Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. JANÚAR1986 10 B Brauð Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Margir hafa gaman af að fást við matargerð, finnst þó skemmtilegast af öllu að baka brauð úr „lifandi geri“ (pressu- geri eða þurrgeri). Að horfa á deigið hefast, að finna mýkt þess, þegar maður hnoðar það og sjá það þrútna út í bakstrin- um að ógleymdri lyktinni er vissulega ánægjulegt. Ilmur af nýbökuðu brauði og brenndu kaffi er ein ljúfasta endurminn: ing mín frá bernskuárunum. í þá daga var kaffi brennt heima og flestir bökuðu einnig brauðin sjálfir. Olíklegt er að við förum að brenna kaffí, en sjálfsagt er að baka brauð heima öðru hveiju, jafnvel alltaf, ekki síst nú, þegar fregnir berast af mjög hækkuðu verði á brauði og sætabrauði. Pressuger er ódýrast og best í brauðbakstur, en það fæst alltaf í verslun NLF og sjálfsagt víðar. Það geymist ekki vel og þarf að geyma það í kæliskáp, þar geymist það í 3—4 vikur vel innpakkað. En hægt er að kaupa mjög gott þurrger í litlum bréfum, en það er mun dýrara. NLF hefur selt þurrger í hálfs kílógr. pakkn- ingum, sem heitir florylin. Það er mjög gott ger sem geymist í marga mánuði í lokuðu íláti í kæliskáp. Þetta hálfa kíló kostar 83 kr. Er sjálfsagt að kaupa það eða pressuger, ef við bökum eitthvað að ráði. Hið fíngerða þurrger má setja beint út í mjölið, en grófara þurrgerið þarf að leysa upp í volgum vökva. Mér er ekki kunnugt um, hvað af þessu fæst úti á landi, en grun hefi ég um að víða sé erfítt að fá hið fíngerða þurrger að ég tali nú ekki um pressuger. Mjög auðvelt er að baka brauð (aðal vandinn er að hafa vökvann ekki heitari en 35°C) og margar tegundir korns fást til brauðgerðar. Enginn þarf að kvíða því að hnoða brauðið, þar sem algjör óþarfi er að hnoða mikið auk þess sem margir eiga hrærivél- ar með góðum hnoðara. Greini- legt er að íslendingar eru á eftir frændum sínum á Norður- löndum með bökun úr „lifandi geri“ og þar má kenna um innflutningshöftum á geri sem nú er létt af. Skemmtilegar eru hinar útskomu kringlur eða brauðmót, sem áður fyrr voru mikið notaðar til að móta skraut á pottkökur. Á þeim voru ýmsar áletranir svo sem: „Guð blessi brauð vort“, „Eg vil láta éta mig en ekki geyma“. Þennan skemmtilega sið mætti taka upp og hafa svona brauð- mót fengist hjá íslenskum heimilisiðnaði. Brauð með gulrótum 250 g heilhveiti, 250ghveiti, 1 tsk. salt, 1 msk. púðursykur, 50 g þurrger eða 50 g pressuger, 2 msk. matarolía, 3 */2 dl vatn, 1 */2 bolli rifnar gulrætur. 1. Blandið saman heilhveiti, hveiti, salti og púðursykri, setjið þurrger saman við ef þið notið það. 2. Velgið vatnið í 30—35 °C, stingið litlafíngri ofan í vökvann, ef hvorki fmnst hiti né kuldi, er þetta mátulega heitt. Hrærið pressugerið út í, ef þið notið það. 3. Rífið gulrætumar miðlungsgróft. Setjið út í mjölið. 4. Hrærið olíu og volgan vökvann út í mjölið. Hrærið vel saman, hnoðið ekki. 5. Setjið skálina með deiginu ofan í ylvolgt vatn í eldhúsvask- inn, breiðið hreint stykki yfir skálina. Látið lyfta sér í 35—40 mínútur. 6. Takið deigið úr skálinni, hnoðið örlítið með hveiti, skiptið í tvo hluta. Mótið 2 aflanga búta, fletjið hvom þeirra örlítið út með kökukefli, vefjið síðan upp. Setjið á smurða bökunar- plötu, látið samskeytin snúa niður. 7. Leggið stykkið aftur yfir brauðin, leggið plötuna yfir eldhúsvaskinn. Látið brauðin lyfta sér í 20—25 mínútur. 