Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR10. JANÚAR1986 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Atlaga gegn hryðjuverkamönnum Ronald Reagan, Bandaríkja- forseti, hefur skorið upp herör gegn Moammar Khadafy, leiðtoga Libýu. Forsetinn telur, að Khadafy standi að baki hryðjuverkunum, sem unnin hafa verið í Miðjarðarhafslönd- um og á hafinu sjálfu undan- farna mánuði. Utanríkisráðu- neyti Bandaríkjanna gaf á mið- vikudaginn út skýrslu, þar sem Khadafy er sakaður um að standa fyrir hryðjuverkum um víða veröld. í skýrslunni eru tekin dæmi frá Afríku, Mið- Austurlöndum, Asíu, latnesku Ameríku og Bandaríkjunum. Nú um jólin réðust arabískir hrottar á fólk, sem beið eftir flugvélum á flugvöllunum við Róm og Vín- arborg. Eftir þá atburði herti Reagan á andstöðu sinni við leiðtoga Líbýu, sem tekur dýfur í yfirlýsingum um það, hvort hann styðji árásina á hina sak- lausu flugfarþega eða ekki. Forystumenn lýðræðisþjóð- anna hafa oft og af marggefnu tilefni rætt um það í sínum hópi, hvemig stemma eigi stigu við ódæðismönnum. Margvíslegar ráðstafanir hafa verið gerðar til að samræma viðbrögð lögreglu gegn þessum óþjóðalýð. Alþjóð- legar reglur eiga að gilda um öryggisráðstafanir á flugvöllum. Þegar kemur að því að samræma pólitískar ákvarðanir, reynist það oft erfíðara, eri ætla má að óathuguðu máli. í ræðu á þriðju- dagskvöld hvatti Reagan til þess, að þjóðir heims sameinuðust um algjört viðskiptabann á Líbýu. Reynslan sýnir, að viðskipta- bönn hafa lítið gildi nú á tímum. Sérfræðingar telja, að áhrif ákv- örðunar Bandaríkjaforseta á efnahag Líbýu verði sáralítil. Reagan hvatti bandamenn sína í Vestur-Evrópu til að fara að fordæmi Bandaríkjamanna. Hefur sú hvatning hlotið dræmar undirtektir. Það er helst, þegar rætt er um viðskiptabann á Suður-Afríku vegna stefnu hennar i kynþáttamálum, sem kröfur um það hljóta almennar undirtektir. Hvort það bann er framkvæmt eða skilar tilætluð- um árangri er annað mál. Á sín- um tíma urðu harðar deilur milli Reagans og leiðtoga Vestur- Evrópuríkja um viðskiptabann á Sovétríkin vegna þeirrar nauð- ungar, sem Pólveijar eru beittir. Þá vildi Reagan, að evrópsku bandamennimir hættu við áform um gasleiðslu frá Sovétríkjun- um. Þeirri kröfu var hafnað. Enn má nefna, að Jimmy Carter, forveri Reagans, setti komsölu- bann á Sovétríkin eftir innrás Rauða hersins í Afganistan. Eitt fyrsta forsetaverk Reagans var að nema þetta bann úr gildi af tillitssemi við bandaríska bænd- ur. Þótt efnahagsþvinganir'"- og viðskiptabönn skili ekki þeim árangri, sem að er stefnt í þessu tilviki frekar en öðmm, er ástæðulaust að ætla, að Banda- ríkjastjóm verði ekki eitthvað ágengt í þessari síðustu atlögu hennar gegn alþjóðlegum hryðjuverkum. Viðbrögð Khad- afys em mglingsleg. Hann er í hópi þeirra þjóðarieiðtoga, sem valda öryggisleysi heima fyrir og erlendis vegna þess að ákvarðánir hans byggja ekki á heilbrigðri dómgreind eða skyn- samlegu mati. Eina sem Khad- afy óttast er vald. Bandaríkja- menn hafa oftar en einu sinni sýnt honum vígtennumar. Bandarískt flugmóðurskip er nú undan strönd Líbýu. Leggi Bandaríkjamenn og ísraelar saman til atlögu gegn Líbýu- mönnum, þarf ek-ki að efast um niðurstöðuna. Stríðið við hryðjuverkamenn er háð með sérkennilegum