Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. JANÚAR1986
Samband hárgreiðslu-
og hárskerameistara:
Ali MacGraw leikur stórt hlutverk í „Blikum á lofti“ (The Winds
of War) ásamt Robert Mitchum.
Ali MacGraw hlaut heimsfræg’ð þegar „Love Story“ fór eins og
eldur í sinu um heimsbyggðina árið 1970.
Blikur á lofti í lífi
Ali MacGraw
Steve McQueen og Ali MacGraw skildu árið 1975 eftir stormasama
sambúð. Steve lést fimm árum síðar.
Steve McQueen sagði að hún
myndi álltaf spjara sig. Það
hafa ætíð verið blikur á lofti
í lífí Ali MacGraw, en McQueen
hafði rétt fyrir sér. Af öllum ein-
stæðum mæðrum í heiminum er
Ali MacGraw sennilega frægust.
Hún leikur stórt hlutverk í
framhaldsmyndaflokknum sem
sjónvarpið byijaði að sýna um
áramótin. The Winds of War (eða
„Blikur á lofti" eins og sjónvarpið
nefnir flokkinn) var gerður árið
1982 og sýndur snemma árs 1983
við mikil læti, enda sá lengsti og
dýrasti í krónum talið sem banda-
rískt sjónvarp hefur staðið að.
Ali MacGraw var enn í sárum
eftir skyndilegan dauða Steve
McQueens árið 1980, en hún tók
boði leikstjórans fegins hendi. „Ég
er bjartsýn að eðlisfari," segir
hún, „ég get ekki verið aðgerðar-
Iaus lengi í einu.“
Ali leikur Natalie Jastrow,
unga og lífsglaða konu. Gagn-
rýnendum í Vesturheimi þótti
sjónvarpsþátturinn daufur og illa
gerður, en verstu útreiðina fékk
Ali MacGraw. „Blikur á Iofti" var
frumraun hennar í sjónvarpi. Hún
var vön ýmsu eftir skiinaðinn við
Steve McQueen, slúðrinu og öf-
undinni, en það var aðeins upp-
hitun fyrir hið illa umtal sem hófst
þegar sjónvarpsþátturinn var
sýndur. „Gagnrýnendumir hikuðu
ekki við að flá mig lifandi," sagði
hún síðar. Hún sagðist hafa orðið
heldur hissa á öllu umstanginu,
því sjálfri fannst henni þátturinn
góður og skemmtilegur.
Henni finnst hún vera fómar-
lamb þeirra ára þegar allt gekk í
haginn, þegar hún var að stíga
fyrstu sporin á leiksviðinu. Ali lék
í þremur myndum upp úr 1970
og allar vöktu þær mikla athygli,
hver á sína vísu. Frægust er „Love
Story", ástarsagan sem fór eins
og eldur í sinu um heimskringluna
árið 1970. Ali MacGraw varorðin
heimsfræg. Þremur árum síðar
lék hún í „The Getaway" ásamt
hinum fræga Steve McQueen. Þau
giftust um það leyti. En samband
þeirra var fyrirfram dæmt. Hug-
myndir Steves um eiginkonuna
stönguðust á við hugmyndir Ali.
Steve vildi eiga rólegt heimili
fjarri heimsins glaumi og þessu
heimili átti konan að stjóma. Þau
skildu árið 1975. „Fólk gerði allt
of mikið veður út af skilnaði
okkar," segir Ali.
n.
AIi dró sig út úr kvikmyndum
eftir að hún lék á móti Kris Krist-
offerson í „Convoy“ árið 1978.
Hún helgaði líf sitt syninum sem
hún eignaðist með kvikmynda-
framleiðandanum Robert Evans.
(Hann stóð á bak við „Love Story"
og síðar „Gatsby".) Steve lék i
nokkrum myndum, þeirra á meðal
„The Towering Infemo", þar til
hann lést árið 1980. Banameinið
var krabbi. Dauði hans kom öllum
á óvart, ættmennum hans ekki
síður en aðdáendum útí heimi.
„Ég gat ekki trúað að hann væri
veikur," segir Ali. „Hann var allt-
af líkamlega sterkur og fátt virtist
bíta á hann. Ég hugsa oft til þess
hvemig líf mitt hefði orðið ef við
hefðum ekki skilið. Ég hef þrosk-
ast mikið síðan þá.“
Það er kaldhæðnislegt að tíu
ámm eftir skilnaðinn er Ali senni-
lega sú kona sem næst kemst
ímynd Steve McQueens um eigin-
konuna; hún eyðir öllum stundum
heima fyrir. Hún býr í Malibu
ásamt syninum Joshua og þremur
köttum. Hún les, pijónar, hugar
að garðinum og málar, milli þess
sem hún eldar. Hún segist ætíð
hafa átt erfitt með að jafna tíma
sínum milli vinnu (kvikmyndaleik-
ur fjarri heimilinu) og áhugamál-
anna. Hún segist hafa lítinn
áhuga á öðru hjónabandi. „Ég
treysti mér hreinlega ekki í aðra
sambúð, nema ég sé örugg um
að ég hafi fundið hinna eina
sanna.“
Ali lifír mjög venjubundnu lífí.
