Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR10. JANÚAR1986 Hitt Leikhúsið: Morgunblaðið/Bj ami Leikendurnir sjö í „Rauð- hóla-Ransí“. Frá vinstri í efri röð eru: Leifur Hauksson, Edda Heiðrún Bachmann og Andri Orn Clausen. Neðri röð frá vinstri: Edda Björgvnis- dóttir, Kolbrún Halldórs- dóttir, Kristín Kristjáns- dóttir og Guðjón Peder- sen. „Rauðhóla-Ransí“ frumsýnd í næstu viku HITT leikhúsið hyggst frumsýna leikritið „Rauðhóla-Ransí“ 17. janúar nk. í Gamla bíói. Verkið er eftir breskan höfund, Claire Luckham og nefnist á frummálinu „Trafford Tanzie“. Hún skrifaði leikinn árið 1976 upprunalega en endurbætti hann árið 1978 og hefur verkið verið sýnt víðsvegar um heim á undanförnum árum við góðar undirtektir áhorfenda. A sl. ári var það sýnt á fjórum stöðum á Norðurlöndunum, marg- sinnis hefur það verið sett upp í Bretlandi og í Bandaríkjun- um. M.a. lék söngkonan Debbie Harry aðalhlutverkið í New York fyrir nokkrum árum. í kynningu á verkinu segir m.a. „í Rauðhóla-Ransí er léttUr leikur fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Mikill dans, söngur og spaug er í leiknum, en annars gerist hann í glímuhring þar sem uppvaxtarárum stúlku einnar er líst. Hún var svo óheppin að fæðast stúlkubam á sama tíma og foreldrar hennar höfðu þráð sveinbam. Stúlkan þarf að takast á við hinar ýmsu glímur í lífí sínu — fyrst við móður sína og föður, þá við vinkonuna, skólasálfræðing- in, kærastan o.s.frv." Leikstjóri „Rauðhóla-Ransíar" er Páll Baldvin Baldvinsson, sem einn- ig var leikstjóri „Litlu hryllings- búðarinnar“. Leikendur em sjö tals- lenskum aðstæðum og elst Ransí, sú íslenska, upp í sumarbústað við Rauðhóla. Æfíngar hafa verið strangar, að sögn leikara, og hefur verið byrjað á degi hverjum í heilsu- og líkamsræktarsal þar sem þrek leikara hefur verið þjálfað og dans- ar æfðir. ins. Aðalhlutverkið leikur Edda Heiðrún Bachmann og aðrir eru: Edda Björgvinsdóttir, Kristín Kristjánsdóttir, Guðjón Pedersen, Andri Öm Clausen, Leifur Hauks- son og Kolbrún Halldórsdóttir. Dansarar og sviðshreyfingar eru í höndum Sóleyjar Jóhannsdóttur og tónlist útsetti Jakob Magnússon. Mikil átök fara fram á sviði og voru tveir Bretar fengnir til að þjálfa leikarana upp í svokallaðri fangbragðaglímu (wrestling) en þeir hafa þá atvinnu að vera stað- genglar leikara í ýmsum áhættuat- riðum. Þeir heita Cliff Twemlow og Brian Wete. Æfíngar hófust í byijun nóvem- ber sl. Leikurinn er aðlagaður ís- Edda Heiðrún og Edda Björgvinsdóttir taka hér sýnishorn af fangbragða- glimu (wrestling) fyrir ljósmyndara Morgunblaðsins. Skákmótið í Hastings: Góður árangur Margeirs Formanek tapaði fyrstu 8 skákunum Skák Bragi Kristjánsson NÚ líður að lokum skákmótsins í Hastings, en þijár umferðir eru ótefldar, þegar þetta er ritað. Margeir Pétursson hefur örugga forystu á mótinu með 8 vinninga af 10 mögulegum. Hann byrjaði rólega, gerði jafn- tefli í tveim fyrstu skákunum, en tók síðan 6 Va v. í næstu sjö skákum. Eftir þann einstæða árangur eru sterkar likur á því, að hann nái stórmeistarat- itli á mótinu, en til þess þarf hann 9 '/z