Morgunblaðið - 22.01.1986, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 22.01.1986, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1986 29 Hluti þátttakenda á ylræktarnámskeiðinu. Garðyrkjubændur á ylræktarnámskeiði Kunnur danskur ráðunautur leiðbeinir Á Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykj- um í Ölfusi stendur yfír þessa dagana námskeið fyrir garðyrkjubændur af öllu landinu. Námskeiðið er haldið að tilstuðlan Sambands garðyrkjubænda, Garðyrkjuskólans og Búnaðarfélags Islands, sem greiðir kostnað vegna námskeiðsins. Búnaðarfélagið notar til þess fé sem sparast vegna þess að annar ráðunautur þess í garðyrkju hefur ekki verið í starfí undanfama mánuði. Leiðbeinandi á námskeiðinu er danskur garðyrkjuráðunautur, Egon Jensen frá Oðinsvéum. Námskeiðið hófst mánudaginn 6. janúar og stendur eina viku. Fyrstu tvo dagana var tekin fyrir ræktun tómata, þá ræktun papr- iku og tveir dagar undir agúrkuræktun. Garðyrkjuskólinn hefur árlega feng- ið sérfræðinga til að halda fyrirlestra um efni er varða hin ýmsu svið garð- yrkjunnar. Námskeiðið sem nú stendur yfír er sérstakt að því leyti að bændum- ir sjálfír em virkjaðir meira með því að að þeir ræða máiin í hópum og leita svara hjá leiðbeinandanum við þeim spumingum sem upp koma. Áður en námskeiðið hófst var leiðbeinandanum sendur óskalisti um það sem þátttak- endur óskuðu eftir að farið yrði yfír. Með þessu fyrirkomulagi telja aðstand- endur námskeiðsins sig geta víkkað sviðið og reyna á þennan hátt að mynda um hvert ræktunarsvið, tómata, gúrkur og papriku, sem gera má ráð fyrir að haldi áfram að vinna saman. Við Garðyrkjuskóla ríkisins er í vaxandi mæli lögð áhersla á endur- menntun og gert ráð fyrir sérstökum endurmenntunamefndum sem skipað- ar verða fulltrúum hvers sviðs, í yl- rækt, ræktun útimatjurta, garðplöntu- ræktun og skrúðgarðyrkju. Myndir og texti: Sig. Jóns. Selfossi Ólafur Atlason Hveravöllum: Magnús Stefánsson Grósku, Hveragerði: Maður fær fullvissu fyrir ýms- um atriðum „Það er nauðsynlegt að fá svona færan mann eins og Egon Jensen er til að hressa mann upp og veita uppörv- un,“ sagði Ólafur Atlason garðyrkjubóndi frá Hvera- völlum í Suður-Þingeyjar- sýslu. „Ræktunin er tekin frá upphafí til enda. Þetta er gott fyrir þá sem eru einangr- aðir og eru ekki alltaf í sambandi við aðra. Menn ræða málin innbyrðis. Egon þekkir mjög vel til okkar aðstæðna og getur sagt okkur til. Hér hafa verið rædd ýmis atriði sem mann renndi grun í áður en fær nú full- vissu um, s.s. varðandi áburð- argjöf og nákvæmni við hana.“ Margt nýtt komið fram „Ég held að þetta sé mjög gott nárnskeið. Maður fær hér mjög mikla upprifjun og margt nýtt hefur komið fram sem fylgjast þarf vel með,“ sagði Magnús Stef- ánsson garðyrkjumaður á garðyrkjustöðinni Grósku í Hveragerði. „Það er gott að ræða saman í hópum um vanda- málin. Á þann hátt verður umræðan fjölbrejíttari og ýmis atriði koma fram sem manni koma ekki í hug annars. Ég geri mér vonir um að umræðan varðandi ræktun papriku eigi eftir að skila miklu, en ræktun hennar er einna styst á veg komin." Guðmundur Sigurðsson Áslandi, Hrunamannahreppi: Eins gott nám- skeið og ver- ið getur „Þetta er eins gott nám- skeið og verið getur," sagði Guðmundur Sigurðsson garðyrkjubóndi að Áslandi í Hrunamannahreppi. „Þetta er mjög góð upprifjun og endurhæfing. Hann bendir á kosti þess að vinna saman og ná þannig betri framleiðslu og hér hafa menn verið að ræða málin innbyrðis, sem er mjög gott. Það eru dregnir fram ákveðnir þættir til að hugsa um, maður verður ferskari á eftir og þetta gefur meiri einbeitingu. Þessi leiðbeinandi sem við höfum er sá alfremsti og sérfræðingur á sviði græn- metisræktunar. Það atriði sem mér finnst athyglisverð- ast fyrir okkur hér á nám- skeiðinu er notkun á kolsýru við ræktunina." Þórhallur Bjarnason Laugalandi, Borgarfirði: Áburðar- gjöfin er mikilvægust „Þetta námskeið er mjög nauðsynlegur þáttur í fræðslustarfseminni og þarf helst að halda reglulega," sagði Þórhallur Bjamason garðyrkjumaður á Lauga- landi í Borgarfírði. „Áburðargjöfin er það atriði sem er mikilvægast og það hefur hann rætt mjög vel og farið ítarlega í. Ég held það svið sé einna brýn- ast fyrir íslenska garðyrkju- menn að beina sér að. Það er sama hvaða jarðvegur er notaður við ræktunina, áburðargjöfin er aðalatriðið til að fá góða uppskeru. Best væri að fá manninn inn á stöðvamar til að ræða við okkur á staðnum," sagði Þórhallur. Grétar Unnsteinsson skólastjóri Garðyrkjuskóla ríkisins: Stefnum að fleiri svona námskeiðum „Ég finn ekki annað en menn séu mjög ánægðir með námskeiðið og fyrir- komulag þess og haf i mætt til leiks með mjög opnum huga. Þannig að ég er sannfærður um að við erum á réttri leið,“ sagði Grétar J. Unnsteinsson skólastjóri Garðyrkjuskól- ans um ylræktamámskeið- ið sem þar stendur yf ir. „Öll svona fræðslustarf- semi byggist á nánu og góðu samstarfi milli skólans og samtaka garðyrkjubænda. Þetta námskeið verður vonandi aðeins byijunin. Við stefnum að því að hafa fleiri svona námskeið og taka fyrir ýmis önnur efni, t.d. ræktun pottaplantna, afskorinna blóma og útiræktun mat- jurta, garðplönturæktun og skrúðgarðyrkju. Einnig er fyrirhugað að taka upp meira af styttri fundum sem standa yfír einn dag eða dagsstund þar sem tekin verða fyrir ýmis efni sem efst eru á baugi hveiju sinni. Með stóraukinni tilrauna- starfsemi við skólann verður einnig stefnt að því að hafa af og til opið hús þar sem garðyrkjubændur geta kom- ið og kynnst því sem verið er að gera,“ sagði Grétar. Skipulagsbreytingar verða á tilraunastarfsemi Garðyrkjuskólans á næst- unni. Skólinn fékk nú í fyrsta sinn sérstaka ijárveitingu á fjárlögum til rannsókna og tilrauna sem að sögn Grétars skólastjóra skapar gjör- breytta aðstöðu til vaxandi rannsóknastarfsemi. r Mj 5 ■ jjl T II 1 ; $■/ i | il I , y Grétar J. Unnsteinsson skólastjóri Garðyrig uskólans. Egon Jensen: Sama hvort plantan stendur á íslandi eða í Danmörku EGON Jensen ráðunautur frá Óðinsvéum í Dan- mörku er leiðbeinandi á ylræktarnámskeiði garð- yrkjubænda i Garðyrkju- skóla ríkisins. Egon kom fyrst hingað til lands 1967 og fór þá í allar garðyrkju- stöðvar á landinu. Hann kom aftur 1977 og þekkir því vel til aðstæðna hjá garðyrkjubændum. Sér- svið hans er ræktun tóm- ata, paprika og agúrka undir gleri. „Ég sé og heyri á umræð- um manna hér og fyrirspum- um að vandamálin em þau sömu í ræktuninni hér og í Danmörku. Það er sama hvar plantan stendur hvort það er í Danmörku eða á Islandi, hún þarf alltaf sína umönnun," sagði Egon. Hann sagði að mestur tími á námskeiðinu hefði farið í að ræða næringu plantnanna og hvaða ráðum þyrfti að beita til að auka framleiðsl- una. Hann sagði að í Dan- mörku væri mikið um rækt- un í hlutlausum jarðvegi, steinull eða öðrum efnum. „Það er ekki ein einasta gúrka ræktuð í venjulegri mold í Danmörku," sagði Egon. Eftir notkunina í gróð- urhúsunum er steinullin not- uð til að bæta leirkenndan jarðveg áður en settir eru upp skrúðgarðar o.þ.h. Hann sagði að sér litist vel á notkun íslensks vikurs í gróðurhúsum, sem tíðkast Egon Jensson, garðyrkju- ráðunautur frá Óðinsvé- í auknum mæli hér á landi, og að vel væri möguleiki á að nota hann í Danmörku ef hann fengist á góðu verði. Egon hefur verið ráðu- nautur í 29 ár og sagði að ráðgjafaþjónustan hefði breyst mikið á þessum tíma. „Áður hélt ráðunauturinn erindi um hvað ætti að gera og var talinn alvitur en nú er hann meira félagi, tekur þátt i umræðum og hvetur til nýrra leiða. Við förum út til bændanna, gefum ráð og ræðum hvaða vandamál geti komið upp fram að næstu heimsókn. Þannig náum við betur til allra og kerfið verð- ur virkara," sagði Egon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.