Morgunblaðið - 22.01.1986, Síða 48

Morgunblaðið - 22.01.1986, Síða 48
STAÐFEST1ÁNSTRAUST MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986 VERÐILAUSASÖLU 40 KR. Kjötinnflutningur varnarliðsins: Deilur ráðherra eru úr sögunni — segir Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins um samkomulag sitt við Albert Guðmundsson SAMKOMULAG tókst í gær milli Þorsteins Pálssonar formanns Sjálf- stæðisflokksins og Alberts Guðmundssonar iðnaðarráðherra um að hreyfa ekki frekar málum varðandi innflutning varnarliðsins á kjöti, að því er Þorsteinn sagði í samtali við Morgunbiaðið. Á fundi Þorsteins og Alberts í gærmorgun var meðal annars rætt um afstöðu iðnaðarráðherra til kjötinnflutnings vamarliðsins og yfirlýsingar hans þess efnis, að taka """^þyrfti málið fyrir á Alþingi, þar sem önnur lög giltu á Keflavíkurflugvelli en annars staðar í landinu. Á fund- inum lýsti Albert því yfir, að hann ætlaði ekki að flytja málið inn á Alþingi. Þorsteinn Pálsson sagði eftir fundinn með iðnaðarráðherra: „Ég ræddi þessi mál við Albert Guð- mundsson. Við erum sammála um að ekki sé tilefni til að flytja þetta mál inn á Alþingi. Ég geri ráð fyrir þvi, að hann hafi óbreytta skoðun sína á málinu hér eftir sem hingað til. Á hinn bóginn var samkomulag gert um að hreyfa málinu ekki frekar. Ég tel að allar deilur meðal ráðherra Sjálfstæðisflokksins vegna málsmeðferðarinnar séu þar með úr sögunni." Morgunblaðinu tókst ekki að ná í Albert Guðmundsson í gær. Fiskeldi: Rúmlega milljón seiði flutt til Noregs og Irlands — að verðmæti um 90 milljónir króna ÚTLIT er fyrir að í ár verði flutt út til Noregs og írlands vel yfir milljón laxa- og silungsseiði. Morgunblaðinu er kunnugt um að 7 seiðaeldisstöðvar hyggjast selja 700 þúsund laxaseiði og 400 þúsund regnbogasilungsseiði til Noregs og 80 þúsund laxaseiði til Irlands. Er þetta svipaður fjöldi seiða og framleiddur var hér innanlands á síðasta ári, en einungis þriðjungur eða fjórðungur af áætlaðri göngu- seiðaframleiðsiu hér á þessu ári. Útflutningsverðmætið er 86—90 milljónir kr. eftir þvi sem Morgunblaðið kemst næst. Innflutningur seiða til Noregs er bannaður, en undanfarin ár hafa verið veittar undanþágur fyrir tak- mörkuðum innflutningi. í fyrra kom upp alvarlegur sjúkdómur í Noregi sem rakinn var til innfluttra seiða frá Skotlandi og hefur veiting undanþága verið óljós þar til nýlega að norsk yfirvöld lýstu því yfir að undanþágur yrðu veittar til inn- flútnings á takmörkuðu magni seiða frá íslandi, Svíþjóð og Finnlandi, en ekki frá Skotlandi. Seiðainn- flutningurinn verður bundinn við Norður-Noreg þar sem þörfin er mest og þangað hafa íslensku seiðin farið á undanfömum árum. Strangt eftirlit verður með seiðainnflutn- ingnum og þau m.a. sett í einangrun úti. Laxalónsstöðin í Reykjavík og ^Ölfusi er lang stærst í útflutningn- um. Að sögn Ólafs Skúlasonar framkvæmdastjóra munu þeir flytja út 400 þúsund regnbogaseiði og 250 þúsund laxaseiði til Norður- Noregs. Pólarlax hf. í Straumsvík og Fiskeldi hf. á Húsavík selja samtals 200 þúsund laxaseiði til Noregs, Árlax í Kelduhverfí selur 100 þúsund seiði til Noregs og einnig Fljótalax í Skagafirði. Hóla- lax í Skagafírði selur 50 þúsund seiði til Noregs og 50 þúsund til írlands og Klakstöðin hf. á Húsavík selur 30 þúsund laxaseiði til írlands. Þetta eru þær stöðvar sem Morgun- blaðið hefur spumir af að hyggi á útflutning. Samningar eru ekki frá- gengnir hjá öllum og útflutningur- inn er einnig háður því að físksjúk- dómayfírvöld í Noregi samþykki það heilbrigðiseftirlit sem hér hefur verið í gangi. Morgunbiaðiö/Júlíus Piltur á mótorhjóli fyrir híl Piltur á litlu mótorhjóli varð fyrir bifreið á mótum Vonarstrætis og Lækjargötu í Reykjavík um tíuleytið í gærkvöldi. Hann var fluttur í slysadeild en mun ekki hafa verið alvarlega slasaður. Grunur lék þó á að hann væri meiddur á fótum, jafnvel fótbrotinn. Salan á Sigurfara: Sjá viðtöl á bls. 4. Mönnum mismunað eftir landshlutum Sjónvarp um gervihnetti: Fjórir hafa sótt um leyfi til að reka jarðstöðvar FJÓRIR aðilar hér á landi hafa nú þegar sótt um leyfi til sam- gönguráðuneytisins um rekstur jarðstöðva fyrir sjónvarpsefni um gervihnetti, í kjölfar nýrrar