hætti. Með því að kasta hanskanum framan í Khadafy hefur Banda- ríkjastjóm sýnt, að hún hefur ákveðið, hver andstæðingurinn er. Skjól mestu ódæðismanna samtímans er jafnan það, að þeir fara huldu höfði, þora ekki að kannast við eigin blóðverk. Þeir skjóta menn í hnakkann, ráðast helst á þá, sem eiga sér einskis ills von - drepa böm og farlama gamalmenni. Almenningur á erfítt með að skilja, að þetta er í raun stríð. Flugvellir eru helstu vígvellir í þessu óhugnanlega stríði. Nú er til athugunar að hefja vopnaleit á Reykjavíkurflugvelli. Norð- menn hafa hert öryggisgæslu á flugvöllum í landi sínu. Skrið- drekum hefur verið raðað um- hverfís flugvöllin í London, og þannig mætti áfram telja. Erind- rekar þeirra, sem stjóma al- þjóðlegum hryðrjuverkum, eru aðeins í nokkurra klukkustunda fjarlægð frá íslenskum flugvöll- um. Að þessu verða íslensk stjómvöld að hyggja. Bandaríkjastjóm beindi því til íslenskra stjómvalda eins og annarra, að við tækjum fyrir -viðskipti við Líbýumenn. Hér skal ekki mælt með slíku banni af hálfu ríkisstjómarinnar. En stjómendur fyrirtækis eins og Amarflugs hljóta að velta því rækilega fyrir sér, hvort það sé því fyrir bestu að halda áfram starfsemi í landi Khadafys. Það er líklega ekki vænlegasta leiðin til að auka viðskiptavild nú á tímum. Samvirkni og sundurvirkni: Dýrðin undir ] Bókmenntir GuðmundurH. Frímannsson Halldór Laxness í austurvegi, Vaka-Helgafell, 1985. Marx-lenínismi hefur verið mikið afl í stjómmálum þessarar aldar. Það stafar fyrst og fremst af því, að í tveimur stærstu ríkjum verald- ar, Sovétríkjunum og Kína, hafa valdhafamir byggt stjórnarstefnu sína og vald á kenningum Marx og Leníns: Marxismi, eins og þessi stjórnvöld hafa túlkað hann, er litið annað en hugsunarvillar frá 19. öld. En hann hefur reynzt valds- mönnum nýtilegur til að kúga fólk milljónum og milljónahundruðum saman á þessari öld. Þó ekki væri önnur ástæða en þessi, er mikilvægt að skilja hann. Það er ein ráðgáta þessarar ald- ar, hvers vegna marxismi sem valdatæki hefur verið svo áhrifa- mikill, sem raun ber vitni. Þeir valdsmenn, sem stuðzt hafa við kenningar Marx, hvort sem það á svo eitthvað skylt við það sem hann sagði, hafi komið á fót einhverjum verstu ofbeldis- og -kúgunarríkjum í samanlagðri mannkynssögunni. Þannig er stjórn sovétanna í Rúss- landi, að því er virðist, töluvert verri og hörkuíegri, en stjórn keisaranna, og var hún þó ekki 'féleg. Upp- gangur rharxisma á 20. öldinni hefur ekki valdið öðm en að ásýnd aldarinnar hefur orðið mun ógeð- felldai-i en hún þó annars er vegna þeirra voðaverka, sem valdahafar í Sovétríkjunum og Kína hafa unnið á eigin þegnum. Þeir hafa ekki verið einir um það, en þeir hafa gert það með stórfelldari hætti en áður hefur þekkzt. Þeir sem gengið hafa harðast fram síðustu áratug- ina em þeir Stalín og Mao ásamt Hitler, sem ekki var marxisti, þótt þjóðemisjafnaðarstefnan sé skyld marxismanum. Þessi uppgangur marxisma hefur valdið því, að menn Lhiiium fijálsa fieimi-svokölluðum hafa gert sér betur grein fyrir því hve frelsið er brothættur hlutur, hve réttindi, sem fengizt hafa með langvinnri baráttu áratugum og öldum saman, verða auðveldlega frá mönnum tekin. Ein ástæða þess, að sett hefur að mörgum manninum nokkurn