Morgunblaðið - 22.01.1986, Side 28

Morgunblaðið - 22.01.1986, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986 „Þurfumað taka ábyrga afstöðu til staðreyndanna“ — segir talsmaður Samtakanna ’78 um niðurstöður ónæmistæringarprófa á íslenskum hommum „ÞESSAR niðurstöður sýna al- vöru málsins og að ónæmistær- ing er fyrir hendi meðal okkar íslenskra homma. Við þurfum þvi að taka ábyrga afstöðu til þessarar staðreyndar," sagði Þorvaldur Kristinsson, talsmað- ur stjórnar Samtakanna ’78, sem er félagsskapur homma og lesbía á íslandi, er blm. leitaði við- bragða hans við frétt blaðsins sl. laugardag af ónæmistæringar- prófum, sem íslenskir hommar hafa gengist undir. Af 51 homma, sem farið hefur í slíkt próf, reyndust 27,5% vera með mótefni gegn ónæmistæringu. „Það er skylda okkar að upplýsa sem flesta úr okkar röðum um eðli ónæmistæringar og ég vil því hvetja alla, sem eru í áhættuhópi, til að nýta sér þá þjónustu sem boðið er upp á, bæði af íslenskum heilbrigð- isyfirvöldum og okkur í samtökun- um. Það er vitaskuld afar brýnt að menn komist að hinu sanna í þessu máli til að lifa ekki með óvissu og ótta,“ sagði Þorvaldur. Hann lagði áherslu á að þótt komið hefði í ljós að 14 íslenskir hommar hefðu reynst mótefnajá- kvæðir, þá væru þeir ekki þar með sýktir af ónæmistæringu eða gengju með veiruna í sér. „Það eru liðnir um þrír mánuðir síðan farið var að leita skipulega að smituðum einstaklingum hér á landi," sagði Þorvaldur Kristinsson. „Læknar segja mér og okkur í Samtökunum ’78, að reynslan erlendis frá sýni glögglega, að fyrst komi þeir, sem hafa einkenni og því sé ekki óeðli- legt, að hlutfall þeirra, sem hafa jákvæða svörun, sé svona hátt í upphafí. Eftir því sem lengri tími líður koma fleiri einkennalausir og þá snarlækkar heildarhlutfallið. Ég hef því ekki trú á að nærri 30% íslenskra homma séu með mótefnið, eins og má skilja af Morgunblaðs- fréttinni sé hún ekki iesin ræki- lega.“ Hann sagði að af hálfu samtak- anna, og í samráði við íslenska lækna, væri nú verið áð undirbúa útgáfu á upplýsingabæklingi um sjúkdóminn og að með útgáfu hans gerðu samtökin sér vonir um að ná til homma, sem enn eru „í felum", eins og það er kallað. „Við munum einnig á næstunni stofna stuðnings- hóp við homma, sem gætu sýkst af ónæmistæringu hér. Slíkir hópar eru til í nágrannalöndunum og hafa skilað góðum árangri þar - ekki- síst við að létta undir með sýktum ein- staklingum, sem að sjálfsögðu eru undir gífurlegu andlegu álagi.“ Þorvaldur sagði að á samtökun- um hvfldi nú rík skylda um að fylgj- ast rækilega með fregnum af sjúk- dómnum og þróun hans, upplýsa félagsmenn sína um eðli hans og vamir gegn honum, hollustuhætti, ábyrgt kynlíf samkynhneigðra og fleira. „Og síðast en ekki síst,“ sagði hann, „þá verðum við að beijast af öllum mætti gegn ónauðsynleg- um ótta, forðast móðursýkisleg viðbrögð við þessum ógnvaldi." Félag íslenskra iðnrekenda og IBM: Sýning á framleiðslu danskra undirverktaka „LIN missir tilgang sinn ef tillögur menntamálaráð- herra ná fram að ganga“ FÉLAG íslenskra iðnrekenda og IBM á íslandi halda sýningu í húsakynnum IBM í Skaftahlíð 24, dagana 22.-24. janúar nk. á hlutum sem dönsk iðnfyrirtæki framleiða fyrir ýmsar verksmiðj- ur IBM. Sýningin, sem er öllum opin, er haldin í kjöifar námsstefnu sömu aðila þar sem fjallað var um mögu- leika fslenskra iðnfyrirtækja til að gerast undirverktakar flölþjóðafyr- irtækisins IBM. Meðal fyrirlesara á námsstefn- unni voru þrír Danir sem hafa reynslu í þessari grein iðnaðarins. Alls framleiða 99 dönsk fyrirtæki ýmsa hluti, tæki og stykki fyrir IBM. Á undirverktakasýningunni getur að líta sýnishom af fram- leiðslu frá 20 dönskum undirverk- takafyrirtækjum IBM. Sýningin er öllum opin sem áhuga hafa á þessu máli, dagana 22.