Morgunblaðið - 14.03.1986, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. MARZ1986
Bakkasel — raðhús
240 fm 7-9 herb. glæsil. raðh. Brtsk.
Skipti á einbýiish. í Kópavogi, Skerja-
firði eða Seítjamarnesi koma vel til
greina. Verð 5 millj.
Einbýli óskast
Höfum kaupanda að 170-200 fm
einbýiish. í Fossvogi, Skerjafirði eða
Seltjamarnesi. Góðar greiðslur í boði.
Húsið þarf ekki að losna fyrr en nk.
haust.
Skrifstofuhæð
við miðborgina
240 fm 7-8 herb. skrifstofuhæð við
miðborgina. Fundarsalur, skjala-
geymsla, eldh. o.fl. Verð 4,6 millj.
íbúð óskast til leigu
4ra-5 herb. íb. óskast til leigu. Æskil.
staðsetn. miösvæðis. Leigutúmi 1-2
ár. Vantar einnig 2ja-3ja herb. íb. til
leigu.
tKinnmiCNLUnin
ÞINGHOLTSSTRÆTI 3 SÍMI 2771
Sðluatjðri: Sverrir Kriatinaaon
Þorleitur Guömundaaon, aölum
Unnateinn Beck hrl., simi 12320
Þórólfur Halldóraaon, lögfr.
Uorgunblaðið/RAX
Þrír af aðstandendum Artek hf. Frá vinstri: Ólafur H. Johnson framkvæmdastjóri, Vilhjálmur Þorsteins-
son stjórnarformaður og Örn Karlsson stjómarmaður.
Artek hf. hefur söluher-
ferð í Bandaríkjunum
Selur fullkomið þýðingarforrit fyrir Ada-tölvumálið
Efstihjalli
Falleg 3ja herb. íb. ca. 851
| fm á 1. hæð. Suðursvalir.
Fallegt útsýni. Verð 2,21
| millj.
Ctimli
®25099
ARTEK hffyrirtæki sem helgar
sig hönnun og sölu hugbúnaðar
fyrir tölvur, hefur hannað og
sett á markað „þýðanda" fyrir
Ada-tölvumálið, sem er nýtt af
nálinni og mjög öflugt. Þýðandi
er forrit, sem breytir forritunar-
máli f tákn sem tölva skilur.
Fyrirtækið hyggst fyrst og
fremst sæbja inn á Bandaríkja-
markað. „Ef við íslendingar
getum smiðað og selt Ada-
þýðendur, getum við smíðað og
sett hvaða hugbúnað fyrir tölvur
sem vera skal,“ sagði Vilhjálmur
Þorsteinsson forritari og stjórn-
arformaður Artek hf.
„Eins og margar hugmyndir í
tölvuiðnaðinum varð Ada-þýðand-
inn fyrst til sem eins konar tóm-
stundaverkefni. Þegar sýnt var, að
vel gengi með hann tæknilega og
685009 '
685988 i.V/í■[■ (■■;
Ýmislegt piú" kt .U' li )1 \:h& kb' L
Kjötiðnaðarmenn. kjöi-
vinnsla meó reykleyfi. Rúmg. leiguhúsn.
V. aóeins 1 millj. sem greióist á 5 árum.
Matsölustaður. góó staó-
setning i austurborginni. Góður lelgu-
samn. Ýmsir möguleikar. Afhending
samk.
Sérversl. m/ljós-, raf-
magns-, radíóvörur og
hljómplötur. Verslun og við-
gerðarstofa fyrir rafmagnsvörur. Fyrir-
tækið er í eigin húsn. öruggur rekstur,
hagstætt verð.
Byggingaframkvæmdir.
Byrjunarframkvæmdir að einbýlish. á
fráb. stað. AJIar teikn. og uppl. á skrifst.
Bakarí. Fyrírtæki I tullum rekstri.
Frábær staðsetníng. Húsnæöið selst
með rekstrinum. Öll nauósynleg tæki
og áhöld til staöar. Hagstætt verð og
skilmálar.
Búsáhaldavöruverslun.
Verslunin er í góðu húsn. og í fullum
rekstri. Stór markaöur. Góður lager.
Samkomulag með greiðslur.
Kjöt- og nýlenduvöru-
verslun í vesturbænum. Gott
húsn. örugg velta.
2ja herb.
