Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. JANÚAR1986 B 21 Halldór Helgason: Veltan aukist um þríðjung hjá Ocean Harvest „Síðari hluti ársins hefur veriö sérlega góður og sala á öllum fiski gengið vel, bæði á botnfiski, rækj- um og hörpudiski," sagði Halldór Helgason hjá Ocean Harvest (í eigu íslensku umboðssölunnar og fleiri). „Samanborið við undan- gengin 2—4 ár hefur ríkt góðæri í fiskverslun. Það er helst yfir því að kvarta að það vanti fisk, einkum þorskblokk." „Ég spái áframhaldandi góðæri í fiskverslun hér í landi. Verð á þorskblokk er núna með allra hæsta móti, hún er komin í 1,30 dollara. En ég get ekki skyggnst inn í björg, og það er auðvitað hægt að hugsa sér eitthvað sem hefði slæmar afleiðingar. Hvað mundi til dæmis gerast ef stærsti notandinn, McDonald’s-veitinga- húsakeðjan færi að líta á aðrar fisktegundir, eingöngu vegna lægra verðs á þeim? Það gæti haft geigvænlegar afleiðingar fyrir Kanadamenn og íslendinga." „Almennt vita menn ekki mikið um Ocean Harvest-fyrirtækið," sagði Halldór Helgason. „Við selj- um einvörðungu íslenskan fisk undir vörumerkinu „Iceland Har- vest Brand" og erum með veltu sem jafnast á við tíunda hlutann af veltunni hjá Sambandinu (Iceland Seafood). Fyrirtækið er af % hlut- um í eigu fslensku umboðssölunn- ar og annarra íslenskra útflytj- enda og af 'A hluta í eigu mín og nokkurra Bandaríkjamanna." „Fjárhagsárinu lýkur 31. mars hjá okkur, svo við getum ekki séð ársafkomuna ennþá, en ég býst við að það verði allt að þriðjungs aukning á sölunni frá fyrra fjár- hagsári. Það vil ég meðal annars þakka þátttöku okkar í matvæla- sýningum víða um Bandaríkin, þar sem við höfum mætt ásamt þeim stóru, Sambandinu og Sölumið- stöðinni," sagði Halldór Helgason. Jóhann Scheving Jóhann Scheving hjá Álafossi: Slæmar afkomuhorfur á næsta ári „Undanfarnir tveir vetur hafa verið mildir, þannig að sala á ull- arfatnaði hefur verið í lægra meðallagi," sagði Jóhann Scheving þegar fréttaritari Morgunblaðsins ræddi við hann. „Á árinu sem er að líða hefur orðið lítilsháttar söluaukning, en ekki eins mikil og við áttum von á. Rekstrarafkoman var á hinn bóginn góð.“ „Við erum með árstíðarbundna vöru og búum auk þess við þá staðreynd, að ef smásalan gengur illa eitt árið, lendir það á framleið- andanum næsta ár. Ef verslanir þurfa að setja stóran hluta af ull- arvörum á útsölur eftir áramótin, þá panta þær minna fyrir næsta vetur." „Sölutíminn hjá okkur er á tímabilinu frá janúar til apríl, þá kaupa verslanir inn fyrir næsta haust. Það kólnaði seint síðastlið- inn vetur og því seldust ullarvörur seinna en venjulega á vetrinum. Viðskiptavinirnir voru því varkár- ir í janúar—mars 1985 og lögðu inn lægri byrjunarpantanir en áður. Þeir treystu á að við hefðum lager til að mæta endurpöntunum. Áætl- anir okkar stóðust að því leyti að endursölulagerar seldust vei.“ „Salan hjá okkar viðskiptavin- um gekk líka vel á síðastliðnum vetri og ég veit ekki um neinn sem liggur með birgðir. Söluhorfur á næsta ári eru því góðar, en við eigum samt í erfiðleikum vegna verðlagningar á vörunum. Við verðum að verðleggja fyrir allt næsta ár, vegna þess að þeir sem panta í ársbyrjun og fá vöruna næsta haust, taka ekki annað í mál en að kaupa á föstu verði." „Verðlags- og gengisþróun heima er helsta áhyggjuefnið," sagði Jóhann Scheving. „Það hafa orðið kostnaðarhækkanir á íslandi og má búast við að þær haldi áfram. En við getum ekki hækkað dollaraverðið hér að sama skapi og kostnaður hækkar heima. Samkeppnin í fataiðnaðinum er hörð og því verður ekki hægt að hækka verð mikið á næsta ári, enda er verðhækkana ekki enn farið að gæta hér í landi, þrátt fyrir gengissig dollarans." „Af þessum ástæðum eru af- komuhorfur fyrir næsta ár slæmar og við megum þakka fyrir ef við náum hagnaði, einkum og sér í lagi ef dollarinn lækkar meira eða stendur í stað.