Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. MARZ 1986 39 Kaffisala Dómkirkju- kvenna á Hótel Loftleiðum Næstkomandi sunnudag, 16. mars, verður Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar með kaffísölu á Hótel Loftleiðum, Víkingasal, og hefst hún kl. 3 e.h. að lokinni messu í Dómkirkjunni. Allur ágóði af kaffisölunni rennur til greiðslu kostnaðar vegna kaupanna á hinu nýja orgeli Dómkirkjunnar og hinna miklu endurbóta, sem fram fóru á kirkjunni í fyrra. Við messuna kl. 2 e.h. á sunnu- daginn prédikar Jónas Haralz bankastjóri og sr. Þórir Stephensen þjónar fyrir altari. Að lokinni mess- unni fer strætisvagn frá kirkjunni eins og verið hefur undanfarin ár og ekur að Hótel Loftleiðum og aftur til baka milli kl. 4.30 og 5.00. Við hvetjum fólk til góðrar kirkjusóknar og síðan er tilvalið að bregða sér suður á Hótel Loftleiðir og fá sér þar góðan kaffísopa og enginn verður svikinn af meðlætinu, sem þar verður fram borið. Það þekkja þeir sem komið hafa á kaffí- sölu Dómkirkjukvenna. Á kaffísölunni verða auk þess til sölu fallegir munir, sem konumar hafa unnið, svo sem handgerð blóm og páskaföndur, allt hlutir sem tilvalið er að nota til skreytinga. Konumar í Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar hafa unnið ómetan- legt starf fyrir Dómkirkjuna í marga áratugi. Alltaf hafa þær komið við sögu þegar Dómkirkjan hefur eignast góðan grip eða verið prýdd og lagfærð. Þannig hafa þær konumar nú gefíð stórgjafir til kaupa á nýja orgelinu og til að styðja þá nauðsynlegu viðgerð, sem frám fór á Dómkirkjunni í fyrra. Þetta nauðsynjamál vilja þær nú enn styðja með vinnu sinni á sunnu- daginn og með stuðningi sinna góðu vina, sem áreiðanlega munu ijöl- menna í kaffísöluna á Hótel Loft- leiðum á sunnudaginn. Búast má við mikilli þröng kl. 3 þegar kaffísalan hefst, en það má benda á, að það er ekki síðra að koma kl. 4, þegar heldur fer að hægjast um því að alltaf verður til nóg af kaffí og góðu meðlæti. Við hvetjum alla velunnara Dóm- kirkjunnar að íjölmenna á sunnu- daginn í kaffísöluna og njóta góðra veitinga og styðja gott málefni. Hjalti Guðmundsson Kirkjudagnr Safnaðar félags Asprestakalls Árlegur kirkjudagur Safnaðarfé- lags Ásprestakalls er á sunnudag- inn kemur, 16. mars. Svo sem aðra sunnudaga verður bamaguðsþjónusta í Áskirkju kl. 11 um morguninn og síðan guðs- þjónusta kl. 2. Ingibjörg Marteins- dóttir söngkona syngur einsöng, sóknarprestur prédikar og kirkju- kór Áskirkju syngur undir sljóm Kristjáns Sigtryggssonar. Eftir guðsþjónustuna verður kaffísala í Safnaðarheimili Áskirkju og veizlukaffí á boðstólum fram eftir degi eins og jafnan á kirkju- deginum. Hefur kaffísala kirkju- dagsins Iöngum verið mikil lyfti- stöng starfsemi Safnaðarfélagsins, en það starfar af miklum þrótti og fómfysi og hlutur félagsins mikill í því að kirkjan reis og prýði hennar síðæ>. í safnaðarheimilinu verður komið fyrir teikningum að svæðinu ofan kirkjunnar og kirkjulóðinni. Er ákveðið að heíja strax eftir páska framkvæmdir við lögn stéttar og göngu- og akbrautar að kirkjudyr- um og verður svæðið utan dyranna prýtt eins og kostur er og upphitað í hálku sem verður til mikilla bóta. í framhaldi af því, ef Qárráð leyfa, verður gengið frá anddyri kirkjunn- ar sem þá stækkar verulega og þar verður komið fyrir fágætum lista- verkagluggum sem kirkjan á og enn munu auka