Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. JANÚAR1986 B 7 Það hafði vantað farkennara í Grafninginn í fjögur ár en aldrei eins og þetta haust. Það stóðu fyrir dyrum próf í sambandi við ný fræðslulög. Þangað réðst ég fyrir milligöngu Freysteins Gunnarsson- ar vinar míns. Árangur nemenda minna þótti með eindæmum góður, enginn fékk undir sjö ef ég man rétt. Fyrir vikið var ég eindregið hvattur til að fara í kennaraskólann þar sem ég var við nám f öðrum bekk einn vetur. Hugur minn var þó allur í garðyrkjunni og ég hvarf frá kennaranáminu og til starfa hjá nýjum garðyrkjustjóra Reykja- víkur,- Sigurði Sveinssyni, sumarið 1945. Hjá Reykjavíkurborg hef ég starfað síðan. Ég hafði, ásamt þremur öðrum, forgöngu um að stofna stéttarfélag garðyrkjumanna. Fyrsta samningn- um náðum við árið 1945. Ég er svolítið hreykinn af því að ég gerði það að mínu aðalbaráttumáli þá að konur fengju sömu laun og karlar í félagi okkar, en þá voru starfandi þijár garðyrkjukonur á landinu. Þar vorum við brautryðjendur í jafn- réttismálum. Árið 1955 tók ég við sem garð- yrkjustjóri Reykjavíkur þegar Sig- urður Sveinsson lét af störfum." Tvær siðareglur „Ég hef haft tvær siðaregiur í lífinu. Ég hef að ráði móður minnar sjaldan skammtað mér aftur mat á diskinn og áfenga drykki hef ég umgengist með varúð. Af léttu vfni drekk ég hámark þijú lítil staup, smakki ég það á annað borð en af sterku víni í hæsta lagi eitt glas og þá sjaldan í botn. Ég fór að reykja í kjölfar nikótíneitrunar. Við notuðum nikótín til að beijast við meindýr í gróðri og ég fékk eitrið eitt sinn í blóðið gegnum sár á fingri. Lúðvík Nordal læknir, sem þá var á Selfossi, pfndi mig til að reykja vindil til að fá mig til að kasta upp og stóð yfir mér á meðan og sagði í sífellu: „Púaðu strákur." Eftir það fór ég að grfpa í vindil einstöku sinnum en lengst af hef ég þó tottað pípu síðan." Hjónaband „Hvað kvenfólk áhrærir þá er nóg að segja að ég gifti mig Guð- leifu Hallgrímsdóttur úr Reykjavík þann 7. september 1945. Við giftum okkur saman, ég og Jón bróðir, og giftinguna bar að svo brátt að konan mín hafði aðeins tveggja klukkustunda fyrirvara fyrir at- höfnina, sem fór fram hjá lögmanni. Við Guðleif höfum eignast saman sex syni, fimm þeirra eru á lífi, sjöunda soninn, Hafstein, eignaðist ég með annarri konu. Hann er garðyrkjumaður, svo og Indriði sem er nú í Noregi við framhaldsnám í garðyrkju. Hallgrímur Valur hefur einnig stundað garðyrkjustörf auk annars. Hinir þrír eru Jón Gunnar sem er rafvirki, Atli Geir sem hefur lært hárgreiðslu og Stefán Daði sem er yngstur, hann er við nám í gler- augnasmíði í Noregi." Málverk og sagnfræði „Áhugamál mín fyrir utan garð- yrkjuna eru mörg. Ég hef talið skyldu mína að lesa allt sem út hefur komið um fslenskan land- búnað. Ég hef haft mikinn áhuga á hvers konar listum. Ég stundaði allar málverkasýningar allt frá ár- inu 1945 til ársins 1968. Þá var haldin málverkasýning í tjaldi á lóð gamla Listamannaskálans og þótti mérþá nógum. Ég hef haft mikið samband við flest alla myndhöggvara á landinu. Samband mitt við Ásmund Sveins- son var næstum eins og milli sonar og föður og í fimm ár var ég öllum stundum með Einari Jónssyni. Ég vann við að útbúa lóðina fyrir fram- an Hnitbjörg og við urðum miklir félagar og ræddum margt saman, m.a. um andleg mál, t.d. spíritisma sem hann aðhylltist en ég ekki. Sagan hefur verið mér hugstæð. í sambandi við íslendingasögumar hef ég sérstaklega lagt mig eftir að athuga stöðu konunnar. Ég veit ekki hvort menn hafa almennt gert sér grein fyrir að okkar saga hefst með ástarævintýri út í Noregi. Bardaginn stóð út af Helgu, hinni fögru systur Ingólfs Amarsonar. Hennar er alltof lítið getið. Þegar vel er að gáð gerist fátt án þess að konur séu þar aflið á bak