Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1986 B 31 -------r- fF' -------1 Samtal við tímaferðalang „Hann hefur virkilega mikla hæfileika til að fara með gn'n- hlutverk, þótt ungur sé,“ segir Robert Zemeckis leikstjóri mynd- arinnar Back to the Future eða Aftur til framtíðar sem sýnd er í Laugarásbíói. Hann var að tala um Michael J. Fox, leikarann sem fer með hlutverk tímaferðalangs- ins unga f þessari bráðskemmti- legu mynd Zemeckis. „Hann býr yfir eiginleikum sem hið hefð- bundna karl-aðalhlutverk krefst. Hann er viðkvæmur en rólegur g»i,“ segir leikstjórinn ennfrem- ur. Það var Fox til svolítilla vand- ræða að þegar var byrjað að kvik- mynda Aftur tii framtíðar þegar hann fókk hlutverkið í hendur. I upphafi var þaö Eric Stoltz, sem leika átti tímaferðalanginn, Marty McFly. Stoltz hafði unnið sór frægð með því að leika unga, vanskapaða strákinn í myndinni Grfma (Mask) svo eftirminnilega vel. Þegar líða tók á kvikmyndunina fannst framleiðendum Aftur til framtfðar hann ekki réttur í hlut- verkið. Þannig komst Fox að. Hann hafði engan tíma til undirbúnings fyrir hlutverkið, heldur var settur beint fyrir framan myndavélarnar. Það hefði svo sem verið í lagi fyrir Fox ef hann hefði ekki verið að leika í sjónvarpsþáttum á þessum sama tíma. „Þetta var óskaplega þreytandi," sagði Fox og bætti við, „en hvernig er hægt að segja nei við Steven Spielberg? Þetta var skemmtilegur tími og þrátt fyrir erfiðið var það sannar- lega þess virði að leika í mynd- inni,“ sagði Fox. Michael J. Fox Hér áður fyrr fókk Fox lítið af bréfum í póstkassann sinn, nema þá helst rukkunarbréf. Þetta hefur breyst til mikilla muna Michael til stórrar gleði. Brófin eru flest frá ungum stúlkum, sem gjarna vildu kynnast honum betur. „Ég hef fengið heilan helling af bónorðum upp á síðkastið," segir hann, „svo ég þarf ekki að kvarta." — ai. Tónabíó: I trylltum dans Mynd um ástir og örlög Ruth Ellis, síðustu konunnar sem hengd var fyrir morð í Bretlandi 13. júlí, 1955 var Ruth Ellis, sem um skeið var gestgjafi f heldur sóðalegum klúbbi í Lon- don, sem kallaðist Litli klúbbur- inn, hengd fyrir morðið á elsk- huga sínum, hinum unga en ætt- göfuga David Blakely. Ruth Eliis var tveggja barna móðir. Hún komst á spjöld sögunnar, ekki fyrir glæpinn sem hún framdi, heldur vegna þess hvernig sam- félagið refsaði henni. Ellis var sfðasta konan í Bretlandi sem hengd var fyrir glæp. Á síðasta ári gerðu Bretar kvik- mynd um Ruth Ellis og aðdragand- hitti hún hinn glæsilega David Blakely, sem var „heillandi smjaðr- ari, vel menntaður og skíthæll" að sögn félaga hans. Hann var sonur vellauðugs læknis og var látinn sækja nám í einkaskóla. Kostnað- urinn við menntunina var ekki í neinu samræmi við ástundun drengsins. Hann hafði fá áhuga- mál önnur en kappakstur og kunni varla við sig nema við barinn í einhverjum klúbbnum í London, m.a. Litla klúbbnum. Samskipti skötuhjúanna voru heldur nötur- leg. Hann drakk of mikið og lamdi Ruth þegar honum sýndist. En Ruth sá í honum, eftir því sem myndin sýnir, afar rómantíska veru. Hann var fulltrúi aöalsins í hennar augum þegar hann var í rauninni ekkert annað en ofdekr- aður ungur maður úr efri-miðstétt, sem ríkur stjúpfaðir jós peningum í. Réttarhöldin yfir Ellis stóðu ekki lengi, aðeins tvo daga. „Þegar þú hleyptir af byssunni af stuttu færi í skrokk Davids Blakely, hvað vakti þá fyrir þér?" spurði saksóknarinn. Ruth svaraði: „Það er augljóst. Ég ætlaði mér að drepa hann þegar ég skaut." Það tók kviðdóminn 23 mínútur að kveða upp úrskurð sinn: „Sek." Tuttugu árum seinna minntist einn dómarinn í máli Ellis hennar sem „dæmigerðrar mellu frá East End". Það breytti engu um niðurstöðu dómsins að Ruth þjáðist af þunglyndi á þeim tíma er hún skaut Blakely. Hún var þunglynd af því hún hafði misst fóstur eftir að Blakely hafði kýlt hana ímagann. Gagnrýnendur austan hafs og vestan hafa keppst um að hæla myndinni og sérstaklega Miröndu Richardson, sem leikur Ruth Ellis. Hún var algerlega óþekkt í heimi kvikmyndanna