Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUÐAGUR 10. JANÚAR1986 21 iláðslj óm Halldór Laxness hafi verið leyndir öllum göllum og ávirðingum þessa kerfis, eins og vikið er að í formála þessarar bókar. En sú skýring er haldlítil, því að á þessum tíma birtust frásagnir eftir vestræna menn, senm höfðu dvalið í Ráðstjómarríkjunum, þar sem sagt var rétt og satt frá því, sem var að gerast. Malcolm Mugger- idge, þekktur brezkur höfundur, var á þeim tíma, sem Halldór var í Ráðstjórnarríkjunum, blaðamaður Manchester Guardian þar. Blaðið hafði verið heldur hliðhollt Sovét- mönnum. Muggeridge sjálfur hafði verið sósíalisti. Hann ákvað að kanna sannleiksgildi þeirra lausa- fregna, sem hann hafði heyrt í Moskvu, um hungursneyð í sveitum Rússlands. Hann bað því rússn- eskan kunningja sinn að útvega sér miða til að ferðast innanlands til þess að þurfa ekki að vera í fylgd oþinbers túlks. Hann fór til Rostov í lest og fór af henni við og við til að sjá með eigin augum ástandið. Hann segir: „Það, sem ég sá, var ógleymanlega skelfilegt — tóm þorp, örvæntingarfull, hundmð andlita alls staðar, órækta akra, bændur, sem var hlaðið inni í vöm- lestir vegna þess að þeir vom taldir kúlakkar (sveitaburgeisar eins og þeir em nefndir í I austurvegi) á leið í þrælkunarbúðir í Síberíu, í Gulag eyjahaf Solsénitsins. Ég átt- aði mig á því, að það, sem ég sá var alls ekki hungursneyð, heldur stríð við bændurna og alger eyði- legging á landbúnaði í fijósömustu hémðum Evrópu." Þetta skrifar Muggeridge 50 ámm síðar, þegar hann minntist þessara greina, sem urðu víðfrægar. Upplýsingarnar voru fyrir hendi á þessum tíma. Menn eins og Halldór neituðu hins vegar, að þær væm sannar. Það em því aðrar ástæður til þess, að menn tóku trú á Sovétríkin en skortur á upplýsingum. I formála þessarar útgáfu er vitnað í Skáldatíma og það, sem sagt er þar um I austurvegi: „Þegarég fletti nú upp í ferðakveri mínu úr Rússlandi 1932, í Austur- vegfi lítur út fyrir að ég hafí heldur en ekki farið í geitarhús ullar að leita í landi byltíngarinnar, ef von mín hefur verið sú að þar mundi ég sjá sælu bænda fullkomna... Ég sá ekki aðra bændur á ferð minni í Rússlandi en þessar þrjátíu millj- ónir sem höfðu floSnáð upp af jörð- um sínum og tróðu nú marvaðann í stórborgunum mestan part, með pinklana sína á bakinu." Ég hygg, að það fari fleiri lesendum þessarar bókar þannig að spyija: Hvers vegna sagðirðu það ekki 1932 í stað þess að skrifa lofgjörð um Stalín og verk hans? Þessa lýsingu er ómögulegt að lesa út úr í bókinni í austurvegi. og það er töluverður munur á ártölunum 1932 og 1963. Höfundur er menntaskólakennari á Akureyri. Hann ritar regluiega um bækur í Morgunblaðið. Halldór Haraldsson píanóleikari. Morgunblaðid/Gmilía hefur Halldór haldið píanótónleika hér heima og erlendis með Gísla Magnússyni píanóleikara þar sem leikin hafa verið verk fyrir tvö píanó og hafa þeir m.a. komið fram á ráðstefnu Evrópusambands píanó- kennara í London. Á efnisskrá tónleikanna á laugar- daginn, sem jafnframt eru fjórðu tónleikanir fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins á þessum starfs- vetri, er Sónata í f-moll, Appassion- ata eftir Beethoven, tvö Scherzi, nr. 1 og 3, eftir Chopin, Funerailles, Konsertetýða nr. 2 og tvær Etude d’Exécution transcendante, nr. 10 og 11, eftir Liszt og Sónata (1926) eftir Bartók. Miðar á tónleikana fást í Bókabúð Sigfúsar Eymunds- sonar, Lárusar Blöndal og í ístóni. Bretland: AF ERLENDUM VETTVANGI eftir MAGNÚS SIGURÐSSON