Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR10. JANÚAR1986 Meta þarf aðstæður gaumgæfilega áður en afstaða er tekin — segir Þorsteinn Pálsson fjármála- ráðherra um samningsréttarkröfu Kennarasambands íslands Á FUNDI Kennarasambands ís- lands og fjármálaráðuneytisins sl. þriðjudag var fjallað um samningamál Kennarasam- bandsins. Fjármálaráðuneytið £ tók sér frest til að svara kröfum þeirra um samningsrétt. Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið að meta þyrfti aðstæður mjög gaumgæfílega áður en tekin væri endanleg afstaða, en jafnframt hafi verið lýst yfir á fundinum að fjár- málaráðuneytið vildi fyrir sitt leyti hraða niðurstöðum því hvorki væri gott fyrir ráðuneytið né Kennara- sambandið að málið væri of lengi í lausu lofti. Eftir fundinn var ákveðið að fé- lögum í Kennarasambandi íslands, sem starfa hjá ríkinu, verði greidd laun samkvæmt síðasta gildandi aðalkjarasamningi við BSRB meðan almennt er greitt samkvæmt þeim samningi svo og sérkjarasamningi við KÍ. Ef Kennarasambandið óskar þess mun fjármálaráðuneytið sjá um innheimtu á félagsgjöldum kennara um næstu mánaðamót eins og verið hefur, enda leggi KÍ fram nýja fé- lagaskrá. Einnig var ákveðið að fé sem ella hefði verið greitt í orlofs- heimilasjóð BSRB og starfsmennt- unarsjóð BSRB vegna kennara verði lagt inn á sérstakan biðreikn- ing. ^Ábyrgð á fjármálum og fjárhagsáætlun LÍN VEGNA umræðna og fréttaflutn- ings um málefni Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna (LÍN) teljum við undirritaðir óhjákvæmilegt, að eftirfarandi komi fram af okkar hálfu: 1. það er ótvírætt, að það er stjóm Lánasjóðsins en ekki fram- kvæmdastjórinn, sem ber ábyrgð á 5 fjármálum og fjárhagsáætlunum LÍN. Dr. Ragnar Amarson, aðalfulltrúi í stjóm LIN. Dr. Einar Valur Ingimundarson, varafulltrúi í stjóm LÍN. Þeir Ragnar og Einar Valur voru skipaðir í störf sín á vegum LÍN af Ragnari Amalds, fjármálaráð- herra Alþýðubandalagsins, fyrir stjómarskipti 1988 Nemendur sem útskrifuðust frá Fjölbrautaskóla Akraness á haustönn 1985 ásamt skólameistara, Þóri Ólafssyni. Tólf stúdentar út- skrifaðir á Akranesi Akranesi. 8. janúar. SKÓLASLIT Fjölbrautaskólans á Akranesi á haustönn 1985 fóru fram föstudaginn 20. desember. Þá voru brautskráðir 25 nemend- ur fráskólanum. 12 nemendur luku stúdentsprófi, 9 nemendur brautskráðust af tæknisviði, þar af voru 6 nemendur er luku prófum frá verk- námsdeildum skólans. Einn nemandi brautskráðist af fiskvinnslu- braut og 3 af tveggja ára bóknámsbrautum. í ræðu Þóris Ólafssonar skóla- meistara kom fram að liðlega 700 nemendur hófu nám við skólann í haust í dagskóla og öldungadeild framhaldsskólans og í '9. bekk grunnskóla sem er til húsa í fjöl- brautaskólanum þrátt fyrir mikil þrengsli í skólanum. Alls störfuðu 48 kennarar við skólann á haust- önn. Aðsókn utanbæjamemenda að skólanum var mikil í haust og voru 3 umsóknir um hvert pláss sem skólinn hefur á heimavistum. Fjölmargir nemendur búa í leigu- húsnæði í bænum meðan þeir dvelja á Akranesi við nám. Dag- legur akstur til skólans er fyrir nemendur sem búsettir eru í Borgamesi. Mikil þörf er fyrir aukið hús- rými við skólann og er unnið að frágangi við heimavistarbyggingu en framkvæmdin hefur tafist mjög vegna fjárskorts til mikils óhagræðis fyrir þá fjölmörgu aðkomunemendur er til skólans leita á hvetju ári. Fjölbrautaskólinn á Akranesi fékk í haust leyfi menntamála- ráðuneytisins til að starfrækja námsbraut í rafeindavirkjun og mun kennsla í þeirri iðn hefjast við skólann á haustönn 1986. J.G. Um þetta eru skýlaus ákvæði í lögum um námslán og námsstyrki (1. nr. 72/1982). í 5. gr. þeirra laga stendur eftirfamdi: „Hlutverk stjómar sjóðsins er: „ . . .