Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. JANÚAR1986 B 13 " Ýmsir hafa spurt sig þeirrar spurningar hvort verið geti að byssuglaði bardagamaðurinn sem stútar hálfri víetnömsku þjóðinni sé góð fyrir- mynd fyrir börn. SJÁ: LEIKFÖNG VIÐBROGÐ Fyrr má nú rotaen dauðrota Bandaríkjamenn eru þannig gerðir, að annaðhvort vilja þeir vinna verkin vel eða láta þau alveg óunnin. Því var það fyrir ári eða svo þegar þeir fundu út, að það var verulegt vanda- mál hvað mikið var um að böm týndust, að þeir urðu ekki bara áhyggjufullir, heldur beittu þeir sér fyrir fullkominni móðursýki um landið allt. Myndin af týndum bömum og n upplýsingar um þau em prentað- ar á mjólkurfemur og búðarpoka og spjöld með spumingunni „Hefurðu séð þetta bam?“ em í strætisvögnum, leigubflum og neðanjarðarlestunum. I tveimur af stóm sjónvarpsstöðvunum er sérstök dagskrá helguð týndum bömum og brátt einnig í þeirri þriðju. Alla daga em fluttar fréttir af týndum bömum og eins víst er, að á venjulegan umbúða- pappír séu prentaðar leiðbein- ingar um hvemig best sé að passa upp á bömin. í mörgum skólum er um stanslausan áróður að ræða. Bömin em hvött til að teikna eða lita myndir um hættuna á því að vera rænt og lögreglu- menn flytja krökkunum sama pistilinn. I mörgum bæjum er bömunum smalað saman í stór- verslanir þar sem fmgraförin þeirra em tekin og síðasta fárið er að eiga krakkana á mynd- bandi svo að hægt sé að sýna af þeim mynd í sjónvarpi ef þau skyldu hverfa. Glæpir em tíðir í Bandaríkjun- um og því ekki undarlegt þótt foreldrar hafí áhyggjur af böm- unum sínum. Útlenskir foreldr- ar, sem koma til Bandaríkjanna, eiga þó erfítt með að skilja þessa taugaveiklun og oft ganga þeir fram af fólki með því að leyfa bömum ekki eldri en 11 ára að fara einum í bíó. í jafnvel róleg- ustu hverfunum er bömunum ekið til og frá nokkur hundmð metra spöl. Óttinn er smitandi og getur haft þau áhrif á fólk, sem ekki hefur stöðugar áhyggjur af bömunum sínum, að því fer að fínnast sem það sé slæmir for- eldrar. Nú er það ekki svo, að vandamálið sé ekki fyrir hendi, en það er hins vegar hvergi nærri eins mikið og af er látið. Talan, sem hamrað er á og margir trúa, er að ein og hálf milljón bama hverfí á ári hveiju og væri það vissulega skelfílegt ef satt væri. „Að fá kúlu úr þessum byssum í höfuðið er ekki aðeins sársauka- fullt, heldur einnig hættulegt," segir talsmaður „Samtakanna gegn stríðsleikföngum“ en þau hafa m.a. keypt sér tíma í sjónvarpi til að mótmæla því, að í gróðaskyni skuli vera egnt fyrir bömin með eftirlík- ingum af vopnum, sem algeng eru í fórum hryðjuverkamanna, eitur- lyfjasala og fjöldamorðingja. Annað metsöluleikfang er raf- knúin M-16-hríðskotabyssa í fullri stærð en hún sendir frá sér 30 feta langan vatnsstrók. Lítill Rambo getur fyrir 25 dollara eytt öllum óvinum sínum nærhendis. Auk Rambo-vatnsbyssanna er á boðstólum Rambo-sælgæti (éttu það, annars drepur hann þig) og nú eru einnig væntanlegar á mark- aðinn frá Coleco-fyrirtækinu (sem gerði kálgarðsbömin) Rambo-brúð- ur. Hefur jarðvegurinn fyrir þær verið vel plægður með nýju Rambo-teiknimyndinni. Ýmsir hafa spurt sig þeirrar spumingar, hvort , verið geti, að byssuglaði bardaga- I maðurinn, sem í hefndarskyni stút- ar hálfri víetnömsku þjóðinni, sé góð fyrirmynd fyrir börn. „Forsetinn hefur farið um hann lofsamlegum orðum og Bandaríkja- menn líta á hann sem nýjan John Wayne," segir framleiðandi sjón- varpsþáttanna. „Rambo er kraftur- inn holdi klæddur, sigur hins góða yfir hinu illa." Á dögum Víetnamstríðsins ollu mótmæli gegn G.I. Joe og öðrum ofbeldisfígúrum því, að stríðsleik- föng voru víða tekin úr hillum versl- ananna. Á síðustu jólum skaut G.I. Joe aftur upp kollinum. Var fram- leiðslan hafin árið 1983 og að þessu sinni er leikfangið smærra en miklu betur vopnum búið. Þessum nýja Jóa fylgir úrval nýrra vopna, m.a. átta feta langt flugmóðurskip með 100 öðrum Jóum, og verðið er 120 dollarar. Litlir drengir hafa leikið sér á þennan hátt í þúsundir ára,“ segir Paul Cleveland, varaforseti Mattel- leikfangafyrirtækisins. „Að ímynda sér, að sumir séu góðir og aðrir vondir byijaði ekki með okkur og það, sem við erum að gera, er mjög uppbyggilegt fyrir bömin.