Morgunblaðið - 14.03.1986, Side 16

Morgunblaðið - 14.03.1986, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. MARZ1986 Fjárhagnr Sameinuðu þjóðanna á heljarþröm Ölund og kvíði hjá starfsfólkinu eftir Ivar Guðmundsson New York: — Sameinuðu þjóðim- ar eru í það alvarlegum fjárkrögg- um, að verði ekki fljótlega gerðar ráðstafanir til að tryggja alþjóða- samtökunum nægjanlegt rekstrarfé er fyrirsjáanlegt að áður en lagt er liðið á árið verður skortur á reiðufé til að greiða laun starfs- fólksins, afborganir og vexti af Ián- um og til að standa straum af öðrum daglegum þörfum stofnunarinnar. Fjárþörf Sameinuðu þjóðanna á þessu ári er samkvæmt fjárhags- áætlun, sem samþykkt var á síðasta Allsheijarþingi í desember sl., rúm- lega 800 milljónir dollara. Það fé hefði átt að vera fyrir hendi nú, ef öll aðildarríkin hefðu greitt framlög sín á réttum tíma. En það er langt frá að svo sé. Það er ekki nóg, að ijöldi aðildarríkja hafí ekki greitt á réttum tíma. Mörg þeirra hafa ekki greitt beint „þátttökugjald" og auk þess neitað að taka þátt í kostnaði við friðarsveitir SÞ. Skulda þau langt aftur í tímann. Við þetta bætist svo, að Bandaríkin, sem standa straum af fjórða hluta af útgjöldum Sameinuðu þjóðanna, eru farin að draga í við sig í þeim efnum. Bandaríkjaþing hefír sam- þykkt lög, sem kennd eru við frú Nancy Kassebaum, öldungadeildar- fulltrúa. Lögin takmarka framlög Bandaríkjanna til alþjóðastofnana, nema að vissum skilyrðum sé fylgt. Til viðbótar eru hin svokölluðu Gramm-Rudman-HolIings-lög, sem skera niður útgjöld alríkisins í þeim tilgangi að lækka hinn mikla halla sem er á Qárlögunum. Þessi lög hafa að vísu nýíega verið dæmd brot á stjómarskrá Bandaríkjanna á þeim forsendum, að þingið geti ekki veitt ríkisféhirði umboð til þess að skera niður á Qárlögum. Málið fer nú bráðlega til úrskurðar Hæstaréttar og er talið, að lögin verði áfram í gildi í aðalatriðum. Enn er ekki vitað hvað mikið niður- skurður á fjárlögum Bandaríkj- anna, samkvæmt þessum lögum, muni draga úr greiðslum til Sam- einuðu þjóðanna. Giskað hefír verið á allt frá 50 uppí 90 milljónir doll- ara. + Ogreiddar skuldir við SÞ nema 225 milljón dollurum Um síðustu áramót áttu Samein- uðu þjóðimar samtals 225 milljónir dollara í útistandandi skuldum hjá aðildarþjóðunum. Skuldimar em frá því langt aftur í tímann. Ber þar hæst skuld vegna friðargæslu á fyrstu ámm sjöunda áratugarins, aðallega í sambandi við Kongó- málið. Þá neyddust Sameinuðu þjóðimar til að taka 200 milljóna dala lán, sem átti að greiðast upp á 25 ámm, en er enn að mestu ógreitt. Kommúnistaríkin, með Sovétríkin í broddi fylkingar, neit- uðu að taka þátt í greiðslum vegna þessa láns, sem Allsheijarþingið hafði samþykkt að taka. Við þetta bætist, að Sameinuðu þjóðimar skulda aðildarþjóðum, sem lagt hafa til fríðarlið, samtals um 200 milljónir dollara. Varasjóðurinn tómur í 40 ár hefír hinn svokallaði „framkvæmdasjóður", sem í upp- hafí var 40 milljónir dollara, en var síðan hækkaður í 100 milljónir, komið til bjargar þegar