Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 17
itH’jfcíí'M ,?n-v (i nrs'-ta jpu MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14; MARZ 1986 Talið er líklegt, að ekki verði hægt að komast hjá því að auka Allsheijarþing verði kallað saman í vor, ef til vill þegar í mars eða apríl, en á því eru ýmsir annmarkar. Síðasta verk Allsheijarþingsins í desember sl. var að skipa 18 manna nefnd til þess að ræða og gera til- lögur til lausnar á flárhagserfíðleik- unum. Japanir höfðu lagt þetta til en þeir eru meðal þeirra 10 þjóða, sem standa undir 80% af kostnaði hjá SÞ. Búist er við að nefndin taki til starfa innan skamms. Framlaganefndin kemur saman til fundar í júní og mun gera tillögur til lausnar þeim vanda, sem steðjar að, vegna spamaðarráðstafana Bandaríkjastjómar. En það verður 41. þing Alls- heijarþingsins, sem á að koma saman í september í haust, sem verður þá að ráða fram úr vandan- um, ef þingið verður ekki kallað saman fyrr til aukaþings. Tvær Hugmynda- stofnunin fyrst undir hnífinn Hugmyndastofnun Samein- uðu þjóðanna — „UN Institute for Training and Reasearch — UNITAR, er fyrsta sérstofn- unin, sem lögð er undir spam- aðarhnífínn. Nýlega var 13 manns sagt upp vinnu í stofn- uninni. Engar fastráðningar hafa átt sér stað hjá UNITAR síðan 1977. Allsheijarþingið hefír falið aðalforstjóranum að gera tillögur um framtíð „hug- myndastofnunarinnar", hvort hún sé nauðsynleg fyrir Sam- einuðu þjóðimar eða hvort ætti að leggja hana niður. UNITAR hefír að mestu starfað fyrir frjáls framlög til þessa. Bandaríkin hafa greitt flórða hlutann af kostnaðnum. En fyrir árið 1986 er ekki gert ráð fyrir að Bandaríkin leggi neitt af mörkum til UNITAR. Á almennum fram- lagafundi meðal aðildarríkj- anna söfnuðust 600 þúsund dollarar til UNITAR á móti 1,2 milljónum í fyrra. Minnk- andi áhugi fyrir hugmyndum? spyija gárungamir. undimefndir Allsheijarþingsins koma saman á næstunni til að ræða erfíðleikana og gera tillögur til bóta: Verkefnanefndin og Stjómunar- og fjárhagsáætlananefndin. Alvarlegur kurr í starfsfólkinu Heimsókn fyrrverandi embættis- manns í aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York leiðir í ljós, að það er alvarlegur kurr í starfs- fólkinu, jafnvel ólund og ótti við, að lífsstarf þeirra sé í hættu. Em uppsagnir, eða/og kauplækkanir f vændum? Hvemig stendur á, að þetta ástand kemur svo á óvart? Af hveiju var starfsfólkið ekki varað við? Orðrómur um hitt og þetta flýgur á milli fólks. Erfítt er að átta sig á hvað er satt og hvað er úr lausu lofti gripið. Starfsmannafélagið gefur út blað, 16 síður prentað í Morgun- blaðsbroti. Þar kennir ýmissa grasa. Öldungadeildarþingmaðurinn frú Nancy Kassebaum á ekki vinsæld- um að fagna í dálkum blaðsins. Yfirmenn fjármála ávítaðir. Þá eiga að sjálfsögðu niðurskurðarþing- mennimir Gramm, Rudman og Hollings ekki uppá pallborðið hjá starfsmannablaðinu. Og undir niðri í samtölum við gamla starfsfélaga má greina sársauka og kvíða fyrir eigin framtið og framtíð stofnunar- innar, sem þeir hafa helgað líf sitt og starfskrafta. Hér er ekki verið að gefa í skyn, að ástæða sé til þess að óttast að