Morgunblaðið - 14.03.1986, Síða 33

Morgunblaðið - 14.03.1986, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1986 3S Ólafsvík: Mikil þátttaka í prófkjöri Al- þýðuflokksins Ólafsvik, 13. mars. UM siðastliðna helgi fór fram prófkjör tveg-gja framboðsaðila í Ólafsvik vegna bæjarsljómar- kosninganna á vori komanda. Annars vegar hjá Alþýðuflokkn- um, sem nú er i fyrsta sinn i 24 ár með sjálfstætt framboð, en flokurinn hefur á undanförnum árum staðið að H-listanum með fleirum. Hins vegar var prófkjör hjá L-lista, lýðræðissinnum, en þeir eiga nú 2 fulltrúa af 7 í bæjarstjóm. Mikil þátttaka var í prófkjöri Alþýðuflokksins, 107 tóku þátt. í fyrsta sæti varð Sveinn Elinbergs- son yfirkennari með 83 atkvæði í 1. sæti, 105 alls. í öðru sæti varð Trausti Magnússon rafvirki með 59 atkvæði í 1.-2. sætið, 95 alls. í þriðja sæti varð Sjöfn Aðalsteins- dóttir bankamaður með 54 atkvæði í 1.-3. sæti, 77 alls. í fjórða sæti varð Kristín Guðmundsdóttir versl- unarmaður og í fimmta sæti Börkur Guðmundsson sjómaður. Bindandi kosning var í öll þessi sæti. Hjá lýðræðissinnum kusu 40 manns. I fyrsta sæti varð Kristján Pálsson framkvæmdastjóri, í öðru sæti Emmanúel Ragnarsson banka- maður og í þriðja sæti Ragnheiður Helgadóttir fóstra. — Helgi Samleikur á gitar og orgel á Austfjörðum SÍMON ívarsson gítarieikari og dr. Orthulf Pmnner orgelleik- ari halda þrenna tónleika á Austfjörðum um helgina. Báðir Borgarstjórn: Ekki til umræðu að fella kjarasamninga — segir Sigurður E. Guðmundsson Á FUNDI borgarstjómar Reykjavíkur 6. mars sl. urðu nokkrar umræður um nýgerða kjarasamninga sem fulltrúar allra flokka tóku þátt í. Af því tilefni hefur Sigurður E. Guð- mundsson, Alþýðuflokki, óskað eftir að fá að skýra frá sjónar- miðum sínum og flokksins sem fram komu í umræðunum. „Auðvitað er ljóst að lágu launin mega ekki vera lægri og vitaskuld er þörf á að þau hækki. í því sambandi verður að hafa í huga að gert er ráð fyrir að þeir tekjulægstu fái sérstakar greiðslur tvisvar á ári sem munu skila allt að 3,4% í kaupmætti," sagði Sigurður. „Auk þess hefur alla tíð verið litið þannig á, að minnsta kosti í þeim Alþýðu- flokki sem ég er fulltrúi fyrir í borgarstjóm, að sem minnst verð- bólgudýrtíð væri launafólki í hag. Ekki síst þeim launalægstu." Sigurður benti á að ekki mætti gleyma þeim félagslegu umbótum er kæmu til sögunnar eins og hjá lífeyrissjóðum og í húsnæðismálum, sem gagna hinum tekjulægstu sem og öðrum. „í samingunum felast það margir jákvæðir hlutir að ekki er til umræðu að hafna þeim. Maður veit hveiju er sleppt en ekki hvað fæst í staðinn verði þeir felldir," sagði Sigurður að lokum. Ferðaskrifstofan Polaris: Sumaráætlun komin út iial FERÐASKRIFSTOFAN Polaris sendir nú frá sér ferðabækling og helgar hann ferðum til Mall- orca og Ibiza. Polaris tók við aðalumboði á ís- landi fyrir bandaríska flugfélagið Pan American 1976 og hefur starf- að sem alhliða