Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. JANÚAR1986
B 5
kristilega sinnað fólk fékk oft að
borða heima ef það var á ferðinni
og róttækt fólk var heldur ekki
sett hjá. Við bjuggum í voðalega
litlu húsi en faðir minn var engum
háður í atvinnulegu tilliti. Hann átti
bát og stundaði sjó og einnig skó-
smíðar. Ég átti þó ekki aðra skó
en roðskó fyrr en ég var sex ára.
Þannig var það með okkur öll systk-
inin. Við lærðum að búa til slíka
skó enda þurftum við oft marga
slíka skó yfir daginn. Ég kann enn
í dag að búa tii skó úr steinbítsroði.
Það var nóg af steinbít í þá daga
og er kannski enn. Það eru mikil
steinbítsmið úti í Fjarðarmynni. Ég
hef dregið margan steinbítinn. Ég
er enn með ör eftir fyrsta steinbítinn
sem ég dró. Ég var þá á sjó með
með elsta bróður mínum. Hann
sagði mér af prakkaraskap að taka
almennilega upp í kjaftvikið til að
losa krókinn og hélt að ég væri
ekki svo vitlaus að hlýða því.“
Heilsuleysi og garðrækt
„Ég var ákaflega heilsulítill sem
bam, man varla eftir mér öðruvísi
en meira eða minna í rúminu en
komst þó á kreik á milli. Fyrst og
fremst stafaði þetta af kirtlaveiki.
Fyrsta ferð mín til Reykjavíkur árið
1937 var til að láta taka úr mér
kirtla. Ég fór með skipinu Novu. Ég
hafði ekki pláss og hfrðist fram
undir hvalbak. Maður einn að vest-
an var að fara með hrút suður.
Hann var bundinn undir hvalbak.
Ég lagðist við hlið hrútsins og kom
því til Reykjavíkur í fylgd með
sauðkind. Þær hef ég þó lengst af
vem minnar í Reykjavík þurft að
kljást við í sambandi við gróðurinn.
Mér fínnst þó rétt að taka fram að
mér finnst sauðkindin einhver dýr-
legust skepna sem lifir og þykir að
sínu leyti jafn vænt um hana og
björkina og hún í sjálfu sér vera
jafn falleg og björkin. Ég hef trú
á því að ekki sé langt í land með
að bændur hætti að ofbeita landið
og rányrkja yfirleitt sé á undanhaldi
af hvaða toga sem hún er.
Hafliði með koffortið góða sem
geymdi aleigu hans þegar hann
kom tíl Reykjavíkur árið 1943.
Eftir bamaskóla fór ég að Núpi
í Dýrafírði og var þar einn vetur
en sinnaðist við skólastjórann svo
ekkert varð úr námi seinni veturinn.
Þess í stað las ég til prófs hjá séra
Þorsteini Kristjánssyni í Sauðlauks-
dal. Það var eiginlega Þorsteinn
sem hvatti mig til að fara og læra
garðyrkju. Sem bam var ég alltaf
að safna jurtum út um hagana og
bjó til garð sem ég hafði við snúm-
stólpa hjá móður minni og sótti
mold í hann upp í rofabörð í hlíðinni
fyrir ofan bæinn. Seinna bjuggum
við til stærri garð og sóttum mold
á bát yfír fjörðinn. Fluttum hana í
pokum upp fjömkambinn. Þá vora
einstaka garðar á Patreksfirði og
fáeinar konur stunduðu garðyrkju.
Meðal þeirra var Þorbjörg frænka
mín Jónsdóttir. Hún hafði mig alltaf
vísan til að hjálpa sér. Hún var
upphafsmanneskja að ræktun í
kirkjugarðinum. Foreldrar hennar
vom fyrst allra grafín þar. Hún
byrjaði að rækta upp leiði þeirra
og bætti svo við sig hverri nýrri
gröf svo lengi sem henni entist aldur
til.
Garðyrkjuskólinn
„Séra Þorsteinn í Sauðlauksdal
mun hafa átt hugmyndina að stofn-
un garðyrkjuskóla en séra Sigurður
Einarsson í Holti flutti fmmvarp á
Alþingi um stofnun slíks skóla árið
1937. Eftir að skólinn var stofnaður
á Reykjum í Ölfusi 1939 sótti ég
um skólavist en fékk ekki í fyrstu
atrennu. Árið 1941 hóf ég nám í
garðyrkjuskólanum, sem var
heimavistarskóli og starfaði allt
árið. Ég var þar í tvö ár og lauk
námi fyrsta apríl 1943.
Ég var með svolítinn uppsteyt á
skólanum. Ég var óánægður með
að fá ekki meiri tilsögn í ræktun
skrúðgarða, ég hafði alltaf lítinn
áhuga á ræktun grænmetis og
gróðurhúsarækt en langaði til að
helga mig ræktun skrúðgarða. Ég
var ömgglega fyrsti maðurinn sem
einskorðaði mig við slíkt. Það þótti
næstum ekki heilbrigt á þeim ámm
að ætla sér að lifa eingöngu á
skrúðgarðyrkju."