reglugerðar þar að lútandi. Að sögn Halldórs Kristjánsson- ar, skrifstofustjóra í samgöngu- ráðuneytinu, er hér um að ræða einstaklinga frá Garðabæ, Reykja- vík, Ólafsfírði og Húsavík. Halldór sagði að ekki væri enn ljóst hversu hátt gjald menn þyrftu að greiða fyrir afnot af móttökuskermum, en unnið væri að tillögum þar að lút- andi í samgönguráðuneytinu. Til að fá leyfi fyrir notkun slíkra skerma þarf að fá sérstakt leyfi frá viðkomandi sjónvarpsstöðvum erlendis og ennfremur leyifí frá Pósti og síma, sem samkvæmt lögum ber að vernda Qarskiptatíðni. Að sögn innflutningsaðila á mót- tökuskermum, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, fer eftirspum vaxandi enda sé tiltölulega einfalt mál að setja slíka skerma upp, en þeir ódýrustu kosta frá 150 þúsund krónum. Segir annar þeirra, að fyrirtæki hans eigi tíu slíka skerma á hafnarbakkanum og séu fímm seldir. Sömu aðilar staðfestu enn- fremur að framboð á sjónvarpsefni um gervihnetti færi stöðugt vax- andi og tiltölulega auðvelt væri að fá tilskilin leyfí. - seg-ir Guðni Jónsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Grundarfjarðar „ÞEIM, sem áhuga hafa á kaup- um á Sigurfara II, er því miður stórlega mismunað. Því ræður óréttlát kvótaskipting, þar sem gert er upp á milli manna eftir landshlutum. Verði hann keyptur til Vestur- eða Suðurlands verður mesti leyfilegi þorskafli á skipið 1.150 lestir, en verði hann keypt- ur í aðra landshluta fást 1.750 lestir af þorski á skipið. Vegna þessa geta menn á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum boðið 15 til 25 milljónum króna meira í skipið en aðrir í Ijósi mun meiri tekjumöguleika,“ sagði Guðni Jónsson, framkvæmda- stjóri Hraðfrystihúss Grundar- fjarðar, í samtali 'við Morgun- F élögnm heimiluð kaup á orlofshúsum erlendis MATTHÍAS Bjarnason, viðskiptaráðherra, hefur í samráði við Seðlabankann ákveðið að félagasamtökum með 50 félags- menn eða fleiri skuli heimilt að kaupa orlofshús erlendis til afnota fyrir félaga sína samkvæmt reglum sem Seðlabankinn hefur sett. Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans fjallar um umsókn- ir um kaup á orlofshúsum en í þeim skal greint frá verði, stærð og staðsetningu húsanna ásamt greiðsluskilmálum og samþykktum samtakanna. Stjómarmenn samtakanna Sól- arseturs fóru fram á það við ráð- herra í haust að hann veitti leyfi fyrir gjaldeyrisyfírfærslu til húsa- kaupa á Spáni. Samtökin Sólarsetur voru stofnuð í sumar í þeim tilgangi að koma á fót dvalaraðstöðu fyrir fullorðna íslendinga á félagslegum grundvelli í sólarlöndum. Samtök- unum barst tilboð frá umboðsmanni Sun Spain á íslandi, Páli Jónssyni, um kaup á 29 húsum í bænum Torreviéja á Costa Blanca, sem er 30 km fyrir sunnan Alicante, og myndi þrítugasta húsið fylgja með fritt í kaupbæti. Stjómarmenn Sólarseturs og Páll Jónsson fóru utan í desembermán- uði sl. til að skoða húsin, og full- nægja þau, að sögn Páls, vel kröfum íslendinga. Páll sagði að hann vissi fyrir víst um 12 aðila sem væru þegar ákveðnir í að festa kaup á húsum í Torreviéja; tíu þeirra em innan vébanda Sólarseturs, en hinir tveir aðilamir em Qölmenn félaga- samtök; Samtök iðnaðarmanna á Sauðárkróki og Starfsmannafélag Garðbæinga. Húsin hafa hins vegar nokkuð hækkað í verði í kjölfar þess að Spánn gekk í EB um ára- mótin, því 12% skattur bætist við kaupverðið sem rennur til spánska ríkisins. blaðið. Samkvæmt gildandi lögum um stjómun fískveiða fyrir næstu tvö ár er áunnið þorskaflamark togar- ans Sigurfara II 800 lestir. Eigend- um hans verður heimilt að velja milli sóknarmarks og aflamarks. í sóknarmarki eru tvær leiðir; að hækka aflamarkið um 20%, í þessu tilfelii í 960 lestir, eða taka meðaltal fyrir svæði 1, Vestur- og Suðurland, 1.150 lestir. Verði skipið gert út frá öðram landshlutum verður mestur leyfilegur þorskafli 1.750 lestir. Munurinn er því 600 lestir, sem meta má á allt að 12 milljónum króna miðað við heimalöndun og enn meira, sé landað erlendis. Hraðfrystihús Gmndarfjarðar bauð 165 milljónir króna í Sigur- fara, 25 milljónum króna lægra en hæstbjóðendur frá Homafirði. Sjá bls. 2 frétt um tilboð í Sigurfara og Sölva Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.