Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. JANÚAR1986 Afmæliskveðja: María Rögnvalds- dóttir, Bolungarvík Hratt líður tímans straumur. María Rögnvaldsdóttir í Bolungar- vík verður á morgun, mánudag, 95 ára. Ég kynntist henni og manni hennar, Ólafí Hálfdássyni frá Hesti, þegar ég var ungur drengur heima í Vigur. Þau bjuggu þá í Folafæti undir Hestfjalli í Seyðisfirði. Áður höfðu þau búið á Hesti, að Kleifum í Skötufírði og í Tjaldtanga í Hest- fírði. Úr Fætinum fluttu þau út í Bolungarvík árið 1930. Bjuggu þau fyrst í Tröð en síðan í Meirihlíð. Þaðan fluttu þau svo niður í kaupt- únið. Saga þeirra Maríu og Ólafs verð- ur ekki rakin nánar að þessu sinni. En hún var mikil baráttusaga. Þau eignuðust 15 böm á sextán árum, þar af 6 sinnum tvíbura. Eru 13 þeirra á lífí, allt mannvænlegt og dugandi fólk. Auk bama sinna tóku þau einn dreng í fóstur og ólu hann upp. í Djúpinu stundaði Olafur sjó, lengstum á árabátum, en hafði jafnframt smábú. í Tröð og Meiri- hlíð varð landbúnaðurinn aðalat- vinnugreinin. Ólafur lést í Bolung- arvík fyrir 13 árum 82ja ára að aldri. Má segja að hann hafí heilum vagni heim ekið. Hann var einstak- ur öðlingur og atorkumaður, glaður og reifur í allri framkomu. Sambúð þeirra hjóna var með afbrigðum farsæl. María segir, að í 57 ára sambúð hafí það aldrei hent, að þeim yrði sundurorða. Ekki var þó líf þeirra óslitinn dans á rósum, eins og að líkum lætur. En alltaf komust þau sæmilega af. Heilsteypt skap- gerð, létt lund og einstakur lq'arkur og dugnaður mótuðu líf þeirra og starf. Mér er í bamsminni heimsókn til bróður Maríu, Sveinbjamar á Upp- sölum í Seyðisfírði og Kristínar Hálfdánardóttur konu hans. Það var eftir messu á Eyri. Var þar fjölmenni samankomið. Eftir veit- ingar Uppsalafólks greip Svein- bjöm harmonikuna — og dansinn dunaði. Daníel Rögnvaldsson bróðir þeirra var líka mikill músíkmaður. Hann lék oft fyrir dansi í ung- mennafélagshúsinu í Ögri. Svona var Uppsalafólkið, frændur Maríu Rögnvaldsdóttur, lífsglatt og lif- andi. Það mætti segja mér að María eigi sinn háa aldur og iífslán að þakkaþessari skapgerð. M Þegar ég heimsótti Bolungarvík sl. haust kom ég við á Sjúkraskýlinu til að hitta þar nokkra gamla kunn- ingja. Þar voru þá m.a. María Rögnvaldsdóttir og Guðrún Sigurð- ardóttir frá Folafæti. Enda þótt María væri þá hálfslæm í fæti lék hún við hvem sinn fingur. Og nú er mér sagt að hún ætli að ganga upp stigann hjá Hálfdáni syni sínum og Sigríði Norkvist konu hans að Hafnargötu 7, á afmælinu sínu á morgun. En þar munu böm hennar og fjöldi afkomenda, sem búsett eru í Bolungarvík halda upp á daginn. Tengsl og vinátta okkar Vigur- fólks við Maríu Rögnvaldsdóttur og hennar skyldulið em orðin löng. Hún var fanggæsla hjá Einari Guðfínnssyni þegar hann réri ára- bát frá Holubúð í Vigur með Ólafí frænda sínum. I