Morgunblaðið - 22.01.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.01.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986 Nefið stóra Það er álitamál hvort þriggja tíma leiksýningar eiga erindi í sjónvarp. Leikverkið: Cyrano de Bergerac er sýnt var nú á mánu- dagskveldið hygg ég að hafi þreytt margan manninn, þrátt fyrir að fjögurra mínútna hléi væri skotið inní útsendinguna. í þessu sam- bandi koma upp í hugann ummæli ungrar konu er hún viðhafði í síma- tíma rásar 2 á dögunum þess efnis að kvikmyndimar I sjónvarpinu væru gjaman of seint á dagskrá. „En menn geta þá sofið út á laugar- dags- og sunnudagsmorgnum..." skýtur Páll rásarstarfsmaður inní. „Bömin vakna, Páll, jafn snemma á helgum og virka daga." Ég held að þeir sjónvarpsmenn ættu að hafa í huga ummæli ungu konunnar sem vafalaust talar fyrir munn mikils fjölda bamafólks. Hvemig væri að flýta kvikmyndasýningum í sjón- varpinu þannig að bamafólk nyti myndanna? Væri ekki upplagt að sýna ýmsa tónlistarþætti um mið- næturskeið? Cyrano Þrátt fyrir að ég tali hér um vökur baraafólks þá er ekki þar með sagt að ég hafí sofnað yfír Cyrano de Bergerac á mánudags- kveldið, þó get ég ekki neitað því að Óli lokbrá sveimaði um sjón- varpsskálann allt fram að þriðja þætti en þá tók Eyjólfur að hressast enda fannst mér sýningin vaxa er frammí sótti. Upphafsatriðið þá Cyrano er kynntur fór hins vegar í mínar fínustu taugar, leikaramir tilgerðarlegir, sviðsmyndin grá- móskuleg og Cyrano uppfullur af orðavaðli slíkum er snertir máski lítt nútímafólk, en höfundurinn Edmond Rostand (1868—1918) var frakkneskur, nánar til tekið frá Marseille og hefír orðstír hans varðveist fyrst og fremst vegna hins rómantíska skáldlega texta — suðræna flúrs — sem þýðandinn Óskar Ingimarsson kom prýðilega til skila. Þar var vel að verki staðið en á slíkur texti erindi til okkar nútímamanna, erum við ekki slíkir fangar hraðrar atburðarásar og kaldhamraðs texta slíks er gjaman birtist á síðum dagblaða — að við þreytumst á orðagnótt og skáldlegu flúri? Ég segi fyrir mig að ég hafði mikla ánægju af að bera saman hinn erlenda texta og íslensku þýð- inguna er Iíða tók á sýninguna, fyrst og fremst vegna þess að þá mögnuðust atburðir þeir er textan- um fylgdu, leikurinn varð laus við alla tilgerð og sviðsmyndin fyllti hugann líkt og málverk. Hér væri kannski ástæða til að rekja efni leiksins en ég sleppi því vegna plássleysis og svo vegna þeirrar staðreyndar að sjaldan eða aldrei hefír efni sjónvarpsmyndar verið rakið jafn ítarlega í íslenskum dagblöðum og efnisþráður Cyrano de Bergerac. Jacobi Ekki má gleyma þeim leikara er fór fyrir Konunglega Shakespeare- leikflokknum að þessu sinni, sjálf- um Derek Jacobi er lék Cyrano hinn nefstóra. Leikur Jacobi var óað- finnanlegur hvort sem hann upp- tendraðist af tærustu ástarsælu eða sjálfsfyrirlitningu utangarðsmanns- ins. Jacobi flutti hinn safaríka texta með hljómmikilli röddu og lifði hveija hugsun og ekki var síður ánægjulegt að sjá hversu þjálfaður þessi leikari er f skilmingum — þar skín hin langa shakespírska hefð af hverri sveiflu. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP I dagsins önn Heimili og skóli Þátturinn „í -| Q 30 dagsins önn“ er ö —“ á dagskrá rásar 1 í dag kl. 13.30 og fjallar Bogi Amar Finnbogason að þessu sinni um heimili og skóla.. Að sögn Boga verður í þættinum fjallað um að- stæður við heilsugæslu bama í grunnskólum landsins og hvort ástæða sé til þess að gera þar einhverjar meginbreyting- ar og í því sambandi verður rætt við Hrafn Friðriksson skólayfirlækni. „Lítillega verður rætt um þá hugmynd að stofna til nýrrar námsgreinar í grunnskólanum sem héti t.d. heilbrigðisfræði og þar yrði sameinað í einni grein hugsanlega umfjöllun um Hrafn Friðriksson slysavamir meðal bama, en slys hjá bömum eru algengari á íslenskum bömum en hjá bömum annarra Evrópuþjóða sam- kvæmt nýútkominni skýrslu landlæknis. Þá yrði hugsanlegt að fjalla um í Bogi Amar Finnbogason þessari nýju námsgrein um kynfræðslu, eiturlyfjavam- ir og undirstöðuatriði í uppeldis- og sálarfræði m.a. með tilliti til þess hve algengt er orðið að börn eru sjálf farin að eignast böm,“ sagði Bogi. Dallas Stundin okkar ■i Nú fara þætt- 40 imir um heimil- isfólkið á South- fork, sem stendur rétt fyrir utan Dallas í Texas, að líða undir lok í bili og er þáttur- inn í kvöld sá næst síðasti í þessari syrpu. Þátturinn í kvöld nefnist „Er öllu lokið?“ og hefst kl. 20.40. Þá er bara um að gera að bíða og sjá hvað J.R. gerir í kvöld. ■ Stundin okkar Ó0 frá sl. sunnu- — degi verður end- ursýnd kl. 19.00 í kvöld. Umsjónarmaður er Jó- hanna Thorsteinson. í þættinum verða sýnd þijú stutt atriði úr Skottu- leik, bamasýningu Revíu- leikhússins, sem frumsýnd var í Breiðholtsskóla í vik- unni. Höfundur og leik- stjóri er Brynja Benedikts- dóttir. Lesin verður sagan „Strákurinn með pottlokið" eftir Heiðdísi Norðfjörð með teikningum eftir Sig- rúnu Eldjám. Ljósálfa- flokkurinn Baldintátur úr Kópavogi kemur í heim- sókn og bregður á leik. Rætt verður við blaðsölu- strák í Reykjavík og ekkiu má gleyma Lobba, sem skreppur niður að Reykja- víkurtjöm til að gefa önd- unum. ÚTVARP MIÐVIKUDAGUR 22. janúar 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.16 Morgunvaktin 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Stelpurnar gera uppreisn” ettir Fröydis Guldahl. Sonja B. Jónsdóttir lýkur lestri þýöingar sinnar. 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá kvöldinu áöur sem Siguröur G. Tómasson flytur. 10.10 Veöurfregnir. 10.25 Lesiö úr forystugreinum dagblaöanna. 10.40 Land og saga. Ragnar Ágústsson sér um þáttinn. 11.10 Morguntónleikar. a. „I got rhythm", tilbrigöi eftir George Gershwin. David Parkhouse og Hátíö- arhljómsveitin í Lundunum leika, Bernard Herrmann stjórnar. b. Rondo úr Píanókpnsert nr. 5 i Es-dúr op. 73 eftir Ludwig van Beethoven Fri- edrich Gulda leikur meö Fíl- harmoníusveit Vinarborgar, c. Marsúrki í a-moll op. 17 nr. 4 eftir Frédéric Chopin. Sinfóníuhljómsveit Lundúna leikur, Leopold Stokowski stjórnar. d. Allegro-þáttur úr Sinfóníu nr. 8 í h-moll eftir Franz Schubert. Fílharmoniusveit- in í Vínarborg leikur, Karl Múnchinger stjórnar. e. Elly Ameling syngur „An die Musik" og „Frúhlings- laube" eftir Franz Schubert. Jörg Demus leikur með á píanó. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Heimili og skóli. Umsjón: Bogi Arnar Finnbogason. 14.00 Miödegissagan „Ævin- týramaður" - af Jóni Ólafs- syni ritstjóra. Gils Guö- mundsson tók saman og les (5). 14.30 Óperettutónlist. a. Fritz Wunderlich syngur tvö lög úr óperettunni „Rós- in frá Stambúl" eftir Leo Fall meö Sinfóníuhljómsveit Graunkes í Múnchen; Carl Michalski stjórnar. b. Fritz Ollendorf, Hilde Gúden, Rudolf Schock o.fl. flytja atriði úr „Betlistúdent- inum" eftir Carl Millöcker með kór og hljómsveit undir stjórn Roberts Stolz. c. Régine Crespin syngur þrjú lög úr óperettunni „Þrir valsar" eftir Oscar Strauss meö Óperuhljómsveitinni í Vín; Alain Lombard stjórnar. 