Morgunblaðið - 14.03.1986, Side 40

Morgunblaðið - 14.03.1986, Side 40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. MARZ1986 Harry Dean Stanton Hanna Schygulla í Hjónaband MaríuBraun. Gamlir kunningj ar á þýskri kvikmyndaviku og nokkrir nýi Kvikmyndir Amaldur Indriðason Þýsk kvikmyndavika tekur nú við af þeirri frönsku í Regn- boganum í Reykjavík. Hún hefst í dag, 14. mars og stendur til 21. mars. Fyrsta myndin, sem sýnd verður á vikunni er Die Weisse Rose (Hvita rósin) en hún hefur ekki verið sýnd hér á landi áður. Alls verða sýndar 10 myndir gerðar af yngri kynslóð kvik- myndagerðarmanna i V-Þýska- landi, þeirra sem hófu þýska kvikmyndagerö til vegs og virð- ingar að nýju á sjöunda og átt- unda áratugnum. Meðal leik- stjóra, sem eiga myndir á vikuni eru Wim Wenders, Wolfgang Petersen, Fassbinder (á þijár myndir), Margarethe von Trotta og Robert von Ackern. Flestar myndanna hafa áður verið sýnd- ar i kvikmyndahúsum hér. Það eru félagið Germania og Há- skólabíó, sem standa að sýning- unum. Die Weisse Rose fjallar um and- spymuhreyfingu þýskra stúdenta í Miinchen á stríðsáninum. nafn sitt dregur myndin af andspymuhópn- um Hvítu rósinni, sem í voru fimm ungir háskólanemar er reyndu af veikum mætti að berjast gegn nasismanum. Segir myndin frá þeirri baráttu og því, hvemig Gestapó réð örlögum þeirra. Leik- stjóri er Michael Verhoeven en með aðalhlutverk fara Lena Stolze, Martin Benrath, Wulf Kessler og Oliver Siebert. Paris, Texas er fulltrúi Wim Wenders á kvikmyndavikunni. Sú hefur hlotið einróma lof gagnrýn- enda hvar sem hún hefur verið sýnd og hún vann m.a. Gullpálmann í Cannes árið 1984. Wenders gerði þessa mynd sfna í Ameríku en í henni leikur Harry Dean Stanton mann, sem í upphafi myndarinnar sést ráfandi um auðnir Texas við landamærí Mexíkó. Enginn veit hver hann er, hvaðan hann kemur eða hvert hann er að fara. Síðar kemur í ljós að maðurinn heitir Travis og að hann hefur verið týnd- ur í fjögur ár. Hann leitar flölskyldu sinnar, sonaríns Hunters og kon- unnar Jane (Nastassja Kinski). Bróðir Travis kemur honum til hjálpar (leikinn af Dean Stockwell) en Hunter býr hjá honum og saman halda feðgamir í leit að Jane. Sagan, leikurinn, sviðsetningin og leikstjómin gera París, Texas að eftirminnilegri kvikmynd. Das Boot (Kafbáturinn) er eftir Wolfgang Petersen. Hún gerist í seinni heimstyijöldinni og segir frá lífi og örlögum áhafnar á þýskum kafbáti. Myndin hefst haustið 1941. Kafbáturinn U-96 lætur úr höfn með 43 manna áhöfn að taka þátt í hinu mikla hlutverki sem þýska kafbátaflotanum var ætlað í seinni heimstyijöldinni. Barist er jafnt neðansjávar sem ofan. Hér er á ferðinni ógnvekjandi og spennandi stríðsmynd, sem lýsir sérlega vel þeim ömurlegu aðstæðum sem kafbátaliðar unnu við í stríðinu. Myndin fékk Óskarsverðlaun sem besta erlenda mynd ársins 1983 en síðan Petersen gerði hana hefur hann gert Söguna endalausu og síðan Ovinanámuna (Enemy Mine) sem er íslendingum vel kunn. Die ehe der Maria Braun, Lola og Die sehnsucht der Veronica Voss em þær myndir, sem sýndar verða eftir Rainer Wemer Fass- binder á kvikmjmdavikunni. Þær eiga það sameiginlegt að flalla um áhrif stríðsins á þýskt samfélag en því lýsir Fassbinder með því að segja frá örlögum þriggja kvenna, Maríu Braun, Lolu og Veronicu Voss. Mjmdin um Maríu Braun hefst árið 1943, þegar María giftist þýskum hermanni og lýsir myndin viðburðaríkri ævi hennar til ársins 1954, þegar þýska efnahagsundrið er orðið að veruleika. Með aðal- hlutverkin fara Hanna Schygulla, Klaus Löwitsch og Ivan Desny. Sagan um gleðikonuna Lolu byggir að nokkru á bók Heinrich Manns, „Professor Unrat" en sagan sú var einnig kveikjan að mjmdinni Blái engillinn frá 1930. Lola gerist í smábæ í Þýskalandi á sjötta ára- tugnum. Með aðalhlutverk fara Barbara Sukowa, Armin Miiller- Stahl og Mario Adorf. Fyrirmjmd Fassbinders að Veronicu Voss var leikkonan Sybille Schmitz en hún var þekkt kvikmjmdastjama á nas- istatfmanum. Eftir að stríðinu lauk fékk hún varla nokkur hlutverk. Rosel Zech leikur Voss en með Rutger Hauer ásamt ástmey sinni í haukslíki í Ladyhawke. I álögrim Blóðþyrstur granni Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Bíóhöilin: Ladyhawke ★ ★ Leikstjóri Richard