þokka hússins. Ég vænti þess að sem allra flest núverandi og fyrri sóknarböm Ás- kirkju og velunnarar leggi leið sína til hennar á sunnudaginn til að njóta þess sem fram verður reitt og styðja um leið starf Safnaðarfélags og sóknar. Allir em velkomnir og uppörfun að því að fá að fagna sem fíestum. En gildi slíkra samfunda sem hér er efnt til er ekki síst það að þeir stuðla að kynnum þeirra er njóta, bæði gestgjafa og gesta, og von mín er að kirkjudagurinn 16. mars verði til eflingar slfkum kynn- um. Árni Bergur Sigurbjörnsson Kartöflu- og grænmetísráðstefna KARTÖFLU- og grænmetisráð- stefna verður haldin 22. apríl næstkomandi á vegum Búnaðar- félags íslands, Stéttarsambands bænda og Yfirmats garðávaxta. Ráðstefnan verður haldin i Bændahöllinni og verða teknir fyrir flestir þætdr er varða meðferð og dreifingu grænmet- is, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá yfirmatsmanni garðávaxta. Á ráðstefnunni verða lögð fram drög að nýrri reglugerð um mat og meðferð á garðávöxtum. Einnig er stefnt að því að leggja þar fram tillögur að nýjum flokkunarreglum fyrir kartöflur. Auk þessa verður fjallað um meðferð, dreifingu og gæði kartaflna og grænmetis, inn- heimtu lögboðinna gjalda af fram- leiðslunni og innflutning kartaflna og grænmetis. Frummælendur verða úr röðum framleiðenda, neyt- enda, heildsala og kaupmanna. Ráðstefnan er öllum opin. Þátt- tökugjald er 500 krónur. Verður hún sett klukkan 9.30 og stendur til klukkan 17. Nánari upplýsingar veitir yfírmatsmaður garðávaxta. Valgeir Eluga- son sjðtugur Björk, Mývatnfwveit 12. mara. SJÓTUGSAFMÆLI áttí i gær, 11. mars, Valgeir Dlugason bóndi í Reykjahlíð. í tílefni þessara tímamóta höfðu hann og kona hans, Guðrún Jakobsdóttir, opið hús. Stór hópur vina þeirra og frænda heimsóttí þau þann dag, eða á annað hundrað manns. Afmæli í Varmahlíð Varmahlfð, 4. mars. Þetta eru þau Sigrún Þorsteins- dóttir og Bæring Hjartarson sem búsett eru í Varmahlíð. Þau eru mörgum Skagfirðingum og fleirum góðkunnug. Bæði eiga þau merkis- afínæli á þessu ári, Sigrún verður sjötug nú þann 15. mars en Bæring verður 75 ára 27. júní í sumar. Af þessu tilefni ætla þau að taka á móti gestum að Löngumýri laug- ardaginn 15. mars á milli kl. 3 og 7, síðdegis. Bæring og Sigrúnu eru hér sendar bestu kveðjur í tilefni þess- ara tímamóta. P.D. Veitt var af mikilli rausn og myndarskap. Barst hinum sjötuga heiðursmanni mikill fíöldi skeyta og gjafa. Valgeir var á sínum yngri árum ágætur íþróttamaður og alveg sérstaklega lipur í knattspymu. Hann hefur búið á V< hluta jarðar- innar Reykjahlíð með Óskari bróður sfnum og hefur þeim ætíð búnast vel. Valgeir og Guðrún hafa eignast 4 dætur sem allar eru uppkomnar. Ástæða er til að áma þeim og Qöl- skyldu þeirra allra heila. — Kristján Senn líður að páskum og vorið er á næstu grösum. Þá fer að verða tími til að kasta vetrarfeldinum og leita léttari klæðnaðar sem hæfir hækk- andi sól og komandi sumri. Við fáum daglega mikið úrval af vor- og sumarvörum, m.a. frá MELKA, BRAND- TEX, SIMBA, FERNANDO, WEEKEND, HENNES og MAURITZ. Og fyrir þá sem sauma sjálfir minnum við á afar fjölbreytt úrval okkar af metravöru. Við viljum að allir séu flott í tauinu. Það erum við. VEFNAÐARVÖRUDEILD PASKAR ERU KOMNIR í Vöruhús Vesturlands Vöruhús Vesturlands Borgarnesi sími 93-7200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.