Hraunbær. íb. i góöu ástandi á
3. hæð. Suöursvalir. Góð sameign.
Skipti mögul. á 4ra herb. fb.
Orrahólar. Rúmg. ib. í lyhuh.
Þvottah. á hæöinni. Verö 1650 þús.
Hraunbær. 65 im ib. á 2. hæð.
Ný teppi. Verö 1700 þus.
Stærri eignir
Háaleitisbraut. 4ra-5 harb. Ib.
á 3. hæö. Suöursvalir. Sérhiti. Ekkert
áhv. Verö 2900 þús.
Hamrahlíð. 120 fm hæö I þrtb.
Sérínng. og -hiti. Eign í góöu ástandi.
Kjarrmóar Gb. teo fm raóh.
á tveimur hæðum. Innb. bflsk. Góðar
innr.
Stuðlasel. Vandaö einbýfish. ca.
250 fm. Rúmg. tvöf. bílsk. Eignin er
ekki alveg fullfrág. Ákv. sala.
ÆKÖS*
DæVi.1
iW
Látid okkur sjá um veisluna &
KALT BORÐ
ALLS KONAR POTTRÉTTIR
SMURT BRAUÐ
BRAUÐTERTUR
OG ALLAN ANNAN VEISLUMAT
Þið pantið matinn. Meðan fermingin fer fram erum við önnum
kafnir við að útbúa veisluna og höfum allt til reiðu þegar
fjölskyldan kemur úr kirkjunni.
LÁTIÐ OKKUR UM MATSELDINA.
ítem
fríed
Upplýsingar og pantanir í síma 666910
ljóst, að slíkur þýðandi var ekki til
á markaðnum, ákváðum við að
athuga hvort hægt væri að fjár-
magna útflutning á honum," sagði
Vilhjálmur, sem hefur hannað þýð-
andann ásamt Emi Karlssyni forrit-
ara og stjómarmanni í Artek.
Árið 1983 stofnuðu þeir Vil-
hjálmur og Öm fyrirtækið íslenska
forritaþróun sf., sem smíðar ýmiss
konar forrit, og veturinn 1985 tókst
þeim að selja forrit „til allra heims-
álfa nema Suðurskautslandsins",
eins og Vilhjálmur komst að orði.
Þegar fyrir lá, að hönnun Ada-
þýðandans hafði tekist vel var
gengið til samstarfs við Frumkvæði
hf. um áhættufjármögnun og Artek
hf. stofnað með þátttöku Fmm-
kvæðis 2. ágúst á sl. ári. Þess má
geta, að Artek er fyrsta ísienska
fyrirtækið, sem stofnað er með
áhættufé.
„Þýðendur em með flóknasta
hugbúnaði sem menn skrifa," sagði
Vilhjálmur. „Hingað til hefur reynst
erfitt að búa til fullnægjandi Ada-
þýðendur fyrir litlar einkatölvur, en
Artek Ada er stórt skref í þá átt.
Framleiðslan er ekki dýr í sjálfu
sér. Til þess að búa til forrit þarf
hugvit, rafmagn húsnæði og eina
tölvu. Afraksturinn er hægt að
senda með símalínu t.d. til Banda-
ríkjanna, þar sem forritinu yrði
komið á diskling." sagði Vilhjálmur.
Þýðandinn kostar um 900 doll-
ara. Fyrirtækið hyggur á fram-
leiðslu minni þýðanda, sem kosta
myndi í kring um 300 dollara, og
eins stærri sem kostaði 3.000 doll-
ara.
„Við emm byijaðir að setja
Ada-þýðandann á markað," sagði
Ólafur H. Johnson viðskiptafræð-
ingur og framkvæmdastjóri Artek
hf. „Bandaríkin urðu fyrir valinu
þar sem þau em langstærsti tölvu-
markaður í heiminum og þar hefur
Ada-forritunarmálið lengst verið
notað. Söluviðleitni okkar er marg-
þætt. í fyrsta lagi auglýsum við í
tölvutímaritinu Byte, sem hefur um
1,1 milljón lesenda. Fyrsta auglýs-
ingin kom í febrúarheftinu og alls
höfum við samið um auglýsingar í
sex heftum. Við höfum framleitt
sýniforrit, sem sýnir hvað aðalfor-
ritið getur og kostar ekki nema 30
dollara en aðalforritið kostar um
900 dollara. Þá höfum við gert
samning við almannatengslafyrir-
tæki í Bandaríkjunum sem dreifir
fréttatilkynningum frá okkur og sú
viðleitni er þegar farin að bera
árangur. Við höfum sent bréf til
manna í þeim hópi sem við teljum
að kæmi til með að kaupa forritið
og síðast en ekki síst stefnum við
að þátttöku f vörusýningum og ráð-
stefnum til þess að kynna Ada-
þýðandann enn frekar," sagði Ólaf-
ur H. Johnson.