Uppnám vegna af- sagnar Heseltines AFSÖGN brezka varnarmálaráðherrans, Michael Heseltines, hefur vakið mikið uppnám í brezkum stjórnmálum. Afsögnin kemur þó ekki á óvart. Deilan innan ríkisstjórnarinnar um fram- tíð Westland-þyrlufyrirtækisins hefur sett æ meiri svip á stjórn- mál þar í landi að undanförnu, Ljóst var, að mikill ágreiningur ríkti milli Heseltines og Margaret Thatcher forsætisráðherra vegna málsins. Var talið víst, að hann hefði hugleitt þann mögu- leika að segja af sér og hún að vikja honum úr stjórn sinni. yrirfram hefði vart nokkur maður spáð því, að mál Westland-fyrirtækisins ætti eftir að fá þá þýðingu og nú er komið á daginn. Fyrirtækið stendur frammi fyrir gjaldþroti og það, sem deilt er um, er fyrst og fremst, hvort brezka stjórnin eigi að hlaupa undir bagga og bjarga því eða láta það lönd og leið og leyfa því að fara á höfuðið. Heseltine hefur opinberlega tekið afstöðu með fyrirtækinu og barizt ákaft fyrir því, að stjómin forði því frá gjaldþroti. Thatcher heldur því aftur á móti fram í samræmi við stefnu sína, að ríkis- valdið eigi ekki að skipta sér af fyrirtækinu. Það sé eigenda fyrir- tækisins að leysa þetta mál og takizt það ekki, þá verði það ekki heldur gert með forsjá ríkisins. _ Ef brezka stjómin lætur West- land sigla sinn sjó, em allar horfur á, að bandarískt og ítalskt fyrir- tæki gerist eignaraðilar að fyrir- tækinu og nái þar undirtökunum, vegna þess hve það stendur tæpt. Slíkt er mörgum áhrifamönnum í Bretlandi mjög á móti skapi. Westland á sér hefð í brezku atvinnulífí og það er eina þyrlu- verksmiðjan í landinu. Sem vam- armálaráðherra hefur Heseltine því talið sig hafa gild rök fyrir því að bjarga fyrirtækinu, því að ófært sé, að Bretar verði háðir erlendum aðilum um kaup á jafn mikilvægum nútímavopnum og herþyrlum. Fleira býr að baki En það er fleira, sem býr að baki en framtíð Westlands. Stuðn- ingsmenn Thatcher halda því fram, að Heseltine hafí magnað þessa deilu úr hófí fram í því skyni einu að auka pólitískan framgang sinn. Vinsældir hans á meðal stuðningsmanna íhaldsflokksins almennt em viðurkenndar af öll- um - ekki sízt af Thatcher sjálfri. Nú fínnst mörgum hins vegar, að hann hafa gengið svo langt að storka henni og það jafnvel í þeim tilgangi að fá það fram, hvort hún þyrði að setja honum stólinn fyrir dymar. Það gæti gert hann að aðalkeppinaut hennar um forystu í íhaldsflokknum í framtíðinni og ýtt þannig öðrum mönnum, sem þar koma til álita eins og Peter Walker orkumálaráðherra, til hlið- ar. Persónulega hefur Heseltine ekki gagnrýnt Thatcher í þessu máli heldur aðallega Leon Brittan iðnaðarráðherra. Hann hefur þó nákvæmlega sömu afstöðu í mál- inu og Thatcher og því hefur gagnrýni á hann verið túlkuð sem gagnrýni á forsætisráðherrann sjálfan. Hinn 9. desember sl. var hald- Michael Heseltine inn fundur, þar sem viðstaddir voru þeir ráðherrar brezku stjóm- arinnar, sem mestu ráða á sviði efnahagsmála og vamarmála, en auk þess tveir utanaðkomandi menn, þeir Sir John Cuckney, stjómarformaður í Westland og Marcus Agius, helzti fjármálasér- fræðingur fyrirtækisins. ..