ferðaskrifstofa síðan 1978. Allar götur síðan hefur ferða- skrifstofan sérhæft sig í ferðum vestur um haf og öðrum lengri ferðum, jafnframt því að veita alla hefðbundna þjónustu fyrir við- skiptavini sína í orlofs- eða við- skiptaferðum til Evrópu. Nú er brotið blað í sögu ferða- skrifstofunnar, með því að setja upp Bíóhöllin: Fyrsta páskamyndin frumsýnd FÝRSTA páskamynd Bíóhallarinnar, bandariska gamanmyndin „Njósnarar eins og við“, sem fjallar um njósnara í njósnaleiðangri, hefur verið frumsýnd. Með aðalhlutverk fara þeir Chevy Chase og Dan Aykroyd, leikstjóri er John Landis. leiguflugsferðir til Mallorca og Ibiza. Um er að ræða beint fram- hald ferða, sem ferðaskrifstofan Urval hefur verið með í fjöldamörg ár við miklar vinsældir. Nú hefur orðið að samkomulagi að Polaris annist þennan rekstur. Í Mallorca-ferðum sínum leggur Polaris mesta áherzlu á ferðir fyrir bamafólk, en einnig sérstakar ferð- ir fyrir eldri borgara. Dvalið er á Alcudia-ströndinni, sem hefur byggst upp á síðustu árum, og er nú án efa meðal fegurstu og best búnu stranda á Spáni. Á Alcudia verður starfandi pjakkaklúbburinn sem var stofnaður í fyrra við miklar vinsældir bama og foreldra. 75 pjakkar eiga kost á ókeypis ferð til Alcudia. Framkvæmdastjóri ferðaskrif- stofunnar Pólaris er Karl Sigur-' hjartarson fyrrum framkvæmda- stjóri Úrvals og sölustjóri hjá Flug- leiðum. (Fréttatilkynning) hafa leikið víða um land og getið sér gott orð. Símon er nú kennari við. Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar en Ort- hulf Prunner er organisti við Háteigskirkju og kennir m.a. við Nýja tónlistarskólann. Myndin að ofan er af þeim fé- lögum Símoni og Orthulf. Það mun vera harla óvenjulegt að heyra leikið saman á gítar og orgel, að því er segir í fréttatilkynn- ingu frá listamönnunum. Bæði hljóðfærin eiga sér margra alda hefð og styðja hvort annað á hríf- andi hátt. Ifyrstu tónleikarnir eru í kirkj- unni í Neskaupstað á laugardaginn kl. 17. Á sunnudag kl. 20:30 leika þeir í Egilsstaðakirkju og síðan í Seyðisfjarðarkirkju á mánudags- kvöldið kl. 21:00. Á efnisskránni eru verk eftir J. Bach, A. Vivaldi og Spánvetjann J. Rodrigo. Samsýning arkitekta: „Hús til ^ sölu“ SÝNINGIN „Casa da Vendere" — hús til sölu — samsýning arki- tekta frá Bandaríkjunum, Sviss og Portúgal, verður opnuð al- menningi í Ásmundarsal við Freyjugötu þann 16. mars. Sýn- ingin verður opin út marsmánuð. Samhliða sýningunni kemur hingað þekktur svissneskur arkk'' tekt, Rudy Hunziker og heldur hann fyrirlestur í Ásmundarsal miðviku- daginn 19. mars kl. 20.30. Þeir arkitektar sem eiga verk á samsýn- ingunni — hús til sölu — , eru Rudy Hunziker, Lugano, Sviss, Richard Meir, New York, Bandaríkjunum, Alvaro Siza, Portugal, Remo Leuz- inger, Lugano, Sviss, Liviu Dimitr- iu, New York, Bandaríkjunum, og Bemegger Keuer og Quaglia, Lug- ano, Sviss. Sýningin verður opin daglega frá 14-22. í Leidrétting f rá BSRB