Dreifingu í Bandaríkjunum ann-
ast fyrirtækið Andrew Allison Inc.
í New Jersey og er samningurinn
Artek hf. mjög hagstæður.
„Andrew Allison tekur aðeins pró-
sentur af sölunni og ef ekkert selst,
fær fyrirtækið ekkert," sagði Ólaf-
ur. Jafnframt hefur Artek hf. stofn-
að dótturfyrirtæki í Bandaríkjun-
um, Artek USA Corporation, til
þess að vera lögaðili í þeim viðskipt-
um sem þar fara fram. Fyrirtækið
er algjörlega í eigu Artek hf. og
stjómendur þeir sömu.
Hönnun umbúða utan um þýð-
andann og gerð auglýsinga annað-
ist Augiýsingastofa Ólafs Steph-
ensen og helstu hönnuðir þar voru
Benedikt Stefánsson og Hollending-
urinn Toon Michaels.
Sigríður Hjartar kjörin for-
maður Gar ðyrkj uf élagsins
Garðyrkj uf élag íslands hélt aðal-
fund sinn sunnudaginn 9. mars
1986. Félagið er eht elsta félag
landsins, en það varð 100 ára á
síðastliðnu ári. Félagið er opið
öllum þeim, sem áhuga hafa á
garðrækt og markmið þess er
að glæða áhuga íslendinga á
garðyrkju, bæði matjurta- og
skrúðgarðarækt, segir i frétt frá
félaginu.
Þar segir ennfremur: Starfsemi
félagsins á ajdarafmælisárinu var
mjög öflug. Á afmælisdaginn var
haldin vegleg hátíð að Hótel Sögu,
að viðstöddum forseta íslands og
biskupnum yfir íslandi og frú. 1
tilefni aldarafmælisins var gefinn út
minnispeningur.
Félagið annast innkaup á vor-
og haustlaukum á vægu verði fyrir
félagsmenn og hefur til sölu ýmsar
garðyrkjubækur, svo sem Matjurta-
og skrúðgarðabókina, sem félagið
gaf út. Auk þess hefur það til sölu
ýmiskonar smávöru varðandi garð-
yrkju.
Aðalfundur ákvað árgjald 1986
kr. 700. — Innifelur það veglegt
ársrit, Garðyrkjuritið. sem er á
þriðja hundrað síður. I því eru Qöl-
breytilegustu greinar um allar hlið-
ar garðyrkju. Auk þess fá félags-
menn sent upplýsinga- og fræðslu-
bréf, Garðinn, eins oft og þurfa
þykir.
Jón Pálsson póstfulltrúi, semv ar
formaður Garðyrlgufélagsins síð-
astliðin 15 ar, lést á sfðasta starfs-
ári. Nýr formaður var kjörinn Si-
gríður Hjartar, fyrstakonan í 100
Sigríður Hjartar, fyrsta konan
sem jörin er formaður félagsins
í 100 ára sögu þess.
ára sögu félagsins. Aðrir í stjóm
voru kjömir Sigurður Þórðarson
varaformaður Berglind Bragadótt-
ir gjaldkeri, Olafur B. Guðmunds-
son ritari og Einar I. Siggeirsson
meðstjómandi. í varastjóm eru
Áslaug Skúladóttir, Björgvin Gunn-
arsson og Ingibjörg Steingríms-
dóttir.
Félagið rekur skrifstofu að
Amtmannsstíg 6, sem er opin
mánudaga og fimmtudaga kl. 2-6
og á fimmtudagskvöldum kl. 8-10.
A skrifstofunni er allgott safn
garðyrkjubóka.
Næsti fræðslufundur félagsins
verður haldinn að Hótel Hofi mánu-
daginn 17. mars kl. 20.30.