Morgunblaðið - 11.03.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.03.1986, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR ll.MARZ 1986 Húsavík: Endasprettur Ust- inovs frumsýndur Húsavík, 9. marz. LEIKFELAG Húsavíkur frumsýndi sl. föstudagskvöld sjónleikinn ENDASPRETT — Tilraun til ævisögu i þrem þáttum — eftir Peter Ustinov, í þýðingu Odds Björnssonar og undir leikstjórn Oktavíu Stefánsdóttur, sem jafnframt hannaði leikmynd og bún- inga. Það er margt sérstakt við þetta leikrit og þá sérstaklega upp- byggingin, þar sem sama persón- an er látin birtast á §órum aldurs- skeiðum og þeir skulu allir spjalla saman. I leikritinu er ádeila bæði á konur og karla og voru skiptar skoðanir meðal áheyrenda á hvort kynið væri meira hallað, en hvort fékk sitt. Aðalhlutverkið, Sam, leikur Ingimundur Jónsson og gerir því góð skil. Hann hefur lengi verið einn aðalleikari leikfélagsins og þetta tel ég eitt hans bezta hlut- verk, þó hann hafi áður oft margt gott gert. Sam aldraði er á sviðinu allan tímann og á viðræður við Sam sextugan, leikinn af Svavari Jónssyni, Sam fertugan, leikinn af Einari Þorbergssyni, og Sam tvítugan, leikinn af Ævari Óla- syni. Stellu, konu hans, áttræða, leikur Hrefna Jónasdóttir, fertuga Kristjana Helgadóttir og tvítuga Aðalbjörg Sigurðardóttir. Aðrir leikarar eru Snædís Gunnlaugs- dóttir, Jón Friðrik Benónýsson, Margrét Halldórsdóttir, Halldór Skarphéðinsson og Geirþrúður Pálsdóttir. Leikaramir skila allir vel hlut- Reginald Kinsale (Jón F. Benónýsson) t.v. og Sam (Ingimundur Jónsson). verkum sínum og flestir svo vel að ekki er hægt að sjá að um áhuga-ólærða leikara sé að ræða, síður en svo. Frumsýningargestir tóku sýn- ingunni mjög vel og hylltu leikara og leikstjóra með lófataki og blómum í leikslok. Önnur sýning er í dag og er uppselt en næsta sýning verður á þriðjudagskvöldið. Fréttaritari Könnun á fasteignamiðlun: 73% telja breytinga þörf í fyrirkomulagi fasteignasölu 42% viðskiptavina fasteignasala telja þjónustu þeirra góða, sam- kvæmt einkunnagjöf í könnun, sem framkvæmd var í byrjun febrúar 1985 á meðal kaupenda fasteigna er gengu frá kaupsamningi á tíma- bilinu apríl til júní 1984. 12,1% telur þjónustu frábæra, 19,2% lélega, 18,4% nýög lélega og 8,3% töldu fasteignasala engar upplýsingar veita. Þetta kemur fram í athugasemdum með stjórnarfrumvarpi til nýrra laga um fasteigna- og skipasölu, sem lagt var fram á Alþingi í gær. Hinsvegar töldu 73% aðspurðra breytinga þörf á almennu fyrirkomulagi fasteignasölu. Tæplega þrír §órðu telja sig hafa sú einkunnagjöf tíunduð hér að fengið réttar upplýsingar um stærð, framan. Rúmlega 60% þeirra, sem þátt Það er því ljóst að ekki færri en §órir kaupendur eru óánægðir á móti hveijum einum, sem er ánægð- ur með núverandi fyrirkomulag." Sjá nánar um efnisatriði frumvarpsins á þingsíðu Morgunblaðsins í dag, bls. 29. Vestmannaeyjabær: Agreining- ur um fjölgun launaflokka Starfsmannafélagið neitar að undir- rita kjarasamning Vestmannaeyjum, 10. mars. ÁGREININGUR er kominn upp milli Starfsmannafélags Vest- mannaeyjabæjar og samninga- nefndar bæjarins um fjölgun launaflokka og hvernig vænt- anlegt starfsmat nýtist til röð- unar í launaflokka. Hefur starfsmannafélagið neitað