Það kemur henni því talsvert á
óvart að nágrannar hennar líta
enn á hana sem stórstjömuna sem
hún var árið 1970. „Fólk vill vita
allt um kvikmyndastjömur og
annað frægt fóik, hagi þess og
einkalíf. Það tekur mjög á taug-
amar. En maður verður að gera
sér grein fyrir að forvitni fólks
eykst eftir því sem kvikmynda-
leikarinn verður frægari. Þetta
er vítahringur.“
En Ali lét gagnrýnendur sjón-
varpsflokksins ekki slá sig alveg
út af laginu. Hún tók boði um
leik í öðrum sjónvarpsþætti
nokkru eftir að „Blikur á lofti“
var sýndur. Sá var öllu frægari,
enda í grimmri samkeppni við
Dallas og hvað þeir heita allir
saman. Ali leikur ljósmyndara í
„Dynasty". Sophia Loren og
Raquel Welch afþökkuðu báðar
hlutverkið.
En hvers vegna vildi hin hálf-
fímmtuga AIi MacGraw leika í
sjónvarpsþætti sem gengur varla
út á annað ^.n kyntöfra leikend-
anna? „Vegna þess að ég hef
unun af því,“ svarar leikkonan.
Hún neitar því ekki að ein af
ástæðunum er fjörið í kringum
gerð þáttanna og svimandi háar
launagreiðslur.
Heldur
„Viku
hársins“
Vikuna 27. janúar til 2. febrú-
ar verður haldin „Vika hársins"
á vegum Sambands hárgreiðslu-
og hárskerameistara og lýkur
henni með hárgreiðslusýningu á
Broadway.
Hugmyndin á bak við viku þessa
er að kynna fólki starfsemi hár-
snyrtiiðnaðarins og gildi hársnyrt-
ingar í nútíma þjóðfélagi. Samband
hárgreiðslu- og hárskerameistara
er landssamband og fjölmennasta
félag hársnyrtifólks hér á landi.
Sambandið er meðlimur í CIC (Con-
federation Intemationale de la
Coiffure) og OAI (Organization
Artistique Intemationale), en það
eru alþjóðasamtök hársnyrtifólks,
sem eru opin öllu hársnyrtifólki
ásamt því að vera í samvinnu við
heildsala og tímarit er tengjast
hársnyrtingu.
Akureyri:
HótelKEA
opnað eftir
breytingar
Akureyri, 10. janúar.
HÓTEL KEA hefur nú verið
opnað á ný eftir að miklar breyt-
ingar hafa verið gerðar þar.
Fyrsti dansleikurinn í „nýju húsi
innan gömlu veggjanna," eins og
það hefur verið orðað, verður á
morgun, laugardaginn 11. jan-
úar, og er langt síðan uppselt var
í mat í húsinu það kvöld.
Endurbygging hótelsins hefur nú
staðið yfír í rösklega tuttugu mán-
uði. Lokið hefur verið við marga
verkþætti og aðrir em langt komn-
ir. Ein hæð hefur verið byggð ofan
á hótelið, þar sem em gistiherbergi.
Á þriðju hæð er nú unnið að því
að breyta gamla eldhúsinu og veit-
ingasalnum í gistiherbergi og er
gert ráð fyrir að verkinu verði að
fullu lokið í maí.
Hótelið gat áður hýst 55 manns
í 28 herbergjum en eftir breyting-
amar er gistirúm fyrir um 100
gesti í 51 herbergi.
Stórbíla-
þvottastöð
opnuð
OPNUÐ hefur verið þvottastöð
að Höfðabakka 1, sú fyrsta hér
á Iandi sem ætluð er til þvotta á
stórum bilum. Á þvottastöðinni
verður boðið upp á olíuþvott,
forþvott, vatnsþvott, hreinsun á
undirvagni og gljáameðferð.
Á þvottastöðinni verður hægt að
þvo allar stærri bifreiðir, áætlunar-
bíla, vömbíla, dráttarbfla og vöm-
flutningabfla með eða án aftaní-
vagna.
Stöðin er opin virka daga frá
9—19, laugardaga frá 9—17 og
sunnudaga frá 14—22.