“ WILLIAM SCOBIE Þegar þessi mál eru nánar skoðuð kemur ýmislegt í ljós. Fyrir það fyrsta eru allar tölur mjög á reiki. Ríkisrekin stofnun, sem komið var á fót í fyrra til að fá einhvem botn í þetta, heldur því til dæmis fram, að taian sé einhvers staðar á bilinu ein til tvær milljónir alls, og þegar þess er gætt, að böm teljast þama vestra allir 18 ára og yngri, er ljóst, að hér er einnig um að ræða heilmikið af hálffullorðnu fólki. Starfsmenn stofnunarinnar telja, að á ári hveiju fari allt að ein milljón bama sjálfviljug að heiman eða þá að foreldramir hreinlega reka þau út úr húsi. Þegar um það er að ræða að bömum sé rænt em það oftast kynferðislega brenglaðir menn, sem hlut eiga að máli, og yfír- leitt er bömunum unnið eitthvert mein, þeim nauðgað eða þau myrt, skömmu eftir að þeim er rænt. Nokkmm bömum rænir ruglað fólk, sem ekki getur sjálft átt böm, eða þá að einhveijir reyna að ná sér niðri á foreldmn- um með því að ræna þá baminu. Örfáum bömum er rænt í auðg- unarskyni, annaðhvort til að selja þau eða krefjast fyrir þau lausnargjalds. Margir Bandaríkjamenn era nú að komast á þá skoðun, að taugaveiklunin yfír týndu böm- unum sé fremur af hinu illa en hinu góða. Kennarar og heilsu- gæslufólk segja til dæmis frá því, að óttinn við að vera rænt sé orðinn eitt helst áhyggjuefni bamanna, stundum jafn mikið og óttinn við að foreldrar þeirra skilji. Vafalaust fer það eins og oftast áður, að móðursýkin minnkar og einhvem skynsemis- vottur kemst aftur að. Hætt er þó við, að þessi uppákoma eigi eftir að hafa varanleg áhrif á mörg böm. Enskur vinur minn, sem býr í fínu hverfí í Wash- ington, hafði þetta um málið að segja: „Hér sjást aldrei ungir krakkar á leið í skemmtigarðinn í boltaleik og það líkar mér hreint ekki.“ - SIMON HOGGART HEIMILDIR Mestu möppudýr heimssögunnar? Fjórtánda október árið 1785 siluðust tvær múlasnalestir eftir steinlögðum strætunum í Sevilla, 13 vagnar í annarri lest- inni en 14 í hinni. Vel vopnað riddaralið gætti lestanna og var nú komið að leiðarlokum eftir mánaðarlanga ferð á rykugum þjóðvegunum á Spáni. Farmur vagnanna var mikið dýrmæti í 253 eikarkössum en þó ekki af því taginu, sem ólæsir, spænskir stigamenn vom á hött- unum eftir. Gull-, silfur- og eðal- steinaflaumurinn frá Nýja heimin- um til Spánar var þorrinn, þessi auðsuppspretta, sem á tímabili hafði gert Spánveija að voldug- asta ríki á jarðarkringlunni, en þess í stað vom í kössunum skjöl,- sem sögðu söguna um uppgang spænska ríkisins og fallið, sem á COLUMBUS: - bréf hans meðal merkisgripa hins óvið- jafnanlega skjalasafns. eftir fylgdi. Með komunni til Sevilla var lagður grannurinn að einstæðu safni, sögu Vestur-Indía og Ameríku eins og hún birtist í 43 milljón bréfum og skjölum. Er 200 ára afmælissafíisins minnst um þessar mundir. Skjölin vora flutt til Sevilla að boði Karls III, sem fékk viður- nefnið „Pappírskonungurinn" vegna áhuga hans á að geyma allt, sem vitnaði um fyrri dýrðar- daga þessarar þjóðar, sem ekkert vitist blasa við nema óhjákvæmi- leg afturfor. Á þessum tíma vora Spánveijar raunar miklir skjala- safnarar. Vilja sumir rekja það til þess, að allt frá því á tólftu öld hafi þjóðin verið í greipum emb- ættismanna og lögbókara, en aðrir nefna það til, að gífurleg auðæfín frá Nýja heiminum hafi að mestu farið í að koma upp þunglamalegu skriffínnskukerfi þar sem aðallega var fengist við að skrásetja hvert einasta smáat- riði varðandi heimsveldið. „Hér er um að ræða sögu og rannsóknarstofnun fyrir heila heimsálfu," segir Rosario Parra, sem veitt hefur safninu forstöðu sl. 17 árin. „Hér vitnar allt um sögu Ameríku frá 15. til 19. ald- ar.