þessari litlu sjóbúð hófu þau samvistir sínar, Sem svo gæfusamlegar reyndust í tímans straumi. Ef ég man rétt ero nú afkomend- ur Maríu Röngvaldsdóttur og Ólafs Hálfdánarsonar a.m.k. 160 talsins. Þessu góða fólki áma ég allrar blessunar í nútíð og framtíð. Til hamingju með líf þitt og starf, María mín. Þakka þér og þínum liðinn tíma. Sigurður Bjamason frá Vigur. Opnum verslun okkar í nýju húsnæöi aö Ármúla 23. LANDSSMIÐJAN HF. r Símar 20680 — 688880. Þrekæfingar (Hressingarleikfimi) fyrir karla 6 vikna námskeið hefst mánudaginn 13.1.1986 í íþróttahúsi Vals viö Hlíöarenda. Námskeiöiö er á morgnana frá kl. 7.40—8.30. Áhersla lögö á þol- þjálfun, kraft og liöleika. Ráöleggingar um mataræöi, megrun og þjálfun. Þolmælingar. Nánari upplýsingar og skráning í síma 84389. Hilmar Björnsaon íþróttakennari. Dansnýjung Kollu er eini skólinn sem sérhæfir sig í barna- og unglingadönsum eingöngu. Kennarar fara reglulega til náms erlendis og læra aö sjálf- sögöu nýjustu dansana. 4—6 ára barnadansar — barnaleikir og fariö veröur í frjálst tjáningarform. Unglingar Funck Freestyle Jazz Linedances Innritun hafin, sími 46219. Kennslan hefst laugardaginn 18. janúar. 1x í viku 2x í viku þú velur. Skírteini afhent í Tónabæ föstudag- inn 17. janúar kl. 17—20. Innritun á staðnum. Kennslustaöir: Tónabær, Mosfellssveit, Garðabær, Seltjarnarnes. blðmafræflar APP 99 eru blómafræflar (pollen-blómafrjó) sem safnað er af blómum sem vaxa I evrópsku Ölpunum. Þeir eru fæðuuppbótarefni sem henta fólki á öllum aldri. Börnum, unglingum, fullorðnum og þeim sem glima við elli kerl- ingu. Það er oröinn stór hópur hér á landi — sem og f öðrum löndum — er byrjar daginn með þvl að fá sér APP 99. Á íslandi er sólin lágt á lofti yfir vetrarmánuðina. Viö höfum þvi ef til vill meiri þörf fyrir góö fæðuuppbótar- efni en flestar aörar þjóðir. Hver kannast ekki viö einkennin? ★ Erfitt að vakna á morgnana. ★ Þreyta og slen í starfi. ★ Erfitt að einbeita sér. ★ Námið í skólanum gengur illa. ★ Að vilja sofa lengur. Að fenginni reynslu þeirra mörgu sem hafa notaö APP 99 — getum viö með góðri samvisku hvatt þig til að prófa. Við heyrum oft setningar eins og: „Ég er orðinn allur annar — eins og ungur í annaö sinn“. „Próflesturinn gekk mikið betur eftir að ég fór að taka APP 99. Þetta var allt annað Iff. “ „Nú vakna ég við klukkuna á hverjum morgni — eld- hress. “ FOOD SUPPLEMEMr CONMNNG PC4EN FRON\ IHE H&4L1HY SOURCES OF TIE 0JROPE4N ÆPS AND FRUCTOSE INGREDIENTS. „ NATURAt. POLLEN OP EUROPEAN ALPÍN^ PLANTS (COLLECTED BY HONEY BEES) PRUCTOSE, CALCIUMSTEARAT, STEARIN. TALKUM. DIRECTIONS, TAKE T TABI.ET EVERY MORNING ON EMPTY STOMACH AND MASTICATE OR SUCKIT THOROUGHLY KEEP COOL AND DRY! NÁ TTÚRULÆKNINGABÚDIN Laugavegi 25, símar 10262/3. Heildsala, smásala, póstkröfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.