Morgunblaðið - 11.03.1986, Side 30

Morgunblaðið - 11.03.1986, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR ll.MARZ 1986 1 Öhappið á Reykjavíkurflugvelli Farþegar héldu ró sinni og fóru skipulega út úr vélinni: Fannst vélin aldrei ná meira en bílhraða — segir Ossur Guðbjartsson, einn farþega „Þetta gerðist svo snöggt að maður hafði varla tíma til að verða hræddur. Enda held ég að farþegar hafi almennt haldið ró sinni og það gekk mjög skipulega að koma fólki út eftir að vélin stöðvaðist,“ sagði Kristján Jónsson, Reykvíkingur, sem var á leið til Patreksfjarðar til að setja þar upp revíu Haraldar Sigurðssonar, Leynimel 13. Blaðamaður Morgun- blaðsins hitti hann að máli og fleiri farþega Arfara í far- þegaafgreiðslu Flugleiða skömmu eftir hádegið í gær. Far- þegar voru alls 41, auk fjögurra manna áhafnar. Hemlað í rykkjum Kristján sagðist vera flugvanur og venjulega farinn að móka strax og hann væri sestur inn í flugvél: „Eg áttaði mig þó á að ekki var allt með felldu þegar vélin tók að bremsa í snöggum rykkjum. Ekki varð ég þó var við að hún hægði mikið á sér, svo maður gerði sér grein fyrir því að eitthvað gæti komið fyrir þá og þegar," sagði Kristján. Náði rétt bílhraða Össur Guðbjartsson, frá Lága- núpi í Rauðasandshreppi, sagðist hafa verið viss um að vandræði voru í aðsigi: „Ég sat við gluggann og fylgdist með þegar vélin jók hraða sinn. Mér fannst hún aldrei ná meira en bílhraða, svo það var útilokað að flugtak tækist. Það kom mér því ekki á óvart þegar hún fór að hemla. Ég varð þó ekki verulega hræddur, en eftir á gerði maður sér grein fyrir að bilið milli lífs og dauða hefur ekki verið mikið. Það hefði ekki mátt miklu skeika til að verr færi,“ sagði Össur. Hugsað til sona okkar Hjónin Sigurgeir Magnússon og Kristín Þorbjömsdóttir frá Patreks- fírði voru meðal farþega. „Maður sá hvert stefndi þegar vélin fór að bremsa. Mér varð fyrst hugsað til sona okkar þriggja, því ég óttaðist að illa færi. Hins vegar varð ég ekki meira hrædd en ég á vanda til í flugvél; ég er alltaf flughrædd hvort sem er. Nei, ég ætla ekki að hætta að fljúga. Það þýðir ekki að ræða það þegar maður býr á Pat- reksfírði," sagði Kristín. Sigurgeir sagði að höggið hefði ekki verið mjög mikið þegar vélin loks stöðvaðist. „Maður bjóst við því meira," sagði hann. „Það geip ekki um sig nein skelfing í far- þegahópnum, þótt flestir hafi vafa- íaust gert sér grein fyrir að að eitthvað alvarlegt væri á seyði. Og mjög greiðlega gekk að koma öllum farþegum út. Menn héldu ró sinni, gengu skipulega og án troðnings," sagði Sigurgeir. Slökkviliðið seint á vettvang „Það sem mér þótti undarlegast var hve langan tíma þa tók slökkvi- liðið að koma á vettvang," sagði Einar Þorleifsson úr Reykjavík. „Það voru allir farþegar komnir út úr vélinni og starfsmenn Flugleiða mættir á hleðsluvögnunum áður en nokkuð bólaði á slökkviliðinu. Enn- fremur held ég að vélin hafí ein- faldlega verið ofhlaðin. Hún var þéttsetin farþegum og farangurs- rýmið var troðfullt. Við þessi flug- vallarskilyrði held ég að það hafi verið of rnikið," sagði Einar. Þakklát fyrir að vera á líf i Sigurlína