“3. Að annast íjármál sjóðsins oggerð fjárhagsáætlana." Verksvið framkvæmdastjóra er hins vegar skýrgreint í 9. gr. reglu- gerðar um námslán og námsstyrki með eftirfarandi hætti: „Hann (þ.e. framkvæmdastjórinn (innsk. undirritaðir) hefur yfirum- sjón með öllum rekstri sjóðsins í umboði stjómar og ráðherra." Þessi ákvæði sýna svo ekki verð- ur um villst, að hvað meinta van- rækslu í áætlanagerð LÍN snertir, er einungis við stjóm LÍN að sakast. 2. Framkvæmdastjóri Lánasjóðs- ins hefur, að okkar mati, rækt starf sitt á undanfömum árum af trú- mennsku og alúð við afar erfíðar aðstæður. Okkur er ókunnugt um nokkuð það, sem réttlætt getur brottvikningu hans úr starfi. 3. Við höfum á hinn bóginn mikla fyrirvara vegna þátts meirihluta stjómar LÍN, ekki síst starfandi formanns hennar, í þessu máli. Munum við taka þá hlið málsins upp á viðeigandi vettvangi. 7. janúar, 1986. Slökkvistöðin í Reykjavík: Aldrei fleiri útköll en 1985 — sjúkrafliitningum fækkaði lítilsháttar ALDREI hafa verið fleiri útköll á einu ári hjá slökkvistöðinni í Reykjavík en á árinu 1985. Flest voru þau áður 534 árið 1965. Árið 1985 var fjöldi útkalla 581 talsins og árið 1984 voru útköll 447 tals- ins. Fjölgun útkalla þessarra tveggja ára stafar m.a. af viðvörunar- kerfum sem stöðugt verða fleiri í notkun. Hjá Slökkviliðinu í Reykjavík voru staðnar 530 öryggisvaktir á árinu víðsvegar um borgina. Bruna- verðir fóru 29 kynnisferðir í stofn- anir og fyrirtæki á eldvamarsvæði Slökkvistöðvarinnar. 1005 börn komu í heimsókn þar sem þeim Þá hafa einnig verið talin til út- kalla öll aðstoð slökkviliðs þar sem ekki var um eldsvoða að ræða, svo sem efnaleki, vatnsleki, losun úr bílflökum o.s.frv. Fjölgun útkalla þar sem slökkva þurfti eld var frá 246 árið 1984 í 377 árið 1985, þar af vom 30 sinueldar á gamlársdag. Fækkun varð á sjúkraflutningum í 10.096, vom 10.698 árið 1984. Annars hefur fyöldi sjúkraflutninga haldist svo til óbreyttur allt frá ár- inu 1973 eða rúmlega 10.000 á ári. Þijú meiriháttar bmnatjón urðu á árinu 1985: á Skemmuvegi 8, Smiðjuvegi 1 og bamaheimilinu Sólbrekku Seltjamamesi. Enginn fórst í eldsvoða árið 1985 fremur en 1984. vom kynnt gmndvallaratriði í eid- vömum og níu unglingar komu á Slökkvistöðina í sambandi við starfskynningu skólanna. Haldin vom 15 námskeið fyrir starfsmenn stöðvarinnar og aðra aðila á árinu. Eldvamarskoðanir eldvamaeftir- lits vom 3.250 á árinu. Auk þess vom haldnar 107 kennslu- og slökkviæfíngar með 1.609 starfs- mönnum stofnana og fyrirtækja á eldvamasvæði Slökkvistöðvar Reykjavíkur. Mímir, félag stúdenta í íslenzkum fræðum: Mótmælir veitingu lektors- stöðu í íslenzkum bókmenntum MORGUNBLAÐINU barst í gær svohljóðandi ályktun frá Mími, félagi stúdenta í íslenskum fræð- Prófkjör í Mosfells- sveit í byrjun febrúar PRÓFKJÖR um val frambjóð- enda Sjálfstæðisflokksins í Mos- fellssveit við næstu sveitarstjórn- arkosningar fer fram 8. febrúar. „Fundurum vímuefni LAUGARDAGINN 11. janúar halda samtökin „Ár heilbrigðis og bindindis" almennan fund um vímu- efni í Tónabæ. Fmmmælendur verða Ólafur Ólafsson, landlæknir, séra