reiðufé þraut í bili. A meðan hægt var að grípa til þessa varasjóðs reyndist oft hægt að bjarga greiðsluþörf frá degi til dags. Stundum var ráðið, að greiða ekki laun til friðarsveit- anna í bili. Hingað til hefír ekki komið til þess, að ekki hafí verið hægt að greiða starfsfólkinu laun á réttum tíma, en nú gæti hæglega farið svo, að ekki verði reiðufé fyrir hendi til þess. Frá upphafí hefír það verið venja, Bygging Sameinuðu þjóðanna í New York að starfsfólk Sameinuðu þjóðanna hefír fengið laun sín greidd tvisvar í mánuði. En nú heyrast raddir um, að í ráði sé að breyta þessu og byija á því, að greiða aðeins einu sinni í mánuði. Þessi orðrómur hefír valdið kurr meðal starfsfólks — og mátti varla bæta á óánægjuna. Þrír Qórðu hlutar af útgjöldum Sameinuðu þjóðanna fara til starfs- mannahalds og þar er ekki rúm fyrir spamað, nema að draga úr framkvæmdum og segja starfsfólki upp. En það verður ekki hlaupið að því ráði því verkefni og áætlanir stofnunarinnar eru ákveðin af Alls- heijarþingi og það er ekki á valdi framkvæmdastjómarinnar að draga úr þeim, eða breyta á einn eða annan hátt því, sem þingið hefír ákveðið. Auka Allsherjar- þing í vor Háttsettir embættismenn í fram- kvæmdastöðum hjá Sameinuðu þjóðunum hafa látið svo ummælt að það sé ekki lengur á þeirra valdi, að halda stofnuninni gangandi. Neita að greiða til friðargæslu Um síðustu áramót námu ógreidd framlög frá 18 aðild- arþjóðum SÞ samtals 199,7 milljónum dollara. Hér er um að ræða kostnað við margs- konar málefni, sem fjárveit- ingar hafa verið veittar fyrir á fjárhagsáætlunum Allsheij- arþingsins. 22 ríki hafa ekki greitt framlög til friðarsveitanna í Líbanon. Sú upphæð nemur samtals 210 milijónum dollara. 18 ríki hafa neitað að greiða framlög til friðarliðs SÞ og nemur sú upphæð 30,9 millj- ónum dollara. Þá voru 55,6 milljónir dollara ógreiddar vegna friðargæslu SÞ, fyrir 1981. Það eru nær eingöngu Austur-Evrópu ríkin og önnur ríki, sem hafa miðstýrða efna- hags- og stjómmálastefnu, sem veigra sér við að styðja fríðarsveitir SÞ. Ásmundur Ásgeirsson, skákmeistari, áttræður Skák Margeir Pétursson ÁSMUNDUR Ásgeirsson, fyrrum íslandsmeistari í skák, á í dag áttræðisafmæU. Ásmundur varð skákmeistari íslands árin 1931, 1933, 1934 og 1944 og hélt titlin- um einnig árin 1945 og 1946, því þá giltu þær reglur að sigra þurfti Islandsmeistarann í ein- vígi til að hreppa titílinn. Skák- meistari Reykjavíkur varð Ás- mundur fjórum sinnum og sigr- aði m.a. á fyrsta Skákþingi Reykjavikur, sem fram fór 1930. Ásmundur þekktir því tímana tvenna í skákinni, hann tefldi t.d. á fimm Ólympíumótum og sat þar að tafli með kynslóð alþjóð- legra stórmeistara sem nú er löngu horfin. Asmundur fæddist 14. marz 1906 og iærði ekki að tefla fyrr en hann var orðinn 17 ára. Það tók hann síðan 5—6 ár að vinna sig upp í hóp beztu skákmanna landsins. Á árunum 1930—1933 var hann nær ósigrandi á mótum hér innanlands, en þá fluttist hann út á land og bjó að Sléttu í Mjóafírði til 1937. Áratuginn fyrir seinni heims- styijöld tefldi