BORIST hefur eftirfarandi leið- rétting frá BSRB: „Vegna mistaka hefur það rang- hermi slæðst inn í fréttir í BSRB-fréttum og fleiri blöðum, að BHM skuli eiga fulltrúa í væntan- legri nefnd til að endurskoða lífeyr- issjóðslög. Hið rétta er, að þar mun eiga sæti fulltrúi frá Launamálaráði ríkisstarfsmanna innan BHM. Beðist er velvirðingar á þessari missögn." Afrakstur vakningadag’a: > _________ Utvarp Flensborg Á MORGUN, laugardag, kl. 10.00 hefjast útsendingar hjá Útvarpi Flensborg. Unnið hefur verið að dagskrárgerð síðan miðvikudag- inn 5. mars, en útsendingar munu standa yfir laugardag og sunnu- dag. 5. til 7. mars voru svokallaðir vakningadagar í skólanum. Þá var hefðbundið skólastarf brotið upp og menn störfuðu í hópum að hinum ýmsu verkefnum. Einn þessara hópa var og er útvarpshópur, sem í eru um 20 manns. Leiðbeinandi hópsins yfír vakningadagana var Stefán Jökulsson útvarpsmaður. Sent verður út á tíðninni FM-96.7 (Mhz) og er áætlað að útvarpið muni heyrast á öllu Stór-Reykjavík- ursvæðinu. Meðfylgjandi er dagskrá beggja daganna: Laugardagur 15. mars 10.00 Morgunþáttur. 11.00 Skemmtidagskrá. Þáttur um skemmtidagskrá í skólanum á vakningadögum. 12.00 Konfekt. Tónlistarþáttur, algerlega laus við talað mál. 13.00 Hópastarf. Kynning á hóp- unum sem störfuðu á vakn- ingadögum. 14.00 Tónlistarþáttur ívars. 14.30 Hin hliðin. Viðtal við 3 kenn- ara við skólann. Reynt að fínna á þeim nýjar hliðar. 15.00 Tónlist. Halldór Magnússon. 15.30 Viðtal við spumingaliðs- menn: Lið Flensborgarskóla úr Denna-poppspuminga- keppninni. 16.00 Grammy-verðlaunin 1985. 17.00 Oddatal. 17.30 Fréttir. 18.00 Vinsældalisti Flensborgara. 19.00 Stuðmenn. 19.30 íþróttir. 20.00 Rímur. 20.30 U2. 21.30 Fréttir. 22.00 Þungarokk 22.30 Jass. 23.00 Sterkir punktar. Bútar úr gömlum gamanþáttum, létt tónlist að auki. 24.00 Andvaka. 03.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 16. mars 10.00 Morgunþáttur. ll.OOVerðandi embættismenn. Verðandi forvígismenn í fé- lagslífi nemenda í Flensborg teknirtali. 11.30 Ellismellir 12.00 Eymakonfekt. Tónlistar- þáttur án kynninga. 13.00 Hópastarf. (frh.) 14.00 Hinhliðin. 14.30 Eurovision-lög. Kynning á lögunum sem koma til greina í söngvakeppni sjónvarps- stöðva. 15.30 Árshátíðarspjall. Árshátíf^ nemendafélagsins kynnt. 16.00 Spumingaþáttur. Spum- ingakeppni milli kennara og nemenda. 17.00 Óvinsældalistinn. Listi óvin- sælustu laganna í Flensborg. 17.30 Fréttir. 17.33 Tónlist. Halldór Magnússon. 18.00 Skiptinemar. Viðtal við er- lenda skiptinema í skólanum. 19.00 Eymakonfekt. 19.30 íþróttir. 20.30 Kvikmyndatónlist. 21.00 Bæjarmál. Fundur um bæj*- armál, haldinn í Flensborg- arskóla6. mars. 21.30 Fréttir. 21.33 DiraStraits. 22.00 Leiklist. Fjallað um leiklist- arstarf í Hafnarfirði. 22.30 Tónlist. Valdimar Svavars- son, Gísli Þ. Magnússon. 23.30 Tónlist. Þröstur Sverrisson.^ 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.