Morgunblaðið - 11.03.1986, Side 14

Morgunblaðið - 11.03.1986, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR ll.MARZ 1986 Stofnmæling botnfiska: „Togararann- sóknir“ hafnar Styrkjum úthlutað úr námssjóði Verzlunarráðs Á AÐALFUNDI Verzlunarráðs voru afhentir námsstyrkir úr námssjóði ráðsins og að þessu sinni hlutu Þuríður Helga Bene- diktsdóttir og Hallgrímur Ing- ólfsson styrkina. Þau fengu bæði 75 þúsund krónur. Námssjóður Verzlunarráðsins var stofnaður fyrir rúmum tveim- ur árum í því skyni að styrkja efnilega nemendur til framhalds- náms við erlenda háskóla. Þuríður Helga stundar nú nám á sviði kerfísgerðar við Verzlunar- háskólann í Kaupmannahöfn en hún lauk viðskiptafræðiprófí frá Þuriður Helga Benediktsdóttir Háskóla íslands á síðasta ári. Hallgrímur er við framhaldsnám í rekstrarhagfræði við Arizona Hallgrímur Ingólfsson State University. Hann útskrifað- ist frá viðskiptadeild Háskóla ís- lands 1984. NÚ ERU að hefjast stofnmæling- ar botnfiska á íslandsmiðum af hálfu Hafrannsóknastofnunar í samvinnu við sjómenn og út- gerðarmenn með sama sniði og var á síðasta ári. 5 togarar sömu gerðar hafa verið leigðir til verksins og munu þeir toga á 600 stöðum umhverfis landið. í frétt frá Hafrannsóknastofnun segir, að á síðasta ári hafí um- fangsmikið verkefni hafízt á vegum stofnunarinnar til rannsókna á botnlægum fískum á íslandsmiðum. Helzta markmið þess sé að meta stærð botnlægra fiskistofna, eink- um þorsks, með aukinni nákvæmni og treysta þar með vísindalegan grundvöll fískveiðistjómar. Annað mikilvægt atriði verkefnisins sé að auka samskipti og samvinnu við sjómenn og aðra aðila í sjávarútvegi með þátttöku í sameiginlegu verk- efni. Gert er ráð fyrir gagnasöfnun á sjó í marzmánuði ár hvert og hófst annar rannsóknarieiðangur verk- efnisins 5. marz. Teknar verða um 600 togstöðvar umhverfís allt land niður á 500 metra dýpi og að mið- línu milli ísiands og Færeyja. Allar helztu botnlægar fískitegundir verða lengdarmældar. Tekin verða kvamasýni af helztu tegundum og þær kyngreindar. Einnig verður safnað göngum tii rannsókna á fæðu þorsks. Leigðir hafa verið fímm togarar af sömu gerð til þessa verkefnis. Þessir togarar eru Vestmannaey VE 54, skipstjóri Eyjólfur Péturs- son, Páll Pálsson ÍS 102, skipstjóri Guðjón A. Kristjánsson, Amar HU 1, skipstjóri Birgir Þórbjamarson, Brettingur NS 50, skipstjóri Gunnar Tryggvason og Ljósafell SU 70, skipstjóri Albert Stefánsson. Á hverju skipi er 13 manna áhöfn og fímm rannsóknamenn frá Hafrann- sóknastofnun. Leiðangursstjórar em Einar Jónsson, Ólafur K. Páls- son, Bjöm Æ. Steinarsson, Sigfús A. Schopka, Guðni Þorsteinsson og Gunnar Jónsson. Rannsóknaskipið Bjami Sæ- mundsson verður við rannsóknir fyrir norðan land og austan á sama tfma. Markmið þeirra rannsókna verður að tengja fyrri verkefni stofnunarinnar á sviði stofnmæl- inga botnfísks við núverandi stofn- mælingu. í þessum leiðangri verða teknar um 80 togstöðvar á uppeldis- stöðvum þorsks fyrir norðan land og austan. Gagnasöfnun verður með sama hætti og á rannsóknatog- umnum, auk þess verður ljósáta rannsökuð á ákveðnum sniðum. Skipstjóri verður Sigurður Kr. Ámason og leiðangursstjórar Ólaf- ur Halldórsson og Viðar Helgason. Úrvinnsla gagna hefst þegar að ioknum leiðangri og raunar fyrr að hluta til. Helztu niðurstöður liggja væntanlega fyrir um 10 apríl næst- komandi. Sambandið hugar að stofnun fjölmiðlunar- fyrirtækis: Ekki meining- in að hætta við ísfilm „MÉR VITANLEGA eru engar hugmyndir á lofti um að Sam- bandið dragi sig út úr ísfilm. Hins vegar telja menn eðlilegt að athuga fleiri möguleika á samstarfi á sviði fjölmiðlunar," sagði Kjartan P. Kjartansson, formaður Fræðslu- og kaupfé- lagadeildar SÍS. Hann fékk það verkefni eftir sfðasta stjómar- fund SÍS að kanna viðhorf aðila innan samvinnuhreyfingarinnar, bænda, ungmennafélaga og verkalýðsfélaga á samvinnu um stofnun fjölmiðlunarfyrirtækis. Kjartan sagði að þessi athugun væri gerð í framhaldi af umræðum á aðalfundi SÍS sl. sumar, þar sem hreyft var þeirri hugmynd að sam- vinnuhreyfíngin kæmi sér upp sjálf- stæðu fyrirtæki á sviði fjölmiðlunar. Þessar umræður innan SÍS hafa vakið spumingar um hvort Sam- bandið hyggist draga sig út úr ís- fílm, eins og Fijáls fjölmiðlun. Að sögn Kjartans eru viðræður hans enn bundnar við menn innan samvinnuhreyfíngarinnar og könn- unin öll á byijunarstigi. I jc|í' . »c.jol(Jonc)K;.ii:;j]o(j« I i ii'J!;;i..o (jröíiíom Vorcjanolhí Bla::erjai Se'" ' AbD. 10, Blteenhe. und Rock: Se ■ e 6, Ab:>. 7 und 10.000 pöntunarlistar ókeypis! 10.000 fastir viðskipta- vinir okkar fá pöntun- arlistann ókeypis. Nýir viðskiptavinir borga 250 kr. sem koma til frádráttar við fyrstu pöntun. ' ■ Quelle 91-46033 Komdu, skrifaðu eða hringdu! / «! ^ ! wm \ 40 í , L mm mé' - m-m* mmmrnmm m 800 blaðsíður á íslensku! I íslensk þýðing auðveldar þér að panta úr | ótrúlegu vöruvali Quelle listans. Hóflegt verð.Öruggur afgreiðslumáti. Quelle — stærsta póstverslun Evrópu V/SA E EUROCARD Vinsamlega sendið mér nýja vor- og sumarpöntunarlistann frá Quelle í póstkröfu. (Póstburðargjald ekki innifalið). Nafn sendanda heimilisfang póstnúmer sveitarfélag Vinsamlega skrífið greinilega, helst með prentstöfum. Sendist til: Quelle verslun og afgreiðsla Nýbýlavegi 18 200 Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.