-24. janúar kl. 09.00 til 17.00. (Úr fréttatilkynningu.) — segir Björk Vilhelmsdóttir, formaður nýrrar stjórnar SHÍ NÝ STJÓRN Stúdentaráðs Háskóla íslands var mynduð síðastliðinn sunnudag með þremur fulltrúum Félags vinstri manna og þremur fulltrúum Félags umbótasinnaðra stúdenta. Björk Vilhelmsdóttir var kosin formaður stjórnar SHÍ og Hrólfur Ölvisson varaformaður. Þórir Haraldsson var kosinn gjaldkeri, Gylfi Ástbjartsson fuUtrúi hagsmunanefndar, Birna Gunnlaugsdóttir fulltrúi menntamálanefnd- ar og Ingvar Á. Þórisson fuUtrúi utanríkisnefndar. Þá var Guðmund- ur Auðunsson, í Félagi vinstri manna, tilnefndur af Stúdentaráði í stjórn Lánasjóðs islenskra námsmanna og Hrólfur Ölvisson sem varamaður hans. Sigurður Pétursson var tilnefndur sem aðalmaður i stjórn Félagsstofnunar stúdenta og Ólína Þorvarðardóttir varamað- ur hans. Mynduð hefur verið 12 manna samstarfsnefnd ijögurra hreyfínga og eiga sæti í henni þrír fuiltrúar frá hverri þeirra: Bandalagi ís- lenskra sérskólanema, Sambandi íslenskra námsmanna erlendis, Iðnnemasambandi íslands og Stúd- entaráði HÍ. Björk Vilhelmsdóttir, formaður stjómar SHÍ, sagði í samtali við blaðamann að þessi nefnd hefði verið mynduð til að allar námsmannahreyfingamar gætu sameiginlega unnið að hagsmuna- málum stúdenta, en ekki sitt í hvoru lagi eins og verið hefur til þessa. T.d. hefði Iðnnemasambandið aldrei átt fulltrúa í stjóm LÍN þó svo að á þeirra vegum séu fjölmargir lán- takendur. „Menntamálaráðherra tók reglu- gerðarbreytingu sína um frystingu námslána frá 3. janúar sl. úr gildi og er ekkert nema gott um það að segja ef hann hefði ekki komið með aðrar niðurskurðarhugmyndir í kjölfarið sem síst eru betri. Við teljum að ef hugmyndir hans nú ná fram að ganga, þá hefur LÍN misst tilgang sinn. Okkur sýnist að ráðherra sé með þessum fyrir- huguðu breytingum sínum að stíga fyrsta skrefíð í þá átt að leggja sjóðinn niður og taka í staðinn upp einhvers konar styrkjakerfí fyrir ákveðna forréttindahópa," sagði Björk. Hún sagði að stjóm SHÍ hefði nú þegar tilnefnt mann, Guðmund Auðunsson, í stjóm LÍN í stað Vökumannsins Olafs Amarssonar og það m.a.s. með fullu samþykki Ólafs sjálfs, en menntamálaráð- herra neitaði í gærmorgun að til- nefna hann í stjómina. „Þetta eru auðvitað furðuleg vinnubrögð menntamálaráðherra og augljóst er að Sverrir Hermannsson vill ekki tilnefna vinstri mann í stjóm LÍN nú til þess að halda meirihluta ríkis- valdsins í henni vegna komandi niðurskurðartillagna, sem hann er nú að sjóða saman. Ráðherra veit að ef við fengjum okkar mann inn í stjóm LÍN, myndi sá maður aldrei fallast á þessar tillögur ráðherra. Við hyggjumst beita hörðu ef ráð- herra snýst ekki hugur, en ef svo vildi til að þessar breytingartillögur hans færu fyrir þing, gerum við fastlega ráð fyrir að námsmenn njóti stuðnings framsóknarmanna." Samstarfsnefnd námsmanna hyggst beita sér mjög á næstu dögum, að sögn Bjarkar, og mun m.a. senda þingmönnum bréf, þar sem sjónarmið námsmanna verða sett fram. Leitað verður eftir stuðn- ingi launþegasamtaka, þar sem launafólki og námsmönnum hefur verið att mjög saman að undan- förnu og einnig hyggst nefndin reyna að breyta almenningsáliti því sem skapast hefur í garð náms- manna. Þá mun nefndin senda dreifírit til allra námsmanna, þar sem lánamálin verða skýrð. Haldnir verða fundir í öllum skólum landsins sem eiga aðild að BÍSN, SÍNE og INSÍ og fyrirhugað er að halda fund í Háskólabíói í byijun febrúar og á fundinn er ætlunin að bjóða menntamálaráðherra og þingmönn- um svo þeim gefist tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á fram- færi við nemendur og svara fyrir- spumum. Moi^unblaðið/Árni