Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. JANÚAR1986 3C A DROTnNSJWGI Umsjón: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Ásdís Emilsdóttir Svavar A. Jónsson Þessir dagar hafa sameinað okkur Við höfum sagt frá Explo ’85, alþjóð- legri ráðstef nu um kristna trú og boðun, sem hér var haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð síðustu daga desember- mánaðar o g fjallað hefur verið um hana oftar hér í blaðinu. Ég tók fimm þátttak- endur þar tali og ræddi við þau Eirnýju Asgeirsdóttur og Guðna Gunnarsson, sem bæði stóðu að undirbúningi og stjórn ráðstefnunnar. Eg spurði þau Eimýju og Guðna hvort þátttakan hefði orðið eftir vonum þeirra. Eirný: Já, við vorum ánægð með þátttökuna. Fólk hefur komið víða utan af landi. Það er til sér- stakrar fyrirmyndar að sóknar- nefndin á Egilsstöðum greiddi helminginn af fargjaldi 10 manna hóps, sem kom frá söfnuðinum þar. Finnst ykkur samkirkjustarfíð hafa verið gott? Eimý: Þessir dagar hafa sam- einað okkur og það ríkir hlýja á milii manna. Fólk er ekki sítalandi um það, sem aðskilur okkur. Við finnum það vel þegar við erum að skúra gólfin saman á morgn- ana, fólk úr ýmsum trúarhópum, að það er gott að vinna saman og margt að ræða. Það er virki- lega gaman. Guðni: Mér finnst líka að samkirkjustarfið hafi heppnazt mjög vel. Það sýnir að það er hægt að starfa saman á réttum grundvelli. Það var rætt um þetta allt fyrirfram, t.d. um það hvemig Spjallað saman á Explo Séra Sighvatur Birgir Emilsson, Ásum í Skafta- fellssýslu: Mér hefur líkað alveg prýðilega að vera hér á Explo. Það er nauðsynlegt, fróðlegt og vekjandi að vera með svona mörgu kristnu fólki. Ekki sízt fyrir sveitaprest, sem kemur úr fámenni. Ég vona að orkan endist þegar ég er kominn aftur í mitt eigið presta- kall. Ég hef fengið hér nýjar hugmyndir, t.d. í litla kverinu „Guð elskar þig“, sem kennir okkur hvemig við getum boðað öðrum fagnaðarerindið. Hjúkrunarfræðingarnir Margrét Hróbjartsdóttir og María Finnsdóttir: Þetta er mjög gott framtak. Það er dásamlegt að fólk frá svona mörgum trúfélögum skuli geta hitzt. Það sýnir að fleira sameinar þessa hópa en skilur þá að. Fulltrúar hópanna hafa kynnt starfsemi sína í sýningarbásum og á bókaborðum og sjálfboðaliðar frá mörgum hópum hafa unnið sameiginlega að ræstingu og bamagæzlu. Víða um heiminn hefur fólk lagt mikið á sig til þess að komast á þessar ráðstefn- ur, við sjáum á því að fólk þráir samfélag við lifandi Guð. Helga Ólaf sdóttir nemi: Ég hef verið hér alla dagana og það er rosalega gaman. Það er sérstaklega gaman á kvöldsam- komunum. Það skemmtiiegasta er að vera svona mörg saman og tengjast fólki úti um allan heim. Við höfum lært að vitna fyrir öðrum, nýta tækifærin. Sjálf hef ég vaxið í trúnni við að vera héma. Agnes Jensdóttir forstöðu- kona: Ég hef lært mikið um það hvemig á að boða orðið og ná til fólks. Mér finnst kennslan héma og sjónvarpsútsendingamar hald- ast í hendur. Það miðar hvort tveggja að því að benda á Jesúm Krist. Við viljum mörg starfa fyrir Guð en við vitum ekki alltaf hvemig við eigum að fara að því. Þessi ráðstefna gerir okkur ör- uggari í starfínu. við skyldum ljúka samkomunum, því flokkamir, sem að þessu standa ljúka samkomum sínum á mismunandi hátt. Það var líka ákveðið að ekki skyldu rædd ágreiningsatriði. Kvöldsamkom- umar sýndu vel þetta góða sam- starf. A sunnudagskvöldið töluðu bæði formaður KFUK og prestur úr kaþólsku kirkjunni og aðvent- istar stjómuðu söngnum og kenndu söngva sem voru flestum nýir. Mér finnst samverustundimar á daginn bera meiri keim af hinum nýju hreyfingum í kirkjunni en hinu hefðbundna formi þjóðkirkj- unnar. Ég hef ekkert á móti þess- um keim. En haldið þið ekki að margt þjóðkirkjufólk sakni sinna eigin sálma?