Morgunblaðið - 11.03.1986, Side 18

Morgunblaðið - 11.03.1986, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR U.MARZ1986 Kosningar í Háskóla Islands eftir Bjarna Arnason í dag ganga stúdentar við Há- skóla íslands til kosninga. Kosið er um 13 fulltrúa í Stúdentaráð og tvo fulltrúa stúdenta í Háskólaráð sem eiga einnig sæti í Stúdentaráði. Kosningabaráttan stendur nú á hápunkti. Eitt framar öðru hefur einkennt þessa kosningabaráttu og er það staða Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Þar er stefna Vöku skýr og ótvíræð. Við höfnum öllum hugmyndum um vexti en teljum eðlilegt að námslánin greiðist að fullu til baka. Við gerum kröfu um skuldabréfalán til fyrsta árs nema, og viljum að frádráttur launa frá námslánum verði minnkaður. Stúd- entum á ekki að refsa fyrir að vilja vinna fyrir sér. Annað sem einkennt hefur þessa kosningabaráttu og vinstrimenn hafa klifað á_ er seta Ólafs Amarsonar í stjórn LÍN. Vaka hefur talið eðlilegt að Ólafur Amar- son viki sæti fyrir nýjum fulltrúa stúdenta í stjóm LIN eftir að „umbótasinnaðir" stúdentar slitu samstarfí við Vöku í SHÍ í janúar- mánuði sl. Þrátt fyrir þessa síbylju vinstri manna hafa þeir viðurkennt að Ólafur Amarson hafí ekki að- hafst neitt það í stjóm LÍN sem þeir hafa ekki getað skrifað undir. Sýnir þetta einna best tvískinn- ungshátt vinstri manna og rökleysi. Þá hafa vinstri menn ekki komið fram með neinar raunhæfar tillögur í málefnum LÍN (annað en að títt- nefndur Ólafur víki) og hugmyndin að fundinum í Háskólabíó um lána- málin var ekki einu sinni frá þeim komin þar sem hann var einn þátt- urinn í víðtækum tillögum um LÍN, sem Vaka og minnihluti Umbóta- sinnaðra stúdenta unnu í janúar- byrjun en komust því miður ekki í framkvæmd. Nýir Garðar Félagsstofnun stúdenta er annað mál sem ætíð er í brennideplinum þegar líða fer að kosningum. Vaka leggur áherslu á að Félagsstofnun veiti stúdentum sem besta þjónustu á sem lægstu verði. Sum fyrirtæki Félagsstofnunar standa sig mjög vel og má þar nefna Ferðaskrifstofu stúdenta. Meiri vandræðagripur er á hinn bóginn Bóksala stúdenta sem óhætt er að fullyrða að sé ein af dýrustu bókabúðum á höfuðborgar- svæðinu. Taka þarf reksturinn til gagngerrar endurskoðunar og end- urskipulagningar þannig að Bóksal- an geti í framtíðinni sinnt því hlut- verki sínu að veita stúdentum ódýr- ari og betri þjónustu en annars staðar er unnt að fá. Bygging nýrra garða er eitt af þeim málum sem hvað mest verða í sviðsljósinu á næstu mánuðum. Vaka leggur áherslu á að glæsihall- ir úr gleri og stáli sé ekki sá kostur sem velja á í því máli. Flottræfils- háttur og óþarfa bruðl með pláss Artemis UNDIRKJÓLAR — fyrir alla aldurshópa fjölbreytt úrval - allar stœrðir. Sérsaumum og breytum efóskað er. m Glæsibæ Álfheimum 74 s: 33355 og peninga eiga ekki að vera ein- kennandi fyrir stúdentagarða. Stúdentapólitík í sjálfheldu Eitt af því sem hvað mest hefur verið gagnrýnt í sambandi við há- skólapólitíkina er flokkspólitískt þras og karp sem einkennt hefur hana undanfarinn einn og hálfan áratug, hið minnsta. Stúdentar eru orðnir leiðir á þessu og er það ein aðalástæða þes að áhugi á stúd- entapólitíkinni og kosningum í Há- skólanum er í lágmarki. Vaka hefur gengið fram fyrir skjöldu í þessu máli og gert um það kröfu að stúd- entapólitíkinni verði bjargað úr þeirri sjálfheldu sem hún vissulega er komin í. Þetta var stefna okkar í kosningunum til hátíðamefndar 1. des. sl. og augljóst var að stefnan féll stúdentum vel í geð og að stigið hafði verið fyrsta skrefíð til þess að endurreisa virðingu stúdenta og almennings í landinu á stúdenta- pólitíkinni. Það er því blátt áfram grátlegt að horfa upp á byltingar- sósíalistana sem nú ráða ríkjum í SHÍ draga stúdentapólitíkina, á örfáum dögum, niður í svaðið aftur. Þeir eru ekki fyrr sestir við stjóm- völinn en skrifstofu SHÍ er breytt í kosningaskrifstofu í forvali Al- þýðubandalagsins í Reykjavík og formaður SHÍ, sem er starfsmaður stúdenta, þeysist um borgina á MUPRO Allar stœrðlr af rðraklemmum. Auðveldar I notkun. Hagstœtt veíð. & HEILDSALA — SMÁSALA VATNSVIRKINN/i/ ARMÚU 21 - PÓSTHÓLF 8620 - 128 REVKJAVlk SÍMAR VERStUN 686455. SKRffSTOFA 685966 Þlofrífr í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI Bjarni Árnason „Eitt af því sem hvað mest hefur verið gagn- rýnt í sambandi við há- skólapólitíkina er f lokkspólitískt þras o g karp sem einkennt hef- ur hana undanfarinn einn og hálfan áratug, hið minnsta. Stúdentar eru orðnir leiðir á þessu og er það ein aðal- ástæða þess að áhugi á stúdentapólitíkinni og kosningum í Háskólan- um er í lágmarki.