Þar gerðu þau Thatcher og Brittan það ljóst, að stjórn og hluthafar í Westland yrðu að ráða fram úr erfiðleikum fyrirtækisins, þó að það yrði ekki gert á annan veg en með eignaraðild banda- ríska þyrlufyrirtækisins Sikorsky og Fíat-verksmiðjanna á Ítalíu. Skoðun þeirra Thatchers og Brittans var sú, að málið skipti engu höfuðmáli fyrir vamir Bret- lands né heldur væm neinir stór- felldir brezkir viðskiptahagsmunir í hættu, þó að Westland tengdist Sikorsky-fyrirtækinu nánar í framtíðinni. Tengsl milii fyrir- tækjanna hefðu hvort sem væri komizt á fyrir löngu. Heseltine taldi aftur á móti, að með þessu væri stigið stórt skref í þá átt, að Bandaríkjamenn yrðu alls ráðandi í brezkum hátækni- iðnaði. Öll sú tækniþekking, sem Westland hefði náð að skapa í starfsemi sinni, félli fyrirhaftiar- laust í hendur Sikorsky-verk- smiðjunni, sem er dótturfyrirtæki risasamsteypunnar United Tech- nologies, er framleiðir mikið af vélum og tæknibúnaði í flugvélar. Þá væri það vitað, að Líbýustjóm ætti hlut í ítölsku Fíat-verksmiðj- unum. Þanniggætu brezk hemað- ar- og tæknileyndarmál fallið í hendur Líbýumönnum, sem forð- ast bæri í lengstu lög. Nýtt kauptilboð Af þessum sökum gerðist Hes- eltine ákafur talsmaður þeirrar hugmjmdar, að þijú fyrirtæki í Vestur-Evrópu, það er Aérospat- iale í Frakklandi, Messerschmitt- Bölkow-Blohm í Vestur-Þýzka- landi, Agusta á Italíu sameinuðust ásamt British Aerospace um nýtt kauptilboð í Westland. Þessu var fylgt eftir með hörðum árásum á Sikorsky-fyrirtækið og hvassri gagnrýni á Leon Brittan og vom það einkum nánir samheijar og stuðningsmenn Heseltines, sem að því stóðu. Sjálfur gætti hann þess, að láta ekki of mikið á sér bera. I Neðri málstofunni spunnust út af þessu miklar umrseður og beindu stuðningsmenn Heseltines spjótum sínum fyrst og fremst gegn Brittan, en voru sparari í gagniýni sinni á Thatcher. Svo langtrvár gengið í þessum innan- flokksdeilum íhaldsmanna á þingi, að þess voru dæmi, að öskureiðir ráðherrar læsu upp heilu kaflana úr leyndarskjölum á sviði vamarmála í áheym frétta- manna. Enn virðast allar líkur vera á því, að Sikorsky kaupi Westland. Fari svo, þá er Heseltine kominn í klípu. Enda þótt margir þing- menn íhaldsflokksins hafi stutt hann í baráttu hans gegn þvf, að Westland gangi í greipar banda- rískum hátækniiðnaði, þá vilja þeir ekki, að hann segi af sér sökum þess og að málið verði þannig enn afdrifaríkara deiluefni innan stjómarinnar og flokksins en það er þegar orðið. Þeir virða Heseltine fyrir sjálf- stæða og einarða afstöðu hans, en það þýðir þó ekki það sama og að þeir muni styðja hann gegn Thatcher, nú þegar hann hefur gert alvöru úr dulbúnum hótunum sínum um að segja af sér, verði ekki farið að óskum hans varðandi framtíð Westlands. Sem óbreyttur þingmaður íhaldsflokksins á Heseitine eftir að halda uppi harðri gagntýni á Thatcher og stefnu hennar, bæði til réttlætingar á afsögn sinni en ekki síður í þeim tilgangi að vekja efasemdir um hæfíleika hennar sem stjómarleiðtoga. Þar verður hann Thatcher miklu hættulegri en fyrri ráð- herrar, sem orðið hafa að víkja úr stjóm hennar eins og Francis Pym. Peter Walker, sem til þessa hefur farið sínar eigin leiðir og talið stöðu sína innan brezku stjómarinnar mjög sterka, gæti séð sig tilneyddan til þess að fara úr stjórninni, svo að hánn yrði einfaldlega ekki skilinn eftir í baráttunni um forystuna í íhalds- flokknum. Afsögn Heseltines er mikill hnekkir fyrir Thatcher. Hún end- urskipulagði stjóm sína síðastliðið sumar í því skyni að blása í hana nýjum þrótti og auka henni vin- sældir. í stað þess hefur það komið á daginn, að deilur innan stjómarinnar hafa dregið úr henni þrótt og spillt áliti hennar. Mörg- um stuðningsmönnum hennar fínnst þó hvað verst, að vel hefði mátt koma í veg fyrir þessar deilur. (Heimildir: The Economist og The Times.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.