Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1986 31 Haftyrfill. Ljósmyndari/Sigurgeir HAFTYRÐILL Sjaldséður gestur í Eyjum Hún Harpa fann þennan óvænta gest í Vestmannaeyj- um nú fyrir nokkrum dögum. í fyrstu hélt hún að þetta væri lunda- pysja en fljótt kom í ljós að það gat vart staðist, því þeir em á vappinu í ágúst. Kom á daginn að um Haftyrðil var að ræða, en hann er fremur sjaldséður í Eyjum. Haftyrðill er annars af svart- fuglsætt og einn af minnstu sjófugl- unum, á stærð við skógarþröst. Auðþekktur er hann á kubbslegu vaxtarlagi og mjög stuttum hálsi og nefi. einsog það kallaðist í gamla daga.“ — Þú hlaust bæði viðurkenn- ingu í fyrra og um þessi áramót fyrir verk þín á þessari sýningu. „Já, í fyrra hlaut ég brons fyrir tvö líkön, gamla Lagarfoss- inn og fyrir „Gullnu hindina." í ár nefnist sú viðurkenning sem ég hlaut „Very highly commended". Þátttakendur eru nálægt 700 talsins, flestir úr breska heims- veldinu en ein nig töluvert ann- ars staðar frá. Skilyrðið til að fá þátttökuheimild er svo að vera algjör áhugamaður í fag- inu.“ — Fæstu við annarskonar smíðar í tómstundum þínum? „Ég hef verið að smíða skart- gripi svona til að spara í jólagjaf- imar. Það er allt öðruvísi að vinna að þeim því fyrirmyndin er til af skipunum en hug- myndaflugið fær að ráða ferð- inni meira í skartgripasmíðinni. Ég á tvo góða vini kunnáttus- ama á þessu sviði sem em fúsir að segja mér til þegar mig rekur í vörðumar og hafa útvegað mér efni þegar þess hefur þurft.“ — Ertu að fást við eitthvað af þessu tagi núna? „Skipið er svo nýfarið út á sýninguna að ég er ekkert að dútla mér við sem stendur. Ef ég fer út í það að smíða annað skip á næstunni langar mjg að hafa það týnda gullskip- ið. Einu sinni kannaði ég hvort teikningar væm til af því en þá var einungis léleg mynd finnan- leg. Þannig að ekki veit ég hvemig það fer. En ég er ekki hættur að smíða, og alls ekki búinn að fá nóga útrás í þessu. COSPER Hvernig kanntu við nýju gullfiskatjörnina okkar, tengdó? Harpa með gestinn sjaldséða. Á gamlársdag var aðalvinningurinn afhentur. Á myndinni er vinn- ingshafinn, Erla ívarsdóttir, ásamt framkvæmdastjóra Styrktarfé- lags vangefinna, Tómasi Sturlaugssyni. Styrktarfélag Vangefinna Dregið í happdrætti A aðfangadag var dregið í happdrætti Styrktarfélags van- gefinna. Aðalvinningurinn, Subaru stat- ion 1800 GL, kom á miða númer 69008 og hlaut hann Erla ívars- dóttir. Annar vinningurinn, Mazda 323, kom á miða númer 66947 og fór hann í Rangárvallasýslu. Þriðji vinningurinn, bifreið að eigin vali upp á 340.000 krónur, kom á miða númer 52778 og fór sá norður á Sauðárkrók. Þá voru dregnir út sjö húsbúnað- arvinningar upp á 150.000 hver. Pjórir þeirra hafa þegar verið sóttir, en þrír komu á upp á óselda miða. Styrktarfélag vangefínna þakkar veittan stuðning. (Úr frcttatilkynningu - vinningB- númer birt án ábyrgðar.) Haraldur Kristjáns- son vígður til prestþjónustu BISKUP íslands vígpr Harald Kristjánsson cand. theol. til prestsstarfa nk. sunnudag í Dóm- kirkjunni kl. 11.00. Haraldur hefur verið ráðinn aðstoðar- prestur í tveimur söfnuðum, Víðistaðasókn og Garðasókn í Kjalarnesprófastsdæmi. Séra Bragi Friðriksson prófastur Kjalnesinga lýsir vígslu, en vígslu- vottar eru þeir séra Sigurður Helgi Guðmundsson, séra Gunnþór Inga- son, séra Sigurður Sigurðarson og séra Lárus Þorvaldur Guðmunds- son. Marteinn H. Friðriksson annast organleik óg stjómar Dómkómum. Haraldur Kristjánsson er 28 ára gamall frá Selfossi, sonur hjónanna Kristjáns Guðmundssonar og Guð- mundu Guðmundsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anuni á Laugarvatni 1977, en hóf guðfræðinám árið 1980 og lauk kandidatsprófi frá Guðfræðideild HÍ haustið 1985. Kona hans er Guðlaug Guðmundsdóttir, hjúkr- unamemi frá Bimustöðum á Skeið- um og eiga þau tvo syni. Haraldur verður í hálfu starfi hjá hvorum söfnuði um sig og mun vinna að hinum ýmsu þáttum safn- aðarstarfsins í samvinnu við sókn- arprestana, séra Braga Friðriksson í Garðasókn og séra Sigurð Helga Guðmundsson í Víðistaðasókn. Konur á vinnu- markaðinum ræða kjaramálin LAUGARDAGINN 11. janúar munu Samtök kvenna á vinnumark- aðnum halda fund til að ræða stefn- una í kjaramálum á Hótel Borg kl. 15.00. Samtök kvenna á vinnu- markaðnum hafa sett fram kröfur um 30.000 króna lágmarkslaun og óskertar dýrtíðarbætur mánaðar- lega. Frummælendur verða Bjam- fríður Leósdóttir og Bima Þórðar- dóttir. Fundarstjóri verður Elín G. Ólafsdóttir. raðauglýsingar Vesturlandskjördæmi Alþingismennirnir Friöjón Þóröarson og Valdimar Ind- riðason veröa til viötals á eftirgreind- um stööum sem hór segir: Friöjón Valdimar kl. 2-4 siödegis. kl. 5-7 síödegis. kl. 8.30-10 siödegis. kl. 3-5 síödegis. ki. 8.30-10. kl. 2-4 síödegls. kl. 8.30-10 síödegls. Mánudag 13. jan. 1988: Arnarstapa, Snæfellsnesi, Hellissandi, Röst, Ólafsvík, félagsheimilinu, Þriöjudag 14. jan. 1986: Grundarfirði, hreppsskrifstofunni, Stykkishólmi, hótelinu, Miövikudag 15. jan. 1986: Búöardal, félagsheimilinu, Borgarnesi, Sjálfstæöishúsinu,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.