Blaðaskrif
„Atvinnuhorfur í garðyrkju vom
ekki bjartar á stríðsámnum. Ég
vildi komast út að læra meira en
þá vom allar leiðir lokaðar nema
Teikning af Hafliða fimmtugum eftir Örlyg Sigurðsson nágranna
Hafliða í Laugardalnum.
Hafliði og Guðleif á brúðkaupsárinu.
'■ §t-Zí « w t'
Foreldrar Hafliða og nokkur systkini hans.
Efri röð frá v. Sigurður, Rannveig, Þorgerður, Marta og Indriði. Neðri röð f.v. Gunnar, Jón
lndriðason, Sólveig, Sigrún, Jónína Guðrún sem situr undir Hafliða eins árs gömlum.
til Ameríku og efnin engin. Þegar
ég kom úr garðyrkjuskólanum þá
átti ég ekki einu sinni fyrir farinu
til Reykjavíkur. Þá vom engin
námslán eða styrkir. Ég hafði skrif-
að grein í skólanum þar sem ég
gagnrýndi fyrirkomulag skólans og
vildi bæta þar um fyrir seinni tíma
nemendur. Mér fannst ríkið styðja
lítið við bakið á skólanum.
Ég fór með greinina til Þórarins
Þórarinssonar ritstjóra Tímans.
Hann hafnaði henni. Þá fór ég með
hana til Morgunblaðsins og Valtýr
Stefánsson las greinina yfir. Hann
bað um að fá að hafa hana með
sér heim og bað mig að tala við sig
daginn eftir. Ég lét ekki standa á
því og þá sagði Valtýr mér að hann
hefði þegar sett greinina í prentun
og hún birtist tveimur dögum
seinna. Uppúr þessu hófust gífurleg
skrif um skólann sem margir tóku
þátt í, m.a. Jónas frá Hriflu sem ég
þekkti reyndar persónulega. Þessi
skrif stóðu allt sumarið. Eftir þetta
tókst mikil vinátta milli mín og
Valtýs Stefánssonar. Hann bauð
mér starf sem blaðamaður árið
1945. Það varð ekki en ég skrifaði
fjöldann allan af greinum fyrir
hann, sjaldnast undir nafni, þætti
frá sjónarhóli ýmist sjómanna,
verkamanna eða sveitamanna. Oft
hringdi hann í mig að kvöldi og
sagði sem svo: „Nú væri gott að
fá fáeinar línur um þetta eða þetta."
Þá munaði litlu að ég gæfi mig
allan að skriftum og það var komið
ofarlega í mig að taka að mér,
ásamt Gísla Jónssyni alþingismanni
frá Bíldudal, að halda úti blaði sem
átti að heita Barðstrendingur og
átti að þjóna því kjördæmi, jafn-
framt því hafði m.a. komið til tals
að ég flyttist vestur og stofnaði þar
garðyrkjubú, fyrst í Laugardal í
Tálknafirði eða Reykhólum en
seinna að Tungu í Örlygshöfn á
Patreksfírði, en þar hafði ég verið
í sveit sem drengur. Af þessu varð
þóekki."
Störf eftir að námi lauk
„Ég réð mig fyrst sem garðyrkju-
mann að Bessastöðum og átti strax
um vorið 1943 að hefja þar störf,
m.a. átti ég að hjálpa Georgíu for-
setafrú við að koma upp blómastofu
o.fl. Um það leyti sem náminu í
garðyrkjuskólanum var alveg að
ljúka spurðist okkur námssveinum
að Bjami Benediktsson vildi ráða
tvo garðyrkjumenn til Reykjavíkur-
bæjar. Þetta freistaði mín meira en
hitt og ég fékk mig lausan með
því að fá annan mann fyrir mig og
réð mig svo til Reykjavíkurbæjar
og hóf þar störf fyrsta apríl 1943.
Mitt fyrsta verk var, í leiðinda-
veðri og útsynningi, að taka á móti
bílum til að fylla upp í Rauðárvík-
ina, þar sem nú er Skúlatorg. Mér
leist hreint ekkert á blikuna. Ég
ákvað þó að þrauka enda átti ég
ekkert nema það sem var í koffort-
inu mínu og hafði hvergi fastan
samastað. Við félagamir, ég og
Arnviður Ævar Bjömsson, fengum
þó fljótlega inni í smákytm í
FYanska spítalanum. Þar vomm við
um sumarið en þá var Arnviður
búinn að fá nóg af svo góðu og
flutti til sinnar heimabyggðar,
Húsavíkur, en ég þraukaði áfram
einn í Franska spítalanum, þó oft
væri draugalegt að vera þar einn í
húsinu á nóttunni. En síðla sama
haust keyptum við Jón bróðir (Jón
ur Vör skáld) hús á Grettisgötu.
Það kostaði 32 þúsund krónur. Ég
átti engan pening en það ótrúlega
gerðist að maður bauðst til að lána
mér pening fyrir mínum hluta
kaupverðsins. Það var Elías Líndal,
sem ekki lánaði hverjum sem var.
Hann tók ekki veð hjá mér, ekki
einu sinni kvittun fyrir greiðslunni.
Sama haust lét Matthías Ás-
geirsson garðyrkjuráðunautur af
störfum og allt hans starfsfólk. Þá
átti ég aðeins völ á venjulegri verka-
mannavinnu.