Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. JANÚAR1986 fclk f fréttum „Keypti vindla, tók af þeim miðana o g henti þeim síðan“ var ómögulegt að reykja þá, svo ég keypti vindlana, tók af þeim miðana og henti þeim síðan. Þó Bandaríkja- mönnunum sé nú ýmislegt til lista lagt þá framleiða þeir alveg óreykj- andi vindla.“ — Hefur þér stundum verið gefið i safnið? „Já, já, og einu sinni kom kaup- maðurinn í Bristol og gaf mér á milli 40 og 50 merki. Fjölskyldan hefur verið iðin við að safna, móðir ínín einna duglegust og nú síðast á nýársdag kom sonur minn með merki sem ég átti ekki fyrir. — Er eitthvert merki alveg sér- stakt í safninu? „Líklega er ekki gert ráð fyrir því að fólk safni þessum miðum, því það er svo örsjaldan að hægt er að finna nokkrar upplýsingar á þeim. Það reynist ekki möguleiki að ætla sér að rekja nokkra sögu hvorki um tegund né þjóðemi vindl- anna á þeim, nema helst á þeim kúbönsku." — Safnarðu einhverju fleiru? „Ég safnaði frímerkjum hér áður og á dágott hljómplötusafn. Ætli ég eigi ekki orðið rúmlega 1200 stórar skífur en þær litlu eru um 900 talsins." — Svona í lokin, Kristinn. Reykirðu vindla? „Ég hef gert það en áramótaheit- ið var að hætta að púa London Docks og ennþá hef ég getað staðið við það.“ Sjö, níu, þrettán ... Olivia orðin myndarleg OOlivia New- ton-John tekur hlutverk sitt sem verðandi móðir mjög alvarlega og hefur ekki nein önnur verkefni undir höndum þessa stundina. Hún á að eiga bam- ið í febrúar og við munum að sjálf- sögðu ekki láta okkar eftir liggja þegar nánari fregn- ir berast. Kristinn Matt og Olivia. Kristinn Richardsson safnar vindlamerkum Kristinn Richardsson hefur í frístundum sínum gert það að gamni sínu að safna vindla- merkjum og á nú orðið um 250 merki. „Faðir minn seldi vindla á árum áður og líklega hef ég byijað að safna af þeim sökum. Ég fór að hirða merki sem oft fylgdu með vindlakössunum og líklega hef ég verið um fermingu þegar alvara færðist í söfnunina sagði Kristinn. „Þetta hefur kannski aldrei dott- ið alveg niður hjá mér síðan, því ef ég sé merki sem ég á ekki, kippi ég því ávallt með mér. Ég hef þó verið mismunandi ákafur í þessu. Þegar ijölskyldan fer utan grípur æði um sig og vindlar eru keyptir í gríð og erg. Þegar við vorum í Bandaríkjunum árið 1982 man ég að ég var síkaupandi vindla en það nuli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.