“ Sá, sem vill stunda rannsóknir í safninu, verður að vera vel að sér í spænsku, utanríkisþjónustu fyrir alda og fomletursfræði, rit- hætti fyrri tíðar manna. Á þessum öldum var engin samræmd staf- setning og raglingurinn svo mik- ill, að jafnvel samtímamenn skrá- setjaranna áttu í erfíðleikum með að bijótast fram úr bréfunum. Sá frægi, spánski rithöfundur, Migu- el de Cervantes, sagði einu sinni af þessu tilefni, að jafnvel skratt- inn sjálfur gæti ekki skilið skjöl- in“. Einn af dýrgripunum í safninu er bréf frá Cervantes og eins og oft vill verða fann það maður nokkur, sem var að leita að allt öðra efni. Bréfið er skrifað til Filips II árið 1590 og þar biður Cervantes konunginn að útvega sér starf í Ameríku. Ekki var orðið við þeirri bón og ári síðar byijaði Cervantes, kannski dálítið móðg- aður, á meistaraverkinu um vind- mylluriddarann, Don Quixote, og reif svo rækilega í sundur skrök- sögur aldarinnar, að verkið var kallað „bókin, sem steypti heilli þjóð“. Af öðram skjölum má nefna bréf frá Christopher Columbus og öðram landkönnuðum eins og Amerigo Vespucci og Femando de Magellan og bréfaskipti við þá, sem lögðu granninn að heimsveld- inu, t.d. Heman Cortes, „con- quistadorinn", sem lagði Spánar- kóngi til Mexíkó. I safninu má jafnvel fínna bréf, sem George Washington skrifaði 17. desember árið 1789 til höfðingja Choctaw- indfána. í safninu era 16.000 landakort, hinar mestu gersemar, og má af þeim lesa hvemig Nýi heimurinn opnaðist smám saman fyrir land nemunum. Skjalasafnið er í húsi, sem upphaflega var nokkurs konar kauphöll og lokið var við árið 1572, og til að minnast tveggja alda afmælisins verður haldin þar sérstök sýning á 300 mestu dýrgripunum. Meðal þeirra má nefna samninginn, sem gerður var þegar Frakkar seldu Spán veijum Falklandseyjar. - PAULELLMAN NÆRING Svínafóðrið heilnæmara en barnafæðan Þriðjungur kínverskra bama er illa haldinn af blóðleysi og samkvæmt upplýsingum frá nær- ingarfræðingum bera framleiðend- ur bamamats ábyrgð á þessu. Era þeir sakaðir um að nota ódýrt og óvandað hráefni til þess að ná fram sem mestum hagnaði. I viðtali við Dagblað alþýðunnar fullyrti Zhu Xianguyan, forstöðu- maður rannsóknarstofnunar í nær- ingarfræðum, að jafnvel í kjúkl- inga- og svínafóðri væri meira eggjahvítuefni en í bamarnatnum. Um það bil helmingur barna í Peking þjáist af járnskorti og mörg fá að auki hvorki nægilegt kalsíum né D-vítamín. Afleiðingin er meðal annars sú að talsverð brögð era að beinkröm að sögn Dr. Hu Yamel, sem er forstöðumaður Bamaspítal- ans í Peking. Tilbúinn bamamatur var til skamms tíma háður mjög strangri skömmtun en nú er unnt að kaupa hann að vild í verzlunum. Hann nýtur líka síaukinna vinsælda enda aðstæður breyttar. Til dænþs hafa almenn lífskjör batnað, flest hjón eiga aðeins eitt bam og mikill meirihluti mæðra stundar vinnu utan heimilisins. „Foreldrar hafa nú ráð á að kaupa það bezta fyrir böm sín. Hins vegar hafa þeir takmarkaða þekkingu í næringarfræðum og kaupa því einkum það sem bömin vilja. Súkkulaði er yfirlett vinsælast meðal smábarna og afleiðingarnar af miklu sælgætisáti eru þær að börn hækka ört en era ýmist renglu- leg eða alltof feit,“ segir jrfirmaður næringarfræðideildarinnar við rannsóknarstofnun í bamalækning- um í Peking. JASPER BECKER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.