Morgunblaðið - 22.01.1986, Side 47

Morgunblaðið - 22.01.1986, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1986 4 r •Tómas Holton ValsmaAur ar heldur betur klofstór á þessari mynd Bjarna Eirfkssonar. Lárus Torlasfus úr Fram fylgist undrandi með. Valsmenn unnu öruggan sigur á Fram f bikarkeppninni og eru komnir í undanúrslit. Valsmenn í undanúrslit — sigruðu Fram nokkuð örugglega, 92-79 VALUR tryggði sér réttinn til að leika f undanúrslitum bikarkeppni KKÍ er þeir sigruðu Fram, 92-79, f Hagaskóla f gærkvöldi. Valur hafði unnið fyrri leik þessara liða með tveimur stigum. Staðan í hálfleik var 39-35 fyrir Val. Jafnt var á með liðunum f fyrri hálfleik en Vals- menn höfðu yfirhöndina f seinni. Framarar byrjuðu vel og skor- uðu fimm fyrstu stigin og höfðu frumkvæðið fram í miðjan hálfleik- inn. Valsmenn voru þó aldrei langt undan og náðu að jafna, 20-20, um miðjan hálfleikinn. Síðan skipt- ust liðin á að leiða leikinn með einu til tveimur stigum. Valsmenn náðu svo þriggja stiga forystu rétt áður en flautað var til leikhlés. Valsmenn byrjuöu seinni hálf- leikinn eins vel og Fram byrjaði þann fyrri. Komust í 45-37 eftir tvær mínútur og juku svo smátt og smátt forskot sitt og var mesti munurinn í leiknum 19 stig er staðan var 78-59 fyrir Val og fimm mínútur til leiksloka. Framarar náðu síðan aðeins að klóra í bakk- ann og var munurinn 13 stig er upp var staðið, 92-79. Bakverðirnir, Tómas Holton og Einar Ólafsson, voru bestu leik- menn Vals ásamt Kristjáni Ágústs- syni, sem tekið hefur fram skóna á ný. Jón Steingrímsson átti einnig góöa kafla. Símon Ólafsson og Þorvaldur Geirsson voru yfirburöamenn hjá Fram og voru allt í öllu. Stig Vals: Leifur Gústafsson 20, Kristján Ágústsson 18, Einar Ólafsson 16, Tómas Holton 16, Jón Steingrímsson 9, Torfi Magnús- son 7, Siguröur Bjarnason 4 og Sturla örlygs- son 2. Stig Fram: Símon Ólafsson 21, Þorvaldur Geirsson 20* Ómar Þróinsson 11, Auðunn Elísson 8 og Lárus Thorlasíus, Jóhann Bjarna- son, Björn Magnússon og Guöbrandur Lárus- son 4 stig hver. SUS. Skíði: Guðrún í 41. sæti ÍSLENSKA kvennalandsliðið í alpagreinum skfðafþrótta tók þátt f tveimur skfðamótum f Austurrfki um helgina. Guðrún H. Kristjánsdóttir frá Akureyri varð í 41. sæti af 128 keppendum f svigi á laugardaginn. Hinnr stúlkurnar urðu úr leik. Á sunnudaginn kepptu þær í stórsvigi á mjög sterku móti. Þar stóð Guðrún sig best og hafnaði í 60. saeti á 2:44.02 mínútum. Snædís Úlriksdóttir varð í 70. sæti á 2:46.24 mín. og Tinna Trausta- dóttir í 73. á tímanum, 2:49.21 mín. Keppendur í þessu móti voru yfir 100. Sigurvegari var austur- ríska stúlkan Birgitte Eder, á 2:29.03 mín. Stúlkurnar keppa í tveimur mót- um um næstu helgi, síðan koma þær heim. Daníel Hilmarsson keppti í svigi í heimsbikarnum í síðustu viku, en varð fyrir því óláni aðsleppa hliði. Haecher stal sigrinum TRAUDL Haecher frá Vestur- Þýskalandi sigraði f sinni fyrstu keppni f heimsbikarnum f alpa- greinum kvenna á mánudaginn. Stórsvigskeppnin fór fram f Ober- staufen f Vestur-Þýskalandi. Svissneska