Donner. Kvikmyndataka Vittorio Stor- aro. Handrit Edward Khmara, Michael Thomas, Tom Manki- ewicz. Aðaihlutverk Matthew Broderiek, Rutger Hauer, Mic- » helie Pfeiffer, John Wood. Baiidarísk, 1985. Frá 20th _ Century.Fox/Wamer BroS: 123 mht. ‘ Mjmdin gerist á þeim tíma er íslendingar skrifuðu betri bók- menntir en aðrar þjóðir gjörðu nokkum tíma. Annars er ástæðu- laust að tfmasetja Ladyhawke nákvæmlega, hún er ævintýri sem skýst aftan úr miðöldum þegar glæstir riddarar riðu um héruð. Einn slíkur er Hauer sem ásamt konu sinni (Pfeiffer), er undir grímraum gjömingum ills bigkups. Sá lagði hug á ástkopuna en er, hann'sá að riddarinn hafði betur leggur hann þaö" álög á Pfeiffer að hún verði haukur að degi en Hauer úlfur að nóttu. Breytir lífí elskendanna í martröð þar sem þau em ætíð saman en annað sí- feilt í álagahamnum. Smáþjófur nokkur (Broderick) kemur til sögunnar og reynir ásamt einsetumunknum Leo McKem, að leysa hjúin undan galdrinum. Ævintýrið byijar vel og fagur- lega. Stórfenglegt landslag, mið- aldakastalar, brynjaðar kempur, kuflklæddir kennimenn og óséleg- ur almenningur fylla myndramm- ann. Og að baki kvikmjmdatök- unnar stendur einn af snillingum hennar, Vittorio Storaro, (Apoc- alypse Now). Hann sér til þess að auganu leiðist aldrei þessar oft löngu 120 mínútur. Landslagsfegurð, litríkir bún- ingar og dávelgerð svið duga ekki til að halda uppi kvikmynd ef á skortir lögulegan söguþráð. Lengi vel upplifum við framandi ævintýr þar sem stutt er í mystíkina sem er aðal góðra furðusagna. En smásaman verður hún að þoka fyrir langdregni og hugmjmda- snauð kvikmyndagerðarmanna. Og eins og fyir kemur fram er það Storaro einn sem stendur uppréttur. Það er iangt í fi-á að teljast óalgengt að hinar svokölluðu stór- myndir, sem í er ausið takmarka- lausu fé, verði hvorki fugl né fisk- ur. Og þegar upp er staðið klóri eigendur sem áhorfendur sér í kollinum og spyiji: „Hvað varð af penmgunum?" Það er engu lík- ara en allur Kstrænn rtietnaður og heHbrigð skynsemi'séu undir illum álögúm þessara eyðsluhíta. STJÖRNUBÍÓ: Fright Night **:/2 Leikstjóri Tom Holland. Förðun og brúður Richard Edlund. Aðalhlutverk Chris Sarandon, William Ragsdale, Roddy McDowall, Amanda Bearse, Stephen Geoffreys. Bandarísk, Coiumbia 1985. Ca. 102 min. Hún verður löng barátta skálda og kvikmyndagerðarmanna við ófögnuði á borð við Frankenstein, Dracula greifa og fleiri af þeim skóla. Þessir skrattakollar verða örugglega ekki kveðnir niður á meðan af þeim leggur einhveija peningalykt. Enn erum við komnir á slóðir greifans, ekki þó á þær hefð- bundnu heldur liggja þær nú í friðsælu úthverfi stórborgar í samtímanum. Ungur piltur verður vitni að því um óttuskeið að nýi nágranninn í götunni er hvort- tveggja morðingi og afturganga og að öllum líkindum blóðsuga í ofanálag. Það fæst náttúrlega enginn til að trúa stráksa, hvorki vinimir, kærastan, lögregluemb- ættið né elskuleg móðir hans. En þegar líkin fara ■ að finnast eins og hráviði út um allan bæ er öllum Ijóst að ekki er allt með felldu. En sveinninn ungi verður sjálfúr að ráða niðurlögum illfyglanna ásamt hinum ólíklegasta hjálpar- kokk ... Skásta skilgreiningin á Fright Night er sjálfsagt eitthvað í áttina við hiyllingsmynd með gaman- sömu ívafi. En þegar á líður kaf- siglir ófognuðurinn fyndnina og færist svo í aukana undir lokin, ekki síst fyrir hlut Edlands, að manni léttir þegar útgönguleiðir kvikmyndahússins uppljúkast og manni eru aliir vegir færir út f blessaða dagsbirtuna. Nútíma blóðsugu-fantasíur á hvíta tjaldinu eru sjaldnast merki- legur skáldskapur en oftsinnis þokkalegasta skemmtun, sbr. Love at First Bite, Dracula, (’79) og The Fearless Vampire Killers, Polanskis, sem Fright Night á talsvert að gjalda. Eftir ágætlega gerðan og hnyttinn undanfara tekur Hudson leiksljóri stefnuna beint á hryll- inginn og, því miður, umtaisvert ofbeldi sem fyllilega réttlætir að mjmdin er bönnuð bömum. Með smániðurskurði hefði hún hæg- lega orðið öllum boðleg. Leik- stjómin er lífleg, handritið fyndið á pörtum, figúmr og handbragð Edlund í senn fyndið og hroðalegt. Sarandon leikur blóðsuguna iitræmdu, ■ en í hlutverk hennar hafa löpgum valist sykursætip

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.