Morgunblaðið - 22.01.1986, Side 19

Morgunblaðið - 22.01.1986, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986 19 ísal-sveitin undir forystu Ragnars Halldórssonar hafði ekki tapað leik þegar hún mætti „dönsku" sveitinni. Þar hittu þeir félagar ofjarla sina og töpuðu leiknum illa meðan sveit Schou tyllti sér örugglega í efsta sætið þar sem þeim var ekki haggað. Talið frá vinstri: Ragnar Halldórsson, Steen Schou, Hannes Jónsson og Sævar Þorbjörnsson snýr baki í myndasmiðinn. Bridshátíð lokið: Dansk-íslenzka sveit- in vann yfirburðasigur Brids Guðmundur Páll Arnarson SVEIT Steen Schou frá Dan- mörku sigraði með yfirburðum í sveitakeppni bridshátíðar, Fiugleiðamótinu, lauk á mánu- dagskvöldið. í sjö umferðum, Monrad, gerði sveitin eitt jafn- tefli, en vann alla aðra leiki sína stórt og hlaut samtals 151 stig af 175 mögulegum. Það er tæplega 87% skor. 1 sveit Scho- us spila Blakset-bræðumir Lars og Knut, og Sævar Þor- björasson og Schou. Þeir Sævar og Schou hafa ekki spilað saman fyrr en nú á bridshátíð. Fyrsta sætið var nokkuð tryggt þegar ein umferð var eftir af mótinu, en baráttan um annað sætið var hins vegar mjög hörð og komu þar margar sveitir til greina. Hlutskörpust varð þó sveit Jóns Hjaltasonar, náði sér í 131 stig samtals og það þrátt fyrir að tapa fyrsta leiknum 5—25 á móti sveit heimsmeistarans, Erics Rodwell. 4. og 2. umferð í fyrstu tveimur umferðunum er það meira og minna tilviljun háð hvaða sveitir lenda saman. Athyglisverðasti leikurinn var í annarri umferð, milli sveita Scho- us og Rodwells. Danimir og Sævar unnu þann leik af öryggi, 20—10. í þriðju umferð fór Mon- rad-kerfíð að virka og efstu sveit- imar að takast á. Aðeins ein sveit, sveit Siguijóns Tryggvason- ar, var með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. En í þriðju umferð urðu helstu úrslit þessi: Zia — Schou 10—20 ísal — Samvinnuferðir 16—14 Delta — Massimilla 15—15 Siguij. Tryggvas. — Úrval 9—21 4. umferð Sveit Steens Schou leggur hvert stórveldið af öðru og hefur tekið stefnuna á fyrsta sætið í mótinu. En í fjórðu umferð mættu þeir einu sveitinni sem stóð í þeim, sveit Úrvals, sem hefur unnið þessa keppni einu sinni og varð í öðru sæti í fyrra. Helstu úrslit: ÚrvaL — Schou 15—15 Rodwell — Delta 8—22 ísal — Siguij. Tryggvas. 16—14 Samv.f. — Steinb. Ríkh. 19—11 Massimilla — Joensen 22—8 Sigur Delta-sveitarinnar á Rodwell teljast merkustu tíðindi þessarar umferðar. Þrátt fyrir jafntefli Úrvals og Schous halda sveitimar forystu sinni eftir fjórar umferðir. Staðan: Úrval 84 Schou 80 Samvinnuferðir 79 ísal 78 Delta 78 Massimilla 74 Siguijón Tiyggvason 73 Jón Hjaltason 72 ZiaMahmood 72 Þrátt fyrir hið slæma tap Jóns Hjaltasonar í fyrstu umferð er sveitin orðin meðal efstu sveita eftir fjórar umferðir. Banda- ríska/kanadíska sveitin, sem hafði aðeins hlotið 65 stig þegar þama var komið sögu og blandaði sér aldrei í toppbaráttuna. 