vinning. Margeir hefur ekkert teflt síðan á millisvæðamótinu í Sviss fyrir sex mánuðum og glæsileg frammistaða hans kemur því þægilega á óvart. Hann teflir af sínum gamla sigurvilja og hörku . og er vel að árangri sínum kom- inn. í öðru sæti er ísraelski al- þjóðameistarinn, Alon Greenfeld. Hann er skákmeistari ísraels og binda landar hans miklar vonir við hann. í þriðja sæti kemur Watson frá Englandi. Frammi- staða hans kemur á óvart, en hann tapaði sinni fyrstu skák í 9. umferð og eftir er að sjá, hvemig hann bregst við því. I 4.-6. sæti eru Mikhailschisin (Sovétr.), Conquest (Engl.) og Braga (Arg.). Sovétmaðurinn hefur verið friðsamari en búist var við, en hinir tveir hafa komið á óvart með góðri taflmennsku. í 7.-8. sæti eru svo Jóhann Hjart- arson og Balasjov frá Sovétríkjun- um. Jóhann er í góðum félags- skap, því Balasjov er einn af frægari stórmeisturum Sovétríkj- anna. Arangur þeirra veldur nokkrum vonbrigðum, en þeir geta bætt stöðu sína í þrem síð- ustu umferðunum. Jóhann tapaði mjög slysaiega á einum afleik jafnri stöðu gegn Greenfeld og náði aðeins jafntefli gegn Eng- lendingunum Watson og Con- quest. Hann ætti að geta náð sér á strik í þeim skákum, sem eftir eru. Balasjov er ekki í miklum baráttuham, hefur aðeins unnið eina skák, en gert 8 jafntefli! Ekki verður svo um þetta mót fjállað, að ekki sé minnst á ein- staka byijun Bandaríkjamannsins Formaneks. Hann sem titilhafí, setti met, sem seint verður slegið, með því að tapa átta fyrstu skák- unum. Gamla metið átti Plaskett, sett í Vestmannaeyjum í fyrra, er hann tapaði sjö fyrstu skákun- um. Plaskett ér einnig meðal þátttakenda í Hastings og svo undarlega vildi til að hann og Formanek tefldu saman í 9. umferð. Plaskett þakkaði For- manek fyrir að taka af sér þetta vafasama met með því að verða fyrstur til að tapa fyrir honum! Um önnur úrslit vísast til með- fylgjandi töflu. Lítum nú á viður- eign Margeirs og Plasketts í 6. umferð mótsins. Hvítt: Margeir Pétursson. Svart: J. Plaskett (Englandi) Drottningarindversk vörn 1. Rf3 - b6, 2. c4 - Rf6, 3. d4 — e6 Eftir óvenjulega leikjaröð kem- ur nú upp Drottningarindversk vöm. 4. g3 — Ba6,5. b3 — d5 Önnur leið er hér 5. — Bb4+, 6. Bd2 — Be7 o.s.frv. 6. cxd5 — í skák Hollendinganna Langeweg og van der Wiel á svæðamóti í Montpellier í fyrra kom upp tvísýn staða eftir 6. Bg2 — dxc4, 7. Re5 — Bb4+, 8. Kfl — Rfd7, 9. Rxc4 - c6, 10. Bb2 — b5 o.s.frv. 6. - exd5, 7. Bg2 - Bb4+, 8. Bd2 - Bd6, 9. 0-0 - 0-0, 10. Rc3 - He8, 11. Hel - Bb7 í skákinni Farago-Plaskett, Esbjerg 1985, náði hvítur betra tafli eftir 11. — Rbd7, 12. Rh4, o.s.frv. 12. Dc2 - Ra6, 13. Hadl - Re4, 14. Re5 - Rb4, 15. Db2 - c5, 16. Rxe5 — dxe4, 17. Bxb4 — cxb4, 18. Rc4 - Bc7, 19. d5!? — Margeir ákveður að fóma skiptamun til að hleypa lifí í skák- ina. 19. - b5, 20. Re3 - Be5, 21. Dbl — Bc3 Margeir Pétursson 22. Bxe4!? — Margeir fómar skiptamun, því hann kemst ekkert áleiðis eftir 22. Hfl — De7 og hvítur má ekki leika 23. d6 — De6 og peðið á d6 fellur, en peðið á e4 er vel valdað af drottingu og biskupi. Skákmótið í Hastings 1985—86 Titill 22. — Bxel, 23. Hxel — h6, 24. Bf3 - Df6, 25. Hdl - Hed8, 26. h4 - Hac8, 27. h5 - a5, 28. Kg2 — De5,29. Rg4 — Margeir hefur fómað hrók fyrir biskup og peð, og fengið sterkt frípeð á d-línunni. Tvípeð svarts á drottningarvæng er ekki mikils virði, svo að segja má, að hvítur standi örlítið betur. Svartur ætti þó ekki að vera í vandræðum með að halda jafnvægingu ... 