Morgunblaðið - 14.03.1986, Síða 28

Morgunblaðið - 14.03.1986, Síða 28
28 MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR14. MARZ1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Áhrif úrslitanna á Spáni A Ifyrsta sinn hefur verið efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu í aðildarríki Atlantshafsbanda- lagsins um það, hvort aðildinni skuli haldið áfram. Þrátt fyrir vísbendingar skoðanakannana og meirihlutaálit fjölmiðlamanna þess efnis, að Spánveijar myndu hafna aðild að bandalaginu í atkvæðagreiðslunni á miðviku- dag, hefur hið gagnstæða gerst. Meirihluti Spánveija valdi NATO. Spánn, sem varð 16. aðildarríki bandalagsins 1982, heldur áfram þátttöku í því. Spánveijar ætla ekki að tengjast sameiginlegum herstjómum bandalagsins eða leyfa flutning kjamorkuvopna til lands síns og ætlun þeirra er, að bandarískum hermönnum í landi þeirra fækki. Tildrög þess að efnt var til atkvæðagreiðslunnar eru næsta sérkennileg. Felipe Gonzalez varð forsætisráðherra haustið 1982, eftir að Spánn gerðist aðili að NATO. Flokkur hans, Sósíalista- flokkurinn, var andvígur aðildinni og Gonzalez líka. í kosningabar- áttunni 1982 lofaði Gonzalez þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og hafði þá að markmiði að hnekkja ákvörðun hægri manna um NATO-aðild. Foringja sósíal- ista snerist hugur, eftir að hann varð forsætisráðherra. Hann frestaði þjóðaratkvæðagreiðsl- unni eins lengi og honum var fært. Síðustu forvöð voru nú, þar sem kjörtímabil stjómarinnar rennur út í haust. Kosningabar- áttan snerist í raun um það að lokum, hvort forsætisráðherrann hefði þau tök á eigin flokksmönn- um, að þeir styddu sjónarmið hans í málinu. Hægrimenn, sem leiddu Spánveija í NATO, hvöttu kjósendur til að sitja heima i von um að þeir gætu komið höggi á Gonzalez. Þegar upp er staðið eru úrslitin í raun margfaldur sigur fyrir forsætisráðherrann. Hann lagði allt undir með því að skipta sjálfur um skoðun á ágreinings- efninu en halda fast í kosninga- loforðið um að bera það undir þjóðina. Afstaða hægrimanna undir forystu Manuels Fraga er ill skilj- anleg. Hún á rætur að rekja til valdabaráttu innan Spánar og tilrauna stjómarandstæðinga til að koma Felipe Gonzalez í sem mestan vanda. Hægrimenn hafa lengi verið þeirrar skoðunar, að ekki ætti að kjósa um NATO-. aðildina. Þeir töldu, að atkvæða- greiðsla rétt fyrir þingkosningar væri í raun kosningabragð sósíal- ista og sögðust ekki ljá því lið. Ýmsir töldu meira að segja, að fylgismenn NATO-aðildar myndu greiða atkvæði gegn henni til að koma sósíalistum í sem mesta klípu; hægri menn myndu hvort eð er vinna í þingkosningunum í haust og ekki leiða Spán úr NATO. Sigurlíkur hægrimanna í haust eru nú minni en áður, en Spánn fer ekki úr NATO. Niðurstaðan á Spáni er fagn- aðarefni fyrir alla, sem eru þeirr- ar skoðunar, að besta leiðin til að tiyggja frið í okkar heimshluta sé, að þjóðir beggja vegna Atl- antshafs taki höndum saman í öryggismálum. Brottför Spánar úr Atlantshafsbandalaginu hefði ekki haft áhrif á vamarstefnu bandalagsins eða framkvæmd hennar; hún hefði hinsvegar haft pólitísk og sálræn áhrif langt út fyrir landamæri Spánar. Á fyrstu árunum eftir að ísland gerðist stofnaðili Atlantshafsbandalags- ins 1949, var sú krafa ofarlega á baugi hjá andstæðingum aðild- arinnar hér á landi, að efna ætti til þjóðaratkvæðagreiðslu um hana. Þessi krafa hefur raunar skotið upp kollinum á stundum síðan og enginn vafí er á því, að hún hefði orðið ofarlega á baugi hjá ýmsum vinstrisinnum hér á landi, ef úrslitin á Spáni hefðu orðið önnur en raun ber vitni. Enginn íslenskur vinstrisinni hefur þó þorað að taka áhættu í þessu máli með sama hætti og Felipe Gonzalez. Tómt mál er auðvitað að tala um þjóðarat- kvæðagreiðslu hér á landi nú eins oft og tekist