Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. JANÚAR1986 B 15 Kynlífsspilift getur verift æsispennandi. Nýja spilið hennar dr. Rutar kynlífsráðgjafa „Aldrei myndi ég spila spil meö öðru fólki," sagði Evr- ópumaður, eftir aö hann sá nýja Kynlífsspilið hennar dr. Rutar (Dr. Ruth’s Game of Good Sex). „Og ég vil ekki hafa það í húsinu þegar börn- in koma heim.“ Spilið kom á markaðinn í Bandaríkjunum fyrir jólin og ku hafa selst eins og heitar lummur; Einn dreifiaðili bar það saman við „Trivial Pursuit" spilið, sem var í mikilli tísku í Bandaríkjunum í fyrra, en sagði að Kynlífsspilið seldist þó betur. „Við höfum aldrei upplifað annað eins í hundrað ára sögp fyrirtækis- ins.“ Spilið er spUað á spjaldi svipað og Matador. Það geng- ur út á að safna „æsistigum" og er ætlað tveimur til fjórum pörum. Pörin spila saman og safna kven- og karlstigum með því að kasta teningi og hreyfa peð eftir fjórum reit- um á fjórum brautum á spjaldinu. Brautirnar eru kallaðar „en rómantískt", „í stuði", „undirbúningur", „at- höfnin" og innst er „sameigin- leg ánægja", en parið sem kemst þangað fyrst vinnur. Reitirnir eru merktir ýmsum aðgerðum og gefa stig í sam- ræmi við áhrif þeirra á kyn- hvötina. Bæði kynin fá t.d. eitt stig ef peðið lendir á reit merktum „glas af víni“ en missa stig á reit „reykskynj- arinn fer af stað“. Inn á milli eru reitir merktir „spyrjið dr. Rut“ og „kynlífsráðgjöf“. Þá þurfa pörin að svara spurn- ingum af litlum spjöldum, sem fylgja með, og fá stig ef þau vita rétta svarið. Dr. Rut þessi er 57 ára og heitir Ruth Westheimer fullu nafni. Hún er af þýsku bergi brotin en hefur búið í Banda- ríkjunum í 30 ár. Hún er kynlífsráðgjafi og byrjaði með fimmtán mínútna út- varpsþátt eftir miðnætti á einni New York-stöðinni fyrir fimm árum. Þátturinn varð strax vinsæll og nú er hann orðinn tveggja tíma þáttur og er fluttur á góðum útvarps- tíma út um öll Bandaríkin. Hún er líka komin með sjón- varpsþátt sem var fyrst hálf- tímaþáttur og kallaður „Gott kynlíf", en er nú klukkutíma- þáttur og heitir „The Dr. Ruth Show“. Stjörnur eins og Burt Reynolds, George Burns, Joan Rivers og Edward I. Koch, borgarstjóri New York, troða upp í þættinum með dr. Rut. Hún er með þriðju kynlífs- ráðgjafarbókina í smíðum og skrifar dálk í Playgirl-tímaritið. Hún er eftirsóttur ræðumaður og auglýsir ýmsar vörur í útvarpi og sjónvarpi, Kellogg’s Corn Flakes hefur t.d. áhuga á að fá hana til að auglýsa fyrir sig. Og fólk út um öll Bandaríkin dáir hana. Það varð allt að því óviðráð- anleg örtröð í vöruhúsi Blo- omingdale’s í New York þegar hún mætti þar til að auglýsa nýja spilið sitt. Fólk kom alls staðar að og fullyrti að hún hefði bjargað hjónaböndum þess, að það elskaði hana og hún hefði gert það ríkt. „Ég keypti hlutabréf í Monarch Avalon," fyrirtækinu sem framleiðir Kynlífsspilið, „þeg- ar bréfið kostaði 4 dollara og seldi þau á 16 dollara stykkið," sagði einn ánægður. Rut sjálf er hæstánægð með velgengni sína og fer ekki dult með það. Hún er mjög lágvaxin og lítur frekar út fyrir að vera sérfræðingur í góðum kökuuppskriftum en kynlífi. Hún gefur fólki op- inská ráð, fer út í smáatriði og kryddar allt með góðri siðprýði, Hún er hlynnt föst- um samböndum, varar við lauslæti og telur að ótti við ónæmistæringu muni draga úr því. Hún studdist við fyrir- spurnir fólks og vandamál þess þegar hún samdi spurn- ingarnar í Kynlífsspilinu. Þær eru margar fróðlegar og sumar eru fyndnar og Evr- ópumaðurinn þurfti því ekki að óttast að spilið væri klúrt og ógeðslegt. Én það snýst um kynlíf og sumir kjósa að fjalla um það í einrúmi. Það er öruggara að spila bara Lúdó, enginn verður feiminn við að spila það. ab VIÐ GÆTUM AUGLÝST AÐ 178.644 EIGI KJÖRBÓK EBA ALMENNA SPARISJÓÐSBÓK i LANDSBANKANUM. En þá værum við líka ad leika okkurað tölum eins og stundum er gert í auglýsingum. Réttum tölum, sem segja þó ekki alla söguna. Um síðustu áramót námu innstæður á Kjörbókum í Landsbanka íslands hinsvegar3.660 milljónum, og það er engin smáræðis upphæð. Þú getur bæði lagt traust þitt og sparifé á Kjörbókina, - góða bók fyrir bjarta framtíð. íslands Banki allra landsmanna saBSgsassBag jstuo&SŒsa -■ifflaBWIM asmttasraazE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.