áður en hún lék í myndinni en er nú komin á blað með þekktustu leikkonum Bret- lands. — al. ann að morðinu. Hún heitir Dance With a Stranger og Tónabíó hyggst sýna hana á næstunni. Með aðalhlutverkinu í myndinni fara Miranda Richarson (Ruth), Rupert Everett (Blakely) og lan Holm en hann leikur Desmond nokkurn Cussen sem er mikið hrif- inn af Ruth. Leikstjóri er Mike Newell og handrit er eftir Shelagh Delaney. Fyrra barn sitt átti Ruth Ellis með kanadískum hermanni er gisti London árið 1944. Hermaðurinn sást ekki meir enda átti hann víst þrjú börn og eiginkonu heima í Kanada. Ruth fékk sér vinnu í Litla klúbbnum og árið 1950 hitti hún tannlækni að nafni George Ellis sem hún giftist. Ellis þessi var alkóhólisti og fór illa með Ruth. Hún átti ekki öðru að venjast en barsmíðum hjá honum. Saman áttu þau eitt barn áður en þau skildu og Ruth sem hafði gaman af að skemmta sér fékk aftur vinnuna í Litla klúbbnum. Þar John Travolta og Jamie Lee Curtis í „Fullkomin“ (Perfect). í stóru hlutverki er tónlistin, og meðal fiytjenda eru Jermaine Jackson, Thomson Twins, Wham og Lou Reed. Stjörnubíó: T ravolta og Jamie Lee ífínuformi! Áhugafólk um iíkamsrækt get- ur glaðst því Stjörnubíó sýnir nú mynd með John Travolta og Jamie Lee Curtis, en þau eru með fræg- ustu kroppatemjurum innan bandarísku leikarastéttarinnar. Myndin heitir Perfect, sýnd við mjög misjafnar viðtökur í Banda- rikjunum i júní síðastliðnum, gerð af James Bridges, en hann hefur einu sinni áður unnið með Travolta að mynd (Urban Cowboy). Travolta leikur blaðamann við tímaritið Rolling Stone, sem lendir í tveimur málum samtímis: hann tekur viötal við mann sem ákærður er fyrir eiturlyfjasölu, og hann kynnist kennara við líkamsræktarstöð. Ritstjóra blaðsins leikur Jan Wenn- er en hann á þetta fræga blaö. Travolta tekst ekki að fá viðtal við eiturlyfjasalann en hins vegar fellur hann flaturfyrir likamsræktarkenn- aranum (Jamie Lee Curtis). En málin þróast þannig að Travolta skrifar grein um eiturlyfjasalann og eftir það er honum fylgt eftir af mönnum alríkislögreglunnar. Travolta skrifar grein um líkams- ræktarstöðina, samkomustað unga fólksins á vesturströndinni, en ritstjóranum finnst hún ekki lík- leg til að seljast og breytir henni. Eftir það á blaðamaðurinn og áhugamaðurinn um líkamsræktar- kennara ekki sjö dagana sæla. Vinsældir jólamynda í Bandaríkjunum Það er alltaf fróðlegt að sjá hvernig kvikmyndum vegnar á markaðnum, það er að segja hvort þær njóta vinsælda eða ekki, og þá hve mikilla. Bandaríkin eru stærsti markaðurinn og skulum við rétt snöggvast skoða hverjar myndir nutu vinsælda þar vestra nú um jólin. Greinilegt er að Stallone nýtur geysilegra vinsælda, því mynd hans, „Rocky IV“, hreinlega stakk hinar af. En á hæla hennar kemur ævintýramyndin „Nílardemanturinn", sem er framhaldið af Ævintýrasteininum. Þriðja er svo gamanmyndin „Njósnarar eins og við“ meö Chevy Chase og Dan Aykcroyd. Fjórða er „Out of Africa“ með Meryl Streep og Robert Redford, en athyglisvert að hún er ekki enn sýnd á eins mörgum stöðum og hinar. Sömu sögu er að segja um „The Color Purple", nýjustu mynd Spiel- bergs. Þessar voru vinsælastar: 1. RockylV ........... 2. Jewel of the Nile . 3. SpiesLikeUs ....... 4. OutofAfrica ....... 5. 101 Dalmatians (Disney) 6. White Nights ..,... 7. The Color Purple .. 8. A Chorus Line ..... 9. Young Sherlock Holmes 10. Clue .............. 11. EnemyMine ......... 12. Backtothe Future .. 13. SantaClaus ........ Jólavikan: Samtals: 10.755.000 dalir 86.485.000 dalir 8.015.000 dalir 27.600.000 dalir 7.020.000 dalir 33.570.000 dalir 6.500.000 dalir 14.160.000 dalir 6.715.000 dalir 11.060.000 dalir 4.810.000 dalir 22.335.000 dalir 3.162.000 dalir 7.110.000 dalir 2.460.000 dalir 5.970.000 dalir 2.263.000 dalir 11.352.000 dalir 2.140.000 dalir 7.625.000 dalir 1.970.000 dalir 5.000.000 dalir 1.860.000 dalir 189.930.000 dalir 1.570.000 dalir 22.463.000 dalir Dance With Svipmyndir Stranger. ÍC fv*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.