Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANÚAR1986 B 3 Brauð hf. lýsir furðu sinni á aðgerðum fjármálaráðherra Starfsstúlkur í hannyrðaversluninni Hofi, Ingólfsstræti 1. Nýir eigendur að versluninni Hof MORGUNBLAÐINU hafa boríst eftirfarandi fréttatilkynningar frá Brauði hf. og Nýja kökuhús- inu hf. Auglýsing um stöðurnar var ólögleg — segir í yf irlýsingfu flugnmferðarstjóra „AFSÖKUN flugmálastjóra fyrir „Brauð hf. lýsir hér með furðu sinni á aðgerðum Þorsteins Pálssonar vegna innheimtu 30% vörugjalds af framleiðslu kaffíbrauðs í landinu án þess að standa við gerða samn- inga um jafna aðstöðu innlends og erlends iðnaðar, sem er að íslensk bakarí fái hráefni (þ.e.a.s. egg, þurrmjólk, ávexti, smjör, smöriíki o.fl.) á heimsmarkaðsverði. Því sér Brauð hf. sér ekki annað fært en að leita út fyrir landsteinana með framleiðslu á kökum og öðru kaffi- brauði. Brauð hf. hefur starfað í yfír 20 ár í þjónustu við landsmenn og hjá fyrirtækinu starfa nú yfir 90 manns. Á einni nóttu hefur fót- unum verið kippt undan áfram- haldandi starfsemi fyrirtækisins að stórum hluta og harma forstöðu- menn þess mjög að þurfa að ganga í lið með aðalkeppinaut síðastiiðinna ára, þ.e. erlendum ríkisniðurgreidd- um kökuverksmiðjum." „Nýja kökuhúsið hf., sem er stærsti smásöluaðili á brauði og kökum á íslandi, hefur ieitað eftir samstarfi við Brauð hf. um til- boðsöflun vegna fyrirhugaðra kaupa á kökum frá erlendum fram- ieiðendum. Þetta gerir Nýja köku- húsið hf. vegna óhagstæðra fram- leiðslu- og söluskilyrða á íslandi, einkum óhóflegs verðs á innlendu hráefni." Nýlega urðu eigendaskipti á Hannyrðaversluninni Hofi, Ing- ólfsstræti 1, Reykjavík. Núver- andi eigendur eru Ingigerður Hjaltadóttir, Jóhanna Helgadótt- ir, Arni Unnsteinsson og Hjalti Einarsson. Verslunin hefur á boðstólum alhliða hannyrðavörur en mest áhersla er þó lögð á gam og pijóna- vörur. M.a. býður verslunin upp á gam frá Jakobsdals, Marks & Kattens, Emu, Pinqouin, Chantel- eine, Esslinger Wolle, Hjerte og hið þekkta hollenska Scheepjeswol en að auki em fjölmargar aðrar teg- undir í boði. Þá verður áhersla lögð á góða þjónustu við landsbyggðina með póstkröfuþjónustu. upphafningu tveggja manna í vaktstjórstöður er að ekki hafi fleiri sótt um. Auglýsing um stöðurnar var ólögleg, og auk þess voru fyrir í þeim menn skipaðir af ráðherra, og höfðu þeir engan hug að yfirgefa þær“, segir í niðurlagi yfirlýsingar sem Morgunblaðinu hefur boríst frá stjórn Félags flugumferðar- stjóra. í yfirlýsingu flugumferðarstjór- anna segir ennfremur: „í sambandi við staðhæfingu flugmálastjóra í fréttatilkynningu 8. janúar 1986, um að talsmaður FÍF hafi farið með rangt mál hvað varðaði fyölda þeirra er horfið hafi frá störfum á nefndu tímabili er rétt að taka fram að talsmaðurinn sagði flugstjórn, sem er deild innan flug- umferðarþjónustunnar, og stendur sú staðhæfing. Hins vegar hafa bæst við níu flugumferðarstjórar í flugtumi sem er önnur deild innan þjónustunnar. Talsmanninum er ljúft að gera flugmálstjóra grein fyrir örlögum þessara manna ef eftir því verður óskað. Þjálfunarmál hjá stofnuninni hafa verið í ólestri undanfarin ár, en allt of langt mál að rekja það hér. Framkoma flugmálastjómar gagnvart nemum hefur verið með ólíkindum, og nefna má að þrátt fyrir ítrekaðar kröfur FIF um end- ur- og viðhaldsþjálfun fyrir flugum- ferðarstjóra, þá hefur engin slfk þjálfun farið fram síðan 1962 fyrir flugumferðarstjóra í Reykjavík. Því hlýtur flugmálastjóm að bera ábyrgð á ástandi námsmála. Yfirlýsing flugmálastjóra um óeðlileg vinnubrögð varðstjóra þann 7. janúar sýnir vissan þekkingar- skort flugmálastjóra varðandi eðli flugumferðarstjómar. Flugumferð er jrfírleitt lítil í morgunsárið, en hvorki er hægt að sjá fyrir hve mikil hún muni verða né hve hratt hún eykst. Því er sú hætta fyrir hendi ef allar deildir em opnaðar með of fáum mönnum að vinnustöð- ur sem sinna þarf verði fleiri en menn á vakt, og skapast þá neyðar- ástand, því flugvélar þurfa þjónustu frá flugtaki til lendingar og því er ekki hægt að loka deild nema með þó nokkmm fyrirvara þegar flug er á annað borð hafið. 8. janúar var umferð í íslenska flugstjómarsvæðinu mikil miðað við árstíma. I úthafsdeild þar sem gert er ráð fyrir fjómm mönnum á dagvakt á þessum árstíma, varð að vinna fimm stöður. Þetta tókst með tilfærslu manna og auknu álagi, en þegar ljósmyndari eins dagblaðs í borginni hugðist festa á filmu vinnuálagið, var honum neitað um inngöngu af Pétri Einarssyni." T-Jöfðar til Xl fólks í öllum starfsgreinum! SUZUKI RUMGÓÐUR OG STERKB YGGÐUR JEPPI, ÞRAUTREYNDUR VIÐ ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR. SUZUKI FOX ER SPARNEYTNASTIJEPPINN Á MARKAÐNUM. í SIÐUSTU SPARAKSTURSKEPPNI B.I.K.R. EYDDISUZUKI FOX 413 AÐEINS 6.4 Itr. Á HUNDRAÐIÐ. VERÐ FRÁ KR. 406.000. FOX 410 PICKUP (gengi 5/1 '86) VERIÐ HAGSYN, AKIÐ Á SUZUKI SPARNEYTNUSTU BÍLUM SEM SELDIR ERU Á ÍSLANDI. SVEINN EGILSSON HF. Skeifunni 17. Sími 685100. SUZUKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.