Morgunblaðið - 14.03.1986, Page 41

Morgunblaðið - 14.03.1986, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1986 41 m&mz m< 'm *&& I M w .-. X>: .TvVríí Ekki beint kyssileg, ha? Amanda Bearse i Fright Night. (Bls. 34 Photoplay). sjarmörar eins og George Hamil- ton og Frank Langella, og gerir hann garðinn síst ófrægari en forverar hans. En sá sem stelur senunni af leikhópnum er Roddy karlinn McDowall í broslegu hlut- verki afdánkaðs blóðsugudrápara af hvíta tjaldinu. En sökum þekk- ingar sinnar á B-myndunum er hann talinn færastur til að sigrast á myrkravöldunum! Fright Night skortir talsvert meiri frumleika til að geta talist nokkurt tímamótaverk í sögu hrollvekjanna. Hinsvegar er hún dágóð afþreying fyrir velflest, óbrjálað fólk, sem gaman hefur af að láta hræða sig örlítið, og hefði orðið mun betri með hóflegri fítonskrafti. önnur hlutverk fara Hilmar Thate, Comelia Frobös og Annemarie Duringer. Das Messer im riicken byggir á sannsögulegum atburðum frá árinu 1971. Erich E. var þá ákærður fyrir morð og dæmdur til níu ára fangels- is fyrir líkamsmeiðingar, er leiddu til dauða. Erich hélt því alla tíð fram, að um hafi verið að ræða óviljaverk og því hefði aðeins átt að dæma hann fyrir manndráp af gáleysi. Leikstjóri er Ottokar Runze en með aðalhlutverk far Hans Brenner og Helmut Lange. Myndin hefur ekki verið sýnd hér áður. Das Boot ist voll segir frá gyðing- um í seinni heimsstyijöldinni sem reyndu að flýja til Sviss undan Gestapo. Sumum tókst að komast á leiðarenda, aðrir lentu í höndum dauðasveitanna. Þeim sem undan komust var þó ekki öllum jafn vel tekið. Leikstjóri er Markus Imhoof en með aðalhlutverk fara Tina Engel, Curt Boris, Renata Steiger og Mathias Gnádinger. Mjmdin hefur ekki verið sýnd hér áður og er hún sjötta myndin á kvikmynda- vikunni sem gerist í seinni heim- styijöldinni og sýnir hversu ofar- lega það tímabil í þýskri sögu er „ungu kynslóðinni" í huga. Heller Wahn er eftir Margarethe von Trotta. Myndin er um vináttu tveggja ólíkra kvenna, Olgu og Rut. Samband þeirra verður tilfínn- ingalegs eðlis og vekur það ótta og öfund eiginmanna þeirra. Þetta er nöturleg mynd á köflum en leikur þeirra Hönnu Schygulla og Angelu Winklers í aðalhlutverkunum er stórgóður. Die flambierte Frau segir frá Evu, sem er háskólanemi. Hún fær leið á náminu og gerist gleðikona til að öðlast fjárhagslegt sjálfstæði. Hún kynnist Chris sem er í sams- konar aðstöðu og hún. Þau gerast viðskiptafélagar og með þeim þró- ast tilfíningalegt samband og þeim reynist æ erfíðara að greina á milli tilfinninga sinna og afstöðu til „söluvörunnar ást“. Leikstjóri er Robert von Ackem en með aðal- hlutverkin fara Gudrun Landgrebe, Matlieu Carriere, Hans Zischler og Gabriele Lafari. Myndimar eru allar með íslensk- um eða dönskum texta. Verð að- göngumiða er 150 kr. Reykholtsdalur; Uppboð á eignum Breiðverks Kleppjánureylqum t febrúar. NÝLEGA fór fram uppboð á eignum þrotabús bifreiða- og vélaverkstæðisins Breiðverks hf. sem lýst var gjaldþrota á síðasta ári. Kröfur í búið voru tæpar 6 milljónir. Lausafjármunir voru metnir á 540 þúsund og seldust á 590 þúsund krónur. Fasteign búsins var 350 fermetrar að stærð og metin á 4,5 milljónir kr. og slegin Reykholtsdals- hreppi á 1,1 milljón kr. Breiðverk hf. var stofnað árið 1981 og vom stofnendur 24, mest einstaklingar í héraðinu. Stærstu hluthafamir vom þó Reykholtsdals- hreppur og Kaupfélag Borgfírð- inga. Tilgangur félagsins var að kaupa og reka iðnaðarhúsnæði Guðmundar Kjerúlf skammt frá Reykholti og standa fyrir hvers konar iðnrekstri. Fyrstu verkefnin vom yfírbyggingar á Volvo Lapp- lander-bifreiðir Rafmagnsveitna ríkisins og yfírbyggingar fyrir ein- staklinga. Síðan hafa verkefnin verið stopul utan almennra bifreiða- viðgerða. Að sögn Kristjáns Benediktsson- ar oddvita Reykholtsdalshrepps var árangurslaust reynt að fínna rekstr- argmndvöll fyrir fyrirtækið. Sagði Kristján að of lítið hlutafé og miklar skuldir í upphafi svo og skortur á lánsfé hefði gert það að verkum að ekki tókst að bjarga fyrirtækinu. Eftir að félagið varð gjaldþrota komu kröfur að fjárhæð 5.936 þús- und krónur í þrotabúið. Ljóst er að stærstur hluti krafnanna hefur Morgunblaðið/Bemhard Frá uppboðinu á eignum þrotabús Breiðverks hf. Rúnar Guðjónsson sýslumaður og Einar Sigurjónsson fulltrúi hans slá Reykholtsdals- hreppi fasteign búsins fyrir brot af matsverði. tapast því eignimar fóm á 1.690 þúsund krónur. Stærstu kröfuhaf- amir vom: Samvinnutryggingar 862 þúsund kr., Reykholtsdals- hreppur.854 þúsund, Páll Samúels- son 853 þúsund, Sparisjóður Mýra- sýslu 600 þúsund, ríkissjóður 533 * þúsund og Iðnlánasjóður 200 þús- und krónur. - Bemhard. Ný teppi! Ný teppi! Páskatilboð! Fermingartilboð! Splunkuný klassa-skrifstofuteppi Maxcent — grá — einlit — röndótt kr. 1.395 ** *- >• ' V*j , :■ *:;> : i < V Stigahúsateppi frá aðeins kr. 685 pr. m2 Gerum tilboð, mælum og leggjum. pr. m2 Skrifstofu- og stofnanateppi í hæsta gæðaflokki, afrafmögnuð, efnismikil, bráðfalleg. Úrvals parket og gólfdúkar á hag- stæðu verði. Margar gerðir. Berber-teppin sívinsælu á stofur, hol og her- bergifráaÖeinskr. 495 pr. m2 Teppi úr gerviefnum, ullar- blöndum og hreinni ull. 12.00. Aunglingaherbergi Rainbow — skáröndótt tísku-teppi á kr. 549 pr. m2 Teppi sem henta vel á lítil herbergi. Teppaland'Dúkaland Grensásvegi 13, símar 83577 — 83420.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.