ugg, er, hve auðveldlega mikilsvirtir, upplýstir og skynsamir menn hafa látið blekkjast af fagurgala alræðis- ins, og það svo mjög að þeir sáu ekki augljósustu dæmi kúgunar, valdbeitingar og skipulagðra múg- morða. Fjöldamargir menn og kon- ur lögðu leið sína til Sovétríkjanna á fjórða áratuginum og rituðu um það dýrðaróða, þegar þau komu heim. Sömuleiðis lögðu margir land undir fot á sjöunda og áttunda ára- tugnum til Kína og Kúbu og Viet- nam og fluttu fáfróðum fagnaðarer- indið, þegar heim var komið. Nú síðustu árin virðist sagan vera að endurtaka sig í Nigaragua, sem virðist sífellt taka á sig skýrari mynd alræðisríkis. Einn þeirra manna, sem ritaði lofgjörðir um Sovétríkin á fjórða áratungum var Halldór Kiljan Lax- ness. Hann skrifaði tvær ferðabæk; ur um dvöl sína í Sovétríkjunum í austurvegi, sem út kom 1933 og Gerska ævintýrið, sem út kom 1938. Síðari bókin var endurútgefin fyrir tveimur árum, en nú fyrir þessi jól kom sú fyrri. Báðar eru þessar bækur merkar heimildir um höfundaverk Laxness, um-han&sem stjómmálarithöfund og þær segja líka heilmargt um stjórnmálaum- ræðu á íslandi á fjórða áratugnum. Af þessum ástæðum er það vel þess virði að fá þær út gefnar á ný. Og það er rétt að minna á þá staðreynd, sem öllum læsum íslend- ingum ætti að vera kunn, að Hall- dór gerði upp við þessar skoðanir sínar síðar á ævinni í þeirri merku bók Skáldatíma. Það er erfitt að gera sér í hugar- lund, hvernig lesendur árið 1933 hafa brugðizt við í austurvegi. En það virðist augljóst við fyrstu sýn, að ýmislegt úr þeirri bók hafi Hall- dór notað í sagnabálkinn Sjálfstætt fólk, sem hann var að semja á þessum árum. Peter Hallberg gerir nokkra grein fyrir því í fyrra bindi Húss skáldsins. Það er nefnt til dæmis andstæðan á milli einyrkjans og stórbóndans, hvernig hagsmunir þeirra hljóta að vera öndverðir, því ríkari, sem stórbóndinn yrði því fátækari yrði einyrkinn. En hvernig lítur þessi bók út nú rúmlega fímmtíu árum síðar? Hún kemur svolítið einkennilega fyrir sjónir. Það er bersýnilegt, að höf- undurinn hefur ekki legið yfir henni, eins og hann gefur til kynna með dagsetningum í bókinni. Bókinni má skipta í fernt. í fyrsta lagi er inngangur, sem nefndur er „Land byltíngarinnar í augsýn“. Næsti hluti nefnist „Frá ráðstjórnar- bændum“, sem er meginhluti bók- arinnar ásamt þeim þriðja, „Brot úr ferðasögu". Að síðustu er útvarps- erindi, sem flutt var 7. nóvember 1982 í Moskvu. Bókin er fremur leiðinleg aflestrar, sem er óvenju- legt um bók eftir Laxness, enda eru í hanni langar ívitnanir í ræður Stalíns og þýtt langt bréf, sem hann eða legátar hans hafa skrifað fyrir bændur til að lofa samyrkjuna á stórbúunum, þegar þeir eflaust vom annað hvort við það að falla úr hor eða rétt óskotnir af leynilögregl- unni. Ræðan fjallar um stíflubygg- ingu í Dnéprostroj. Á köflum er lofið broslegt. Og ég held, að það hljóti að hafa virkað þannig á íhug- ula lesendur á þeim tíma, sem bókin kom út. Fyrir þá, sem hafa lesið Fé- laga Napóleon eða Dýrabæ eftir Orwell, er bókin verulega eftirtekt- arverð, því að sjá má dæmi um flest það, sem Orwell hæðist að. Annað atriði, sem ég held að athugulir lesendur hljota að hafa leitt hugann að á sínum tíma við lestur bókarinnar er ákyeðin hræsni. Það eru höfð stór'órð um hlutskipti verkalýðs á Vesturlönd- um og óbærilegt atvinnuleysi og annað, sem því fylgdi. Á bls. 95 segir um þá, sem ekki skila fullum afköstum í Ráðstjómarríkjunum: „Ef þeir bæta ekki ráð sitt á kom- andi ári, þá fá þeir að leita sér uppi einhvern stað þar sem þeir geta feingið brauð sitt án þess að leggja nokkuð á móti.