stúlkan, Vreni Schneider, varð önnur eftir að hafa haft forystu eftir fyrri um- ferð. Olga Charvatova frá Tékkóslóv- akíu varö þriðja og heimsbikar- hafinn frá í fyrra, Michela Figini, í fjórða. Erika Hess, sem nú hefur forystu í stigakeppninni, varð fimmta. Kef lavík komst áf ram á fleiri stigum á útivelli — sigraði IR með tólf stiga mun, 91-79 KEFLVÍKINGAR komust í undanúrslit bikarkeppni KKÍ er þeir sigruðu ÍR-inga 91-79, f æsispennandi leik í Keflavfk í gærkvöldi. IR vann fyrri leikinn 93-81 og höfðu þvf liðin sigrað sinn leikinn hvort með 12 stiga mun. Keflvíkingar komust því áfram á fleiri stigum skoruðum á úti- velli, jafnara gat þetta ekki orðið. Staðan f hálfleik var 49-46 fyrir Keflavík. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með, ÍBK leiddi þó oftar í fyrri hálfleik. Þegar átta mínútur voru til leikhlés yar staðan jöfn, 30-30. Síðan náði ÍR forystu í leikn- um, 32-36, og var það mesti munur sem ÍR haföi yfir í leiknum. Keflvík- ingar tóku síðan góðan sprett og náðu yfirhöndinni og voru þremur stigum yfir í leikhléi, 49-46. Keflvíkingar juku forskot sitt í upphafi seinni hálfleiks og náðu 12 stiga forskoti um miðjan hálf- leikinn, það var forskotið sem þurfti til að komast áfram, því ÍR- ingar byrjuðu leikinn með 12 stig í plús. ÍR-ingar náðu að saxa á forskotið aftur og var munurinn sex stig, 75-69 er átta mínútur voru eftir. Keflavík náði svo aftur 10 stiga mun en það var eins og þeir þyldu það ekki og gerðu alltaf afdrifarík mistök eftir það. ÍR náði þá aftur að minnka muninn og þegar ein mínúta og 17 sekúndur voru eftir var munurinn aðeins sex stig, 83-77 og því á brattann að sækja hjá ÍBK. Þegar 37 sekúndur voru eftir náði ÍBK 10 stiga forskoti, 87-77. Þá skoraði Guðjón Skúla- son þriggja stiga körfu fyrir Kefla- vík og breytti stöðunni í 90-77. ÍR-ingar fengu síðan víti og skor- uðu þeir úr báðum og aðeins 11 sekúndur eftir, þessi munur hefði nægt ÍR-ingum. Dæmdur var ruðn- ingur á ÍBK og völdu ÍR-ingar inn- kast í stað vítaskots. Sá sem fékk sendinguna úr innkastinu hafði Liverpool í undanúrslit LIVERPOOL sigraði Ipswich, 3-0, i enska Mjólkurbikarnum f gær- kvöldi. Staðan f hálfieik var 2-0. Paul Walsh skoraði fyrsta markið eftir aðeins 17 mfnútur. Tíu mínútum síðar bætti Ronnie Whelan öðru markinu við. Hann lék nú aftur í stöðu miðvallarleik- manns. Það var svo markaskorar- inn lan Rush, sem bætti þriðja markinu við í seinni hálfleik. Liv- erpool mætir því Chelsea eða QPR í undanúrslitum, en þau eigast við í kvöld. Einnig leikur Aston Villa við Arsenal og Oxford við Ports- moth. Þórður íFram ÞÓRÐUR Marelsson, knatt- spyrnumaðurinn snaggaralegi hjá Vfkingi, hefur genglð til liðs við Fram. Þórður hefur yfirleitt leikið f stöðu hægri bakvarðar hjá Vfkingum. Tveir ungir og efnilegir leik- menn, sem urðu (slands- og bikar- meistarar með 2. flokki Fram síð- asta sumar, hafa ákveðið að leika með Völsungi á Húsavík næsta sumar. Þetta eru þeir Eiríkur Bjarg- mundsson og Grétar Jóhannsson. Þeir munu örugglega styrkja 