Jón Bjarman og Guðsteinn Þengilsson, læknir. Fundurinn hefst kl. 14. Framboðum á að skila til for- manns kjörnefndar Þórarins Jónssonar fyrir fimmtudaginn 16. janúar. FVambjóðendur þurfa að vera flokksbundnir og þarf að liggja fyrir skriflegt samþykki þeirra um að þeir gefi kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendur þurfa að vera kjör- gengir í næstu sveitarstjómarkosn- ingum. Að hveiju framboði þurfa að standa tuttugu flokksbundnir sjálfstæðismenn, búsettir í Mos- fellssveit, en enginn flokksmaður getur þó staðið að fleiri framboðum en §ómm. Framboðum á að skila til formanns kjömefndar Þórarins Jónssonar ekki síðar en fyrir hádegi fimmtudaginn 16. janúar. „Stjóm Mímis, félags stúdenta í íslenskum fræðum, mótmælir harð- lega vinnubrögðum menntamála- ráðherra við veitingu stöðu lektors í íslenskum bókmenntum við Heim- spekideild Háskóla íslands. Það er ekki einasta að ákvörðun ráðherra gangi á skjön við álit dóm- nefndar heldur gengur hún og þvert á vilja deildarinnar, og er móðgun og vanvirðing við Heimspekideild og sjálfstæði Háskóla íslands. Benda má á að sérsvið Helgu Kress, kvennabókmenntir, hefur verið mjög vanrækt í kennslu og rannsóknum við íslenskudeild Há- skólans og því gafst kærkomið tækifæri til að ráða bót þar á. Stjóm Mímis vefengir ekki vald ráðherra en telur hann ekki hafa sett fram gild rök fyrir þeirri ákvörðun sinni að hundsa vilja þeirra sem fyallað hafa um málið á faglegum grundvelli. Við efum að það sé íslenskum fræðum eða Há- skóla íslands til ffamdráttar að skerða sjálfstæði hans á þennan hátt.“ Félag stúdenta í heimspekideild: LIN sé tryggt fjármagn MORGUNBLAÐINU barst í gær svohljóðandi fréttatilkynning frá Félagi stúdenta í heimspekideild Háskóla íslands. „Stjóm og trúnaðarmenn Félags stúdenta í heimspekideild lýsa sig andvíg öllum hugmyndum um nið- urskurð á námslánum og þar með afnám þess jafnréttis sem Lána- sjóður íslenskra námsmanna er ætlað að stuðla að. Þess er krafist að menntamálaráðherra tryggi LÍN það fé sem nauðsynlegt er til þess að sjóðurinn geti staðið við skuld- bindingar sínar gagnvart náms- mönnum." Kolbrún Lóa Björg Berglind Gestsdóttir Grétarsdóttir Leiðrétting ÞAU mistök urðu i frétt Morgun- blaðsins 24. desember siðastlið- inn um fjölskyldutónleika ís- lenzku hljómsveitarinnar um áramót, að nöfn undir myndum tveggja ungra einleikara víxluð- ust. Morgunblaðið biðst velvirð- ingar á þessum mistökum um leið og það leiðréttir þau. Einleikararnir ungu, sem hér um ræðir eru Lóa Björg Gestsdóttir og Kolbrún Berglind Grétarsdóttir. Morgunblaðið birtir því að nýju myndir af stúlkunum tveimur með réttum nöfnum. Þriðji ungi einleik- arinn með hljómsveitinni var Þór- oddur Bjarnason, en rétt nafn fylgdi myndinni af honum. ÁTVR á Akureyri: Breytingar fyrirhugaðar Akureyri, 8. janúar. ÁFENGIS- og tóbaksverslun ríkis- ins hefur sótt um leyfi til að byggja við hús fyrirtækisins við Hólabraut á Akureyri. Fyrirhugað er að stækka vöruhurð á vesturhlið, bijóta niður úr glugga nyrst á vesturhlið og setja í vöruhurð, loka tveimur gluggum á fyrstu hæð austurhliðar og breyta fyrirkomu- lagi verslunar og vörugeymslu. Þó er ekki ráðgert að taka upp svokall- aða „sjálfsafgreiðslu". Forráða- menn ÁTVR vilja fá að byggja við suðurhlið hússins, stækka verslun- ina sem nemur skoti á hlið hússins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.