“ Knut Berg Knut Berg hjá Flugleiðum: Búumst við að halda okkar hluta „Þetta hefur verið ágætt ár hjá okkur, það gekk mjög vel framan af en fór að hægja um þegar seig á seinni hlutann," sagði Knut Berg framkvæmdastjóri . Flugleiða í New York. „Við ljúkum árinu með hagnaði, tekjuáætlun stóðst en kostnaður varð heldur meiri en búist var við. Ástæður minni sölu á síðustu mánuðum ársins eru lækkun dollarans og harðnandi samkeppni í Evrópufluginu." „Það eru fleiri um hituna og samkeppnin verður geysihörð á næsta ári. American Airlines stefna inn á Evrópumarkaðinn með flug frá miðvestur-fylkjunum og People Express hefur bæst í hóp þeirra sem fljúga milli Evrópu og Ameríku. Við búumst við því að síðarnefnda flugfélagið hafi áhrif á stöðu okkar, raunar finnum við þegar fyrir áhrifunum, en við gerum okkur grein fyrir því að það tjáir ekki að reyna beina sam- keppni.“ „Við getum ekki keppt við People Express um verðlag, en ætlum að leggja áherslu á okkar sérstöðu. Það er pláss fyrir okkur á mark- aðnum, enda er okkar hluti aðeins lítið prósentubrot af heildinni. Við munum leggja aukna áherslu á ferðir til íslands og Skandinavíu, þótt flugið til Lúxemborgar verði áfram meginuppistaðan." „Við búumst við að fall dollarans verði til þess að fleiri Evrópubúar ferðist yfir Atlantshafið og vegi þannig upp á móti hugsanlegum samdrætti. Þetta hefur verið býsna einhliða að undanförnu og það fengist betri nýting ef ferða- lögum Evrópumanna fjölgaði.“ „Ég er því í það heila tekið bjart- sýnn um framvinduna næsta árið, við munum halda okkar hlut án þess þó að fara út í slag við þá stóru.“ Úlfur Sigurmundsson Úlfur Sigurmundsson viðskiptafulltrúi: Góðar horfur fyrir útflytjendur „Við hittumst nýlega, viðskipta- fulitrúar Norðurlanda hér í New York, og ræddum um liðið ár, stöðuna í dag og horfurnar fyrir næsta ár,“ sagði Úlfur Sigur- mundsson viðskiptafulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu, en hann hefur aðsetur í New York. „Við vorum sammála um að liðið ár hafi verið mjög gott þegar á heild- ina er litið. Árið 1984 var hinsveg- ar eitt það allrabesta fyrir skand- inavísku löndin, en lélegt fyrir ísland. í grundvallaratriðum er efna- hagsútlitið í Bandaríkjunum gott, þrátt fyrir fallandi dollar, raunar eru horfurnar betri hér en í Evr- ópu. Menn eiga semsagt ekki von á miklum breytingum á næsta ári og eru almennt vissir um að 1986 verði gott ár fyrir þá sem flytja út vörur til Bandaríkjanna, jafnvel þótt það nái að líkindum ekki að jafnast á við 1985 og — hvað snert- ir skandinavíska útflytjendur — 1984. Ef dollarinn lækkar enn og stærri útflytjendur sem skipa fastan sess á markaðnum hækka enn verð á sínum vörum, má búast við að það hafi áhrif á annan út- flutning. Slík þróun gæti orðið til þess að minni útflytjendur eða þeir sem flytja út nýtískulegar vörur gætu hækkað sitt verð líka, þótt það sé auðvitað misjafnt hversu langt menn geta gengið í þá átt án þess að ganga á markaðs- hlutdeild sína,“ sagði Úlfur Sigur- mundsson. Halldór J. Kristjánsson hjá Sambandinu: Stöðnun á ullarvöru- markaðnum „Undanfarið ár hefur einkennst mjög af aukinni samkeppni ann- arra Evrópulanda. Þau hafa sótt mikið meira inn á Ameríkumark- aðinn. Vegna styrkrar stöðu doll- arans á undanförnum tveimur árum hafa Evrópumenn lagt mikla peninga í að komast inn á markað hér,“ sagði Halldór J. Kristjánsson hjá Iðnaðardeild Sambandsins í New York. „En nú á síðustu 2—3 mánuðum hefur dollarinn stefnt niður á við aftur og ég sé engin teikn um breytingu á þeirri þróun þótt hún eigi sér ekki stað með sömu látum og fyrir ári. En þetta ár hefur semsagt einkennst af því hve doll- arinn hefur verið álitinn sterkur og margir hafa sóst eftir honum og lagt í útgjöld af þeim ástæðum." „Þetta hefur verið fyrsta árið í ullinni sem stöðnun ríkir. Það hefur ekki verið sá uppgangur sem einkenndi fyrri ár. Við getum kannski lært það helst af þessu að við þurfum að fylgjast með tískuþróun og ekki síður að vera vakandi gagnvart samkeppni." „Ég er nú alltaf svolítið bjart- sýnn. Við