við, þó þær hafi yfirleitt vit á að vera ekki framkvæmdaaðilar. Draumar og hugboð hafa verið mikilvægt afl í lífi mfnu. Af slíkum sökum hef ég oft breytt ákvörðun- um mfnum og alltaf til hins betra. Ég tel mig vera ákaflega fljótan að átta mig á mönnum og alltaf sérlega mannglöggan. Ég er líka glúrinn að sjá út fljótlega hvort mér er mögulegt að vinna með fólki." Garðyrkja og ritstörf „Ég hef verið ánægður ef ég hef haft svo sem 75 prósent árangur í mínu starfi. Við höfum lítið rætt um starf mitt sem garðyrkjustjóri. Það er í samræmi við það að ég hef alltaf gætt þess að ræða ekki störf manna hafi ekki borið til þess brýna nauðsyn. Mér hefur alltaf leiðst það sjálfum þegar fólk í samkvæmum og á mannamótum hefur sífellt fitjað uppá umræðum um garðyrkju við mig. Ég vil þó geta þess að ég hef haft ánægju af að stuðla að því að græða upp borgarlandið. í því efni hefur mikið áunnist og eins hef ég haft mikla ánægju af starfi mínu í sambandi við Árbæjarsafn, það hefur verið skemmtilegt verkefni að fást við. Ég hef um áratuga skeið fjallað mikið um garðyrkjumál bæði í ræðu og riti og ekki legið á áliti mínu í þeim efnum. Það er sú hlið sem helst hefur snúið að samferðafólk- inu. Það er hins vegar margt annað sem mér hefur legið á hjarta. Oft hef ég skrifað niður það sem mér hefur dottið í hug, kannski á ein- hveija snepla sem ég hef síðan kastað í eina hrúgu. Þegar ég hef svo farið að gera skattaskýrsluna mína og leita að alls kyns gögnum þá hef ég fundið ýmislegt í hrúg- unni. Sumu hef ég hent eins og gengur, sumt geymi ég og svolítið af þessu kom út í litlu kveri, „Jarð- armeni", árið 1966. Eitt sinn skrif- aði ég ævisögu Kristínar Dalsteht veitingakonu, sú bók kom út fyrir nokkuð mörgum árum. Ég drep alltaf niður penna annað slagið og á nú orðið mikið magn af handrit- um, bamasögum, sagnaþáttum, ljóðum og öðru. En tíminn hefur ekki verið mikill síðustu árin til þess ama og enn er ég í starfi hjá borginni þó ég hafi formlega látið af embætti. Ég vonast þó til að geta sinnt ýmsu grúski meira en ég hef gert. Sú náttúra mín helst í hendur við það að ég er mjög fast- heldinn að eðlisfari. Hafi ég eignast hlut á ég erfitt með að farga honum. Bækur og blöð fer ég aldrei með á fombókasölu. Ég safna ýmsu, bæði greinum og öðm, en fæst af þvf er eftir sjálfan mig, um það hef ég verið fremur hirðulaus. Hvað efna- leg gæði snertir þá er ég þar ekki mjög kröfuharður. Ég á t.d. enn sömu stólana og húsgögnin sem ég byijaði búskap með og er fyllilega ánægður með það.“ Maður sem umbreytir jörð er listamaður í eðli sínu „Ég hef aldrei sett fram hug- mynd fyrir einhvem nema ég hafi treyst mér til að framkvæma hana sjálfur. Ég hef að vísu ekki alltaf verið ánægður með hvernig mínir undirmenn hafa unnið en það hefur þó aldrei kastast alvarlega í kekki milli mín og þeirra, ekki mjög alvar- lega a.m.k. Ég hef unnið með góðu fólki, það sem unnið hefur verið í minni embættistíð í ræktunarstörf- um í borginni er ekki síður sam- starfsfólki mínu að þakka en mér sjálfum. Það kemur heim og saman við þá grundvallarskoðun mína að sá maður sem umbreytir jörð hann er listamaður í eðli sínu." Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir. VIÐ GÆTUM AUGLÝST 8,9% HÆKKUN ÁVÖXTUNAR! En þá værum við að leika okkur að tölum eins og stundum er gert í auglýsingum. Réttum tölum, - en um leið meira en lítið villandi tölum. Með breyttum vaxtaútreikningi á Kjörbókinni hækkar lágmarks ársávöxtun úr 36% i 39,2%. ' Ávöxtunartalan sjálf hækkar þannig vissulega um 8,9%, - ávöxtunin hækkar hinsvegar um 3,2%, og það er engin smáræðis hækkun. Þú getur treyst tölunum okkar. Kjörbók Landsbankans eróbundin og örugg ávöxtunarleið, - þóð bók fyrir bjarta framtíð. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.