15.15 Hvaö finnst ykkur? Umsjón: Örn Ingi. (Frá Akur- eyri). 15.45 Tilkynningar.Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Síödegistónleikar a. Hornkonsert nr. 2 í Es- dúr eftir Richard Strauss. Barry Tuckwell og Sinfóníu- hljómsveit Lundúna leika; Istvan Kertesz stjórnar. b. Fjögur sönglög eftir Gustav Mahler. Jessye Nor- man og John Shirley-Quirk syngja meö Concertge- bouw-hljómsveitinni í Amst- erdam; Bernard Haitink stjórnar. 17.00 Barnaútvarpið. Meöal efnis: „Stína" eftir Babbis Friis Baastad í þýöingu Sig- urðar Gunnarssonar. Helga Einarsdóttir les (6). Stjórn- andi: Kristín Helgadóttir. 17.40 Úr atvinnulffinu - Sjáv- arútvegur og fiskvinnsla. Umsjón: Gísli Jón Kristjáns- son. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Málræktarþáttur. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.50 Eftir fréttir. Bernharöur Guðmundsson flytur þátt- inn. 20.00 Hálftíminn. Elín Kristins- dóttir kynnir popptónlist. 20.30 íþróttir. Umsjón: Samú- el Örn Erlingsson. 20.50 Hljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 21.30 Skólasaga - Agi og refsingar í skólum á 16., 17. og 18. öld. Guölaugur R. Guömundsson tók saman. Lesari meö honum Kristján Sigfússon 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orö kvöldsins. 22.15 Veöurfregnir. 22.20 Bókaþáttur. Umsjón: Njöröur P. Njarðvík. SJÓNVARP 19.00 Stundinokkar Endursýndur þáttur frá 19. janúar. 19.30 Aftanstund Barnaþáttur meö innlendu og erlendu efni. Söguhorniö — Fitukeppurinn, saga úr bókinni Gestir í gamla trénu. Þorsteinn frá Hamri þýddi. Sögumaöur Hallgrimur Ind- riöason. Myndir: Valgeröur Jónasdóttir. Sögur snáksins meö fjaðra- haminn, spænskur teikni- myndaflokkur, og Feröir Gúllivers, þýskur brúöu- myndaflokkur. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli MIÐVIKUDAGUR 22.janúar 20.00 Fréttirog veður 20.30 Auglýsingarogdagskrá 20.40 Dallas Eröllu lokiö? Bandarískur framhalds- myndaflokkur. Næstsiöasti þáttur syrpunnar. Þýöandi Björn Baldursson. 21.35 Áliöandi stundu Þáttur meö blönduðu efni. Bein útsending úr sjón- varpssal eöa þaöan sem atburöir líöandi stundar eru aö gerast ásamt ýmsum innskotsatriðum. Umsjónarmenn Ómar Ragnarsson, Agnes Braga- dóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Stjórn útsend- ingar og upptöku: Tage Ammendrup og Óli örn Andreassen. 22.25 Höfum við gengiö til góös? Siðari hluti. (Global Report II) Heimildamynd frá breska sjónvarpinu, BBC. ( mynd- inni er litið um öxl og kannaö hvaö áunnist hefur frá þvi að síöari heimsstyrjöldinni lauk í velferöarmálum jarö- arbúa. Þýöandi Jón O. Edwald. 23.30 Fréttirídagskrárlok. 23.00 Á óperusviðinu. Leifur Þórarinsson kynnir óperu- tónlist. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. 10.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 12.00 Hlé 14.00 Eftirtvö Stjórnndi: Jón Axei Ólafs- son. 15.00 Núerlag Gömul og ný úrvalslög aö hætti hússins. Stjórnandi: GunnarSalvarsson. 16.00 Dægurflugur Leopold Sveinsson kynnir nýjustu dægurlögin. 17.00 Þræöir Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagöar í þrjár mínútur kl. 11.00, 15.00, 16.00og 17.00. SVÆÐISÚTVÖRP Svæðisútvarp virka daga vikunnarfrá mánu- degitilföstudags. RETKJAVfK 17.03—18.00 Svæöisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKURJEYRI 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.