_ Eirný: í söngheftinu eru söngvar og sálmar frá öllum hóp- unum, sem stóðu að ráðstefnunni. Ástæðan fyrir því að meira bar á léttari söngvum á bæna- og lof- gerða stundunum var einfaldlega sú að það tókst ekki að fá organ- ista úr þjóðkirkjunni til að koma og spila. Þorvaldur Halldórsson, sem stóð fyrir söngnum á þessum stundum, ætlaði að hafa sönginn með fjölþættara yfirbragði og láta syngja þar meira af sálmum úr sálmabók þjóðkirkjunnar. En e.t,v. hefði sá blær ekki gert fólk ÉG LOFA DROTTIN Myndin er frá bæna- og lofgerðarstund á ráðstefnunni. eins ánægt og það hefur verið. En það er satt, sumum finnst þessi blær framandlegur. En við vonum að því finnist hann ekki fráhrindandi. Það veldur mér vonbrigðum að sjá hvað fáar konur eru skráðar sem ræðumenn og umsjónar- menn. Þar eru aðeins tvær konur meðal ræðumanna og ein meðal umsjónarmanna. Hvers vegna koma ekki fleiri konur fram? Guðni: Ég tók eftir þessu þegar búið var að ákveða raeðufólk og umsjónarfólk. Það voru aðeins þjóðkirkjan og KFUM og K, sem höfðu valið konur sem ræðumenn. Það kann að stafa af því að undirbúningsnefndin var einungis skipuð körlum. Kannski var ekki leitað svo mikið eftir konum til að tala eða stjórna. Þetta er e.t.v. bara endurspeglun þess, sem er staðreynd í kirkjunni yfirleitt, það ber miklu meira á körlum en konum bæði innan þjóðkirkjunnar og utan. Teljið þið að árangur ráðstefn- unnar muni sjást í starfi kirkjunn- ar á næstu mánuðum? Guðni: Já, ég held það. Undir- búningurinn mæddi af mestum þunga á Ungu fólki með hlutverk og það gerði sér mikið far um að ná til fólks innan þjóðkirkjunnar og utan, fór t.d. inn á kvenfélags- fundi og aðra fundi kirkjunnar til að kynna ráðstefnuna. Við verð- um að horfast í augu við það að ráðstefna eins og þessi höfðar ekki til alls kirkjufólks. En ég er viss um að árangurinn mun koma fram. Eimý: Þetta er aðeins skref í áttina til enn meira samstarfs. 'Þetta hefur heppnazt vel en það er auðvitað margt, sem þarf að athuga betur. Það þyrfti að halda svona samkirkjulega ráðstefnu á hveiju ári. Auðvitað trúi ég á Guð Það var ekki laust við að þau væru hálfóörugg um sig. Hvað voru þau líka að gera í kirkjuna síðla á sunnu- degi til að tala um skírn, kvöldmáltíð og þjónustu? Þetta voru framandi efni fyrir þeim. Þar sem þau sátu þarna tóku þau tal saman. Við skulum hlusta á fjögur þeirra: „Ég er ekki lengur viss hvort ,ég trúi og þá á hvað,“ sagði Katrín. „Ég ólst upp við það að fara í kirkju og þekkti Biblíuna vel. Ég trúði öllu sem stóð í henni. Og trúaijátningin ér min játning. En nú er ég ekki viss. Mér finnst þetta út af fyrir sig góð hugmynd með þessa fundi um trúna og þetta kennsluefni er sjálfsagt gott. En ég er bara hrædd um að það fullvissi þá, sem eru vissir um trúna hvort sem er, en ég verði enn ruglaðri og óákveðnari en áður. Ég er hrædd um að verða enn meira einmana en fyrr. Samt finn ég til samfélags í altaris- göngunni.“ Mæja Finns vissi hveiju hún trúði. Og hún bað þess að Katrín gæti komist að sömu vissu. Hún sagði: „Ég hef aldrei þurft annað en orð guðspjallanna. Þau eru mér nóg. Ef til vill eru svo margir óvissir og vantrúaðir vegna þess að þjóðkirkjan prédikar ekki nógu skýrt. Mér fínnst að allir prestar ættu að vera eins og minn sóknar- prestur. Hann segir Ég veit og Ég er þess fullviss. Ég vona bara að þessar kennsluleiðbeiningar séu í þeim dúr.“ Tómas var nýskírður. Hann hafði ekki verið skírður sem bam, en komst svo að því „að trúin hefur eitthvað að segja". Hann sagði: „Ég ákvað að fara í kirkju á tímabili í lífi mínu þegar ég hafði misst stjóm á öllu. Ég er ekki nógu vel að mér í öllum kenningunum, en mig langar mikið til að kynna mér þær og verða góður meðlimur í kirkjunni. Samt skiptir það ekki aðalmáli. Ég held að kirkjan sé fulltrúi fyrir hið góða og að í henni komist ég að minnsta kosti á rétta hillu.“ Halldór sagði: „Auðvitað trúi ég á Guð. Hvemig ættum við annars að útskýra alheiminn? En hvemig tengist það embættum kirkjunnar og þjónustu hennar? Halldór var ungur og dugandi læknir. Hann var skírður sem ungbam en hafði misst öll tengsl við kirkjuna og saknaði þeirra ekki. Sunnudaga nýtti hann oftast til að sinna rannsóknum sínum um'öldrunarmál. Hann hafði ein- ungis komið með vini sínum Tóm- asi, sem vildi sannfæra hann um ágæti kirkjunnar. Tómasi hafði hann svarað: „Já, ég skal koma, ef þú hjálpar mér með verkefni í staðinn og getur sýnt fram á að kirkjan sé ekki algjörlega von- laus.“ Þetta er úr skýringum við Lima-skýrsluna, sem kirkjan hef- ur haft til umræðu á liðnu ári. Séra Dalla Þórðardóttir þýddi skýringamar. Þær eru til að auðvelda safnaðarfólki lestur Lima-skýrslunnar og gera því ljós- ari skilning hinna ýmsu kirkju- deilda á skíminni, altarissakra- mentinu og þjónustunni. Ég birti þennan kafla með viðtölunum um samkirkjuráðstefnuna því Lima- skýrslan er árangur fimmtíu ára samstarfs kristinna kirkjudeilda. IIIIIIIMMMIT OTITOraill ■IIHIIIIIIIIIIIWHII ■UBBBaBBHM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.