“ Þetta þýðir á mæltu máli, að þeir geti étið það sem úti frýs. Þetta var sjálfsagt og réttlætanlegt í Sovétríkjunum en fordæmanlegt á Vesturlöndum. Eitt af því, sem nefnt er til skýr- ingar á þessum ótrúlegu skoðunum og skilningsleysi á Sovétríkjunum er að ferðalangar eins og Halldór Tónleikar Tónlistarfélagsins: Gaman að kenna öðrum og fylgjast með framf örum þeirra - segir Halldór Haraldsson píanóleikari HALLDÓR Haraldsson píanóleikari heldur tónleika á vegum Tónlist- arfélagsins laugardaginn 11. janúar kl. 14:30 í Austurbæjarbíói. Um þessar mundir eru liðin 20 ár frá þvi Halldór lauk framhaldsnámi við Royal Academy of Music í London en burtfararprófi lauk hann frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1960. „Ég tók saman þátt í tónlistarlífí í Reykjavík, bæði sem einleikari og í kammertónlist eftir heimkomuna," sagði Halldór þegar hann var spurð- ur um það helsta sem á daga hans hefði drifíð á þessum 20 árum. „Nokkum veginn annað hvert ár hef ég leikið einleik með sinfóníu- hljómsveit íslands auk þess, sem ég hef farið í fjölmargar tónleikaferðir erlendis. Af þeim ferðum er kynn- ingarferð mín sem einleikara um Norðurlönd á vegum Nordisk Sol- istr&d hvað minnisstæðust. í þeirri ferð fékk ég tækifæri til að koma fram á tónleikum í höfuðborgum Norðurlanda og öðrum borgum auk þess sem ég kom fram í útvarpi og á árunum 1975 til 1980 ferðaðist ég vítt og breitt um Þýskaland með Reykjavíkur Ensemble. Þá var mér boðið af Edinborgarháskóla að koma og haldá tónleika á þeirra vegum í apríl síðastliðnum og kynnti ég þá íslenska píanótónlist og lék verk íslenskra tónskálda." Halldór fór snemma að leika sam- tíðartónlist og mörg íslensk sam- tímatónskáld hafa samið verk fyrir hann, sem hann hefur frumflutt. Kennsla' í píanóleik hefur verið stór þáttur í starfi Halldórs frá því að hann lauk námi og kenndi hann fyrstu árin bæði Tónmennta- skólann í Reykjavík eða til ársins 1970 og Tónlistaskólann í Reykja- vík. Frá Í1977 hefur hann verið yfírkennari við píanókennaradeild skólans. „Það er ekki síður gaman í þessu fagi að kenna öðrum og fylgjast með framförum þeirra og nokkrir mjög efnilegir ungir píanó- leikarar hafa. útskrifast frá mér á undnafomum árum,“ sagði Halldór. „Á þessum ámm hefur töluverður tími farið í félagsstörf hér heima og erlendis. Ég hef meðal annars tekið þátt í stoftiun Félags íslenskra tónlistarmanna og Félags íslenskra tónlistarkennara og ég er aðili að Evrópusambandi píanókennara og gegni ég formensku þar í íslands- deildinni. Ég hef kynnst mikið starfsfélögum mínum á Norður- löndunum og hef orðið þess var að allt tal um norræna samvinnu er meira í orði en á borði hvað tónlist- arlíf varðar og væri æskilegt að fleiri tónleikaferðir yrðu skipulagð- ar innan Norðurlandanna þar sem norrænir tónlistarmenn fengju tækifæri til að koma fram hjá frændþjóðum." Á síðustu ámm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.