Ásmundur á fímm Ól}mipíumótum. Einu sinni var hann valinn til að tefla á fyrsta borði fyrir íslands hönd, það var árið 1933 í Folkestone í Englandi. í Hamborg 1930, Miinchen 1936 og Buenos Aires 1939 var hann á öðru borði og á þriðja borði í Stokk- hólmi 1937. Árangur Ásmundar á batnaði eftir því sem hann öðlaðist meiri reynslu. í Stokkhólmi náði hann 50% vinninga og í Buenos Aires átti hann einna stærstan þáttinn í frægðarför íslensku sveitarinnar, sem sigraði í B-flokki og vann for- setabikarinn, sem Bent Larsen hélt að hefði orðið eftir í Argentínu, en er í öruggri varðveislu Skáksam- bandsins okkar. Á áratugnum eftir Argentínuæv- intýrið náði Ásmundur einnig frá- bærum árangri. Þá hélt hann ís- landsmeistaratitlinum í þijú ár og hafði yfírleitt í fullu tré við erlenda meistara sem sóttu _ okkur heim. Upp úr 1950 fór Ásmundur að minnka mjög þátttöku slna á mót- um, enda voru þá komnir til sögunn- ar nýir menn til að halda merkinu á lofti. Ásmundur hefur samt ávallt fylgst vel með gangi mála í skák- inni, þótt ekki hafi mikið borið á honum í blöðum, enda er hann hæglátur maður og tranar sér ekki fram. Ég vona samt að einhver blaðamaður beri gæfu til þess að fá samanburð hans á Aljekín og Capablanca annars vegar og snill- ingum nútímans hins vegar. Árangur Ásmundar í skáklistinni er ekki sízt merkilegur fyrir það að lífsbaráttan setti skákiðkan hans þröng takmörk. Hann var alla tíð erfíðisvinnumaður og á kreppuár- unum, þegar hann var hvað sterk- astur, varð taflið að mæta afgangi. Aðstöðumunur hans og þeirra sem áhyggjulausir stunduðu skákina var því mikill, enda vakti það oft at- hygli að óskólagenginn verkamað- ura skyldi ná svo góðum árangri. Max Euwe, þáverandi heimsmeist- ari, fór t.d. lofsamlegum orðum um Ásmund í ræðu sem hann hélt að loknu Ólympíumótinu í Stokkhólmi 1937. Ásmundur hefur löngu sannað að skólamenn og skrifstofuþrælar hafa ekki einkaleyfi á því að nota heilann. Auk skákgáfunnar var hann frægur fyrir hæfileika sína til að leysa stærðfræðiþrautir í hugan- um og að auki vel hagmæltur. Hann spreytti sig mikið á blind- skákum og átti lengi íslandsmet í þeirri grein að tefla sem flestar blindskákir samtimis. Það setti hann með því að tefla átta blindskákir í einu í Bárunni í Reykjavík árið 1932. Ásmundur tefldi víða um land á árunum fyrir stríð og þáttur hans í að viðhalda okkar gömlu skákhefð er meiri en margan grunar. Hann var gerður að heiðursfélaga Taflfélags Reykja- víkur árið 1937 og heiðursfélagi Skáksambandsins varð hann 44 árum síðar, árið 1981. í nýútkominni og vandaðri bók, íslenskir skákmenn{ 1. bindi, er dæmi um kveðskap Ásmundar, sem ég get ekki stillt mig um að láta fylgja hér með. Er hann setti ís- landsmetið í blindskák var einn af andstæðingum hans Hannes Jóns- son fískali. Þegar taflið var nýhafíð skaut hann þessarí vísu að Ás- mundi: Stendur Asi starblindur ístímabraki. Áttamátaætlarhann í andartaki. Ásmundur lét ekki duga að hugsa um blindskákimar átta á meðan á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.