Sameinuðu þjóðimar riði til falls sökum flárskorts. En það er alvara í eftirfarandi orðum aðalforsljór- ans, Perez de Cuellas, sem hann beinir til aðildarþjóðanna: „Ef þið greiðið ekki framlög ykkar fljót- lega og ef þið haldið greiðslum, sem Allsherjarþingið hefir sam- þykkt, þá verða Sameinuðu þjóð- irnar fjárvana þegar líður að október." Wterkarog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! taflinu stóð. Þegar mát blasti við Hannesi notaði hann tækifærið og svaraði fyrir sig: Þú ætlaðir að máta mig, þinn máttur viiðist fúna. Þú hafðir áðan hátt um þig, enhljóðurertunúna. Ég óska Ásmundi til hamingju með afmælið og í tilefni dagsins er rétt að rifja upp eina af vinnings- skákum Ásmundar á Ólympíumóti. Andstæðingur hans er Svíinn Lund- in, sem lengst af var alþjóðlegur skákmeistari, en var nýlega gerður að heiðursstórmeistara af alþjóða- skáksambandinu: Hvitt: Erik Lundin Svart: Ásmundur Ásgeirsson Pólsk vörn 1. d4 —b5!? Fáséð byijun, en Ásmundur hef- ur viljað losna við teóríuna. Næstu leikir Lundins bera því vitni að hann hefur viljað refsa lítt þekktum andstæðingi sínum fyrir byijanaval- ið. 2. e4 - Bb7, 3. d5 - Rf6, 4. Df3 — c6,5. c4 — bxc4,6. Rc3 Hvítur fómar peði fyrir nokkra yfirburði í liðsskipan. — cxd5, 7. exd5 — Dc7, 8. Bf4 — d6, 9. 0-0-0 - Ba6, 10. Rge2 - g6, 11. Rd4 - Bg7, 12. Be2 - Rfd7!? Svartur undirbýr gagnsókn, en öruggara var adhróka strax. 18. De3 - Re5, 14. KM - 04), 15. h4 - Rbd7, 16. h5 - Db6, 17. Dh3 —Rf6 Nú hefði staðan orðið mjögtvísýn eftir 18. hxg6 — Rxg6, 19. Bh6 en í staðinn lætur Lundin svart- reitabiskupinn sinn af hendi fyrir ríddara. Hann þurfti nauðsynlega á þeim biskupi að halda í sóknina og eftir þessi mistök Lundins bægir Bg7 allir hættu frá svarta kóngin- um. 18. Bxe5? - dxe5, 19. Rc6 - Hfe8, 20. hxg6 — hxg6, 21. g4 — e4!, 22. f3? 22. g5 mátti einnig svara með 22. — Rxd5. Undanhaldið 22. Rd4 var líklega skást. 22. - Rxd5!, 23. Hxd5 - Bxc3, 24. Hd2 — Bg7! Riddarinn á c6 fellur nú óbættur. 25. Bdl - Dxc6, 26. Hdh2- Df6, 27, fxe4 - Hab8, 28. e5 - Ðxe5 og Lujidin gafst upp. Allt plötum Verslanir okkar eru stútfullar af nýjum vörum, stórum plötum, 12 tommu plötum, kassettum og TDK kassettum af öllum gerðum svo fátt eitt sé upp talið. Hér má sjá örlítið brot af dýrðinni, en úrvalið er langtum meira. Starfsfólk okkar býður þér að líta inn til okkar og skoða úrvalið. \evNe' oce30 lWe ' fcVM U fullt af nýjum Til hamingju Shady WÆ -------- £bso\u*e Mú sr sent tra s btiWað'ö u Uite veröur mr i Nú er nm einsta^ Shady- Get Right Next To You 12“ Lagið Get Right Next To You með Shady er nú í 22. sæti Hot Dance/Disco listans í Billboards tónlistarritinu. Við óskum Shady til hamingju með árangurinn, en þetta er besti árangur sem nokkur íslensk- ur poppari hefur náð í Bandaríkjunum. Við vorum að taka þessa 12 tommu plötu upp í vikunni, en hún kemur út í næstu viku í Bretlandi og Evrópu. lionefS 1 *■ * i, ser° Rretianön Við eigum að sjálfsögðu fjölda annarra 12 tommu platna, svo þú ættir að hendast íbæinn með þaðsama. T Hljómplötudefldir KARNABÆR PóstkröfusnDi (91) 11620.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.