Morgunblaðið - 23.03.1986, Page 1

Morgunblaðið - 23.03.1986, Page 1
120SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 68. tbl. 72. árg.____________________________________SUNNUDAGUR 23. MARZ 1986________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins . - ■■ .<■ -it v ■ IBLAFJOLL UM Morgunblaðið/Snorri Snorrason Fjöldagrafir finnast á Filippseyjum: Mannréttindanefnd telur líkin af andstæðinefum Marcosar Manila og Washington, 22. mars. AP. ^ * Danir ávíta Svía Kaupmannahöfn, 22. mars. AP. Utanríkisráðherra Dana, Uffe EUemann-Jensen, hefur sent sænsku ríkisstjóminni harðorða orðsendingu, þar sem tilraunir Svía til þess að grafa undan efnahagsþvingunum Dana gagn- vart Suður-Afriku, em fordæmd- ar. Danska útvarpið sagði þetta einhverja harðorðustu orðsend- ingu, sem dönsk stjóravöld hefðu nokkra sinni sent öðru riki á Norðurlöndunum. Svíar harma gagnrýni Dana og segja hana á misskilningi byggða. EUemann-Jensen lagði fram á þingi í gær frumvarp, sem gerir ráð fyrir því að öll viðskipti við Suður- Afríku verði bönnuð. Danir ásaka Svía fyrir að hafa snúið sér til Evrópubandalagsins án vitundar danskra stjómvalda í því augnamiði að fá bandalagið til þess að lýsa því yfír að ekki væri hægt að leggja bann við innflutningi á vörum unnum úr hráefnum frá Suður- Afríku. . .___ Alnæmi í rénun? New York, 22. mars. AP. Alnæmissjúklingum í New York og San Francisco er hætt að fjölga og virðist faraldurinn hafa náð einhvers konar jafn- vægi að sögn heilbrigðisfulltrúa i New York. Sjúkdómurinn virð- ist einnig hafa náð hámarki i tveimur helstu áhættuhópunum, meðal þeirra sem hneigðir eru til eigin kyns og þeirra sem neyta eiturlyfja. Um 190 ný tilfelli af alnæmi hafa komið fram í hveijum mánuði í New York undanfarna sex mánuði og sömu sögu er að segja frá San Francisco, þar sem 60-70 ný tilfelli koma fram mánaðarlega. Alnæm- istilfelli eru flest í Bandaríkjunum í þessum tveimur borgum. Sérfræðingar í olíumálum hafa sagt að án mikils samdráttar í olíu- vinnslu, sé þess ekki að vænta að verðið hækki og megi búast við því við óbreytt ástand, að verðið verði um 15 dalir fatið. Aðildarríki OPEC lýstu því yfír að loknum fundi þeirra með ríkjunum fímm, Mexíkó, Malasíu, Egyptalandi, Óman og Angóla, að þau hefðu fallist á að CORAZON Aquino, forseti Filippseyja, skoraði í dag á skæruliða kommúnista að leggja niður vopn. Yrðu þeir ekki við þeim tilmælum, styðja samtökin, en ekkert kom fram um það í hveiju þessi stuðn- ingur felst. Þessi yfirlýsing olli skyndilegri hækkun á olíuverði, þrátt fyrir að sérfræðingar væru vantrúaðir á að samkomulag hefði tekist um nokk- urt grundvallaratriði. Það kom síð- an fram hjá Al-Shanfari, olíumála- ráðherra Oman, að ríkin fímm hefðu ættu þeir á hættu, að stjóm hennar tæki upp harðari stefnu gegn þeim. Panama- stjórn hefur neitað Ferdi- nand E. Marcos, fyrrverandi ekki fallist á neinn ákveðinn sam- drátt í olíuframleiðslu sinni. Sagði hann að hann hefði einungis sam- þykkt að beina því til ríkisstjómar sinnar að íhuga samdrátt í olíu- vinnslu, jafnframt því að þess verði farið á leit við önnur n"ki utan OPEC að þau vinni með samtökunum. Fulltrúar OPEC sögðu að þeir myndu halda áfram samningavið- ræðum um samdrátt eigin olíu- vinnslu, en staðfesting fékkst á því að ekkert samkomulag væri fyrirliggjandi um það innan OPEC, hve mikið ætti að minnka vinnsluna. forseta, um pólitískt hæli. Fjöldagrafir hafa fundist á Filippseyjum. Bandaríkja- stjórn tilkynnti í dag, að hún hefði afhent stjórn Filipps- eyja skrá yfir góssið, sem Marcos og fylgilið hans hafði með sér til Hawaii. í ávarpi sínu til skæruliða, hvatti Corazon Aquino forseti skæruliða til að leggja niður vopn. „Snilling- aröflin eru flúin úr landi,“ sagði hún í ræðu í herskóla í Baguito og kvað skæruliðaherinn ekki hafa „neina ástæðu til að halda áfram baráttunni". „Stjómmáladeilur er unnt að setja niður við samninga- borðið," sagði forsetinn. Hún hvatti skæruliða til að taka þátt í uppbyggingu þjóðfélags, sem byggt yrði á virðingu fyrir mann- réttindum, velferð ogtillitssemi. Panamastjóm hefur hafnað beiðni Marcosar um pólitískt hæli í Panarr.a og ber við öiyggisástæð- um, en talsmaður Panamaforseta gaf þó í skyn, að ekki væri búið að loka öllum dyrum. Ef beiðni bærist öðru sinni, yrði hún tekin til athugunar. Talsmaðurinn vildi ekki skýra þetta nánar, en talið er, að aðalástæðan fynr þessari ákvörðun Panamastjómar séu hin hatrömmu verkföll, sem staðið hafa í landinu í 11 daga vegna nýlegra efnahagsráðstafana stjómarinnar. Mannréttindanefnd, sem Aquino forseti skipaði nýlega, segir, að fundist hafí íjöldagrafir, sem að öilum líkindum hafi að geyma jarð- neskar leifar andstæðinga fyrrver- andi forseta og vopnabræðra hans. Jose Diokno, formaður nefndarinn- ar, vildi ekki greina frá, hvar grafimar væru, en sagði, að rann- sakað yrði, hvort sú tilgáta ætti við rök að styðjast, að þama væm fundnar líkamsleifar sumra úr hópi þeirra 500 manna, sem herinn lét hverfa í stjómartíð Marcosar. Utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna tilkynnti í gær, að það hefði afhent stjórn Filippseyja skrá yfír gimsteina, reiðufé og annað, sem Marcos og fylgilið hans hafði með sér til Hawaii í 300 kössum, þegar forsetinn fyrrverandi hrökklaðist frá völdum. Akvörðun Bandaríkja- stjórnar var tekin eftir viðræður utanríkisráðuneytisins við Jovito Salonga, sem Corazon Aquino skipaði til að grafast fyrir um fjár- málamakk Marcosar víða um lönd. OPEC-fundurinn í Genf: Ekkert samkomulag um minnkun á olíuvinnslu Genf, 22. nuurs. AP. OPEC, samtökum 13 olíuútflutningsríkja, tókst ekki að fá fimm sjálfstæð olíuframleiðsluríki utan OPEC til þess að minnka fram- leiðslu sína. Hins vegar féllust ríkin fimm á áð styðja tilraunir í þá veru að hækka olíuverð upp í 28 Bandaríkjadali fatið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.