5. umferð í fímmtu umferð gerðist það helst að Schou rótburstaði sveit ísals, 25—0, og tók þar með for- ystuna í mótinu. Ónnur úrslit: Zia — Steinberg Ríkharðss. 15—15 Úrval — Samvinnuferðir 11—19 Delta - Siguijón Tryggvas. 14—16 Massimilla —JónHjaltas. 15—15 6. umferð Schou styrkti enn stöðu sína með því að vinna- Samvinnuferðir 23-7 í sjöttu umferð. Meðal ann- arra úrslita vom þessi: Rodwell — Massimilla 21-9 Siguij- Tryggvas.— Zia 17-13 Úrval — Delta 10-20 Jón Hjaltas. — Sjóvá (Ak.) 25—5 Staðan fyrir síðustu umferð var þessi: . Schou 128 Jón Hjaltason 112 Delta 112 Rodwell 111 Úrval 106 Siguijón Tryggvas. 106 Samvinnuferðir 105 Ragnar Magnússon 104 Zia 100 Massimilla 98 7. umferð Það þurfti mikið að gerast til að sveit Schous missti niður það forskot sitt í síðustu umferðinni. Og þó. Sveitin átti að keppa við liðsmenn Delta, og ef Delta-menn ynnu þann leik 23—7 yrðu sveit- imar jafnar með 135 stig. Og þá væri jafnvel hugsanlegt að sveitir Jóns Hjaltasonar og Rodwells skytust upp fyrir þær. Fræðilega gátu því fjórar sveitir unnið fyrir síðustu umferð. Leikur Schous og Delta var sýndur á tjaldi í sýningarsal Hót- els Loftleiða. Strax í fyrstu spilun- um komust Danimir 20 stigum yfír og áhorfendur misstu áhug- ann. Úrslitin voru ráðin. Leiknum lauk svo með 23—7 sigri Schous. Önnur úrslit: Jón Hjaltason — Siguijón Tryggvason 19—11 Rowell — Samvinnuferðir 11—19 Úrval — Ragnar Magnússon 17— 13 Masimilja — Elín Ólafsdóttir 19— 11 Jón Hjaltason tryggði sé* ann- að sætið með sigri sínum á Sigur- jóni Tryggyasyni og Samvinnu- ferðir þriðja sætið með því að vinna Rodwell. Samvinnuferðir og Zia enduðu að vísu með jafn mörg stig, en þar sem sveit Samvinnu- ferða var stigahærri fyrir síðustu umferð taldist hún í þriðja sæti. Úrslitin Schou 151 JónHjaltason 131 Samvinnuferðir 124 Zia 124 Rodwell 122 Úrval 122 Delta 119 Siguijón Tiyggvason 117 Ragnar Magnússon 117 Það er oft mikil þröng i kring um sveitiraar sem beijast um efstu sætin. Það var leikur ferðaskrifstofuveldanna Úrvals og Samvinnuferða-Landsýn sem fjöldinn fylgdist með en þessar sveitir hafa verið í toppbaráttunni í áraraðir. Morgunblaðið/Amór Jón Baldursson ræðir við Lars Blakset en Steen Schou og Knut Blakset fylgjast með. Lars hefir komið nokkrum sinnum á brids- hátíð og fer ekki öðru visi heim en að taka með sér eitthvað af dölunum sem í verðlaun eru. STEYPIBAÐ Þú stillir vatnshitann með einu handtaki á hitastýrða baðblöndunartækinu frá Danfoss, og nýtursíðan steypibaðsins vel og lengi. = HEÐINN = SEUAVEGI 2,SlMI 24260 Niður með hita- kostnaðinn OFNHITASTILIAR = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRFANTANIR-ÞUÓNUSTA IZUMI STÝRILIÐAR Allar stærðir fyrir allar spennur. Festingar fyrir DIN skinnur. 1 Gott verð. I = HÉÐINN = VÉLAVÉRZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-WÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.