Guðbjartsdóttir frá Rauðasandshreppi sagðist varla hafa gert sér grein fyrir því hefði gerst fyrr en allt var afstaðið. „Það fyrsta sem maður hugsaði um þegar vélin stöðvaðist var að koma sér út, því er hætta á að kvikni í. En þegar ég var komin út og sá vélina var ég glöð og þakklát fyrir að vera á lífi,“ sagði Sigurlína. Tæpum hálftíma eftir óhappið voru allir farþegar Árfara, 41 að tölu, komnir heilu og höldnu í farþegaafgreiðslu Flugleiða. Þar ætluðu þeir að bíða eftir flugi til Patreksfjarðar, en skömmu síðar varð ófært fyrir vestan, svo ekki varð af flugi þann daginn. Frá vinstri: Einar Þorleifsson, Sigurgeir Magnússon, Össur Guðbjartsson og Kristján Jónsson. Sigurlína Guðbjartsdóttir (t.v.) sagðist hafa fyllst þakklæti fyrir að vera á lífi þegar hún sá hvemig vélin var útleikin. Kristin Þorbjörns- dóttir sagðist hafa hugsað fyrst til sona hennar og Sigurgeirs Magnússonar þegar hún gerði sér grein fyrir hvað var að gerast. Myndin er tekin í farþegaafgreiðslu Flugleiða í hádeginu í gær. Heyrði rosalegan hvin sem hlaut að koma frá vélinni — segir Kristján Birgisson húsasmiður, sem sá vélina renna út af brautinni KRISTJÁN Birgisson húsa- smiður varð sjónarvottur að því að flugvélin fór út af braut- inni. Hann býr við Einarsnes, sem liggur samhliða flugbraut- skyndilega „rosalegan hvin“, inni að sunnanverðu. Kristján eins og hann orðaði það var að dytta að bíl sínum úti á „Ég leit upp og sá Fokkerinn stétt, þegar hann heyrði á brautinni til móts við flugstöð- Knstján Birgisson húsasmiður á innfelldu myndinni var sjónarvottur að óhappinu. Ljósmynd Kristjáns Birgissonar, tekin aðeins fáum mínútum eftir að Árfari stöðvaðist á Suðurgötunni. Farþegar vora þá nýlega komnir út úr vélinni og lengst til hægri má sjá flug- freyjuna ganga frá vélinni. ina,“ lýsti Kristján þessari reynslu sinni. „Ég gerði mér strax grein fyrir því að hljóðið kom frá vél- inni, því vatn gusaði frá henni hátt í loft upp. Eg stóð stjarfur og fylgdist með vélinni renna, að því er virtist stjórnlaust, brautina á enda, út á moldarsvæði þar fyrir neðan, í gegnum girðinguna sem girðir af flugvallarsvæðið og út á Suðurgötuna, þar sem hún loks stakkst niður og staðnæmdist. Ég stökk beint inn í hús, greip myndavél og brenndi á bílnum á slysstaðinn. Þangað var ég kom- inn mesta lagi fimm mínútum eftir að vélin stöðvaðist. Ég sá hvar síðustu farþegamir voru að tínast út úr vélinni að aftanverðu. Það vakti athygli mína að slökkvi- liðið var ekki komið á slysstaðinn, en hins vegar voru nokkrir starfs- menn Flugleiða þama á lestunar- vögnum. Það kom mér á óvart að fólkið virtist ekki vera hrætt, því það stóð rétt við vélina og virti fyrir sér skemmdimar. Er- lendis hefði slíkt varla sést. Far- þegar hefðu þust sem lengst í burtu, því það getur alltaf kviknað í þegar svona gerist. Ég dvaldi þama í um það bil fimm mínútur og smellti af nokkmm myndum. Þegar ég fór var skökkviliðið ekki enn komið á slysstaðinn," sagði Kristján Birgisson. Kristján tók fyrstu myndina sem tekin var á slysstaðnum og 'er hún birt með viðtalinu hér.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.