4 skýjað Þórshöfn 5 rigning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.