2. deildarlið Völsungs, sem nýlega hefur ráðið Guðmund Ólafsson sem þjálfara. stigið út fyrir hliðarlínu og misstu þeir því knöttinn í hendur Keflvík- inga. Þegar níu sekúndur voru eftir var mikill darraðardans undir körfu ÍR-inga og var brotið á Jóni Kr. og skoraði hann úr fyrra vítaskoti sínu og tryggði Keflvíkinga i undanúr- slit. Leikurinn var mjög spennandi á lokamínútunum. Dómarar leiksins þeir Jón Otti og Jóhann Dagur Haukar gátu leyft sér að láta tvo sterkustu leikmenn sína, þá Pálm- ar Sigurðsson og ívar Webster, sitja á varamannabekknum mest allan leikinn og gefið yngri og óreyndari leikmönnum tækifæri. Munurinn á liðinutn var of mikill til að gaman væri að. Það var helsta takmark Hauka að skora yfir 100 stig, en það tókst ekki. Bestir í liði Hauka voru ívar Ás- grímsson og Henning Hennings- son. Leifur Garðarsson, sem lék í bakvarðarstööu Pálmars, komst FRAKKINN Didier Bouvet vann í gær sinn fyrsta sigur f heims- bikarnum f þau sex ár sem hann hefur verið með í keppninni. Hann sigraði f svigkeppni sem fram fór f Parpan í Sviss. ingemar Stenmark varð f öðru sæti, tæp- lega hálfri sekúndu á eftir. dæmdu þennan erfiða og hraða leik mjög vel. Bestir í liði Keflvíkinga voru Guðjón Skúlason og Jón Kr. Jóns- son. Ólafur Gottskálksson var einnig góður í fráköstunum og Hreinn var góður í fyrri hálfleik. Hjá ÍR-ingum var Ragnar Torfa- son yfirburðamaöur. Þá áttu þeir Jón Örn Guðmundsson og Karl Guðlaugsson ágætan leik. Björn Steffenssen var góður í fyrri hálf- leik. Stig ÍBK: Guðjón Skúlason 29, Jón Kr. Gíslason 16, Hreinn Þorkelsson 13, SigurÖur Ingimundarson 13, Ólafur Gottskálksson 9, Hrannar Hólm 7, Þorsteinn Bjarnason og Ingólfur Haraldsson tvö hvor. Stig ÍR: Ragnar Torfason 29, Jón öm Guðmundsson 18, Karl Guölaugsson 12, Bjöm Steffenssen 11, Vignir Hilmarsson 4, Jóhann- es Sveinsson 3 og Björn Leosson 2. Ó.T. mjög vel frá leiknum, fljótur og skemmtilegur leikmaður. Hjá ÍS voru Valdimar Guðlaugs- son og Árni Sigurlaugsson bestir. Stig IS: Valdimar Guðlaugsson 16, Lárus Jónsson 11, Árni Sigurlaugsson 10, Helgi Gústafsson 8, Lúðvlk Ólafsson 4 og Gestur Snorrason 2. Stig Hauka: Ivar Ásgrímsson 22, Henning Henningsson 18, Ólafur Rafnsson 15, Eyþór Árnason 11, Leifur Garðarsson 10, Pálmar Sigurðsson 7, Sigurgeir Tryggvason 5, Ivar Webster 5, Friðfinnur Hreinsson 4 og Bogi Hjálmtýsson 3. sus Marc Girardelli frá Lúxemborg og Paul Frommelt frá Liechten- stein, sem hafði besta brautartím- ann eftir fyrri ferð, urðu úr leik. Þriðji varð Thomas Buergler frá Sviss, fjórði var Joze Kuralt frá Júgóslavíu og fimmti Svíinn ungi Jonas Nilsson. •Jón Kr. Gíslason tryggðl Keflvíkingum sigur er hann skoraði úr vítaskoti er leiktíminn var úti. Öruggt hjá Haukum HAUKAR unnu stórsigur á Stúdentum, 98-51, f fyrri leik þessara liða f bikarkeppninni f körfuknattleik í Hagaskóla f gærkvöldi. Það fór ekkert á milli máta, að yfirburðir Hauka voru miklir þvf f hálfieik var staðan 50-20. Fyrsti sigur Didier Bouvet

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.