Morgunblaðið - 22.01.1986, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 22.01.1986, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986 Soffía Hóseas- dóttir — Minning Fædd 8. ágúst 1916 Dáin 13. janúar 1986 í dag er borin til grafar ástkær tengdamóðir okkar Soffía Hóseas- dóttir. Stórt skarð hefur myndast í fjölskyldur allra við fráfall hennar því „amma Soffía", eins og bömin kölluðu hana, var mikill þáttur í lífi okkar. Hún iét velferð bamabama sinna sig miklu skipta og var ávallt áhugasöm um óskir þeirra og þarfír. Það var viss ljómi sem fylgdi heimsóknum hennar, eins og „hátíð í bæ“. Þá vildu allir fíölskyldumeð- limir vera sem mest heima til að geta verið í samvistum við hana og þannig vildi hún hafa það, hún kom til að vera ein af flölskyldunni. Mikill söknuður hefur strax gert vart við sig, ekki síst hjá bömunum, en við munum öll getað yljað okkur við hugljúfar minningar og það er ekki svo lítils virði. Elsku Soffíu þökkum við fyrir ómetanlegar samvemstundir og hlökkum til nýrra endurfunda. Tengdadætur „Enginn ræður sínum nætur- stað,“ vom orðin sem ég sagði þegar dóttir mín sagði mér að Soffía væri búin að kveðja þennan heim. Það er alltaf sárt að kveðja góða vini og ekki síst þegar kallið kemur svona fyrirvaralaus. Leiðir okkar Soffíu lágu saman fyrir um það bil tólf ámm, þegar bömin okkar felldu hugi saman og stofnuðu heimili. Góð vinátta tókst með okkur sem ætíð hélst síðan. Soffía var var vinur vina sinna og áttum við oft góðar stundir saman og má þar nefna hin árlegu þorrablót sem hún var vön að vera með okkur á, núna vantar hana í hópinn og því verður það ekki eins að þessu sinni. Eg þekkti vel hvað Soffíu var hugleiknast, það vom bömin henn- ar og bamaböm. Alltaf var hún að hugsa um hvað þeim væri fyrir bestu og gjafmildi hennar átti sér engin takmörk. Stuttu áður en ég kynntist Soffíu varð hún fyrir þeirri þungu raun að missa son sinn, Þór Kjartansson. Eg veit að hún varð aldrei söm eftir það. Og aftur á snöggu augabragði kom annað kall, þegar lítill sonar- sonur sem líka hét Þór fékk heila- himnubólgu og dó á örfáum klukku- stundum. Þessar raunir bar hún í hljóði, en þegar við töluðum saman tvær einar fann ég hvað þetta snerti hana djúpt. Ég vil með þessum örfáu orðum senda Soffíu kveðju yfir móðuna miklu með hjartans þökk fyrir hve hún var dóttur minni góð tengda- móðir og drengjunUm hennar góð amma. Farþúífriði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Briem) Rúna í dag kveðjum við móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Soffíu Hóseasdóttur. Maðurinn með ljáinn var ekki með neitt hik, þegar hann kvaddi dyra til þess að bæta við söfnuð sinn í þetta sinn. Það var eins og hendi væri veifað, engin kvöl eða þjáning, aðeins svefninn langi. Dauðann fær enginn umflúið og sæll er sá sem ekki þarf að berjast við sjúkdóma að lokinni starfsævi. Það má segja, að það hvemig dauðann bar að hjá Soffíu hafí borið svipmót athafna hennar um ævina. Hún gekk hratt og óhikað að hveiju verki og vann fljótt og vel. Eftir að hafa komið á legg fimm bömum og skilað vel sínum hlut til framtíð- arinnar hóf hún störf hjá íslenska álfélaginu þar sem hún starfaði sem flokkstjóri til hinstu stundar. Þar verður hennar saknað vegna ósér- hlífni og forystuhæfíleika sem nutu sín vel í hennar starfi þar. Hennar verður einnig sárt saknað af dótturdóttur og dóttursyni sem frá fæðingu nutu umhyggju ömmu sinnar. Dótturdótturdóttir, nú tæpra 3ja ára, naut sömu umhyggju frá fæðingu þar sem fjórir ættliðir bjuggu undir sama þaki. Kallið kom of fljótt, heilsan virtist óbiluð og þótt hún sæi fram á að þurfa að hætta núverandi starfí um næstu áramót var engan bilbug að fínna. Þegar var farið að ræða möguleika á annarri atvinnu því óhugsandi var að hafa ekki eitthvað fyrir stafni meðan heilsa og kraftar entust. En hér sannaðist hið fomkveðna að enginn ræður sínum næturstað. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við Soffíu Hóseasdóttur og biðjum henni allrar blessunar á nýjum slóðum. Hafí Soffía þökk fyrir allt. K.S. t Þökkum auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför fööur okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDUR SIGURGEIRSSONAR, Laufskógum 43, Hveragerði. Kristinn Guðmundsson, Jónína Gunnarsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Elvar Jónsson, Arnór Guðmundsson, Sigri'ður Guðmundsdóttir, Atli Hraunfjörð, Herdís Guðmundsdóttir, Yngvi Eiriksson, Anna Guðmundsdóttir, Þórey Guðmundsdóttir, Ragnar Jónsson, Þorkell Guðmundsson, Elín Aspelund, Kristfn Guðmundsdóttir, Kolbrún Guðmundsdóttir, Ásmundur Jónsson, Guðmundur Guömundsson, Guðmunda Maríasdóttir, Sigurgeir Guðmundsson og barnabörn. in/i/o/n/Yíi/' _ fo/So# inlwGÍnnor v raoaugiysingar — / duciL igiyöirigdí i duciugiyou igdf Auglýsing um prófkjör Ákveðið hefur verið prófkjör um val frambjóðenda sjálfstæðisflokks- ins i Ólafsvik við næstu bæjarstjórnarkosningar. Prófkjörið fer fram 23. febrúar nk. Kjörnefnd tekur viö framboðum og veitir upplýsingar um prófkjörsreglur. Framboðum sé skilaö til undirritaös í síðasta lagi 31. janúar nk. Fyrir hönd kjörnefndar. Helgi Kristjánsson, Sandholti 7, Ólafsvik, simar 6258 og 6561. Garðabær Fundur i fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ verður haldinn fimmtudaginn 23. janúar nk. kl. 20.00, Lyngási 12. Dagskrá: 1. Bæjarstjómarkosningarnar. Ákvörðun tekin um tilhögun fram- boðs. 2. Önnur mál. Félagar hvattir til að fjölmenna. Stjórnin. Borgarnes — Mýrasýsla Aðalfundur sjálfstæöisfélags Mýrasýslu verður haldinn í sjálfstæöis- húsinu Borgarnesi, Borgarbraut 1, fimmtudaginn 23. janúar kl. 21.00 síðdegis. Fundarefni: Venjuleg aöalfundarstörf. Stjórnin. Kópavogur— Kópavogur Hinn árlegi skemmtifundur fyrir eldri bæjarbúa í Kópavogi verður í Hamraborg 1, fimmtudaginn 30. jan. kl. 20.00. Bílar til reiðu fyrir þá er þurfa, simi 40708. Mætiö hress og kát. Sjálfstæðisfélögin i Kópavogi. Prófkjör sjálfstæðis- manna á ísafirði vegna bæjarstjórnarkosninga 1986 Prófkjörið fer fram laugardaginn 8. og sunnudaginn 9. febrúar 1986. Rétt til framboös í prófkjöri hafa þeir sjálfstæðismenn á ísafiröi sem kjörgengi hafa á kjördag og hafa aflað sér 20 stuðningsmanna. Framboði skal skila fyrir kl. 12 á hádegi laugardaginn 25. janúar 1986 til formanns kjörnefndar, Ólafs Helga Ólafssonar, Hliöarvegi 15, ísafiröi. Sjálfstæðisfélag ísafjarðar Aðalfundur Aöalfundur sjálfstæðisfélags isafjarðar verður haldinn laugardaginn 25. janúar kl. 14.00 í húsi félagsins, Hafnarstræti 12. 2. hæð. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. Sauðárkrókur — Skagafjörður Almennur stjórn- málafundur veröur haldinn í Sæborg á Sauðárkróki föstu- daginn 24. janúar nk. kl. 21.00. Frummælendur verða alþingis- mennirnir Pálmi Jónsson og Eyjólfur Konráð Jónsson. Fundurinn er öllum opinn. Sjálfstæðisfélögin. ÓKEYPIS BÆKLINGUR Starfsframi, betri vinna, betri laun Eftir nám í ICS-brófaskólanum átt þú möguleika á auknum starfsframa og betur launaðri vinnu. Þú stundar námiö heima hjá fjór á þeim hraða sem þér hentar. Nú stunda rúmar 8 milljón- ir manna nám í gegnum ICS-bréfaskólann! Líttu á listann og sjáöu öll þau tækifæri sem þér gefast. ICS-bréfaskólinn hefur örugglega námskeiö sem hæfir áhuga þínum og getu. Prófskír- teini í lok námskeiöa. Sendu miöann strax í dag og þú færö ÓKEYPIS BÆKLING sendan í f lugpósti. (Setjiö kross í aöeins einn reit). Námskeiöin eru öll áensku. □ Tölvuforritun □ Rafvirkjun □ Ritstörf □ Bókhald □ Vélvirkjun □ Almennt nám □ Bifvólavirkjun □ Nytjalist Stjórnun □ fyrirtækja □ Garóyrkja □ Kjólasaumur Innanhús- □ arkitektúr Stjórnun hótela □ og veitingastaóa □ Blaóamennska Kælitækni og □ loftræsting ............................................................ Heimilisfang:............................................... ICS International Correspondence schools Dept. YYS, 312/314 High Street, Sutton, Surrey SM11PR, England. P7]T!n Þrýstimælar Ailar stæröir og gerðir. SöyFOgKLflSKLÐr Vesturgötu 16, sími 13280 Athugið Athugið Umsjónarmenn og eigendur frosk- og reykköfunartækja. Reglulegt eftirlit með útbúnaði frosk- og reykkafara er öryggismál. Við bjóðum upp á sérhæfða og viðurkennda þjónustu sem vert er að kynna sér. Yfirförum og stillum frosk- og reykköfunartæki Þrýstireynum og speglum lofthylki Hlöðum lofthylki Utvegum varahluti i flestar gerðir tækja Lítið inn og fáið ráðleggingar um viðhald og notkun búnaðarins ykkur að kostnaðarlausu. Fljót og góð þjónusta- PRÓFUN HF. Fiskislóð 119 B 121 Reykjavík P.O. Box 1406 Sími: 91-26085

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.