að undirrita nýgerðan aðalkjara- samning vegna þessa og um helgina veitti fundur í félaginu stjórn og trúnaðarráði heimild til verkfallsboðunar. Var sú heimild samþykkt samhljóða. Starfsmannafélagið krefst þess, að ijölgað verði um fimm launa- flokka, úr 19 í 24 og neitar að nýtt starfsmat verði opnað fyrr en samninganefnd bæjarins hafí geng- ist inn á þessar kröfur með því að undirrita bókun. Samninganefnd bæjarins telur hins vegar að hægt sé að byggja á niðurstöðum starfs- matsins og leiðrétta röðun starfs- heita í sérkjarasamningi án þess að komi til Jjölgun launaflokka. Ekki er ágreiningur milli aðila um aðalkjarasamning. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í þessari deilu. - h.k.j. aldur, efni, ástand og umhverfí þeirrar eignar, sem þeir keyptu. Þrír íjórðu kaupenda telja sig einnig hafa fengið réttar upplýsingar um áhvílandi lán, afborganir, verð- tryggingu, upphæð og vexti. Lið- lega 80% kaupenda telja sig hafa fengið réttar upplýsingar um kvað- ir, sem hvíla á eigninni. 13% kaup- enda nefna hinsvegar dæmi um atriði, sem þeir hafí síðar uppgötv- að, en ekki verið upplýstir um. Þáttakendur vóru beðnir að gefa fasteignasölum einkunn fyrir þá þjónustu, sem þeir veittu við ákveðna þætti, „sem telja verður mikilvæga við fasteignakaup". Er Ávöxtun sf.: Óskað eftir opinberri rannsókn Ríkissaksóknara hefur borist beiðni frá Seðlabanka íslands um opinbera rannsókn á ákveðnum þáttum í starfsemi fjárfestingar- félagsins Ávöxtunar sf. Telur Seðlabankinn að Ávöxtun sf. hafi brotið gegn bankalöggjöfinni og farið inn á verksvið viðskipta- bankanna með starfsemi sinni. Erindi Seðlabankans lítur að broti á ákvæðum bankalaga varð- andi viðtöku og ávöxtun fjármuna. Telja Seðlabankamenn að viðtaka Ávöxtunar sf. á fjármunum til ávöxtunar sé andstæð einkarétti banka og sparisjóða til slíkrar starf- semi. Jónatan Sveinsson, saksókn- ari, sagði í samtali við Morgun- blaðið að ekki hefði verið tekin ákvörðun um frekari meðferð máls- ins að svo stöddu. Ríkissaksóknari, Þórður Bjömson, væri erlendis auk þess sem beðið væri nánari skýringa á ákveðnum þáttum málsins meðal annars frá lögmanni Ávöxtunar sf., sem hefði óskað eftir að koma á framfæri athugasemdum við erindi Seðlabankans. tóku í könnuninni, töldu þijú atriði aðfínnsluverð í fyrirkomulagi fast- eignasölu: 1) Meiri ákveðni þurfí varðandi réttindi fasteignasala, 2) Fasteignasalar væru of margir, 3) Auka þurfí ábyrgð fasteignasala. Að mati 44% kaupenda þarf að bæta gerð greiðsluáætlana. Ein- ungis 12% töldu að núverandi þjón- usta væri fullnægjandi. 38% gerðu engar athugasemdir. 53% kaupenda telja að bæta þurfí upplýsingagjöf um eignir I sölu. Einungis 13% vóru ánægð með núverandi fyrirkomulag. 28% tóku ekki afstöðu. 48% kaupenda telja að veita þurfi betri upplýsingar um verðgildi lána og kjör á þeim. 13% vóru ánægð með núverandi fyrirkomulag. 35% gera ekki athugasemdir. í niðurlagi athugasemda segir: „ Vilji kaupenda er mjög augljós. Einungis 3%—16% þeirra eru ánægð með það fyrirkomulag og þáþjónustu, sem nú erveitt. 