29. — Dc3? . . . ef hann vanmetur ekki sókn- araðgerðir hvíts. 30. Df5! - Svartur gat komið í veg fyrir þennan leik með 29. — Dg5! 30. - He8, 31. Be4 - Hcd8, 32. Hd3 - Db2, 33. Dh7+ - Kf8, 34. He3 - Ekki gengur 34. Hf3 — Hxe4!, 35. Dxe4 — Bxd5 ásamt 36. — Bxf3+ o.s.frv. 34. - Dd4 Nú strandar 34. — Hxe4 á 35. - Hxe4 - Bxd5?, 36. Dh8 mát. 35. Kh2 - Fyrirbyggir frekari vandræði á skálínunni hl — a8. 35. — Hd6 Báðir keppendur vom í miklu tímahraki, þegar hér var komið. 36. Bf3 - Hxe3, 37. Rxe3 - g6 Svartur á ekki um margt að velja. Hvítur hótar 38. Rf5 með ásetningi á Dd4 og Hd6 og að Elo- stig auki máthótun: 39. Dh8 mát. 38. Dxh6+ - Dg7, 39. Df4 - Df6,40. hxg6 — Dxf4 í þessari stöðu fór skákin í bið. Lið er nokkuð jafnt, en tvípeð svarts á drottningararmi gefur hvíti betra tafl. 41. gxf4 - Hxg6, 42. f5 - Hd6? Svartur leikur hrók sínum í óvirka stöðu og hleypur hvíta kónginum út á borðið bardaga- laust. Eina vonin var að leika 42. — Hg5 til að halda hvíta kóngin- um á h-línunni eins lengi og unnt er. 43. kg3 - a4, 44. Kf4 - Ha6, 45. Rc2 —Ha8 Svartur getur enga björg sér veitt. Betri staða hvíta kóngsins ræður úrslitum. Ekki gekk 45. — Ke7, 46. d6+ ásamt 47. Bxb7. 46. Ke5 - Hc8, 47. Be4 - f6+, 48. Kd6 - Eftir 48. Kxf6 - Bxd5, 49. Bxd5 — Hxc2 nær svartur mót- spili. 48. - Hc3, 49. Rd4 - Hcl, 50. Rc2 — Hbl Svartur tapar manni, en hann getur ekki varist til lengdar, t.d. 50. - Ke8, 51. Rxb4 - Hel, 52. Bd3 og öll svörtu peðin falla. 51. kc7 - Bxd5, 52. Bxd5 - Hb2, 53. Rxb4 - hxe2, 54. f3 - He5, 55. Be4 — axb3, 56. axb3. — ke8, 57. Rd5 og svartur gafst upp í þessari vonlausu stöðu. 10 11 12 13 14 vinningar röð 1. Rukavina (Júgóslavíu) AM 2510 X */2 0 1/2 0 i 1/2 ■/2 0 1 2. Braga (Argentínu) AM 2455 */2 X 0 1 '/2 1 1/2 1/2 1/2 1 3. Margeir Pétursson AM 2560 1 1 X 1 '/2 1 1 1/2 1/2 1 4. Plaakett (Englandi) SM 2480 >/2 0 0 X 1/2 0 1/2 0 1/2 1 5. Balasjov (Sovétríkjunum) SM 2510 1 */2 1/2 1/2 X 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 6. Formanek (Bandaríkjunum) AM 2350 0 0 0 1 X 0 0 0 0 0 7. Pia Cramling (Svíþjóð) KvSM 2420 */2 >/2 0 X •/2 0 0 0 0 0 8. Federovicz (Bandaríkjunum) AM 2515 */2 1/2 1/2 X 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 9. Conquest (Englandi) FM 2345 1 1 1 1/2 X 1/2 0 1 »/2 0 10. Jóhann Hjartareon SM 2505 1/2 1 1 1/2 1/2 X */2 0 1/2 1/2 11. Wataon (Engiandi) AM 2435 !/2 >/2 1 1 1/2 1 1/2 X 0 1 12. Greenfeld (ísrael) AM 2480 '/2 1 '/2 1 1 '/2 0 1 1 X 13. Mikhailschisin (Sovétríkjunum) SM 2505 1/2 '/2 »/2 1/2 1 1 1/2 '/2 1/2 X 14. Bellon(Spáni) SM 2435 0 0 0 0 1/2 ‘/2 1 »/2 0 X XI. Styrkleikaílokkur FIDE: Stórmeistaraárangun 9 */2 v, árangur alþjóðlegs meistara: 6 */2 v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.