Morgunblaðið - 22.01.1986, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 22.01.1986, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986 21 Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1986: Færeyingurinn Rói Paturs- son lilaut þau fyrir ljóðabók Morgunblaðið/RAX Niðurstaða dómnefndar var kynnt á fundi með fréttamönnum í gær. Formaður úthlutunarnefndar, Finninn Irmeli Niemi, hellir kaffi í bolla Jóhanns Hjáimarssonar, en hann og Sveinn Einarsson voru fulltrúar íslands í dómnefndinni. Lengst til vinstri á mynd- inni er færeyski fuUtrúinn, Malan Simonsen. FÆREYSKA skáldið Rói Pat- ursson hlýtur Bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs 1986 fyrir ljóðabókina Likasum. Dómnefnd kynnti niðurstöðu sína á fundi með fréttamönnum i Reykjavík í gær. í umsögn dómnefndar um bókina Likas- um segir: „Með ljóðrænum þrótti og bersýni leggur Rói áherslu á samhengi færeysks raunveruleika og áleitinna spurninga um tilvist okkar í samtímanum." Verðlaunin verða afhent í Ráðhúsi Kaup- mannahafnar af forseta Norð- urlandaráðs 4. mars næstkom- andi, en þá stendur yfir 34. þing Norðurlandaráðs. Rói Patursson er 38 ára gam- all. Hann nam heimspeki í Dan- mörku og hefur magistergráðu í þeim fræðum. Likasum er þriðja ljóðabók hans; sú fyrsta var nafn- laus og kom út árið 1969. Fyrir hana hlaut Rói færeysk bók- menntaverðlaun, M.A. Jakobsen- verðlaunin. Annað ljóðasafn hans, Á alfaravegi, kom út 1976. Fær- eyski fulltrúinn í dómnefnd Bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs, Malan Simonsen, segir í umsögn sinni, að í því verki yrki Rói um bæjarlífíð, ástarþrá, til- gangsleysi og eyðileggingarhvatir í nútíma samfélagi, auk þess sem hann lofar móðurmálið. Malen Simonsen segir að bókin Likasum sé nýtískulegri en hinar eldri. Að efni spanna ljóðin vítt svið. Rói fjallar um útleggingar á Marx og Freud, vígbúnaðarkapp- hlaupið og baráttuna fyrir friði, veltir fyrir sér eðli ljóðsins, og merkingu orða og stafrófs. „Burð- arljóð verksins," segir Simonsen, „Sólareygað, segir frá sálrænu ferðalagi í tíma og rúmi. Ferðast er yfir sundurlaust einskismanns- land, þar sem fyrst er leitast við Færeyska skáldið Rói Paturs- son. Hann hlýtur bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs 1986 fyrir ljóðabók sína, Likas- um. að endurbyggja sjálfíð stig af stigi, þar til það samlagast „þú- inu“, sem kom fram í byrjun ljóðs- ins, og verður á endanum heil- steypt manneskja. Ferðalagið er sett saman úr myndröðum, sem sækja efnivið sinn til náttúrunnar og nútíma tilveru. Hver myndröð er byggð á ákveðnu meginstefí, sem er útfærð og dýpkuð með öðrum myndum, og að lokum mætist hinn margbrotni veruleiki heimsins í kjama tilverunnar, auga sólarinnar." Kom mér á óvart „Það kom mér mjög á óvart að ég skyldi verða fyrir valinu og ég er að sama skapi þakklátur," sagði Rói Patursson í símaviðtali við Morgunblaðið í gær. — Hver eru meginyrkisefni þín?, „Eg yrki mikið um tungumál og ljóðið sjálft, náttúruna og þjóð- félagið sem heild, stöðu mannsins á ótryggum tímum og þær miklu breytingar sem hafa orðið á lífs- háttum okkar síðustu áratugi." — Þú hefur heimspekilegan bakgrunn. Er það skýringin á áhuga þínum á tungumálinu? „Nei, það er frekar á hinn veginn; ég fór að ástunda heim- speki vegna áhuga míns á tungu- málinu sem slíku." — Nú yrkir þú á máli sem fáir skilja. Veldur það þér áhyggjum? „Alls ekki. Öll tungumál eru í sjálfu sér fullkomin og það er hægt að segja nánast allt á fær- eysku eins og öðrum málum." — Hvað ertu að fást við þessa dagana? — Ég held áfram að yrkja, auk þess sem ég er að vinna að mínu fyrsta leikrit, sem fært verður upp í Reykjavík í sumar á norrænni leiklistarhátíð. Það fjallar um mannlíf í