44%—60% telja á hinn bóginn að breyta þurfí þessum þáttum. Þetta er raunhæf ávöxtunarkrafa - segir Þorsteinn Guðnason um vaxtahækkun Lífeyrissjóös verslunarmanna „MÉR finnst að lífeyrissjóðurínn geri með þessu raunhæfar ávöxtun- arkröfur sem kaupandi skuldabréfa," sagði Þorsteinn Guðnason hagfræðingur hjá Fjárfestingarfélagi íslands þegar leitað var álits hans á þeirri ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna að hækka vexti á óafgreiddum lánsbeiðnum fyrirtækja, stofnlánasjóða og banka, þannig að þeir verði 1% yfir hæstu vöxtum spariskírteina ríkissjóðs. Þorsteinn sagði að ávöxtunar- kröfur á hinum fijálsa verðbréfa- markaði miðuðust meðal annars við vexti spariskírteina ríkissjóðs. Nú væru raunvextir fyrirtækjabréf- anna 11—13%. Áhætta spariskír- teinanna væri minni og því væri þessi ákvörðun Lífeyrissjóðs versl- unarmanna eðlileg og ávöxtunar- krafan í samræmi við markaðinn. Sagði Þorsteinn að um leið myndi þetta opna augu almennings fyrir því að með vöxtum sínum á spari- skírteinum stýrði ríkissjóður raun- vaxtastiginu á verðbréfamarkaðn- um. Nú væru raunvextir spariskír- teinanna með þeim hæstu sem þekktust á ríkisskuldabréfum í heiminum og héldu raunvöxtum á fijálsum verðbréfamarkaði uppi. Höskuldur Jónssor. ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu sagði þegar álits hans var leitað: „Eg stend í þeirri trú að aðilar vinnu- markaðarins hafí samið um ákveðna vexti af því fé sem lífeyris- sjóðimir leggja ríkissjóði til. Því hlýtur þessi ákvörðun þeirra að eiga við önnur skuldabréfakaup en þar var samið um.“ Hann sagði að það væri augljóst að það myndi skapa ríkissjóði og Byggingasjóði mikinn vanda ef allir lífeyrissjóðimir krefð- ust 11% vaxta, það gæti aldrei gengið upp. o INNLENT Söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu: Lagið „Vögguvísa“ flutt í leikriti hjá LA Nokkrir Akureyringar höfðu samband við ritstjórn Morgun- blaðsins eftir að lagið „Vögguvísa" var ieikið í kynningu á ís- lensku lögunum sem valin hafa verið til úrslita í Sönglagakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu. Sögðust þeir þekkja lagið; það væri eftir Ólaf Hauk Símonarson og hefði verið sungið í bamaleikriti sem leikið var hjá Leikfélagi Akureyrar og heitir „Kötturinn sem fór sínar eigin leiðir“. Að sögn Egils Eðvarðssonar brýtur þetta þó ekki í bága við reglur keppninnar, en samkvæmt þeim mega lög í keppninni ekki hafa verið leikin í útvarpi, sjón- varpi, gefin út á nótum, snældum eða leikin inn á myndbönd. Agli var ekki kunnugt um höfund lagsins, enda sagði hann nöfn höfundanna innsigluð hjá borgar- fógeta. „Enginn okkar sem stend- ur að þessari keppni veit um höfunda laganna, nöfnin vitum við ekki fyrr en 15. mars.“ Hann sagði að það væri hvergi tekið fram í reglunum að lagið mætti ekki hafa verið leikið opin- berlega áður, t.d. flutt af hljóm- sveit fyrir áheyrendur. „Ef menn vilja túlka þetta sein sama lagið, Erna Gunnarsdóttir syngur lagið „Vögguvísa". en það er það ekki að mínu mati, þá var það eingöngu leikið í þessu bamaleikriti á Akureyri", sagði Ólafur Haukur. „Það lag var aldrei flutt opinberlega í fjölmiðl- um.“ Hann sagði að þekkja mætti nokkra tóna úr þessu lagi sem leikið var í leikritinu, en það væri mikið breytt og útsetning öll önnur þannig að varla væri nokk- uð sameiginlegt með þessum tveim lögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.