8. Hitið bakaraofninn í 210—220°C. 9. Takið stykkið af brauðunum, strjúkið þau að ofan með volgu vatni. Setjið síðan neðarlega í ofninn og bakið í 15—20 mínútur. 10. Leggið stykki yfir brauðin, þegar þið hafíð tekið þau úr ofninum. Heilhveitibrauð með hunangi 500 g heilhveiti, '/2 msk. hunang, 4 '/2 dl volgt vagn. 1. Setjið heilhveiti ogsalt í skál. Bætið þurrgeri í ef þið notið það. Ef þið notið pressuger er því hrært út í volgan vökvann. 2. Velgið vatnið í 30—35°C, stingið litlafmgri ofan ívatnið, ef hvorki fmnst hiti né kuldi, er þetta mátulega heitt. Hrærið pressugerið út í, ef þið notið það. Hrærið síðan hunang út í vatnið. 3. Hellið vökvanum út í mjölið. Hrærið vel saman. Hnoðið ekkert. 4. Smyijið mót, aflangt mót eða kringlótt. 1 kgdós undan Mackintosh’s er ágæt. Setjið deigið í mótið. 5. Setjið ylvolgt vatn í vaskinn, setjið mótið ofan í, leggið stykki yfír deigið. Látið lyfta sér í 30 mínútur. 6. Hitið bakaraofninn í 200°C, Stijúkið volgu vatni yfír brauðið. Setjið neðarlega í ofninn og bakið í 1 klst. 7. Kælið brauðið í mótinu í 10 mínútur, hvolfíð þá úr mótinu, leggið hreint stykki yfír brauðið meðan það er að kólna. Kartöflubrauð 400ghveiti, lOOghveitiklíð, 2 tsk. salt, 2 msk. sykur, 50 g þurrger eða pressuger, 2egg, 2 dl þykk kartöflustappa (tnús) úr kartöflum eða pakka, 2 V2 dl mjólk, 1 msk. sesamfræ. 1. Blandið saman hveiti, hveitiklíði, salti, sykri og þurrgeri ef þiðnotið það. 2. Búið til kartöflustöppu, kælið örlítið. 3. Hitið mjólkina í 30—35°C, stingið litlafmgri út í vökvann, ef hvorki fínnst hiti né kuldi, er mjólkin mátulega heit. ► 4. Hrærið pressugerið út í mjólkina, efþið notiðþað. 5. Hellið mjólkinni og kartöflustöppunni út í mjölið. Takið hálfa eggjarauðu frá, en setjið hinn hluta eggsins ásamt heila egginu út í mjölið. Hrærið vel saman. Hnoðið ekkert. 6. Setjið skálina með deiginu ofan í ylvolgt vatn í eldhúsvask- inum, leggið stykki yfir deigið. Látið lyfta sér í 20—25 mínút- ur. 7. Hnoðið deigið með örlitlu hveiti, mótið kringlótta köku, leggið á smurða bökunarplötu. Látið lyfta séryfír eldhúsvask- inum í 20—25 mínútur. 8. Setjið örlítið volgt vatn út í hálfu eggjarauðuna sem þið tókuð frá. Smyijið yfírborð brauðsins með eggjavatninu. Stráið sesamfræjum yfir. Skerið þvers og kruss 4 sm breiða skurði örlítið ofan í brauðið. 9. Hitið bakaraofninn í 210°C, setjið brauðið neðarlega í ofninn og bakið í 20—25 mínútur. 10. Setjið á bökunarrist og látið kólna. Rúgbrauð með maltöli 200 g rúgmjöl, lOOghveitiklíð, 200 g hveiti, '/2 tsk. negull, 1 tsk. salt, 2 msk. matarolía, 50 g pressuger eða þurrger, 1 flaska maltöl. 1. Setjið rúgmjöl, hveitiklíð og þurrger ef þið notið það, hveiti, negul og salt í skál. 2. Velgið maltölið í 30—35°C. Stingið litlafíngri ofan í vökv- ann, ef hvorki fínnst hiti né kuldi, er það mátulega heitt. Hrærið pressugerið út í það ef þið notið það. 3. Hellið maltöiinu og matarolíunni í mjölið. Hrærið vel saman. Hnoðið ekkert. 4. Smyijið kringlótt mót, 1 kgdós undan Mackintosh’s er ágæt. Þrýstið deiginu vel niður í mótið. 5. Setjið ylvolgt vatn í eldhúsvaskinn, setjið mótið ofan í vatnið, breiðið hreint stykki yfír. Látið lyfta sér í 30-40 mínútur. 6. Hitið bakaraofninn í 210°C, stijúkið yfírborð brauðsins með volgu vatni, setjið neðarlega í ofninn og bakið í 30-40 mínútur. 7. Látið kólna örlitið í mótinu, takið þá úr því. Leggið hreint stykki yfír brauðið meðan það er að kólna. 25%AFSLÁTTUR25%AFSLÁTTUR25%AFSLÁ1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.