þurfum á því að halda í þessum viðskiptum. Við höfum nýlega lokið vörukynningum fyrir helstu umboðsaðilana í New York og Chicago og fengum betri undir- tektir en á sama tíma í fyrra. Ástæðan er sú að við erum með meiri fjölbreytni og úrval, meðal annars vegna þess að við leituðum til sérfróðra aðila um hönnun og litayal." „Á hinn bóginn vil ég segja það um næsta ár að það verður alveg sami barningurinn og endranær. Menn verða tii dæmis að gera sér grein fyrir því að Ameríkumenn standa ekki lengur í biðröðum eftir ullarvörunni, ef það má orða það þannig. Að undanförnu hefur verið rekinn mikill áróður fyrir því að kaupa innlenda vöru, að kaupa bandarískt. Sumir sölumenn virð- ast jafnvel óttast að innflutning- urinn muni ekki seljast jafn vel og áður,“ sagði Halldór Kristjáns- son. Magnús Gústafsson: Aukning söluverðmætis hjá Coldwater „Heildarsalan hjá Coldwater hef- ur að magni til minnkað lítillega á árinu, hún er 3 prósentum minni en árið 1984,“ sagði Magnús Gústafs- son hjá Coldwater Seafood Corporat- ion þegar hann var inntur eftir við- skiptaárangri liðins árs. „Á hinn bóginn jókst söluverðmæti um 5 pró- sent. Við seldum minna magn af verk- smiðjuframleiddum fiskréttum, Magnús Gústafsson enda hefur sala á ódýrri og lítt arðbærri vöru úr fiski frá Suður- Ameríku og úr fiskvarningi minnkað almennt hér á landi. Önnur viðskipti Coldwater hafa hinsvegar gengið betur og seldum við flök bæði í auknu magni og fyrir hærra verð. Sú ánægjulega viðhorfsbreyting hefur átt sér stað, að neysla á góð- um fiski á auknum vinsældum að fagna hér í Bandaríkjunum. Hér er mikið talað um hollustu þess að borða fisk og framleiðendur þurfa að nýta sér þennan áhuga. En við þurfum fyrst og fremst að geta boðið upp á gæðavöru, menn eiga að hafa ánægju af því að borða fisk. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk borði fisk, eingöngu vegna þess hve hollur hann er. Við hefðum getað selt meira magn af flökum, en síðari hluta ársins vantaði tilfinnanlega ýsu- og karfaflök. Verðhækkun á þorsk- blokk hefur ekki orðið vegna auk- innar eftirspurnar, heldur vegna minna framboðs, og við skulum því fara varlega í sakirnar að fagna henni," sagði Magnús Gúst- afsson. „Sú hætta er alltaf fyrir hendi, að miklar verðhækkanir hreki suma viðskiptavini til að nota annað hráefni, til dæmis kjúklinga, en verð á þeim hefur lækkað að undanförnu. Ef við lítum fram á veginn og hyggjum að fyrri hluta 1986, ber að hafa í huga horfur á ísavetri við Kanada og líkur á að sjór í Eystrasalti verði jafn kaldur og í fyrra. Þá var þorskveiði lítil á þessum svæðum og þó var mikil- væg ástæða fyrir minna framboði á þorski og þarafleiðandi hærra verði. Kannski verða náttúruöflin okkur aftur hjálpleg að halda uppi verðinu! Fyrstu spár um framboð fisks frá íslandi og Færeyjum benda til þess að hægt verði að þjóna mark- aðnum sæmilega, þó með því skil- yrði að hægt verði að manna frystihúsin og að gengisþróunin verði ekki enn óhagstæðari. Mestum áhyggjum valda þó þær fullyrðingar í umræðunni á ís- landi, að of mikið sé vandað til verkunar fisks fyrir Bandaríkja- markað. Sumir virðast telja að það ætti að selja fiskinn hingað með beinum, ormum og roði. En Banda- ríkin eru okkar langmikilvægasti markaður og hér borga viðskipta- vinirnir fyrir gæðavöru og borða ekki fisk með ormum og roði. Þjóðir sem byggja tilvist sína á því að selja öðrum hráefni eru yfirleitt fátækar. Ef framleiðnin er of lítil, þá eigum við að auka hana með bættri skipulagningu og betri tækni. Við íslendingar þurf- um að selja bæði þekkingu og gæði, en ekki einungis hráefnið. Að sjálfsögðu höfum við mesta möguleika í þeim iðnaði þar sem við erum í forystu, það er að segja í sölu á frystum sjávarafurðum. Á næsta ári mætti okkur gjarnan auðnast að tala minna, en vinna þeim mun meir að aukinni fram- leiðni og reyna að nýta markaðs- tækifærin til að bæta þjóðarhag."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.