Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1986 B 29 Þessir hringdu . . . Lofsverð hjálpsemi Jenný Guðbrandsdóttir hringdi: „Ég vil hér með koma á framfæri þakklæti til starfsfólks Bíla- þvottastöðvarinnar við Miklagarð. Þannig var mál með vexti að ég var að koma úr strætisvagni og var á leiðinni niður að Miklagarði. Þá kom svo mikil vindkviða að ég fauk út af veginum út á hjamið, datt kylliflöt, og skrámaðist tals- vert. Þá komu maður og kona hlaupandi út úr Bflaþvottastöðinni og hjálpuðu mér á fætur. Máttu þau ekki heyra annað nefnt en að þau keyrðu mig á slysavarð- stofuna og síðan hringdu þau til aðstandenda minna, en ég er nú orðin 83 ára gömul. Ég kann þeim bestu þakkir fyrir sérstakan vel- vilja og samkennd. Það er alltaf gaman að rekast á gott fólk, þó svo að með þessum hætti hafí verið í þetta sinn.“ Ætti að innheimta eins og opinber gjöld Guðrún hringdi: „Ég vil taka undir orð Guðnýar í Velvakanda á sl. föstudag, um hversu fárán- legt það er að ógreidd bamameð- lög séu vaxtalaus og það er ennþá fáránlegra að Tryggingastofnun ríkisins skuli borga þetta fyrir aumingja mennina. Þeir hugsa þá sjálfsagt með sér að það sé óþarfí að borga þetta þar sem Trygg- ingastofnun borgi það hvort eð er fyrir þá. En hvar er sjálfsvirð- ing þessara manna, ef þeir sjá ekki sóma sinn í því að borga með sínum eigin bömum? Ef við borgum ekki okkar gjöíd hikar hið opinbera ekki við að gera hjá okkur lögtak, og hvers vegna gildir ekki það sama um þessar skuldir? í þessu máli verður að gera eitthvað róttækt, því vissulega væri hægt að gera eitt- hvað gagnlegt fyrir þessa peninga en styrkja þessa vanskilamenn, t.d. að láta þessa Qármuni renna til sjúkrahúsa eða eliiheimila." eru vangoldii vaxtalaus? TRgreiðir 140 miiyónir fyrirvan- goldin meðlög IK t! 'HLu Er Flugleiðamönnum ekki treystandi? Til Velvakanda. Þann 10. des. sl. kom hingað til lands með annarri þotu Flugleiða frá Danmörku ung kona með nokk- urra vikna gamlan son sinn til dvalar hjá ættingjum yfír jólin. Þessi unga kona er asma-sjúklingur og þolir illa áreynslu. Hún var ein í þessari ferð með hvítvoðung og þótti því rétt að biðja um aðstoð henni til handa, ef hægt væri að fá hana. Þann 8. des. var haft samband við skrifstofu Flugleiða hér í Reykjavík, en þar var vísað á skrif- stofu þeirra á Keflavíkurflugvelli. Þar varð fyrir svörum ung konurödd (fulltrúi) og sagði hún að aðstoð væri sjálfsögð í slíkum tilfellum. Þetta væri mjög auðvelt. Send yrði beiðni um aðstoð til skrifstofu Flug- leiða á Kastrup. Telex væri alltaf í gangi. Annað hvort yrði það starfsmaður Flugleiða eða flugvall- arins sem yrði til staðar, því mætti treysta. Gefið var upp fullt nafn konunn- ar, flugnúmer og heimkomudagur. Beðið var um að strax og konan kæmi inn í fríhöfnina eftir passa- skoðun biði þar einhver starfsmað- ur, sem gæti hjálpað henni með burðarrúmið og stóra handtösku, því eins og þeir vita sem um Kastr- upflugvöll hafa farið á leið til ís- lands, þá er æði löng ganga út að flugvélinni. Eins var beðið um að henni væri hjálpað inn í flugvélina og ætlað gott sæti. (A ferðum mín- um með ýmsum erl. flugfélögum hefí ég tekið eftir að farþegum með ung böm eru ætluð fremstu sætin í vélunum og þau merkt með sér- stökum veifum. Þetta hef ég aldrei séð í íslenskum flugvélum.) Þegar konan sem um er rætt kom inn í fríhöfnina var þar enginn til hjálpar. Hún reyndi að fá „hjóltík" að láni og einnig reyndi hún að fá einhvem til að hjálpa sér, en það var hvergi neina hjálp að fá. Hún hóf því þessa Iöngu göngu með burðarrúmið og töskuna áleiðis að flugvélinni en sóttist ferðin seint. Samlandar hennar, þessir rausnar- menn sem gefa til útlanda tugi eða hundruð milljóna króna til hjálpar bágstöddum, þeir skunduðu fram • hjá án þess að veita henni aðst ð með bamið. Og þó, ung kona, s< m einnig var farþegi, kom henni til hjálpar og bar með henni burðar- rúmið og hafí hún þakkir fyrir góða aðstoð og hugsun. Sem betur fer var flugvélin ekki fullbókuð svo konan fékk gott sæti og allan viður- gjöming um borð, en ekkert sæti var frátekið fyrir þau sérstaklega. Er heim kom beið enginn starfs- maður Flugleiða eftir konunni til að hjálpa henni frá borði og í gegn um fríhöfnina eins og lofað hafði verið. En sem betur fer þekkti einn flugmaður vélarinnar konuna og kom henni til hjálpar og gerði það vel og drengilega. Þökk sé honum. Sem sé, allt sem þessi fulltrúi Flugleiða á Keflavíkurflugvelli lof- aði, var svikið. Vonandi hafa ekki margir sömu sögu að segja. Auður Stefánsdóttir „Hillingar í sambandi við NT villtu mönnum sýn“ —segir Kristinn Fúmbogason stjimar- maAur [ bUAstjóm Timans Vísa vikunnar Blaðinu leiðin virtist vís vasameðurtóma. Hyllti undir heilagt SÍS og Helga Pé í ljóma. Hákur Saumanámskeið Námskeiö í fatasaum, fyrir byrjendur og lengra komna, er aö hefjast. Upplýsingar og innritun í símum 83069, 46050 og 21421. Fyrirtæki — stofnanir Það er dýrt að senda mann út Viö bjóöum aöstoö okkar viö hvers konar útréttingar í Danmörku og víöar. T.d.: 1. Aöstoöum íslenska sýningaraöila og gesti á vörusýningum. 2. Komum á samböndum milli kaupenda og seljenda á tilteknum vörutegundum. 3. Komum fram sem fulltrúar íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendum viö- skiptaaöilum, einnig ef íslenska fyrir- tækiö óskar eftir nafnleynd. 4. Önnumst innheimtur. 5. Aöstoöum viö fasteignakaup og sölu. 6. Útvegum lögfræöilega aöstoö í Dan- mörku, bæöi viö einkamál og viöskipta- mál. 7. Önnumst fjármálaráögjöf í Danmörku. 8. Tökum aö okkur ýmis önnur smáverk- efni. Öll verkefni og fyrirspurnir eru trúnaðar- mál og veröa varðveitt sem slík. Eurokontakt Denmark (Jón H. Holm) Skindergade 32,2 1159 Kaupmannahöfn K Sími: 90-45-1-138013 Telex: 16600 fotex dk < Att: Eurokon cph. Bladburóarfólk óskast! Austurbær Ingólfsstræti Barónsstígur Hverfisgata 63—120 Grettisgata 64—98 Vitastígur 11 —17 Þingholtsstræti Skerjafjörður Gnitanes

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.