Færeyjum og er fyrst og fremst skrifað til að gefa út- lendingum innsýn í færeyskt þjóð- félag nú til dags," sagði Rói Patursson. Noregur: „A-Ha“ vinnur stóra sigra í poppheiminum I efsta sæti á Þeir félagar í „A-Ha“ voru tilnefndir til tvennra „Spellmanns“- verðlauna sem norska ríkisútvarpið úthlutar árlega og féllu hvor tveggja þeim i skaut. Hér eru þeir með gripina. vinsældalistan- um á Englandi Osló, 21. janúar. Frá Jan Erik Lauré, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSKA popphljómsveitin „A-Ha“ hefur unnið nýja sigra í poppheiminum. Félagamir þrír, þeir Morten Harket, Pál Waak- taar og Magne Furuholmen era nú komnir í efsta sæti á enska vinsældalistanum með smáskíf- una „The Sun Always Shines on TV“ og einnig er vitað að breið- skífan „Hunting High and Low“ er á leið á toppinn. „A-Ha“ er komin í hóp helstu popphljómsveita í heimi og hefur frami norsku strákanna verið ævin- týri líkastur. Fyrir aðeins ári mældu þeir götumar í London í ieit sinni að einhveijum plötuútgefanda, sem vildi miskunna sig yfír þá. Á síðastliðnu hausti var smáskíf- an „Take on Me“ í efsta sæti banda- ríska vinsældalistans og var það ekki síst að þakka myndbandsút- færslunni sem unnið hefur til margra verðlauna. „A-Ha“ hefur einnig verið tilnefnd til nokkurra Grammy-verðlauna í Bandaríkjun- um og „Take on Me“ hefur að auki verið í efsta sæti í Svíþjóð, Noregi, Austurríki, Belgíu, Vestur-Þýska- landi, Frakklandi, Ítalíu, Sviss, Japan og Ástralíu. Á Énglandi komst lagið aðeins í annað sæti en nú hefur verið bætt úr því. Um helgina voru þeir þremenningamir í Osló og tóku þar á móti tvennum svokölluðum „Spellmanns-verð- launum" en em nú aftur komnir til London. Til þessa hefur hljómsveitin selt fímm milljónir smáskífa og tvær milljónir breiðskífa og em heildar- tekjumar um 165 milljónir fsl. kr. Að öllu frátöldu koma í hlut strák- anna um 55 millj. króna. „A-Ha“ er sest að í Englandi þar sem skattbyrðin er léttari en í Noregi og hafa þeir á sínum snær- um marga fjármálasérfræðinga sem kunna að ávaxta auðinn með skjótum hætti. Gengi gjaldmiðla London, 21. janúar. AP. BANDARÍKJADOLLAR lækk- aði í dag gagnvart öllum helztu gjaldmiðlum heims nema sterl- ingspundinu og kanadíska doli- aranum. Ástæðan var orðróm- ur um óhagstæðari hagtölur í Bandaríkjunum fyrir síðasta ársfjórðung nýliðins árs en áð- ur hafði verið gert ráð fyrir. Hagtölur þessar verða birtar á morgun, miðvikudag. Dollarinn hækkaði hins vegar gagnvart pundinu, sem nú stend- ur ver en áður sökum lækkandi olíuverðs, en Bretland er fímmta mestu olíuframleiðsluland í heimi. Síðdegis í dag kostaði pundið 1,4120 dollara (1,4168), en ann- ars var gengi dollarans þannig, að fyrir hann fengust 2,4540 vestur-þýzk mörk (2,4700), 2,07925 svissneskir frankar (2,0957), 7,5250 franskir frankar (7,5725), 2,7605 hollenzk gyllini (2,7840), 1.675,00 ítalskar lírur (1.683,25), 1,40495 kanadískir dollarar (1,40065) og 202,25 jen (202,95). Höfundur: Claire Luckham. Þýðendur: Páll Baldvin Baldvinsson og Magnús Þór Jónsson. Glimuþjálfun: Clifford Twemlow og Brian Vete. Dansar: Sóley Jóhannsdóttir. Búningar: Dóra Einarsdóttir. Föröun og hár: Ragna Fossberg. Tónlistarútsetningar: Jakob Magnússon. Leikendur: Edda Heiðrún Bachman — Guöjón Pedersen — Edda Björgvinsdóttir — Leifur Hauksson — Kristín Kristjáns- dóttir — Andri Örn Clausen. Leikstjórn og yfirumsjón: Páll Baldvin Baldvinsson. Frumsýning föstudag 24. jan. kl. 21. Uppselt. 2. sýning sunnudag 26. jan. kl. 20.30. Uppselt. 3. sýning fimmtudag 30. jan. kl. 20.30. 4. sýning föstudag 31. jan. kl. 20.30. Miöasala í Gamla Bíói kl. 15—19. Sími 11475. Minnum á símsöluna med Visa. H/TT Ldkhúsið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.