hefur verið á um þetta mál í kosningum á undan- fömum 37 ámm. Áratugur er ekki liðinn síðan kosið var til þings á Spáni eftir fráfall Francos og konungdæmi var endurreist þar í landi. Á þessum skamma tíma hafa Spán- veijar hins vegar bæði þolað miklar sviptingar í stjómmálum heima fyrir og vegna samskipta við önnur riki. Um síðustu áira- mót gerðust þeir aðilar að Evr- ópubandalaginu og nú hafa þeir endanlega staðfest aðild sína að Atlantshafsbandalaginu. Stjóm- mál, efnahagsmál og öryggismál Spánveija taka því í framtíðinni mið af þvi, sem gerist meðal evrópskra bandamanna og þeirra, sem em í Norður-Ameríku. En hinu mega menn ekki gleyma, að hugur Spánveija dvelst ekki sfst hjá hinum spönskumælandi þjóðum í Mið- og Suður-Ameríku. Þeir líta á sig sem tengilið milli þessara þjóða og þess heimshluta, sem við byggjurn. Ekki er vafi á því, að Spánverjar eiga eftir að gegna miklu hiutverki við að rækta þessi tengsl. Þá er og við því að búast, að úrslit þjóðarat- kvæðagreiðslunnar verði til þess, að erlend fyrirtæki, ekki síst bandarísk, hafí meiri áhuga en áður á að fjárfesta á Spáni. Hlutur Spánveija í efnahagsmál- um og alþjóðlegum viðskiptum á því einnig eftir að aukast. Kosningar í Frakk ÞINGKOSNINGAR verða í Frakklandi á sunnudag. Þar takast á hægri og vinstri menn eftir að stjóm sósialista hefur setið við völd í eitt kjörtimabil. Líkur era taldar á því, að flokkum hægri manna takist að ná meirihluta á franska þinginu, þótt flokkur sósíalista verði áfram stærsti þingflokkurinn. Þar með rynni upp nýtt skeið i frönskum stjórnmálum, þar eð fors stjórn annarra en flokksbræðra. Á þ landi siðan Charles de Gaulle fékk st samþykkta i lok sjötta áratugarins. Hér birtist úttekt breska vikuritsi F orsetinn velur forsætisráðherra Staða laus i Matignon-höll; ekki er krafist sjálfstæðis i starfi; sá kemur helst til greina sem er með foringjalegt yfirbragð, er líklegastur til að njóta trúnaðar samsteypustjóraar hægri manna og er búinn þeim hæfileika að sýna sveigjanleika, þegar hans er þörf, sem kannski gerist oft. í grófum dráttum má segja, að mann þessarar gerðar vildi Francois Mitterrand fá, gæti hann auglýst eftir þeim, sem tæki að sér stjómina í Matignon, aðsetri franska forsæt- isráðherrans, að kosningum lokn- um. í textanum er miðað við senni- legustu niðurstöðu kosninganna, að hægri menn sigri í þeim og forset- inn verði að skipa einn þeirra til að veita ríkisstjóminni forsæti. Lýs- ingin á ekki beinlínis við um þann mann, sem stendur starfinu næst: Jacques Chirac, borgarstjóra f París, leiðtoga ný-gaullista hreyf- ingarinnar í Frakklandi, fyirum forsætisráðherra, sem stjómaði af hörku á áttunda áratugnum og vill ógjaman lúta stjóm annarra. Hinn 53ja ára gamli Chirac er þó sveigj- anlegri en einstrengingslegar fram- boðsræður hans gefa til kynna, en sem forsætisráðherra Mitterrands myndi hann vilja ráða stjómarstefn- unni. Fleiri kunna að vera um hituna. Má þá nefna Jacques Chaban- Delmas, annan gaullista og fyrrum forsætisráðherra, sem myndi lynda betur við Mitterrand. Þeir vom fé- lagar í andspymuhreyfíngunni og þérast ekki í einkasamtölum. Þeim ætti að geta komið vel saman, þótt þeir kynnu að sýnast dálítið gamal- dags tveir saman á toppnum. Valery Giscard d’Estaing, fyrr- um forseti, er nefiidur af sumum, þótt einkennilegt þætti að sjá þá Mitterrand starfa saman (í einka- samtali hefur Mitterrand sagt, að það líktist helst óperettu). Þá er það Simone Veil, fyrrum forseti Evrópuþingsins. Þótt hún sé líklega vinsæl meðal almennings em sam- hetjar hennar á hægri kanti í frönskum stjómmálum ekkert yfir sighrifiiirafhenni. Ef hægri menn rétt meija það Fylgishrun kommúnista flokksins, útilokaði sjálfan sig er hann nýverið gaf út bók þar sem hann fordæmdi undirgefni fiokksins undir