Sœberg Hluti sýningar danskra undirverktaka i sýningarsal IBM i Skaftahlíð 24. „Asakanir um aðgerðarleysi frá- farandi stjórnar SHÍ út í hött“ — segir Guðmundur Jóhannsson, fráfarandi formaður stjórnar SHÍ virkaði hvetjandi á námsmenn en ekki letjandi eins og lánaúthlutun- um er nú háttað. Þá höfum við ævinlega haldið því ffam að lánin skuli greiðast að fullu, annars væri ekki um lán að ræða,“ sagði Guð- mundur. Stúdentaráð Háskóla íslands: Mótmælir tilnefningu í lektorsstöðu við HI Morgunblaðinu hefur borist ályktun frá fundi Stúdentaráðs Háskóla íslands sem haldinn var síðastliðinn sunnudag: „Stúdentaráð HI mótmælir harð- lega vinnubrögðum menntamála- ráðherra að ganga gegn tillögu heimspekideildar og dómnefndar hennar við setningu í stöðu lektors í íslenskum bókmenntum. Deildir Háskólans eru sjálfstæðar um til- högun kennslu sinnar og bera einar ábyrgð á henni. Aðferðir ráðherra bera vott um lítilsvirðingu í garð viðkomandi deildar sem sæmir ekki ráðherra menntamála í landinu. Háskólinn á þá kröfu til mennta- málaráðherra hveiju sinni að hann meti störf háskólamanna að verð- leikum og sjálfstæði Háskóla ís- lands sem vísindastofnunar." Guðmundur Jóhannsson, frá- farandi formaður stjóraar SHÍ, sagði að aðgerðir fráfarandi stjóraar hefðu nú greinilega borið árangur þar sem mennta- málaráðherra hefði fallið frá reglugerðarbreytingu sinni síðan 3. janúar sl. „Ásakanir um að- gerðarleysi stjóraar SHI eru því alveg út í hött og vantraustsyfir- lýsingin hlýtur að vera af öðrum ástæðum. Mér líst alls ekki á að Umbótasinnar séu að hleypa vinstri mönnum upp í æðstu stjórn stúdenta og furða mig á því að þeir skuli lýsa vantrausti á eigið fólk sem þýðir að Um- bótasinnum er alls ekki treyst- andi. Nýju stjórnina verður hins- vegar að dæma eftir verkunum. Þó óttast ég að þessi stjórn fylgi ekki fordæmi fráfarandi stjóra- ar um að færa sig nær nemend- um sjálfum t.d. með þvi að efla félagslifið, en fráfarandi stjórn reyndi mikið til þess að höfða til nemenda á nýjan hátt t.d. með því að standa fyrir íþróttamóti, sem ekki voru dæmi fyrir. Stúd- entaráð liðinna ára hafa lagt mesta áherslu á stjórnmál og ég óttast að með tilkomu vinstri manna inn í stjórn, muni umræð- an beinast aftur inn á sömu braut. Við töldum hinsvegar að stjórain ætti beint að einbeita sér að hagsmunabaráttu stúdenta í Stúdentaráði." Guðmundur sagði að skoða bæri núverandi tillögur ráðherra í sam- hengi og ýmislegt bæri að endur- skoða í starfsemi LÍN. „Vökumenn hafa þó alla tíð lagt áherslu á að auka tekjuumreikning svo að vinna Stúdentaráð Háskóla íslands: Harmar skerðingu á námslánunum Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi ályktun frá Stúd- entaráði Háskóla íslands sem samþykkt var einróma síðastlið- inn sunnudag: „Stúdentaráð HÍ fagnar yfírlýs- ingu Sverris Hermannssonar menntamálaráðherra þess efnis að hann sé reiðubúinn að draga til baka reglugerð um LÍN frá 3. jan- úar 1986. Stúdentaráð Háskóla íslands harmar hinsvegar ef Sverrir Her- mannsson menntamálaráðherra hyggst beita sér fyrir breytingum á lögum og reglugerðum Lánasjóðs íslenskra námsmanna sem hefðu í för með sér skerðingu fyrir lántak- endur. Stúdentaráð Háskóla íslands skorar á menntamálaráðherra, Sverri Hermannsson, að láta nú þegar af öllum niðurskurðaráform- um því námslán eru grundvöllur fyrir jafnrétti til náms.“ Þá samþykkti Stúdentaráð HÍ samhljóða á fundinum að skora á Sverri Hermannsson menntamála- ráðherra að taka til greina nú þegar afsögn Ólafs Arnarssonar úr stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna og hlýta tilnefningu ráðsins um Guð- mund Auðunsson, sem sæti á í Félagi vinstri manna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.