Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR10. JANÚAR1986 Sviss VIÐIR Nú er hver að verða síðastur. . . Eigum ennþá lambakjöt í Vi skrokkum á AÐEINS 174 .80 pr.kg. 20% AFSLATTUR á öllu lambakjöti Kynnum í Mjóddinni: VÍÐIS ÍS meö niöursoönum ávöxtum Uppskrift fyigir- Don Pedro kaffi meö konfekti. Konfekt 400 g aðeins 199-00 Sykursnauða ALDIN ávaxtagrauta, iaröarberja, aprtkosu, sveskju. VÍÐIS Lambakjötsrétt Uppáhald kokksins. Uppskrift fylgir- Hiðursoðnir ávextir: Blandaðir Jarðarber Ferskjur ávextir^Q.oo ^TQ .80 CQ.00 / Zr Vidós / Jr Vi dós Vidós Aprikósur Perur Ferskjur Ananas CQ.00 /^Q.OO £C\M ^J^Vidós \3^V\dós A/"TV2dós Vr^ri Læri Kryddlegnar Hryggur lærisssneiðar Frampartur Stroganoff Kótilettur Hakk Lærissneiöar Fyllt læri Smásteik Úrbeinað læri Gúllas Ávaxtafyllt læri 1 Snitsel File 1 Lambageiri Mörbráð 1 Karbónaði Beinlausir fuglar Buff Mínútusteik 1 Beikon bauti Innra læri 1 Paprikubuff Hamborgarar Vidós Opið til kl.20 í Mjóddinni en til kl. 19 í Starmýri og Austurstræti. Vilja burt tékkn- eskan sendimann Bern, Sviss, 9. janúar. AP. SVISSNESKA stjómin fyrirskip- aði í dag stjómvöldum í Tékkó- slóvakíu að kalla heim starfs- mann í tékkneska sendiráðinu í Bera. Er hann sagður hafa njósn- að um tékkneska innflytjendur í Sviss um nokkurra ára skeið. Embætti alríkissaksóknarans í Sviss segist hafa sönnunargögn í höndum um að sendiráðsmaður- inn hafi njósnað fyrir tékknesku leyniþj ónustuna. Maðurinn kallaði landflótta Tékka, suma þeirra svissneska ríkis- borgara, á sinn fund í sendiráðinu og spurði þá persónulegra spum- inga, m.a. varðandi flótta þeirra frá Tékkóslóvakíu, fjölskyldu og vinnu, svo og um þátttöku þeirra í samtök- um tékkneskra innflytjenda, sagði í yfírlýsingu saksóknaraembættisins. Svissneska utanríkisráðuneytið hefur sent tékknesku stjóminni formleg mótmæli vegna þessa máls og krafíst þess, að maðurinn verði kallaður heim. A síðasta ári kröfðust svissnesk stjómvöld heimköllunar tveggja sendiráðsmanna Austur-Evrópu- ríkja. Annar þeirra var Sovétmaður, hinn Búlgari. Indland: Leggja fé til höf- uðs mannskæðum fíl Nýju Delhi, Indlandi, 9. janúar. AP. YFIRVÖLD í ríkinu Meghalaya á Norðaustur-Indlandi heita nú verðlaunum hverjum þeim, sem drepur fU nokkurn, er át fimm manns á síðasta ári, að því er indverska fréttastofan UNI greindi frá i dag. Fréttastofan hefur eftir embætt- ismanni, sem annast málefni villtra dýra, að fíllinn hafí gætt sér á „holdi og blóði" mannanna fímm. I fréttinni segir, að sérfræðingar séu nú að reyna að komast að því, hvers vegna dýrið hafí gerst kjöt- æta, af því að fflar nærast venjulega aðeins á plöntum, grasi og öðrum gróðri. Dýrið hefur valdið mikilli hræðslu í 10 þorpum í ríkinu Meghalaya, sem liggur að Bangladesh. Hefur fíllinn hvað eftir annað komið á fullri ferð út úr þéttum skógarsvæð- um og brotið heilu íbúðarhúsin í spað, að sögn fréttastofunnar. Yfirvöld í ríkinu hafa heitið veiði- mönnum 2000 rúpía (um 7600 kr.) verðlaunum fyrir að drepa skað- valdinn. Talið er, að 16.000-22.000 villtir fílar séu í Indlandi, þar af um helmingur í norðausturhluta landsins. Israel: Taka þátt í geim- varnarannsóknum Tel Aviv, 9. janúar. AP. ÍSRAELAR ætla að taka þátt í geimvaraaáætlunum Banda- ríkjamanna og er búist við að þeir tilkynni það mjög bráðlega. Hefur AP-fréttastofan þetta eft- ir áreiðanlegum heimildum. Bandaríkjastjórn hefur boðið 17 þjóðum að taka þátt í rannsóknum á geimvömum og er þar um að ræða flestar bandalagsþjóðir henn- ar í Atlantshafsbandalaginu, ísra- ela, Japani og Ástrali. Stjómarand- staðan í ísrael er andvíg þátttöku í geimvamarannsóknunum og hafa sumir á orði að hún kunni að spilla sambúð ísraela og Sovétmanna. ísraelsstjóm og aðrir sem ætla að taka þátt í geimvamarannsókn- unum hafa í raun ekki mikinn áhuga á sjálfu vamarkerfínu sjálfu, heldur þeirri miklu tækni og tækni- þekkingu, sem beitt er við rann- sóknimar. Bandaríkin: Lét loka fyrir hit- ann og fraus í hel Washington, 9. janúar. AP. 89 ÁRA gamall einbúi, sem hafði látið Ioka fyrir hitann hjá sér, fannst látinn í rúmi sínu á gamlársdag, að þvi er lögreglan sagði í gær, og hafði hann frosið í hel. I svo sem seilingarfjar- lægð frá rúminu fundust úttroðnir kassar með um 200.000 dollurum í reiðufé. Hús mannsins, þriggja hæða steinhús, er metið á hálfa milljón dollara. Joseph Heer, en svo hét gamli maðurinn, hafði verið látinn í „að minnsta kosti nokkra daga“, þegar lík hans fannst í ísköldu húsinu. „Ég get fullvissað ykkur um, að það var kalt þama inni; mér þótti a.m.k. nóg um,“ sagði lík- skoðarinn, Farrell Jackson. „Eg fór inn í húsið yfírhafnarlaus, en varð að fara út til að ná í frakkann minn.“ í húsinu var aðeins ein ljósa- pera, en enginn munaður á borð við sjónvarp eða útvarp. Að sögn Jacksons átti Heer enga nákomna ættingja. Að hans eigin kröfu var lokað fyrir gashitun hússins fyrir tveim- ur árum. Rafmagnsofn, sem var í stofunni, þar sem líkið fannst, var ekki í sambandi. Lögreglan fann peningana, sem fyrr var frá greint. Hafði Heer faiið þá í ólæstum peningaskáp og í stálkössum, sem hann hafði komið fyrir undir rúmi sínu og borði við hliðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.