Sovétmenn. Harðlínumenn- imir, sem gegna æðstu valdastöð- um í flokknum, urðu æfir af bræði yfír því að Juquin skyldi birta frá- sögn af för Marchais á fund Leonids Brezhnev eftir innrás Sovétmanna í Afganistan til þess eins að spyrja hvemig hann ætti að útskýra hana í Frakklandi. Juquin var útilokaður, þrátt fyrir að augljóst væri að sambandið við Sovétmenn skaðaði fiokkinn. Einnig má rekja þjóðfélagslegar ástæður fyrir falli Kommúnista- flokksins. ítök þeirra em mest í stéttarfélögum í gömlum iðngrein- FRANSKI Kommúnistaflokkur- inn virðist ófær um að stöðva fylgishrunið og bendir allt til þess að hann skreppi niður í smáflokk í þingkosningum á sunnudag. Kommúnistar voru mestanpart sterkasta aflið tii vinstri í frönskum stjóramálum eftir stríð. Sósíalistaflokknum tókst fyrst að ná fylgi stóra bróð- ur undir forustu and-kommúnist- ans Francois Mitterrand í þing- kosningunum 1978. En þá hlutu kommúnistar þó rúm 20 prósent atkvæða. Að þessu sinni er við- búið að Kommúnistaflokkurinn hljóti um 10 prósent fylgi, en Sósíalistar 28 til 30 prósent, ef Þær blikur, sem á lofti eru, hafa knúið Georges Marchais, leiðtoga Kommúnistaflokksins, til að setja markið lágt í kosningunum. Stefnir hann nú aðeins á það að ná meira fylgi en Jean-Marie le Pen og öfga- flokkur hans til hægri, Front Nat- ional. Kommúnistarnir hafa enn sín vígi í verkamannahverfúm Parísar, í Marseilles og iðnhéruðum f norður- hluta landsins. En einnig þar virðast þeir vera að tapa fylgi. Marchais sjálfur virðist með úreltu orðaskaki sínu eiga þar hlut að máli. Helsti vandi á höndum Kommúnista- flokksins franska er þó sá að enginn hæfur eftirmaður Marchais lætur á sér kræla. Pierre Juquin, fyrrum talsmaður Jacques Chirac, leiðtogi gaullista, er líklegasti forsætisráðherrann að kosningum loknum. Valery Giscard d’Estaing, fyrrum forseti, (t.h.) er einnig nefndur en Mitterrand skipar þennan fyrrum forvera sinn seint í forsæti ríkisstjórnar. Chaban Delmas var í and- spyrauhreyf- ingunni með Mitterrand. Simone Veil er vinsælli meðal almennings en skoðanabræðra í áhrifastöðum. að fá þingmeirihluta í kosningunum kynni forsetinn að telja sér fært að velja miðjumann úr hópi sósíal- ista eins og Laurent Fabius, núver- andi forsætisráðherra, eða Pierre Bérégovoy, viðkunnalegan flár- málaráðherra sinn. Chirac sigur- stranglegastur Flestir telja Chirac sigurstrangleg- astan. Fyrir því eru tvær ástæðun hann langar í starfið og kann að hafa rétt á því. Fari kosningamar eins og skoðanakannanir gefa til kynna, að flokkur Chiracs, Ras- semblement pour la République (RPR), verði öflugri aðilinn í sigur- bandalaginu við Union pour ia Démocratie Francaise (UDF), flokk d’Estaing, þá getur Mitterrand tæplega gengið fram hjá Chirac. Viss um líkumar á sigri hefur Chirac sett skilyrði. Frá hægri vill hann njóta stuðnings ótvíræðs meirihluta á þingi. Þá vill hann fá heimild Mittrerrands til að fram- kvæma „án nokkurra undanbragða eða málamiðlunar" stjómarstefnu hægri flokkanna. Þessu er ekki auðvelt að kyngja. Sagt er, að Chirac telji sig meira að segja geta krafist þess af Mitterrand, að hann losi sig við ýmsa af einkaráðgjöfum sínum í Elysée-höll, aðsetri forset- ans. Mitterrand er gramur yfir þess- um orðrómi. Hann sagði stuttara- lega í sjónvarpsviðtali 2. mars, að menn yrðu að átta sig á því, að þejr gætu ekki ferðast um landið og sett forsetanum kosti. Hinar stríðandi fylkingar eiga áreiðanlega eftir að bíta í skjaldarrendur, áður en þær gera með sér kaupmálann. Stjómarskráin, sem setur Mitter- rand skorður, segir, að forsætisráð- herrann stjómi ríkisstjóminni og ríkisstjómin „ákveði og framkvæmi stefnu þjóðarinnar". Hafi Fabius látið við það sitja að starfa sem umboðsmaður forsetans, má rekja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.