Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. JANÚAR1986 Sauðkindin er falleg ekki síður en b)örkin Rætt við Hafliða Jónsson fyrrum garðyrkjustjóra í Reykjavík afliði og Guðleif ásamt sonum num þremur f.v. Hallgrímur alur, Atli Geir og Jón Gunnar. Hafliði og faðir hans. amma mín vera bestu konur sem ég þekkti og þess vegna varð guð í mínum huga gömul kona með skuflu. Seinna sagði félagi minn mér að guð væri karlkyns enda hefði hann verið faðir Jesú. Ég var sjö eða átta ára og lá uppi í laut og horfði til himins ásamt jafnaldra mínum, kennarasyni og góðum fé- laga. Ég vefengdi ekki að hann hefði rétt fyrir sér. Ég var mjög trúhneigður fram eftir öllu en um fermingu myndaði ég mér skoðun sem grundvallaðist á ljóði Steingríms Thorsteinssonar „Trúðu á tvennt í heimi...“ Eftir tvítugt fór ég svo að afla mér allrar þeirrar fræðslu um trúarbrögð sem ég gat. Ég naut kennslu í kaþólsk- um fræðum hjá pastor Bus, presti við kaþólsku kirkjuna í Reykjavík, elskulegum karli og mjög stundvís- um. Ég var að því kominn að láta skírast en hætti við á síðustu stundu. Ég hafði þá lesið alla bibl- íuna skipulega og ég hef lesið allar biblíusögur sem út hafa komið á íslensku. Asmundur Guðmundsson seinna biskup kenndi mér í kenn- araskólanum og hjá honum frædd- ist ég mikið um guðfræði. Hann hélt mikið uppá mig. Ég stefndi að því í æsku að verða prestur en hafði ekki efni á að ganga þá leiðina. Ég skrifaðist lengi á við Bjama Eyjólfs- son KFUM-mann og ritstjóra Bjarma og kynntist einnig Pétri Sigurðssyni erindreka stórstúkunn- ar og trúboða. Ég var ein af driffjöðrunum í bindindisstarfinu á Patreksfirði þegar ég var bam og ungiingur og samdi leikrit og sögur fyrir fundi og skemmtanir þess félagsskapar. Systkini mín tóku einnig mikinn þátt í slíku starfi. Trúboðar og Hafliði með son sinn Hallgrím nýfæddan. hjálp. Strákur hélt að það færi lítið fyrir guðs hjálp í slíku færi. „Já það er satt,“ sagði gamli maðurinn. „Eg fer þetta bara sjálfur á mann- broddum.“ „Nafn mitt er breiðfirskt," segir Hafliði þessu næst. „Ömmusystir mín missti bæði mann sinn og einkason og fékk mikinn áhuga á að koma upp nafni manns síns. Ég fékk nafn hans. Þessi frænka mín var hafsjór af fróðleik og kunn sem heimildarkona úr þjóðsögum Sig- urðar Nordals. Þegar ég var smá- bam fór hun með mig og frænku mína út á hlíð og að stórum kletti, Yxnahamri, og sýndi mér þar bumi- rót sem óx þar uppi í miðjum kletti. Hún sagði mér að jurtin hefði valið sér þama vaxtarstað til að forðast ágang manna og dýra. Þetta var mín fyrsta tilsögn í grasafræði." Andleg fræðsla „Þessi gamla kona, Sigríður Magn- úsdóttir frá Raknadal, fór að láta mig lesa fyrir sig andleg rit eins og Morgun og Nýja testamentið strax og ég fór að geta stautað. Hún bjó í litium skúr áfostum við húsið á Stekkjum sem Halldór bróð- ir hennar átti. Milli Stekkja og Vatnseyrar var nokkurra mínútna gangur. Mér fannst þessi kona og Ikvosinni þar sem áður hét Laugamesmýri stendur hús sem heitir Laugardal- ur. Kvosin hefur dregið nafn af húsinu og kallast nú Laugardalur. Tillaga um þetta nafn á þessum stað kom fyrst fram hjá Sigurði málara, þó ekki hlyti hún hljómgrunn þá. Nú umlykur grasgarður Reykvík- inga húsið Laugardal þar sem Hafliði Jónsson fyrrum garðyrkju- stjóri í Reykjavík hefur átt heimili sitt í rúm þijátíu ár. Þar, innan um angandi blómskrúð og grænlaufguð tré hefur hann lagt á ráðin um ræktun grænu svæðanna í borginni, sent mannskap sinn í hvem leiðang- urinn öðrum árangursríkari til að sá í flög og ryðja burt uppgreftri á byggingarlóðum og hefta með grasi, blómum og tijám moldrokið sem áður fyllti vit borgaranna ef hreyfði vind, sem hreint ekki er ótítt á þessu svæði. Nú er Hafliði að búa sig undir að yfirgefa þennan stað og flytja í hús sitt við Holtagerði í Kópavogi, hefur enda formlega látið af emb- ætti garðyrkjustjóra þó enn sinni hann ýmsum störfum í þágu Reykjavíkurborgar. Hafliða og konu hans, Guðleifar Hallgrímsdóttur, er svo gróið og notalegt að blaðamanni Mbl. finnst tilhugsunin um fyrirsjáanlegan flutning þess næsta ótrúleg. í vinnuherbergi Hafliða er mikið um bækur um hin margvíslegustu efni og aliir veggir, í því herbergi sem öðrum, fullir með málverk og fjöl- skyldumyndir. Húsgögnin bera þess flest merki að hafa verið notuð lengi og mikið er þama af blómum. Hafliði Jónsson fæddist árið 1923 á Patreksfírði, sonur hjónanna Jóns Indriðasonar og konu hans, Jónínu Guðrúnar Jónsdóttur. Þau áttu saman fjórtán böm. „Ég kenni mig alltaf við Eyrar, en á Vatnseyri er ég fæddur. Þar er ekkert nema fjöllin og þar er eyri í orðsins fyllstu merkingu," segir Hafliði og tottar pípu sína með svip þess manns sem býr sig undir að rifja upp löngu liðinn tíma. „Patreksfjörður er eitt grýttasta þorp á landinu, sama sem enginn jarðvegur, sáralítill," heldur hann áfram. „Margt fólk þama er af suðrænu kyni, faðir minn var alveg hrafnsvartur. Ég einn var ljós- hærður af systkinum mínum. Jón bróðir minn var rauðhærður en öll hin hrafndökk eða skolhærð. Ég var ljósgullinn á hár þar til um tvítugt. Mamma hafði líka glóbjart hár sem dökknaði um tvítugsaldur hennar. Hún var frá Tálknafírði en ættuð frá Amarfirði. Faðir minn var frá Rauðasandi en ættaður frá Skálma- nesi. Faðir hans flutti þaðan til Patreksijarðar um 1840. Frá hon- um er komin hin fjölmenna ætt sem kennd er við Raknadal. Það er næsti dalur innan við Eyramar eða þorpið. Þar er erfið hlíð og skaðleg. Ömmubróðir minn settist að á Patreksfírði og var með sauðkindur. Hann bað eitt sinn son sinn að sækja kindur inn á hlíðina. Hann sagði að það væri ómögulegt að elta þangað rollur í slíku harðfenni sem þá var. Faðir hans sagði að hann kæmist það víst með guðs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.