“ vinnustaðafundum með það að markmiði að koma ríkisstjóminni frá. Þetta gerir hann f sínum vinnu- tíma og meðan hann er á fullum launum (sem ekki eru lág) hjá stúd- entum til þess að sinna málefnum þeirra. Þetta er hneyksli. Háskólaráð móti stefn- una meir en verið hefur Minna hefur farið fyrir átökum um framboð til Háskólaráðs enda er það mun friðsamari stofnun en Stúdentaráð. í málefnum sem eiga undir Háskólaráð leggur Vaka eink- um áherslu á eftirfarandi atriði: a) Hraða þarf sem kostur er skipulagningu á háskólasvæðinu þannig að unnt sé að hefjast handa um nýjar framkvæmdir á svæðinu hið allra fyrsta. Þá leggur Vaka mikla áherslu á að Háskólinn missi ekki húsnæði það við Eiríksgötu sem hjúkrunarfræðinemar hafa haft. Slíkt má ekki henda. Háskól- anum veitir ekki af þessu húsnæði undir sína starfsemi. b) Tryggja þarf með öruggum hætti að hagsmunir Háskólans verði ekki fyrir borð bomir þegar Landsbókasafn og Háskólabóka- safn flytjast í Þjóðarbókhlöðuna. I þessu sambandi teljum við nauðsyn- legt að mynduð verði sérstök stjóm um Háskólabókasafn þar sem í ættu sæti m.a. rektor og háskóla- bókavörður og fulltrúar nemenda. c) Framfylgja þarf reglum um hámarkstíma sem kennarar hafa til þess að fara yfír prófúrlausnir. Þessi frestur er nú 3 vikur en er í mörgum deildum þverbrotinn. Stúd- entar gera þær kröfur til kennara að þessar reglur verði virtar og kæmu einhverskonar viðurlög vel til greina ef frá þessu yrðu brugðið. Náskylt þessu er seinagangur með uppsetningu stundaskráa. Til þess að geta stundað nám sitt af ein- hveiju viti og gert langtímaáætlanir þurfa stúdentar að fá stundaskrár sínar birtar tímanlega. Strax í upphafí hvers misseris þarf að koma fram stundaskrá og próftafla fyrir næsta misseri á eftir. Eru mörg dæmi til um vandræði sem stúdent- ar hafa orðið fyrir af þessum sök- um. d) Þá leggur Vaka áherslu á að hlutur Háskólaráðs í mótun heildar- stefnu í málefnum Háskólans verði aukinn. Verkefni sem mætti flokka undir venjubundna afgreiðslu, og fara fram í Háskólaráði, mætti að ófyrirsynju flytja til annarra aðila innan Háskólans. Ekki er þessi stutta upptalning á verkefnum sem Vökumenn munu leggja áherslu á í Háskólaráði tæmandi. Af fleiri málum mætti sem dæmi taka könnun á grund- velli sérstaks Háskólabókaforlags, athugun á hugmyndinni um opinn Háskóla og íjarkennslu. Flokkspólitískt pot út úr Stúdentaráði og Háskólaráði Háskóli íslands er æðsta mennta- stofnun landsins og jafnframt stærsti vinnustaður landsins. Það er því mikið í húfí þegar velja á fólk til þess að vera í forsvari fyrir stúd- enta. Flokkspólitískt framabrölt og ábyrgðarlaus vinnubrögð mega ekki verða einkenni á starfí Háskólaráðs og Stúdentaráðs. Vaka hefur sýnt það og sannað á undanfömum árum að þar fer eina stúdentahreyfíngin sem virkilega er treystandi til þess að taka á málefnum Háskólans og stúdenta af þeirri festu og öryggi sem til þarf. Því skora ég á háskóla- stúdenta að láta skynsemina ráða og veita Vöku gott brautargengi í kosningunum sem fram fara í dag. Höfundur skipar fyrsta sætið á tista Vöku til Háskólaráðs. Alþýðuflokkur- inn sjötíu ára Hátíðarsamkomur á Hótel Sögu Alþýðuflokkurinn er sjötíu ára um þessar mundir. í tilefni af- mælisins verða tvær hátíðarsam- komur á vegum flokksins á Hótel Sögu sunnudaginn 16. mars nk. Síðdegis þennan sunnudag verð- ur hátíðarfundur með vandaðri dagskrá. Hann hefst kl. 13.30 með leik Lúðrasveitar verkalýðsins en að því búnu setur Jóhanna Sigurð- ardóttir varaformaður flokksins fundinn. Kristinn Sigmundsson óperusöngvari syngur við undirleik Jónasar Ingimundarsonar, erlendir gestir flytja ávörp, leikarar munu flytja þætti úr sjötíu ára sögu Al- þýðuflokksins og Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðu- flokksins flytur ávarp. Að lokum syngja átta Fóstbræður og stjóma fjöldasöng. Kynnir á hátíðarfundin- um verður Gunnar Eyjólfsson leik- ari. Um kvöldið hefst svo dagskráin með sameiginlegum kvöldverði þar sem Haukur Morthens skemmtir matargestum. Laddi flytur skemmtidagskrá og Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur fyrir dansi. Veislustjóri verður Bima Eyjólfsdóttir. Þátttöku I kvöldsamkomunni er hægt að tilkynna kl. 13—17 daglega í síma 29244. Þar em einnig veittar nánari upplýsingar um afmælis- hátíðina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.